Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 5 Laxá í Kjós: Mikill lax — tekur illa Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá veiðimanni, er barði Laxá fyrir skömmu, eru laxarnir sem á land hafa borist á sumrinu orðnir hátt í 2000 og er það að sjálfsögðu mjög góður afli. Fyrst eftir að rigna tók upp úr miðjum Minkur trítlandi á planinu við Þrastalund — Veiðin hefur verið með ágætum hér í sumar og veiðin er orðin milli 200 og 300 laxar — sagði Guðrún Bjarnadóttir í Veitingaskálanum við Þrastalund í stuttu spjalli í gær. — En það er minkur að (Ljósm. — kk) • Meðfylgjandi mynd er frá á nokkurri á Vesturlandi og eins og sjá má er veiðimaðurinn að þreyta einn vænan. mánuðinum, glæddist veiðin mjög enda var áin orðin æði vatnslítil er þá var komið sögu. Mikill lax er í ánni, einkum þó á tveimur efstu svæðunum. Það efra er frá Þórufossi og niður undir Hækingsdal og síðan þaðan og niður undir brúna neðan Vind- áshlíðar. Svo bar við fyrir nokkrum dögum, að lítið sem ekkert veiddist nema á þessum svæðum og þá einkum því efra. Mest hefur veiðst á maðk að undanförnu og laxinn hefur verið um það bil 6—7 pund að meðaltali og bæði smærri og stærri innan um. í sumar hafa veiðst 18 punda laxar bæði í Laxá og Bugðu. flækjast hér um og þö að hann angri okkur ekki neitt, hafa veiðimennirnir ýmsir verið á öðru máli og talið hann styggja laxinn. Eg er sjálf búin að sjá hann tvisvar sinnum hlaupandi yfir planið hér fyrir framan og fyrir aftan húsið, en við höfum ekki getað náð honum. — Guðrún sagði að lokum að stærsti laxinn hjá þeim í sumar hefði verið 22ja pundari og auk þess hefðu allmargir laxar komið nærri honum hvað stærð snerti. Meðalþungann taldi hún vera um 8—9 pund og bestu veiðistaðina vera bókaða Aldan, Breiðan og Klöppin. -gg. „Sullum bull” „Sullum bull“ er ekki daglegt orðatiltæki hins venjulega borg- ara. En þó kann svo að fara að það verði mönnum nokkuð tam- ara á næstunni en verið hefur. Hvers vegna? Vegna þess að svo virðist sem „sullum bull“ háttalag gefi mönnum ávinning í efnalegu og virðingarlegu tilliti. Því vitlausara háttalag í eyðslu, því betra. Því meira bull í orðum og fjær raunveruleikan- um því fleiri á sitt band. Undanfarið hafa allir stjórnmálaflokkar, sem eiga fulltrúa á Alþingi reynt við stjórnarmyndun. Árangur er óviss. Eitt virðist þó ljóst, að það sem lamið verður saman, mun bera í sér brestina, vegna þess sem á undan er gengið. Nú eru allir orðnir sammála um að litla létta krónan okkar þoli erin eina skerðinguna, svona til þess að gefa skuldakóngunum lummu í uppbót á bágan efna- hag sinn. Ekki hefi ég séð tillögur né hefur komið fram í mörgum og löngum viðtölum undanfarið, að viðurkenna ætti eins og vera ber, þá er lifðu sómasamlegu lífi og eyddu í daglegar þarfir og tryðu svo blessuðum bönkunum fyrir sparifé sínu. Nei — nú skal enn þrátt fyrir fögur fyrirheit kvittað fyrir „sullum bullu“-háttinn og hann verð- launaður með einu pennastriki, er gefur til bullu-kollanna svo sem eitt Kröflu-andvirði. Sparifjáreigendur hafa þá sætt verðrýrnun sparifjár síns á um 2 árum um 30 milljarða króna. Svo eru menn að tala um að vanti í eitthvert dæmi 10—15 milljarða. Það er létt að renna sér á rassinum niður brekkuna. Það er leikur krakka í barnaskóla. Höfuðdag, 29. ágúst, 1978. Jón Árm. Iléðinsson Norska ríkisstjórnin: Hafréttarmálaráðu- neytíð lagt niður í haust Osló. 28. ágúst. Frá Jan-Erik Lauré íréttaritara Mbl. JENS Evensen hafréttarmálaráð- herra mun hverfa úr norsku ríkisstjórninni í haust og ráðu- neyti hans verða lagt niður. Tíminn hefur ekki verið endanlega ákveðinn en formaður Verkamanna- flokksins, Reulf Stein, hefur sagt að þessar breytingar verði í haust. Talið er að þær verði ekki fyrr en samningamir um Svalbarða eru afstaðnir en Ishkov sjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna er væntanlegur til Óslóar um miðjan október þeirra vegna. Það er talið að utanríkisráðuneyt- ið muni setja á fót sérstakt ráðgjaf- arembætti, sem Evensen taki að sér. Dagblaðið heldur því fram að þessar breytingar verði aðeins einn liður í fleiri breytingum á norsku ríkisstjórninni og segir blaðið að sjávarútvegsráðherrann Eyvind Bolle muni einnig hverfa úr ríkis- stjórninni við þessar breytingar. Hekluúlpur Verð frá 1. Mittis — ailar stærðir margir litir 9.350.- 2. síðar — allar stærðir, margir litir 8.550- 3. Peysur — allar stærðir, margir litir 3.430- 4. Peysur allar stærðir margir litir Skór 4.950- 5. stærðir 35—41 5.800- 6. stærðir 41—46 7.710- 7. stærðir 34—45 7.920- Póstsendum um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.