Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rítstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. ó mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakió. Alþýðubanda- lag kúskaði Alþýðuflokk Idafi hefjast væntanlejja viðræður miili Alþýðuflokks, Alþýðu- þandalajjs og Framsóknarflokks um myndun nýrrar vinstri stjórnar. Hið athyjíiisverða við þessar viðræður er kannski fyrst og fremst það, að kommúnistum tókst að kúska Alþýðuflokkinn til þeirra. Þeir höfðu sitt fram. I könnunarviðræðum Alþýðuflokks ojí Alþýðubandalajís kom í ljós, að AlþýðuhandalaKÍó vildi samstarf við Framsóknarflokkinn ásamt Alþýðuflokknum um stjórnarmyndun, en Alþýðuflokkur vildi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ásamt Alþýðu- bandalajji um stjórnarmyndun. Þessi ájjreininKur um samstarf aðila lá alveK Ijós fvrir, þej;ar könnunarviðræðum þessara tveggja flokka lauk. Forseti íslands fól Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokksins, að gera tilraun til þess að mynda nýja ríkisstjórn ok var það í alla staði eðlilefí ráðstöfun hjá forseta með hliðsjón af úrslitum kosninganna. Benedikt Gröndal tók ákvörðun um að gera tilraun til myndunar svokallaðrar Nýsköpunarstjórnar, sem var í samræmi við eindreginn vilja Alþýðuflokksins. Alþýðubandalagið hafði ekki einu sinni fyrir því að gefa formanni Alþýðuflokksins færi á að kanna, hvort yfirleitt væri hugsanlegur málefnalegur grundvöllur fyrir slíku stjórnarsamstarfi, heldur sagði þvert nei þegar í stað og gaf engan kost á slíkum viðræðum. Hér var auðvitað um ruddalega og grófa framkomu af hálfu Alþýðubandalagsins að ræða í garð formanns Alþýðuflokksins. Ætla hefði mátt, að Benedikt Gröndal hefði eftir þessa framkomu Alþýðubandalagsins valið þann kostinn að skila umboði sínu inn til forseta og benda á Lúðvík Jósepsson til þess að hafa forystu um myndun vinstri stjórnar og afgreiða hann með sama hætti og hann hafði afgreitt Alþýðuflokkinn í fvrstu stjórnarmyndunartilraun hans, en sú varð ekki niðurstaða Alþýðuflokksins. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins ákvað að krefjast skýringa og dagblöðin voru varla komin út á laugardagsmorgni með fréttir um þá kröfu Alþýðuflokksins, þegar svar Lúðvíks var komið, sem var efnislega á þá leið, að krafa Alþýðuflokksins væri út í hött. Um leið og það lá fyrir lýsti Alþýðuflokkurinn yfir því, að hann væri tilbúinn í vinstri viðræður. Þegar þessi atburðarás er höfð í huga verður ekki annað sagt, en að kommúnistar hafi með hörku haft sitt fram og kúskað Alþýðuflokkinn til þess að hafa forystu um viðræður um myndun ríkisstjórnar, sem upplýst er, að Alþýðuflokkurinn hafði nákvæmlega engan áhuga á. Þessum fyrsta þætti í stjórnarmyndunartilraunum Alþýðuflokksins hefur því lokið á þann veg, að Alþýðubandalagið hefur náð því marki, að Alþýðuflokkurinn hefur sett niður, hann hefur látið Alþýðubanda- lagið kúga sig inn í viðræður, sem hann hafði engan áhuga á. I dag hefjast viðræður undir forystu Benedikts Gröndals um myndun vinstri stjórnar, en fyrir helgina lýsti Þjóðviljinn því yfir, að það væri „nánast hlægilegt", að slíkar viðræður færu fram undir forystu formanns Alþýðuflokksins. Reynslan á svo eftir að leiða í ljós, hvort Alþýðuflokkurinn lifir þessar vinstri viðræður af eða hvort hann verður líka kúskaður inn í ríkisstjórn, sem hvorki flokkurinn eða kjósendur hans hafa nokkurn áhuga á. U nglinga vinna — sömu laun fyr- ir sömu vinnu Isíðustu viku fóru unglingar í Reykjavík í kröfugöngu og kröfðust hærri launa fyrir hina svonefndu unglingavinnu. Óánægja unglinganna er fyrst og fremst sprottin af því, að í Reykjavík eru lægri laun greidd fyrir unglingavinnu en t.d. í Kópavogi. I framhaldi af fréttum um þessar