Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 17 Mótssvæðið á bökkum Seljalandsár. Ljósm. Mbl.i Ú.A. Skátamót Vestfjarda á Seljalandsárbökkum ísafirði 28. júní Á MORGUN, fimmdudag, hefst á bökkum Seljalandsár í Álfta- firði skákmót Vestfjarða. Þetta er 9. vestfjarðamót skáta, haldið í tilefni 50 ára skátastarfs á Vestfjörðum. Skátafélögin Ein- herjar og Valkyrjan á Isafirði standa fyrir mótinu og er Kjartan Júlíusson félagsforingi Einherja mótsstjóri. Mótið stendur frá fimmtudegi til sunnudags. Alla dagana er skipulögð dagskrá frá kl. 8 að morgni til kl. 23.30 að kveldi, að algjör ró á að vera komin á. Mat verður úthlutað til þátttakenda dag hvern, en gestir og þeir sem í fjölskyldubúðum búa geta fengið keyptan mat í byrgða- tjaldi. Meðan á mótinu stendur, kemur út dagblaðið TRYPPIÐ með blönduðu efni og fréttum frá siðmenningunni. Laugardag- inn 1. júlí er gert ráð fyrir heimsókn ylfinga og ljósálfa, sem þá fá að kynnast alvöru útilífsins. Mótsnefndin efndi til hug- myndasamkeppni um mót- smerki. Fyrstu verðlaun hlaut hugmynd Sigurðar Jónssonar, Hraunprýði Isafirði, en í ávarpi mótsstjóra i mótsskránni segir: „Rammi mótsins er hringur, sem tengir okkur saman í bræðralagi skáta...“. Undirbún- ingur undir mótið hefur staðið lengi og hafa m.a. verið byggðar brýr og reistir turnar á móts- svæðinu. Mótinu lýkur kl. 14.30 á sunnudag. Úlfar. „Stóra málið er að markaður- inn geti notfært sér verðla'kkun þannig að salan ykist, en tilraun- ir okkar undanfarin ár til verð- lækkunar hafa alls ekki skilað viðunandi árangri f söluaukn- ingu," sagði Þorvaldur Þorsteins- son framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna er Mbl. ræddi við hann í gær. „Við erum reiðubúnir að reyna á nýjan leik í samstarfi við Neytendasamtökin og reyndar bauð ég þeim upp á viðræður um þessi mál í fyrra, en það boð hefur engar undirtektir fengið.“ Þorvaldur nefndi sem dæmi að 50% verðlækkun á gúrkum í 3 vikur og auglýsingar um kynn- ingarverð í því sambandi hefðu skilað innan við 10% söluaukn- ingu. „Staðreyndin er sú“, sagði Þorvaldur, „að fólk kann ekki á slíka framboðs- og eftirspurnar- markaði enda ef til vill varla von, þar sem fólk er vant föstu verði á matvælum. Þetta framleiðsluhámark hjá okkur stendur þetta 2—3 vikur og bezt þætti okkur auðvitað að varan færi til neytenda, en þá verða menn líka að vera viðbúnir með opinn munninn.“ Neytendasamtökin sendu frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í gær: „Vegna forsíðufréttar í Dag- blaðinu í dag (fréttin var um eyðileggingu á gúrkum og tómöt- um) vil stjórn Neytendasamtak- anna leyfa sér að birta hér bréf, sem sent var Sölufélagi garðyrkju- manna 21. júlí 1977. Neytendasamtökin hafa tekið eftir fréttum í fjölmiðlum um eyðilegginu á gúrkum og tómötum. Sér tekið tillit til þess, að íslenzkur matur er heldur snauður af vítamínum og að yerð á gúrkum og tómötum í verzlunum er svo hátt, að margar fjölskyldur geta ekki keypt nægilegt magn af þessum vörum, er eyðileggingin ekki for- svaranleg. Þar að auki er nauðsyn- legt að hafa í huga, að niðursoðið gúrkusalat og asíur á háu verði er flutt inn. Vilja NS því vinsamlega benda yöur á eftirfarandi mögu- leika varðandi fullnýtingu þessara vara. 1) Selja aftur í verzlunum gúrk- ur og tómata 2. flokks á lágu verði eins og fyrr. 2) F'rysta niðurskornar gúrkur og selja á vetri. 