Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 17 i viðræður: kstrar óknar um, en áöur en mönnum gafst tóm til aö hefja gagnrýni á foringja sinn, kom hann þeim í opna skjöldu meö því aö vekja sjálfur máls á gagnrýni í garð flokksforystunnar og setti þá fram vangaveltur um aö ef til vill væri heppilegast fyrir flokkinn aö hann drægi sig í hlé. Framsóknar- mönnum varð þá strax Ijóst, er þeir fóru aö líta í kringum sig, aö ekki var neinn kostur betri en Ólafur. Styrktist þá staða Ólafs á ný, og meöal ýmissa áhrifamanna flokks- ins mun sú skoðun ríkjandi, aö Ólafur einn geti haldiö flokknum saman, eins og nú sé þar í pottinn búið. Hann mun einnig hafa undir- tökin í þingflokkunum en hins vegar munu tök hans á framkvæmda- stjórn flokksins ekki söm og áöur. Fróðlegt verður aö fylgjast með því, hvernig „arftakarnir” Steingrímur, Tómas og Jón munu halda á spöðunum í viöræöunum, sem framundan eru og hver veröur þáttur Ólafs Jóhannessonar í þeim. Alþýðuflokksmönnum þykir það reyndar styrkja mjög tilgátu sína um knarflokksins, Tómas Árnason r. bakstuðning Sambandsins að Jón Helgason skuli hafa valizt sem þriðji maöur úr því aö Ólafur fékkst ekki til að taka þátt í þeim, og benda á, að Jón sé mágur Erlends Einarsson- ar, forstjóra Sambandsins, og einnig er bent á að Tómas Árnason hafi verið aöalfundarkjörinn endur- skoöandi Sambandsins. Fram- sóknarmenn gera á hinn bóginn lítið úr þessari kenningu, og segja aö Jón sé „eölilegur maður í viöræöu- nefndina aa ráðherrunum frátöld- um, þar sem hann er varaformaður Stéttarsambands bænda en hins vegar á Þórarinn Sigurjónsson sæti í stjórn SÍS“ eins og það er orðaö. • Framsókn orðin Þreytt Ólafur Jóhannesson hefur látið hafa eftir sér, aö hann muni styöja væntanlegar stjórnarmyndunarvið- ræöur flokkanna þriggja af heilum huga, enda þótt hann taki ekki þátt í þeim, og einn af samstarfsmönn- um hans sagði í samtali við Mbl., aö hann teldi aö krötum væri full alvara með þessum viöræöum og þeir gengju tiltölulega ábyrgir til þeirra til að geta staðið upp í lokin og sagt: — Viö reyndum hvaö viö gátum, en hins vegar tók Alþýðu- bandalagið þátt í þessum viðræð- um án þess að nokkur raunveruleg alvara væri þar á bak viö. „Hins vegar er sannleikurinn sá, að Framsóknarmenn eru orönir óskaplega þreyttir á því að vera forystuafl í svokallaðri vinstri stjórn, þurfa alltaf að miðla málum, þurfa ætíö að taka þá afstöðu að segja ekki neitt, stuða engan til að halda þessu liöi saman, hvaö þá þegar málum er háttaö eins og nú — með hálft Alþýöubandalagiö, verkalýðs- arminn nánast, í stjórnarandstöðu." • Kratar óttast Ólaf utan stjórnar Alþýðuflokksmenn eru reyndar ekki miklu bjartsýnni á framvinduna. „Auðvitað er enginn okkar hress með þetta en við göngum til viðræðnanna í fullri alvöru," sagöi einn af þingmönnum flokksins og sagöi, að þeir mundu verða harðir í viðræðunum, „standa t.d. fast á kjarasáttmálanum og samráðum við verkalýðshreyfinguna, sem Ólaf- ur hafi hafnað 1974, auk ýmissa tiltekta í „kerfinu" — nauðsynlegar umbætur sem koma má í kring án stórútgjalda." Kratarnir segja einnig, að þeir hafi kosið vinstri stjórnar viðræður fremur en viðreisnarstjórnarviðræð- ur af þeirri ástæöu, aö af tvennu illu vilji þeir heldur Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu en Alþýðu- bandalagið, „því kommarnir mundu gera allt vitlaust utan stjórnar auk þess sem vænta má, að Sjálfstæð- isflokkurinn reki ábyrgari stjórnar- andstöðu.