Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10 — 11 FRA MANUDEGI v^r v fAMjraquttwv/ir • Skemmtileg smásaga „Ég hefi mikla ánægju af að fylgjast með ýmsu sem flutt er í Ríkisútvarpið þrátt fyrir að sjón- varpið taki mikinn tíma frá manni. En einn er sá rithöfundur, sem ég reyni alltaf að hlusta á, en það er hún Hugrún, og mætti hún gjarnan láta oftar til sín heyra. Fyrir stuttu las hún eina af sínum ágætu smásögum, söguna um hann Tómas Thomsen, sem var bæði skemmtileg og vel flutt. í sambandi við þetta minnist ég að fyrir nokkrum árum kom út bók með smásögum eftir íslenzkar skáldkonur, en þar er nafn Hug- rúnar ekki með, en það hafa fengið inni margar aðrar minna þekkta%. Hvað veldur því að ein af okkar ágætustu skáldkonum er þar ekki með? Mér finnst þetta furðulegt þegar á allt er litið. Ég er ekki að gera lítið úr hinum rithöfundun- um, en þetta nafn má ekki vanta þegar verið er að velja sýnishorn af smásögum eftir ís%enzkar skáldkonur og gefa út í bók. Þarna má engin hlutdrægni eiga sér stað, hvorki trúmál eða pólitík. Sem betur fer ríkir enn ritfrelsi á Islandi, í nafni þess leyfi ég mér að senda Velvakanda þessar fáu línur með kærri kveðju. Kristján Eiríksson.“ i Við erum fluttir Síðumúla 17 Simi 37140 Ný búð Þessir hringdu . . . • Tungan geymir... „Nýverið las ég í grein í Mbl. „að sitja á Sárs höfði ...“ Ekki man ég nákvæmlega hvar í grein eða hvaða dag þessi orð komu fyrir, en ég hefi löngun til að fá nánari útlistun á þessu orðatil- tæki, því ég hefi ekki áður séð það í þessari mynd. Getur þú euki Velvakandi góður, útvegað fróðleik um þetta? HVÞ Ekki er Velvakandi viss um að geta orðið fullkomlega að liði, en í orðabókum er þetta að finna þannig: „Að sitja aldrei (ekki) á sárshöfði" merkir að koma sér aldrei saman um neitt. En í þeim er ekki gefin upp myndin sem bréfritari bendir á, þ.e. Sárs höfði og væri því e.t.v. rétt að lýsa eftir frekari fróðleik um hvort einhver kannast við þá útgáfu. Löngum hefur það verið svo að umferðin er eitt af þeim málum sem mest er rætt um í dálkum Velvakanda. Um nokkurt skeið hefur lítið borið á þeim umræðum, en nú er aðeins tekið að örla á þeim aftur: • Akstur í þéttbýli — Mér virðist menn sífellt vera að skammast yfir því hversu akstur úti á vegum sé vandasamur SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í júgó- slavneska bænum Kragujevac í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Rajkovics, Júgóslaviu, sem hafði hvítt og átti leik, og Filips, Tékkóslóvakíu. 35. Hxg6! - Hxc5, (Eða 35. ... Kxg6, 36. Dxf5+ - Kh6, 37. Dxh5 mát) 36. Dxh5+ - Kg8, 37. Hd8+ og svartur gafst upp. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Knezevic, Júgóslavíu 11 v. af 14 mögulegum. 2. Jansa, Tékkósl. 10‘/2 v. 3.-4. Matulovic, Júgósl. og Mednis, Bandaríkjunum 10 v. 5. Iladulov, Búlgaríu 9‘/2 v. Þátttak- endur voru 15, þar af 7 stórmeist- arar. Nýjar innréttingar Nýjar vörur mikið úrval og krefjist þess að ökumenn fylgist vel með og viti hvað þeir eru að gera, segir ökumaður nokkur. — En ég held bara að það sé miklu meira áríðandi að menn hafi hugann við akstur þegar ekið er í borgum og bæjum og á ég þar ekki sízt við alls kyns sauðshátt, sem menn virðast geta leyft sér, t.d. að aka á 20—30 km hraða á götum þar sem umferðin er yfirleitt ekki undir 50 km hraða. Nefna mætti einnig það þegar ökumenn sem koma af hliðargötum aka inná aðalbrautir, „svína", og leyfa sér svo þá ósvífni að aka eins og þeir væru í líkfylgd. Slíkt finnst mér ekkert annað en rakinn dónaskap- ur og merki um að viðkomandi menn viti ekkert hvernig umferð í borg gengur fyrir sig, eða á að ganga fyrir sig, því það vita það flestir að hún á að ganga hindrun- arlaust og ein sú lagagrein um- ferðarlaganna eða reglugerð, sem mest er brotin er sú sem segir að ekki skuli tefja eða trufla umferð að óþörfu. HÖGNI HREKKVÍSI C3 * ‘ *' <s> gQF SlG&A V/QG* g ‘OlVEftAK Rolling Stones Virtasta rockhljómsveit heimsins meö glænýja hljómplötu, sem hlotið hefur fádæma undirtektir og lof. Einnig til á kassettum. Fálkinn í fararbroddi. FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri Sími 84670 Sími 18670 Sími 12110 VlááA-ÍG NSVoVmLÁT ^ótmu tftífTlAfe AQ 'ÚOYlA WlNáflft c m YIM- \M60 \ W/B'bTOVÍ WUUk \I/V(U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.