Morgunblaðið - 30.08.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978
Ljósm. Mbl.: Kristinn.
Friðrik Ólafsson og Auður Júlíusdóttir ásamt dætrum sínum á heimili þeirra í gærkvöldi, en þau
Friðrik og Auður héldu í morgun til Hollands.
12 stórmeistarar
1 Interpolismótinu
— sem verður af 14. styrkleikagráðu
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari er
nú á förum til Hollands, þar sem
hann verður sérstakur gestur
mótsstjórnar Interpolisskákmóts-
ins í Tilburg, en í mótinu keppa 12
stórmeistarar og er það af 14.
styrkleikagráðu, meðaltal kepp-
enda 2592 skákstig. Friðrik er ekki
meðal keppenda á mótinu, en
flytur m.a. ávarp við setningu
mótsins.
Keppendur eru: Spassky, Hort,
Larsen, Portish, Timman, Miles,
Browne, Lubojevic, Hiibner, Ribli,
Sosonko og Dzindzindashvili.
Fyrsta umferð mótsins verður
tefld á föstudaginn.
V erðbó tavísitalan
hækkar um 8,10%
Fyrirframgreiðslu-launþegar fá
greitt samkvæmt bráðabirgðalögum
Georg Olafsson verðlagsstjóri:
„Mótmæli því að verð-
lagsyfirvöld hafi vitað um
hækkun innkaupsverðs,,
„ÉG MÓTMÆLI því, að verðlags-
yfirvöldum hafi verið kunnugt
um. að innkaupsverð vissra vöru-
tegunda hafi verið hækkað er-
lendis vegna álagningarreglna
hér innanlands," sagði Georg
Ólafsson verðlagsstjóri þegar
Morgunblaðið spurði hann álits á
þeirri fullyrðingu Árna Árnason-
ar hjá Verzlunarráði íslands, að
bæði verðlagsstjóra og formanni
verðlagsnefndar hafi verið kunn-
ugt um þetta mál.
„Fljótlega eftir að ég hóf störf
á verðlagsskrifstofunni, gerði ég
mér grein fyrir því, að kanna
þyrfti hvort íslenzkir innflytjend-
ur gerðu hagk'væm innkaup á
vörum erlendis og í framhaldi af
því var verðkönnun gerð í Eng-
landi haustið 1976 og hún leiddi í
ljós, að íslenzkir innflytjendur
keyptu inn á hærra verði en
starfsbræður þeirra í Englandi.
Það var gerð opinber grein fyrir
þeirri könnun og þá voru viðbrögð
innflytjenda önnur en nú, þar sem
þeir hreinlega mótmæltu því að
verð vara væri hækkað erlendis til
að mæta lægri álagningu hér
heima, heldur væru einungis tekin
eðlileg umboðslaun fyrir einkaum-
boð eins og aðrar þjóðir gera, en
mismunurinn lægi fyrst og fremst
í dýrari pakkningum, minna
keyptu magni og öðru þess háttar.
Þessi könnun var það einföld, að
verðlagsyfirvöld töldu rétt að
kanna málið frekar, þar sem
túlkun innflytjenda á mismunin-
um virtist ekki skýra málið," sagði
Georg.
„Þess vegna æsktum við þess að
þessi samnorræna könnun væri
gerð. Hún staðfestir Lundúna-
könnunina og eftir að hún hefur
verið birt, þá staðfestir Verzlunar-
ráðið það sem margir höfðu
haldið, að vöruverð væri hækkað
erlendis að ráði innflytjenda. Þessi
skýring kom hvorki fram hjá
Verzlunarráðinu né stórkaup-
mönnum 1976. Og ég mótmæli því,
að verðlagsyfirvöld hafi haft vissu
fyrir því, að svona væri í pottinn
búið, eins og Árni Árnason gefur
í skyn. Það segir sig hins vegar
sjálft, að þessar kannanir voru
gerðar vegna gruns um að íslenzk-
ir innflytjendur gerðu óhagkvæm
innkaup miðað við það sem gerist
annarsstaðar," sagði Georg Ölafs-
son að lokum.