3) Selja á heildsöluverði og með afslætti kassa af gúrkum og tómötum beint til neytenda og auglýsa slíka sölu vel. 4) Leiðbeina neytendum varð- andi frystingu og niðursuðu græn- metis. Til hliðsjónar mætti hafa þær leiðbeiningar, sem SG gaf út fyrir nokkrum árum um notkun og meðferð grænmetis, enda var sú hugmynd mjög til fyrirmyndar. Viljum við vinsamlegast biðja yður um skriflegt svar sem allra fyrst.“ „Ég svaraði þessu bréfi í fyrra, þar sem ég lýsti vilja okkar til viðræðna við Neytendasamtökin þegar þeim hentaði, en svar hef ég ekkert fengið ennþá“, sagði Þor- valdur. „Það er einkum fjórði Framhald á bls. 19 Lýst eftir upplýsingum um afreksverk 1941 MBL. IIEFUR borizt afrit af bréfi frá brezkri konu. sem hún upphaflega sendi brezka ræðis- manninum í Reykjavík. Brian Ilolt. Kona þessi ber nafnið Lilian Addinall og býr í Yorkshire á Englandi. 'Ástæða þess að hún sendir bréf þetta, sem dagsett er 30. maí er eftirfarandi. „Ég leita upplýsinga“ segir hún „um mann að nafni Jón Sigurðs- son, sem mér er tjáð að hafi verið sæmdur orðu fyrir afreksverk og hetjudáð í tilraun sinni til að bjarga frá drukknun Harry Rodg- ers, korpóral úr svonefndri her- deild Wellingtons hertoga, í Reykjavík 28. febrúar 1941.“ Hermaðurinn, sem konan skýrir frá að hafi verið bróðir hennar, drukknaði en hún segist hafa öruggar heimildir fyrir því að umræddur Jón Sigurðsson hafi fengið sérstaklega viðurkenningu frá brezka hernum fyrir viðleitni sína. Frú Lilian segist síðan hafa haft í hyggju um nokkurt skeið að koma til íslands ásamt systur sinni og sjá leiði ástkærs bróður síns, en foreldra sína kveður hún látna. Enda þótt það hafi lengi verið í bígerð hylli nú fyrst undir að af ferðinni geti orðið og ætla þær systur að koma til Reykjavík- ur þann 6. október til vikudvalar og gista á hótel Holti. Það kemur fram í bréfi konunn- ar að henni væri mikil aufúsa í því að votta viðkomandi Jóni Sigurðs- Kranihald á hls. 21 Sýningum á amerísk- um teikning- um að ljúka AÐ undanförnu hefur staðið yfir sýning á Listasafni Isiands á amerískum teikningum. Er þetta 50 ára yfirlitssýning, þar sem eru verk frá 1927 til 1977. Á sýning- unni eru verk eftir marga fremstu listamenn Bandaríkjanna. Sýningin er opin í dag frá kl. 13.30—16, en á laugardag og sunnudag frá kl. 13.30—22, og eru það síðustu dagar sýningarinnar. Efnahagsmál til um- ræðu á fundi fjármála- ráðherra Norðurlanda Tilraunir til frambods/ eftirspurnarmarkads á grænmeti hafa mistekizt — segir framkyæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna Fjármálaráðherrar Norðurlanda héldu hinn reglulega hálfsárslega fund sinn í Sundvollen í nágrenni Ósló 20,—21. júní s.l. — Af íslands hálfu sátu fundinn Gísli Biöndal hagsýslustjóri og Árni Kolbeinsson deildarstjóri þar sem Matthías Á. Mathiesen fjármála- ráðherra kom því ekki við að sitja fundinn. Auk þeirra voru mættir fjármálaráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar auk efnahagsmálaráðherra Sví- þjóðar, segir í írétt fjármálaráðu- neytisins. Ráðherrarnir skiptust á upplýsingum og lýstu viðhorfum sínum til efnahagsástandsins á Norðurlöndum og væntanlegri framvindu þeirrá mála