Morgunblaðið - 30.08.1978, Side 7

Morgunblaðið - 30.08.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 7 Tímamót fyrir Alþýöu- bandalag Verði af peirri stjórnar- myndun, sem að hefur verið stefnt undanfarna daga, verður Það tíma- mótastjórn fyrir Alpýðu- bandalagið. Það verður Þá í fyrsta sinn, sem AlÞýðubandalagíð tekur Þátt í ríkisstjórn, sem hefur Það ekki á stefnu- skrá sinni að varnarliðið skuli hverfa af landi brott. Þegar vinstri stjórnin var mynduð 1956 með Þátttöku AlÞýöu- bandalags var Það eitt helzta stefnumið hennar að segja varnarsamn- ingnum upp. Þegar vinstri stjórnin var mynd- uð 1971 var pað eitt helzta stefnumál hennar, aö varnarliðið skyldi hverfa af landi brott. í báðum Þeim tilfellum, sem AlÞýðubandalagið hefur átt aðild að ríkis- stjórn hér á landi, hefur verið um að ræða stjórn- ir, sem haft hafa eitt helzta baráttumál Al- Þýðubandalagsins á stefnuskrá sinni, Þ.e. brottför varnarliðsins. Nú er hugsanlegt, að mynd- uð verði vinstri stjórn, sem hefur brottför varn- arliðsins ekki á stefnu- skrá sinni, Þvert á móti má búast við, að óbreytt stefna í utanríkis- og varnarmálum yrði sér- staklega á stefnuskrá slíkrar stjórnar. Með Þátttöku í stjórn af pví tagí hefur AlÞýðubanda- lagið endanlega staðfest, að uppsögn bandaríska varnarsamningsins er engan veginn eins heil- agt mál í Þess augum, eins og Þeir alÞýðu- bandalagsmenn vilja vera láta. Með Þátttöku í ríkisstjórn af Þessu tagi mundu alÞýðubandalags- menn í raun leggja bless- un sína yfir núverandi stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Það eru vissulega tímamót í ís- lenzkri pólitík og fjarri fer Því að Morgunblaðið viljí agnúast við AlÞýöu- bandalagið út af Því, heldur er ástæða til að fagna Því, að flokkurinn hefur lagt Þetta mál til hliðar meö Þessum hætti. Fyrirsláttur Það er auðvitað fyrir- sláttur, Þegar Þeir al- Þýðubandalagsmenn halda Því fram, að hér yrði um sérstaka bjarg- ráðastjórn að ræöa og Þeir séu tilbúnir til Þess aö leggja andstöðu við varnarliðið til hliöar til Þess að leggja sitt af mörkum til lausnar efna- hagsvandans. Þetta er auðvitað bara tilbúningur ríkjandi afla í AlÞýðu- bandalaginu, sem hafa ekki lengur áhuga á bar- áttunni gegn varnar- samningnum viö Banda- ríkin og vilja ekki, að hann Þvælist lengur fyrir Því, að AlÞýðubandalagiö geti tekið fullan Þátt í íslenzkri pólitík. Með tali um bráðabirgðastjórn eru Þeir að sjálfsögðu að reyna að blekkja svo- nefnda herstöðvaand- stæöinga í eigin röðum. Það skiptir Morgunblaðiö út af fyrir sig engu máli, hvort Þeir vilja láta blekkja sig eða ekki. Hitt er mun athyglisverðara, aö nú ráða peir AIÞýöu- bandalaginu, sem eru ekki tilbúnir til Þess að setja baráttu gegn bandaríska varnarliðinu á oddinn. Vissulega eru Þaö tímamót í íslenzkum stjórnmálum, Þótt ekki sé víst, að Þau verði öllum fylgismönnum AlÞýðu- bandalagsins jafn mikið fagnaðarefni. í baráttu fyrir þá, sem betur mega Svo virðist, sem Al- Þýðubandalagið hafi lagt á hilluna baráttu sína fyrir hagsmunum lægst launaða fólksins í tand- inu. Yfirlýsingar tals- manna Þess benda