“ Það versta sem Alþýðu- flokksmenn hafa getað hugsaö sér varðandi vinstri viðræðurnar er þó það sem verið hefur að koma á daginn innan Framsóknarflokksins — að Ólafur taki ekki þátt í stjórnarmyndunartilraunum, sem þeim þykir jafnframt gefa til kynna að hann muni ekki ætla sér ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Margir Framsóknarmenn bera þetta einnig. Alþýðuflokksmenn gruna Ólaf nóg um græsku í sinn garð til aö fá gæsahúö viö tilhugsunina um að hann hafi frítt spil utan stjórnar, en engu að síður segjast þeir alls ekki munu fallast á hann sem dómsmálaráöherra, sem Fram- sóknarmenn segja aftur á móti, að hljóti að verða frumkrafa þeirra, ef Ólafur á annað borö fæst til aö taka við ráðherraembætti, enda benda þeir á, að hvernig sem leitað sé, verði ekki með nokkru móti komið auga á hæfari né lærðari menn í embættiö. • Brennur Róm? Það blæs því ekki byrlega t upphafi þessara vinstriviðræðna, og hver getur láð einum framámanni Al- þýðubandalagsins, sem kvaöst að- eins gefa vinstri stjórninni helmings lífsvon og allt eins eiga von á aö Alþýöuflokkurinn myndaði einn minnihlutastjórn með hlutleysi sjálf- stæöismanna, enda segöi sagan, aö Gylfi hefði sést léttur í spori státa af því að vera búinn aö tryggja stuðning Sjálfstæöismanna við slíka stjórn. „Meðan Rómaborg brennur er slökkviliöið aö deila um það, hver eigi vaktina,” sagöi sá hinn sami. — m.f. — fj. — bv» Samkomulag en óleyst vandamál Sá áranjíur. sem náðist á fundi þjóðarleiðtojía sjii helztu iðnríkja hins vestrama heims. að samstarf verði haft um víðtækar ráðstafanir um bar- áttu fyrir auknum hajjvexti ojí auknum orkusparnaði og jjejín atvinnuleysi oj? verðbólj;u var meiri en almennt hafði verið húizt við fyrirfram. en í raun og veru eru vandamál þjóðar- leiðtoganna óleyst í j?rund- vallaratriðum eftir fundinn. Ráðstafanirnar, sem þjóðar- leiðtogarnir urðu ásáttir um, eru tiltölulega hófsamar og fyrst og fremst til þess ætlaðar að afstýra nýjum árekstrum í viðskipta- og peningamálum. En fátt nýtt kom fram á fundinum og flest atriði sam- komulagsins í Bonn eru gamal- kunn. Tvö þeirra eru þó ný af nálinni. I fyrsta lagi samkomulag um að sameina þjóðir heims til baráttu gegn flugránum. Carter forseti komst svo að orði að fundurinn hefði borgað sig þótt ekkert annað samkomulag hefði náðst á fundinum. I öðru lagi samkomulagið um að iðnríkin samræmi heildarstefnu sína í efnahagsmálum og styðji hvert annað á öllum sviðum efnahags- stefnunnar. Að öðru leyti jafngiltu loforð og skuldbindingar þjóðarleið- toga Bandaríkjanna, Bretlands, Vestur-Þýzkalands, Frakklands, Italíu, Japans og Kanada á Bonn-fundinum að mestu leyti endurtekningum á fyrri vilja- yfirlýsingum og aðgerðum. For- sætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, komst svo að orði, að mikil hrossakaup hefðu farið fram á fundinum og að sam- komulag hefði náðst þar sem hver þjóðarleiðtogi um sig hefði þurft á loforðum og skuldbind- ingum frá hinum þjóðarleíðtog- unum að halda og það hefði tekizt að lokum. Saman gegn Carter Mestu hrossakaupin fóru fram milli Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, Helmut Schmidts, kanzlara Vest- ur-Þýzkalands og Takeo Fukuda, forsætisráðherra Japans — leiðtoga mestu stór- veldanna í efnahagsmálunum. Schmidt og Fukuda tóku hönd- um saman og einsettu sér að sjá hvort Carter yrði fús til að ganga að nokkrum þeim kröfum, sem þeir hafa sett fram opinber- lega. Nokkrar helztu kröfur þeirra hafa verið á þá leið, að Bandaríkjamenn skeri niður olíuinnflutning, dragi úr orku- neyzlu og geri ráðstafanir á fjárlögum og á annan hátt til þess að treysta fallvalt gengi doilarans. Carter vildi fyrir sitt leyti fá að vita, hvað Vest- ur-Þjóðverjar og Japanir væru raunverulega fúsir til að legjíja af mörkum til þess að kaupa meira af vörum erlendis frá, draga úr útflutningi og hjálpa fátækum þjóðum. Arangurinn á ráðstefnunni náðist þegar Carter, Schmidt og Fukuda skiptust á eftirfarandi loforðum: Loforðin Carter endurtók það sem hann hefur áður sagt, að hann muni berjast gegn verðbólgu með því að skera niður fyrirhug- aðar skattalækkanir á næsta ári um 10 milljarða dollara, að hann muni gera ráðstafanir til þess að draga úr olíuinnflutn- ingi, sem í fyrra kostaði banda- rísku þjóðina 45 milljarða doll- ara eða níu sinnum hærri upphæð en 1972 og