KAUPLAGSNEFND hefur gefið
út tilkynningu um verðbætur til
launþega frá 1. september að
telja og kemur þar fram að
verðbótavísitala hefur hækkað
um 8,10% frá þeirri vísitölu er
tók gildi 1. júní sl.
í tilkynningu Kauplagsnefndar
er enn gengið út frá lögunum um
ráðstafanir í efnahagsmálum frá
því fyrr á þessu ári, þar sem segir
að verðbætur á laun skuli hverju
sinni hækka sem svarar helmingi
þeirrar hækkunar verðbótavísitölu
og verðbótaauka, sem Kauplags-
nefnd reiknar samkvæmt ákvæð-
um um kjarasamninga að hafi átt
sér stað á næstliðnu 3ja mánaða
tímabili. Þessi hækkun er nú
8,10% eins og áður greinir og skal
samkvæmt því verða 4,05% verð-
bótahækkun launa frá og með 1.
september. Auk þessarar launa-
hækkunar eru í kjarasamningum
ákvæði um áfangahækkanir launa
frá 1. september nk. — 4000
krónur hjá ASÍ og 3% hjá BSRB.
Þeir aðilar sem fá greitt kaup
sitt fyrirfram, svo sem allflestir
opinberir starfsmenn munu því fá
kaup sitt greitt um næstu mánaða-
mót samkvæmt efnahagsmála-
frumvarpi fráfarandi ríkisstjórn-
ar, þ.e. 4.05% verðbætur enda þótt
niðurstaða yfirstandandi stjórnar-
myndunarviðræðna verði á þann
veg að samningarnir verði látnir
vera í fullu gildi eða því sem næst.
Launaútreikningar voru keyrðir í
skýrsluvélum í fyrrinótt, þar eð þá
voru síðustu forvöð til sliks fyrir
mánaðamótin, en gert mun ráð
fyrir að verði einhver breyting á
forsendum launaútreikninga til
hækkunar launa, muni launþegar
fá slíkt bætt við næstu eðlilegu
útborgun launa, eftir því sem Mbl.
kemst næst.
Erlendur
kastaði
61,53m
Erlendur Valdimarsson ÍR náði
sinum bezta árangri í kringlukasti
á árinu þegar hann kastaði 61,53
metra á Reykjavíkurmeistaramót-
inu í frjálsíþróttum á Laugardals-
velli í gærkvöldi. Á mótinu hljóp
Valbjörn 110 m grindahlaup á 14,9
sekúndum.
Mok loðnuveiði við Jan Mayen:
Norsk skip fengu 13 þús.
lestir í gær og fyrradag
17 skip með
6850 lestir
LOÐNUVEIÐI norður af Vest-
fjörðum hefur ekki verið neitt
tiltakanlega góð síðustu daga
en frá því kl. 17 í fyrradag
fram til kl. 16 í gær tilkynntu
17 skip afla, samtals 6850
íestir, og eru þau þessit Gull-
berg VE 600 lestir, Skarðsvík
SH 610, Jón Finnsson GK 550,
Gunnar Jónsson VE 300,
Ilrafn Sveinbjarnarson GK
200. Sæbjörg VE 170, Óskar
Halldórsson RE 400, Seley SU
150, Dagfari ÞH 100, Bergur
2. VE 150, Freyja RE 390,
Hrafn GK 650, Náttfari ÞII
530, Arnarnes HF 500, Fífill
GK 600. Hilmir SU 530 og
Guðmundur RE 400 lestir.
MJÖG GÓÐ loðnuveiði hefur
verið hjá norskum skipum á
svæðinu vestur af Jan Mayen
siðustu daga og í gær og í
fyrradag var tilkynnt um samtals
13 þús. tonna veiði á þessu svæði,
en samkvæmt því sem Mbl. er
kunnugt um fóru aðcins 10—12
norsk skip til loðnuveiða á þessu
svæði. Hins vegar hefur ekkert
fslenzkt skip farið til loðnuveiða
við Jan Mayen enn. en engu að
síður cr þeim það heimilt, þar
sem enn hefur ekki verið gengið
frá fiskveiðiréttindum kringum
Jan Mayen . Og fyrir nokkrum
dögum lét Knut Vartdal fiski-
málastjóri Noregs hafa það eftir
sér í norskum blöðum, að brýna
nauðsyn bæri til að ræða við
íslendinga um þessi mál.