til Þess, að AlÞýöubanda- lagið vilji ekki fallast á tillögu Verkamannasam- bands íslands um vísi- tölubakið, sem stefnir til launajöfnunar miðað við kröfuna um samningana í gildi, heldur krefjist Al- Þýðubandalagið Þess, aö launamunur sé aukinn verulega á ný og að vísitöluÞakið verði mun hærra en Guðmundur J. Guðmundsson telur sanngjarnt og eðlilegt. Þetta bendir til Þess, aö AlÞýðubandalagið beri meira fyrir brjósti hags- muni ýmissa annarra en lægst launaða fólksins. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í tP ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR Þl) AL'G- LÝSIR í MORGLNBLAÐINL SlöM EIGA HtSBYGGJGNDljR AÐ IHIaiMsi SÉR / sýningarsölum okkar að Suðurlandsbraut 6 Reykjavík og Glerárgötu 26 á Akureyri, eru margar ólíkar uppsettar eldhúsinnréttingar. Þœr gefa ykkur góða hugmynd um hvemig hœgt er að hafa hlutina. Komið spyrjið okkur út úr um möguleikana sem bjóðast — verð, afhendingartíma, greiðslu- HAGI i Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (9I) 84585. skilmála ogyfirleitt hvað sem ykkur dettur í hug. Við tökum máí, skipuleggjum og teiknum ykkur að kostnaðarlausu og gerum tilboð án skuldbindinga afykkar hálfu. Eldhúsinnréttingar frá okkur henta þeim er gera kröfur um gæði. Verslunin Glerárgötu 26, Akureyri. Sími: (96) 21507. Yfirlitssýning á verkum Snorra Arinbjarnar í Listasafni íslands Vegna fyrirhugaörar yfirlitssýningar • á verkum Snorra Arinbjarnar nú í september fer Listasafn íslands þess vinsamlegast á leit viö eigendur verka hans aö þeir hafi samband viö safniö ef þeir sjá sér fært aö lána verk á umrædda sýningu. Listasafn íslands símar 10665, 10695. Aöalfundur (&*.) Bílgreinasambandsins 1978 Aðalfundur Bílgreinasambandsins 1978 veröur haldinn á Hótel Húsavík laugardaginn 9. september kl. 15.00. Auk almennra aðalfundarstarfa veröa fundir sérgreina- hópa um morguninn, síöan veröa flutt tvö erindi, Gísli Jónsson prófessor flytur erindi um rafbílinn, Hannes Guömundsson frá Landssambandi iönaöarmanna flytur erindi um verðlagningu verkstæöa, kl. 17.00 veröur aöalfundur véla- og tækjakaupasjóös. Sambandsaðilar eru hvattir til aö fjölmenna til Húsavíkur. Stjórnin. Dönsk sjávarút- vegssýning á íslandi 31. ágúst — 2. september 1978. Dönsk fyrirtæki á sviöi sjávarútvegs — en þaö er deild innan Dansk Eksportforening — munu kynna vörur sínar og þjónustu í sýningarsölum lönaöarhússins viö Hallveigarstíg dagana 31. ágúst kl. 11 — 17, 1. september kl. 11 — 17 og 2. september kl. 11 —18. Fyrstu tvo dagana er sýningin aöeins ætluö boösgestum en veröur opin almenningi síöasta daginn sem er iaugardagur. 24 danskir framleiöendur hlakka til aö kynna íslendingum vélar í skip og báta, dælur, búnað skipa, Ijósavélar, olíusíur, spil og vindur, rafeindatæki, talstöövar, stýrisvélar, skrúfubúnaö, skipasmíöar og skipaviðgerðir, net og vörpur og annaö tilheyrandi ásamt frystitækjum og fiskvinnsluvélum. VARAHLUTIR vorum að fé Carter blöndunga í ýmsar geröir bifreiöa Isamastað Laug»egl118-SM22240 ILL VILHJÁLMSSON HF EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.