Morgunblaðið - 30.08.1978, Side 10

Morgunblaðið - 30.08.1978, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 Rætt viö Jóhannes G. Jónsson, forstjóra íshúsfélags ísfirðinga h.f. ÞAÐ þarf enginn að vera í vafa um það, að ísafjörður er einhver myndarlegasti útgerðarstaðurinn á land- inu. Frystihúsin þrjú sem þar eru, eru vel rekin að sögn þeirra sem vel þekkja til og í sumar hefur vinnsla verið þar í fullum gangi en þau frystihús eru mörg á iandinu þar sem vinna hefur legið niðri nú um hríð. Eitt frystihúsið á ísafirði er íshúsfélag ísfirðinga h.f. og aflinn sem þar fer til vinnslu kemur frá tveimur skuttogurum og tíu til tólf færabátum. Togararnir eru Júlíus Geirmundsson og Guðbjörg, en hlutafélögin Gunnvör h.f. og Hrönn h.f., eigendur þeirra, eru jafn- framt eigendur íshúsfélags- ins. Mbl. hitti fyrir Jóhannes J. Jónsson for- stjóra íshúsfélagsins og átti við hann stutt samtal í vikunni sem leið. — Ástæðurnar fyrir betri rekstrarafkomu hjá okkur en víða annars staðar, eru margar að mínu mati, sagði Jóhannes í byrjun samtalsins. — Það má fyrst nefna hvað skuttogararnir komu snemma hingað, en Júlíus Geirmundsson fengum við í desember 1972 og Guðbjörgu í marz 1974. Nú, hér er aflinn- og þá hráefnið — mjög jafn yfir allt árið til vinnslu og þá er togaraafli mun ódýrari í vinnslu heldur en bátaafli, þó ekki sé nema vegna ormsins. — Veruleg uppbygging hefur verið hér á húsakostinum, fyrst aðallega á árunum 1958—1960 og hefur verið stöðug síðan. Núna er grunnflöturinn á frystihúsinu nálægt 1600 fermetrum. Tækja- kostinn höfum við smátt og smátt endurbætt á sl. tíu til tólf árum og þá reynt að hafa hann eins og bezt gerist á hverjum tíma. Við höfum haft mjög gott hráefni og aðallega verið með þorsk í vinnslu og þá talsvert meira en gerist víða annars staðar á landinu. — Jú, fyrir útgerðina spilar það jafnframt inní að stutt er héðan á miðin. — Við höfum veriö sakaðir um veiði á smáfiski hér, en sú ásökun er ekki réttmæt. Og þegar hugsað er til þess að togararnir á Vestfjörðum eru nýlega orðnir 10 og hinir landshlutarnir hafa um 60 á móti þá er jafnframt ljóst að við veiðum ekki meiri smáfisk en þeir. Þú nefnir auðlindaskattinn. Nú það þýðir skattlagningu fyrir það, að hér hefur reksturinn gengið betur en annars staðar. Þá mætti eins skattleggja Reykvíkinga fyrir ódýrari kyndingu eða annað í þá áttina, þetta er ákaflega teygjan- legt allt saman. — Nei, ég verð að segja að ég tel ekki að ástæða sé fyrir okkur hér að óttast að það sama liggi fyrir okkur og er nú að gerast t.d. hjá frystihúsum á Suðurlandi. Smábátahöfnin á ísafirði „Auðlindaskatturinn skatt- lagning fyrir að betur geng ur hér, en annars staðar“ Þessi vinnuhagræðing hefur reynzt okkur vel — Yfir sumartímann starfa hér 200—240 manns og á veturna 160—200 manns. Hér er yfirleitt ekki unnið lengur en til kl. fimm á daginn og í húsinu er er.ginn maður eftir hálfsjö. Á sunnu- dögum er aldrei unnið en ef aflinn er mikill þá er unnið á laugar- dögum. Þessi vinnuhagræðing hefur reynzt okkur mjög vel. Vinnudagarnir eru þá á milli 220 — 240 á ári. Og síðast en ekki sízt þá eru ísfirðingar afskaplega duglegt fólk sem ber af í allri vinnu. Jóhannes G. Jónsson forstjóri íshúsfélagsins. Þorleifur Pálsson skrifstofustjóri Íshúsíélagsins og Kristín Hálfdánsdóttir telja peninga í umslög. ..Reksturinn á fyrirtækinu er mjög góður.“ sögðu þau. „Hins vegar er athugandi hvort reksturinn á þjóðfélaginu er nægilega góðHr.“ Ljósm.i Herdís borgcirsdóttir. — Já, við framleiðum aðallega fyrir Bandaríkjamarkað, hann hefur verið ríkjandi hjá okkur s.l. 20 ár. Það má nefna til gamans að um það leyti sem þrjú íshús hér voru sameinuð í Ishúsfélag Is- firðinga 1936 þá voru menn sendir héðan til Bandaríkjanna til þess að kanna söluhorfur á frystum fiski á Bandaríkjamarkað en það mun hafa verið í fyrsta skipti sem íslendingar gerðu út slíkan leiðangur. Um líkt leyti var svo Sölumiðstöðin stofnuð. — Frystihúsin hér á ísafirði eru öll mjög svipuð að stærð. Það má segja að samvinna hafi verið mjög góð á milli þeirra allra, en við höldum þannig á málunum að við reynum að fyrirbyggja að vinnu- dagar falli niður hjá hverju einstöku frystihúsi á svæðinu með því að ef eitt skortir hráefni, þá hlaupa hin þar undir bagga. — Jú, íshúsféíagið hefur að mestu leyti nægilegt hráefni til vinnslu frá skipum félagsins. — Nei, ekki vil ég sérstaklega tjá mig um hvort eitthvað mætti betur fara í „kerfinu", en vil aðeins segja að mér finnst við hér á útkjálkanum oft vera heldur lítils metnir í samfélaginu. — Og eina sögu vil ég segja um frétt í einu dagblaðinu í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Það var skýrt frá því að á Isafirði hefði svo og svo miklum afla verið landað þann daginn sem hefði verið mjög mikið, sérstaklega með tilliti til þess að Isafjörður væri ekki útgerðarbær!! Blm. kvaddi Jóhannes G. Jóns- son forstjóra íshúsfélags ís- firðinga h.f. ákveðin í að láta slíka frásögn ekki henda sig. ÁJR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.