aðgerðir unglinganna hefur komið fram, að laun fyrir unglingavinnu í Vestmannaeyjum eru lægri en í Reykjavík. Þrennt skiptir mestu í þessu sambandi. I fyrsta lagi, að unglingarnir hafi aðgang að vinnu við sitt hæfi yfir sumartímann í stað þess að hanga aðgerðarlausir, í öðru lagi að þau laun, sem ákveðin eru fyrir unglingavinnu séu slík, að unga fólkið finni, að sú vinna, sem það leggur af mörkum, sé einhvers virði og í þriðja lagi, að sömu laun verði greidd fyrir þessa vinnu hvar sem er á landinu. Það er skiljanlegt, að unglingar í Reykjavík eigi erfitt með að sætta g við, að jafnaldrar þeirra sunnan Fossvogslækjar fái hærri laun en r fyrir sömu vinnu. Og það er skiljanlegt, að unglingar í ^tmannaeyjum eigi bágt með að sætta sig við, að þeir fái lægri laun jafnaldrar þeirra á Reykjavíkursvæðinu. Hér þurfa forráðamenn .itarfélaga að taka höndum saman um að ákveða laun fyrir nglingavinnu á þann veg, að þau verði hin sömu hvarvetna á Iandinu. Einkennileg staða er komin upp innan Framsóknarflokksins vegna mismunandi afstöðu helztu forystu- manna flokksins til væntanlegra vinstri viðræðna Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks. Endurspeglast þetta bezt í vali þingflokks Framsóknarmanna á fulltrúum í þessar vinstriviðræður, þar sem allir ráöherrarnir báöust undan því aö taka þáttxí viöræöun- um, þar meö talinn formaöur flokksins, Ólafur Jóhannesson, og Jón Helgason frá Seglbúðum valinn ásamt þeim Steingrími og Tómasi, sem verið hafa helztu talsmenn þess, að Framsóknarflokkurinn tæki beinan þátt í viðræöum um vinstri stjórn. Þessi tíðindi verða naumast til að auka á líkur þess að vinstra samstarf þessara þriggja flokka sjái dagsins Ijós. „Þetta er mjög tvísýnt, varla nema 50% líkur og Framsókn er helzta brotalömin," sagði áhrifamaður í Alþýöubanda- laginu í samtali í gær. • Ágreiningur í forystu Fram- sóknarflokks Greinilegt er að ágreiningur er kominn upp innan forystu Fram- sóknarflokksins, og um leið er athyglisvert að skörp kynslóða- skipti eru innan þingflokksins varðandi afstöðuna til þessara vinstri viðræðna, sem nú hafa verið ákveðnar. Ólafur Jóhannesson er sagður þykkjuþungur í garð þeirra Steingríms Hermannssonar og Tómasar Árnasonar, og virðist sem honum þyki þeir hafa tekið fram fyrir hendurnar á sér með einhverj- um hætti. Meöal Alþýðuflokksmanna er á kreiki skýring á því hvers vegna Ólafur mætti ekki til fundar viö þá á mánudaginn var. Telja þeir mæt- ingu Steingríms og Tómasar einna helzt merki þess, að Ólafur „hafi farið í fýlu“ vegna þess að það varð ofan á að Framsóknarflokkurinn samþykkti aö ganga til þessara vinstri viðræðna. Kratar telja að rekja megi þessa þróun til aðal- fundar Sambandsins á dögunum, en framámenn þess hafi komizt að þeirri niöurstöðu, að nauösynlegt væri fyrir SÍS að vera í valdaaö- stöðu áfram. Sambandsmenn hafi því sett þá Steingrím og Tómas í gang — „sem einir sér hafa enga pólitíska vigt", eins og það var orðað, „en meö þennan óváenta pólitíska bakstuöning tókst aö sveigja Framsóknarflokkinn frá hlutleysisstefnu Ólafs yfir til beinnar þátttöku í stjórnarmyndunarvið- ræðum." Því hefur verið haldiö fram, aö á fundi þingflokks Framsóknarflokksins ný- verið hafi Ólafur borið fram tillögu varðandi væntanlegar stjórnar- myndunartilraunir, þar sem gengiö var út frá hlutleysisstefnu Fram- sóknarmanna til stjórnarsamstarfs Alþýðuflokks og Alþýðubandalags með einhverjum skætingi um þessa tvo flokka í niðurlaginu. Steingrímur og Tómas eiga þá aö hafa knúiö það fram innan þingflokksins aö viðbrögð Framsóknarmanna voru öll milduð og Alþýðuflokksmönnum svaraö í jákvæöri tóntegund. • Hlutleysi þýöir ekki ábyrgðarleysi Framsóknarmenn gera lítið úr merkingu þessa og einn af