að hann mundi auka kolaframleiðslu og olíuframleiðslu í Bandaríkjun- um. Carter hét því jafnframt að hækka verð á olíu heima fyrir í Bandaríkjunum til samræmis við verðið á heimsmarkaði fyrir árslok 1980, það er aö segja þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Schmidt skýrði síðan í fyrsta skipti frá því hvað hann hygðist gera. Hann kvaðst mundu auka útgjöld heima fyrir um 5.1 milljarð dollara, eða um sem svarar einum af hundraði heildarþjóðartekna. Hins vegar lét hann ekkert uppi um áform um aukna aðstoð Vestur-Þjóð- verja við fátækar þjóðir Afríku og Asíu. Fukuda, sem hefur verið undir geysimiklum þrýstingi frá Evrópuríkjum, Bandaríkjunum og Kanada, kom því næst fram með tilboð, sem var talið ófull- nægjandi. Hann varð því að bjóða betur. Niðurstaðan varð sú, að hann lofaði að auka hagvöxtinn í Japan um 7'7 miðað við 5% aukningu nú á þessu ári. Þetta jafngildir út- gjaldaaukningu sem nemur um það bil 13 milljörðum dollara. Hann bauðst til þess líka að tvöfalda aðstoð Japana við þróunarlöndin á þremur árum í stað fimm ára. Þess ber þó að gæta, að núverandi aðstoð Jap- ana við þessi ríki nemur aðeins 0.21% þjóðartekna, eða 1.42 milljörðum doliara, og aðstoðin er bundin því skilyrði, að ríkin, sem njóta aðstoðarinnar, verji henni til þess að kaupa japansk- ar vörur. Þótt Japanir tvöfaldi aðstoðina í 0.42% fyrir 1981 verður hún minni en núverandi aðstoð Kanadamanna, sem er 0.51 % og Frakka, sem er 0.03% . Frakkar, ítalir og Kanada- menn lofuðu líka að örva efna- hagslífið. Bretar kváðust þegar hafa skorið niður útgjöld á fjárlögum um 4 milljarða doll- ara í vor og Callaghan taldi sig engu geta lofað, þar sem hann stendur frammi fyrir þingkosn- ingum. Ef ríkin, sem stóðu að ráð- stefnunni, standa við gefin loforð, verða útgjöld þeirra rúmlega 20 milljörðum meiri á næsta ári en þau eru nú, svo framarlega sem boðuð skatta- lækkun í Bandaríkjunum verður 10 milljörðum dollara minni en ráðgert er. Gegn meinsemdum I yfirlýsingu þjóðarleiðtog- anna um viðræðurnar sagði að það hefði orðið að samkomulagi aö ráðast gegn grundvallarerfið- leikum efnahagsmála landanna, að ráðstafanirnar styrktu hver aðra og að heildaráhrifin ættu að verða meiri en summa einstakra liða þeirra. Leiðtoga- rnir sögðu, að þeir mundu reyna að afla fylgis þjóða sinna og þjóðþinga við ráðstafanirnar og að þeir gætu ekki gert Sér vonir um að ná tilætluðum árangri einir sér og þyrftu á hjálp annarra landa að halda svo og alþjóðastofnana. Aður en fundurinn var hald- inn var vísvitandi reynt að koma í veg fyrir, að menn gerðu sér of háar vonir um árangurinn. Skjóta lausn er ekki hægt að finna á ýmsum þeim vandamál- um, sem þeir tóku til meðferðar, þar á meðal erfiðleikum al- þjóðagjaldeyriskerfisins, þar sem gjaldmiðlar Evrópu, Norð- ur-Ameríku og Japans eiga í harðri innbyrðis baráttu. Leið- togarnir töldu því raunhæfara í pólitísku tilliti, að bölsýni og efasemdir væru ríkjandi fyrir fundinn þar sem það kæmi að meira gagni. Ef eitthvað sam- komulag næðist, hversu tak- markað sem það yrði, væri hægt að lýsa því yfir að árangur hefði náðst. Þetta er einmítt það sem gerðist. Leiðtogarnir voru sammála urn margt á fundinum. Þeir gátu fordæmt verndartollastefnu ein- stakra ríkja. Þeir gátu lýst yfir stuðningi við hagvöxt án verð- bólgu, sem allir eru fyljyandi. Þeir lýstu yfir stuðningi við orkusparnað, sem jafngilti gagnrýni á of mikla eldsneytis- eyðslu Bandaríkjanuinna. Og þeir komu allir fram sameigin- lega á blaðamannafundi að fundinum loknum til þess að fara lofsamlegum orðum um það sem þeir sögðu í lokayfirlýsingu fundarins og neituðu að svara spurningum fréttamanna. Ar- angur ráðstafananna, sem þeir urðu ásáttir um, á eftir að koma í ljós._______________________ Schmidt, Carter, vesturþýzki fjármálaráðherrann Matthofer og Giscard d’Estaing á fundinum í Bonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.