Þá fregnaði Morgunblaðið í gær
að færeysk loðnuskip væru farin
af stað á miðin við Jan Mayen.
Jakob Jakobsson fiskifræðingur
og aðstoðarforstjóri Hafrann-
sóknastofnunarinnar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
einhverjir ísl. útgerðarmenn og
skipstjórar hefðu haft hug á að
athuga með veiði á Jan Mayen-
svæðinu, en þar til nú fyrir
skömmu hefðu menn haldið að
Islendingar mættu ekki stunda
veiðar innan miðlínumarka Jan
Mayen.
Þær fréttir bárust í gær frá
Noregi, að norsk skip hefðu
tilkynnt um 6 þús. lesta afla af
svæði 15—30 mílur vestur af Jan
Mayen í fyrradag og í gærmorgun
hefði verið tilkynnt um 7 þús. lesta
afla. Þess má geta, að á síldar-
árunum varð oft vart við mjög
mikið loðnumagn á þessu svæði.
Jakob Jakobsson sagði þegar
hann ræddi við Mbl., að mikil
loðnuveiði á þessu svæði gæti haft
alvarlegar afleiðingar í för með
sér fyrir íslendinga, þar sem nær
öruggt væri, að það væri íslenzki
loðnustofninn sem þarna héldi sig,
og ekki mætti sækja of mikið í
þennan stofn.
Næst hæsta
verðið
VÉLBÁTURINN Reynir frá
Sandgerði fékk næst hæsta meðal-
verð sem fengizt hefur fyrir fisk
í Englandi á þessu ári, þegar
báturinn seldi í Fleetwood í gær
eða kr. 317 á kíló og er þá miðað
við að hvert pund sé skráð á 500
kr. á íslandi. Reynir seldi tæpar
36 lestir fyrir um 12 millj. kr.
Þá seldi Jón Helgason ÁR 47
lestir í Fleetwood fyrir 8.5 millj.
kr. og var meðalverð á kíló kr. 190.
Bylgja VE seldi um 50 tonn í Hull
fyrir 12.5 millj. kr. og var meðal-
verð á kílói kr. 250.
Jón Reynir Magnússon:
„Verulegt tap er af
loðnuverksmiðjunum”
„VIÐ höfum ekki farið út í það að
reikna tapið af rckstrinum ná-
kvæmlega en af þeim tölum. sem
við höfum í höndunum, er vel
sjáanlegt að það er ~verulegt,“
sagði Jón Reynir Magnússon
formaður Félags ísl. fiskmjöls-
framleiðenda þegar Morgunblað-
ið ræddi við hann í gær. Félag ísl.
fiskmjölsframleiðenda hélt fund í
fyrradag og þar kom fram í
umræðum að loðnuverksmiðjurn-
ar hefðu verið reknar með miklu
tapi undanfarið. Á þessum fundi
var samþykkt að fela stjórn
félagsins að fara á fund væntan-
legs sjávarútvegsráðherra og
útskýra og ræða þann vanda sem
verksmiðjurnar eiga nú við að
etja.
„Það sem hefur komið hvað
verst við verksmiðjurnar, er hvað
nýtingin hefur verið iéleg í sumar,
og þá sérstaklega ef miðað er við
hráefnisverð. Auk þess sem nýting
hefur verið léleg, þá hafa afköst
verksmiðjanna verið léleg," sagði
Jón Reynir þegar Mbl. ræddi við
hann.
Þá sagði Jón Reynir Magnússon,
að auk fyrrgreindra atriða væru
afurðir verksmiðjanna ekki nægi-
lega góðar í sumar, mjölið væri
feitara en góðu hófi gegndi, auk
þess sem það væri ekki nægilega
próteinríkt. Ennfremur bættist
við, að lýsið væri oft og tíðum
mjög súrt.