meðal annars í ljósi þess útlits sem er á þeim vettvangi í efnahagsmálum heimsins. Ráðherrarnir ræddu sín í milli um viðfangsefni það sem ráð- herranefnd Norðurlandaráðs fól þeim 31. mars s.l. að leitast við að styrkja samhæfingu efnahags- málastefnu Norðurlandanna svo áhrifin á hin alþjóðlegu efnahags- mál verði þyngri á metunum. Starfshópi embættismanna var falið að vinna að þessu máli fyrir næsta fund ráðherranna sem halda skal í nóvember í haust. Stefnt verður að því að ráð- herrarnir leggi fram skýrslu sína um málið á næsta fundi Norður- landaráðs sem haldinn verður í febrúarmánuði 1979. Embættis- mennirnir munu vinna að málinu í náinni samvinnu við skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda- ráðs. Dönsku fundarmennirnir skýrðu frá undirbúningi fundar þess sem boðað hefur verið til í Kaup- mannahöfn 7. september í haust, þar sem ætlunin er að fjármála- og atvinnumálaráðherrar, svo og fulltrúar vinnuveitenda- og laun- þegasamtaka állra Norðurlanda hittist og beri saman bækur sínar um hvort unnt sé að fá hinar iðnvæddu þjóðir til að taka upp efnahagsmálastefnu sem dragi úr atvinnuleysi. Framhald á bls. 21 St. Jósefsspítali sparaði landsmönnum 287 milljónir — miðað við kostnað á legudag í Landspítala Ilerra ritstjóri, Þ. 16. þ.m. birtist í heiðruðu blaði yðar frétt um Landakots- spítala, er hún tekin upp ur ársskýrslu spítalans fyrir árið 1977; er þar allt rétt hermt. En fyrirsögn fréttarinr.ar var: „Yfir 90 milljóna kr. rekstrar- halli á St. Jósefsspítala". F'yrirsögnin er með stóru letri og hlýtur að gefa ókunnugum þá hugmynd að betur mætti standa að rekstri spítalans. Nú er það út í hött að tala um halla eða ábata af rekstri sjúkrahúsa landsins. Kostnað- urinn er greiddur af almannafé og hefir sá háttur verið hafður á undanförnum árum, að yfir- völd hafa ætlað þeim daggjöld. Væru þau ekki nóg var mismun- urinn greiddur, yrði afgangur gengi hann upp í kostnað næsta árs. Það eina, sem skiftir máli er kostnaður á legudag. í Reykjavík eru þrjú stærstu sjúkrahús landsins og eru þau í öllum aðalatriðum sambærileg. Árið 1977 var kostnaður á legudag í St. Jósefsspítala kr. 20.942.00, Borgarspítala kr. 24.604.00, Landsspítala kr. 25.511.00. Það ár voru 62.818 legudagar í St. Jósefsspítala, og sparaði hann þá landsmönnum 287 milljón krónur miðað við kostn- að í Landspítala en 230 milljónir sé Borgarspítali tekinn til sam- anburðar. Mér finnst þetta umtalsverð- ar fjárhæðir og bera því vitni að stjórn sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, haldi í horfinu með þá hagsýni í rekstri, sem ætíð hefir ríkt í Landakots- spítala. Virðingarfyllst, Bjarni Jónsson yfirlæknir. „Vitund og veruleiki” KOMIÐ er út nýtt tímarit sem nefnist Vitund og Veruleiki og er gefið út af Þjóðmálahreyfingu Islands og Samtökum um Fram- tíðarhyggju. Þjóðmálahreyfingin er deild innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar „Proutist Universal.“ Samtök um Framtíðarhyggju er óháður og ópólitískur vettvangur fyrir áhugasama einstaklinga til að sameinast í umræðuhópa, rannsóknarhópa og starfshópa er taka fyrir málefni er varða félags- og menningarmál samtímans, seg- ir í frétt frá Samtökum um framtíðarhyggj u.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.