Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 13
VITUND OG VERULEIKl TÍMARIT Ný hugmynda- stefna kynnt Kynningarfyrirlestur um PROUT verður haldinn íimmtu- daginn 20. júlí klukkan 8.30 að Laugavegi 42. Að fyrirlestrinum standa bjóðmálahreyfing íslands, sem er deild úr hinni alþjóðiegu hreyfingu „Proutist Universal“. „Proutist Universal“ byggir á nýrri hugmyndastefnu, sem heim- spekingurinn P.R. Sarkar setti fram árið 1958. Að mati Þjóðmálahreyfingar- innar kallar ástand samtimans á ný viðhorf, mannúðlegra gildismat og fjölþættari vinnubrögð en tíðkazt hafa í þjóðmálum. Ahang- endur Þjóðmálahreyfingarinnar treysta ekki hinum hefðbundnu tillögum stjórnmálaflokkanna til úrbóta og telja að mynda þurfi nýtt óháð félagslegt afl, sem fráhverft er heimsmynd efnis- hyggjunnar og felur í sér annað mat á gildum mannlegs lífs. Þjóðmálahreyfing íslands hefur nýlega látið frá sér fara fyrsta tölublað nýs tímarits, „Vitund og veruleiki". I tímaritinu er að finna 2 greinar, þar á meðal grein um PROUT, sem Guttormur Sigurðs- son ritar. (Fréttatilkynning) Ikvéikj- ur hjá TVISVAR var kveikt í timbur- stöflum hjá Vöiundi í Skeifunni á mánudaginn. I fyrra skiptið tókst snarráðum leigubílstjóra, sem þarna átti leið um, að slökkva með handslökkvi- tæki. I seinna skiptið var slökkvi- lið kallað á vettvang og réð það niðurlögum eldsins. Nokkrar skemmdir urðu í seinna skiptið. Ikveikjur þessar eru nú í rann- sókn. r Islenzk kvik- mynd, „Sveitin millisanda”,sýnd í Norræna húsinu Opið hús verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 20. júlí n.k. Á dagskránni, sem hefst klukk- an 20.30, verða lög eftir Ferdinand Rauter, Sveinbjörn Sveinbjörns- son, Karl O. Runólfsson, Jón Nordal, Pál ísólfsson, Jón Ásgeirs- son og Jórunni Viðar. Guðrún Tómasdóttir syngur og Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. Islensk kvikmynd verður sýnd klukkan 22.00 og nefnist hún „Sveitin milli sanda." AUU.VSINIÍASÍMINN EH: 22480 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 13 Ágæt veiði í Leirársveit Siguröur í Stóra Lambhaga, tjáöi okkur í gær, að veiði helði verið ágæt að undanförnu, en hún lór hægt af stað í vor vegna kuldanna. Á fimmta hundrað laxar eru komnir á land og er pað pó nokkuð betri afli en á sama tíma í fyrra. Töluverður smálax er nú farinn að veiðast, en meðalpunginn er pó enn mjög góður. Stærsti lax sumarsins til pessa var dreginn fyrir skömmu og var pað 20 punda skepna sem útlendingur nokkur fékk á flugu. Pá hafa nokkrir 15 og 16 punda laxar komið á land. Það hefur verið frekar lítið vatn i ánni aö undanförnu, en paö virðist ekki hafa hamlað veiðum svo heitið geti. í Eyrarfossi er teljari og fyrir tveimur vikum var hann gangsettur. í gær höfðu um 1200 laxar gengið í gegn um hann, en vitað er að all mikill lax var kominn upp fyrir fossinn mun fyrr í sumar. Fróðá betri en áður Veiði hófst í Fróðá Þann 22. júni og hefur veiðst meira heldur en áður, prátt fyrir að áin hafi verið mjög vatnslitil vegna purrka að undan- förnu. Þann 10. júlí siðastliðinn voru 74 laxar koranir á land og var meöalpungi peirra 9,3 pund og sá stærsti 15 pund. Reikna menn með öflugri göngu, næst pegar gerir úrkomu. í fyrra veiddust 254 laxar í ánni, en árleg aukning á veiði hefur verið um 25% siðustu 5 árin. 70% aukning í Elliðaám í gær voru komnir 514 laxar á land úr Elliðaánum að sögn Friðriks Stefánssonar hjá SVFR. Pað hefur veriö rokveiði að undanförnu, oft 30 laxar á dag, prátt fyrir óhagstætt veiðiveður. Á priðja púsund laxar hafa nú gengið um teljarann hjá Rafstöðinni. Efstu svæðin í Hreppunum gefa vel Friðrik haföi aðeins nýlegar tölur af tveimur efstu svæðunum í Laxá i Hreppum, 3 og 4 svæði. Voru komnir um 80 laxar af hvoru svæði og er pað betri veiði af svæði 3, pví að aöeins er veitt Þar á tvær stangír, en fimm á 4 svæði. Stærstu laxarnir til pessa voru tveir tuttugu pundarar, sem sami veiðimaðurinn dró sama veiði- daginn í Iðunni hjá Sólheimum á svæði 3. Paö fylgdi sögunni, að kappinn heföi dregið 11 laxa pennan dag. Óþekkt veiði- svæði gefur vel SVFR hefur í sumar selt veiðileyfi í Flókadalsá í Haganesvík. Framan af sumri var veiðin par fremur dræm vegna vatnsleysis, en nýlega fór aö ganga all mikill lax og á laugardaginn Framhald á bls. 19 er sameiqinleqt med þeim öllum i Það er eitt að kaupa bíl annað að reka hann: Þú 8em vilt tryggja þér góða þjónustu, VOLKSWAGEN ÞJONUSTU, velurþví Golf, Derby eða Pa88at. Einhver þeirra þriggja er bíllinn fyrir þig og þína. HEKIA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Derby aameinar smekklegt útlit, framúrskar- andi ak8tur8eiginleika og þýska natni í frágangi. Aðrir helstu kostir Derbys: Hœð undir lœgsta punkt er 22,5 cm. Sparneytinn svo af ber: hann varð nr. 1 í 8parakstur8keppninni í október ’77. Farangursrýmið er óvenju 8tórt, 515 lítrar. Af þessu má sjá að Derby er tilvalinn ferða- og fjölakyldubíll sökum spameytni, haeðar frá vegi og farangursrýmis. EOLr®) Golfinn er léttur og lipur í umferðinni. Hugvit8amleg hönnun hans veldur því að innra rýmið er mikið og drjúgt en ytri mál eru miðuð við að smjúga í umferðinni; það atœði finnst vart 8em Golfinn smeygir sér ekki inn í. Á vegum úti er Golfinn eins og hugur manns. Hœgt er að breyta honum í sendibíl á svipstundu. Það vekur athygli að Loftleiðir völdu Golfinn af öllum þeim aragrúa bíla, sem bjóðast hér á landi fyrir bílaleigu sína. 32 VOLKSWAGEN GOLFNÚlNOTKUNHJÁ Pa88atinn er “stóri” bíllinn hjá Volkswagen. Sportlegur bíll sem fæst í mismunandi gerðum: 2ja eða 4ja dyra, einnig með stórri gátt að aftan og í “8tation” útfœrslu. Við erfiðustu akstursskilyrði bregst hann ekki, hvort heldur í snjó, hálku, rigningu eða miklum hliðarvindi. Ekki sakar útlitið: Passatinn er glæsilegur vagn, rýmið mikið, frágangur og innréttingar frammúrskarandi vandaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.