frammámönnum í flokknum sagöi í samtali við Mbl. að fráhvarfið frá algjörri hlutleysisstefnu yfir í þátttöku í vinstriviðræðum og samþykkt þingflokksins þar að lútandi hafi fremur verið spurning um áherzlur og orðalag en um ágreining. Framsóknarmenn hafi jafnan sagt fyrir kosningar að þeir væru reiöubúnir til vinstra sam- starfs en leiðin til þess væri að Framsókn væri svo sterk aö hún gæti knúið Alþýðubandalags- menn og krata til samkomuiags um ýmis atriði sem þá greindi á um í grundvallaratriöum. Niöur- stöður kosninganna heföu hins vegar veikt stööu Framsóknar svo, að hún væri ekki lengur í neinni aöstööu til að knýja Nýju mennirnir — Steingrímur Hermannsson ritari Framsó gjaldkeri Framsóknarflokksins og Jón Helgason alÞingismaöui Vinstri Kynslóðaárei innan Framst • Mismunandi líkur á Því að menn verði ráðherrar Framsóknarmenn vilja því meina, að fráhvarfið frá hlutleysisstefnunni eigi sér eðlilegar skýringar, en heim- ildarmaður Morgunblaðsins bætti einnig við — „sjálfsagt liggur líka að baki þessu mismunandi áhugi á því að vera utan stjórnar eða öllu heldur — maður ímyndar sér aö að baki þessu liggi aö einhverju leyti svona vitund manna um mismunandi líkur á því að verða ráöherraar og á ég þá kannski ekki við Steingrím og Tómas, (því að í rauninni held ég, að það hafi verið afgreitt að nokkru leyti áður) heldur frekar varðandi afstööu ýmissa annarra þing- manna." Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að vakna, hvort vísvitandi sé nú stefnt að kynslóöaskiptum í forystuliöi Framsóknarmanna. Hin opinbera skýring Framsóknarráöherranna á því aö þeir taka ekki þátt í viðræðunum um nýja vinstri stjórn er að þeir vilji „leyfa ungu mönnun- um að spreyta sig". Hins vegar er Ijóst, að sumir ráöherranna eru fullir óbeitar út í ýmsa í röðum viðræöu- aöilanna út af því sem þeir kalla „persónulegar árásir", og vilja af þeim ástæðum ekki blanda sér í þessar viðræður. Þá var vitaö fyrir síöustu kosningar, að Halldór E. Sigurðsson var búinn aö missa áhugann á ráðherradómi. Einnig hefur vegur Einars Ágústsonar innan helztu valdastööva Fram- sóknarflokksins farið mjög dvínandi undanfarin misseri og veröur aö telja vafasamt að hann komi til álita sem ráðherraefni flokksins, eins og málum er nú háttað. • Ólafur Þrátt fyrir allt sterkari maöurinn Hvað Ólaf Jóhannesson varðar þá veiktist staöa hans mjög þegar úrslit lágu fyrir í alþingiskosningun- nokkurn til eins eða neins, og þess vegna hefði komið upp hugmyndin um hlutleysisafstöð- una — til að þrýsta á um, að sigurvegararnir stæöu við öll fyrirheitin. Þegar betra tóm gafst til fóru Framsóknarmenn hins vegar að vega og meta hvað fælist í hlutleysishugtakinu, og komust menn þá að þeirri niðurstöðu innan þingflokksins aö þaö gæti einnig verið mjög varasamt að heita þessum tveimur flokkum algjöru hlutleysi, því að þegar öllu væri á botninn hvolft þýddi hlutleysi ekki ábyrgðarleysi heldur ábyrgð án áhrifa, og þótti Fram- sóknarmönnum ekki fýsilegt að binda sig á slíkan klafa. Benda þeir á, að með þessu móti heföu Alþýöubandalagsmenn og Alþýðuflokksmenn getaö tengt framsóknarflokkinn við óvinsælar stjórnarathafnir þótt hann kæmi þar hvergi nærri en hins vegar kennt honum um ef hann léti af hlutleysinu við tilteknar aöstæöur og stjórnin félli. „Þeir hafa sagt, að þeir vilji ekki hanga í snöru Framsóknar, en málið er bara það að þeir geta alveg eins sett okkur í sína snöru," sagði Framsóknar- maður í samtali við Mbl. Ólafur Jóhannes- son kom á lands- mót hestamanna á Þingvöllum um helgina en á Þing- völlum dvaldi hann í fríi og Þar tók hann Þá ákvöröun aö veröa ekki í viöræöunefnd Framsóknar- flokksins. Fréttaskýring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.