Morgunblaðið - 30.08.1978, Side 13

Morgunblaðið - 30.08.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 13 Kvöldstemminjí í miðbæn- um varð að örustuvelli. málverk, og þá sé „formúlan": Réttur litur á réttum stað í réttu formi. Þetta gæti raunar gilt fyrir alla myndlist. „Hið óhlutbundna eða nonfiguratífa, sjálf myndlistarlög- málin sett fram í málverki, er eflaust fræðilega séð hið hreinasta og algerasta myndlistarform sem til er og trúlega mesta bylting sem orðið hefur á sviði myndlistar frá upphafi. Hún nær hámarki í „geometrískri" list með sterkum andstæðum • litum. En þá kemur það atriði að það má ekki nota hana sem forsendu fyrir listpóitík eins og gert var í gamla daga, þegar við fíguratífiskar vorum að berjast við að vera það. Listpólitík er svo óskaplega hættuleg og Um fyrst, þekkja reglurnar til þess að geta brotið þær. Slíkt gerist að vísu ekki nema hjá einstaka snillingi eins og Picasso. Mér finnst oft mikið skorta á mynd- ræna útfærslu margra þessara ungu manna á hugmyndum sínum. Þeir gera of mikið af því að teikna þær upp og útfæra með lit, svo að hver litur vinni bara í einföldum fleti. Þar er ekki hægt að sjá, hvernig formast af lit t.d. þetta er bara plakat, það sýnir ekki hvað maðurinn getur í málaralist. Þegar slík sjónarmið eru komin út í fígúratífa list, finnst mér hún ekki lengur vera málaralist og maðurinn ekki lengur málari, heldur eitthvað allt annað. En það getur verið nógu vel gert fyrir það, — það er nógu fjandi vel gert hjá Erró.“ Vigfús, Sigfús og Góðfús Jóhannes Geir var lítið kátur yfir því að vera að tala við blöðin. Tvisvar eða þrisvar bað hann um að því yrði frestað; hann væri ekki nógu vel upplagður í slíkt nú. „Jæja, ætli það sé þá ekki bezt að ljúka þessu af.“ sagði hann loks, og blaðamaður Morgunblaðsins fór upp í vinnustofu hans í Árbænum. Jóhannes viðurkenndi, að hann væri aldrei nógu vel upplagður til að tala við blaðamenn um verk sín. Hann talaði mikið út í vegg og niður í gólf. „Maður las Grimmsævintýri sem krakki, og þar voru þessir þrír bræður sem hétu Vigfús, Sigfús og Góðfús sá yngsti, sem fékk allar skammirnar. En hann fór eftir fyrirmælum álfkonunnar um að líta aldrei við á leiðinni, og það var hann sem kreppti hnossið. Það var ekki fyrr en ég fór að mála að ég skyldi þessa sögu.“ „Sumir sálfræðingar líta svo á, að árásarhvöt, kynhvöt og sköpunarhvöt eða þörf séu af sama meiði. Ef einhvern vanti útrás á einu sviðinu, geti hann fengið hana á öðru. Þetta eru gömul vísindi. Til dæmis kveðast menn geta séð þetta í myndum Munch, og að hann hafi þannig verið að gera svipaða hluti og Strindberg, enda voru þeir víst hatursmenn. — Ég fæ aldrei útrás fyrir mína sköpunarþörf, þá yrði ég líka að hætta að mála. Ef ég er að gera eina sæmilega mynd, sé ég strax ótal möguleika á að' gera betri myndir í sama stíl.“ Ekki bara snobb eöa stööutákn. „Það sem truflar mig í sambandi við það að setja myndir mínar er að tala um það sem ég er að gera. Maður getur orðið ónæmur fyrir eigin starfi, farið í fýlu. Þessi vandi væri leystur með galleríi, sem gæti tekið að sér sölu fyrir listamenn. En vegna fámennisins hér á Islandi vill fólk sjálft heimsækja listamanninn sem það ætlar að kaupa eitthvað eftir. Þetta er ákveðin félagsþörf. Ég held þetta sé aðalástæða þess, að hér þrífst ekki svipað bóhemlíf og víða erlendis. Að vísu hefur verið vísir að því á stöðum eins og Mokka og Laugavegi 11 á sínum tíma. En ég hef lítið tekið þátt í því, mér finnst það þynna út það sem ég er að gera.“ „Auðvitað þurfa allir á félags- skap að halda. Hættan er að tala of mikið. Ég skyldi ekki fyrr en ég fór að mála, hvað listamönnum og öðrum sem eru að byggja á eigin hugmyndum er nauðsynlegt að geta einangrað sig, en því fylgir sú hætta að þeir verði úr takt við þjóðfélagið. Þetta getur verið ástæðan fyrir því að margir listamenn gifta sig ekki. Þá eru menn auðvitað orðnir ósköp einir, eins og Kjarval eða Munch, en það er ekki víst að þeim þyki það neitt verra." „Annars þarf alls ekki að vera leiðinlegt að svara spurningum fólks sem hingað kemur ef það spyr skemmtilega. Það ánægjuleg- asta getur verið að útskýra þessa einföldu tæknilegu hluti sem fólki virðist stundum flóknir, varðandi málverkið. Ég hef einmitt verið að ræða við Aðalstein Ingólfsson um það, hve gaman væri að koma á einhvers konar alþýðufræðslu um lögmál í myndlist. Því að fólk er áhugasamt um slíkt, vill vita margt, þetta er ekki bara snobb eða stöðutákn þegar það sýnir myndum slíkan áhuga. Islendingar eru bæði myndglaðir menn og hneigðir fyrir skáldskap. Þar hafa bæði landslagið og skammdegið sín áhrif." Gat aldrei losaö mig viö frásagnarþörfina og oröiö abstrakt Jóhannes Geir sýndi okkur myndir. Á einni þeirra var mikið lið og mótaði fyrir vopnabúnaði. „Ég byrjaði á að teikna kvöld- stemmningu niðri í miðbæ.“ sagði Jóhannes. „Hún varð svo að orustuvelli. Það er engin sérstök orusta. Ég er bara þannig gerður að ég vil segja frá.“ Hann benti á aðra mynd, þar sem eldsúla teygði sig upp léreftið. „Upphaflega var þetta bara venjuleg gamlárs- brenna. Út úr því getur svo orðið Flugumýrarbrenna. En fyrst þarf ég að gera brennu eins og ég get.“ „Ég hef reyndar oft hugsað um, að ef ég hefði farið út í kvikmynd- un á unga aldri, þá hefði hún hentað mér bezt til að fá útrás fyrir þessa frásagnarþörf, því að kvikmyndin er svo vítt form.“ Jóhannes minntist ára sinna í Handíðaskólanum, er hann heim- sótti Þorvald Skúlason. „Hann var þá á þessu frum-abstrakttímabili sínu og ég varð fyrir áhrifum af því eins og allir á þessum tíma. Síðan sá ég að þessi frásagnarþörf var svo sterk í mér að ég gat aldrei losað mig við hana og orðið abstrakt. Og nú er ég eiginlega að þróast í öfuga átt við Þorvald. — Minn draumur er bara sá að verða meira fígúratífur og mara þá ekki í hálfu kafi en fara jafnvel út í súrrealisma." „Ég held hið eiginlega málverk sé bara, eins og Jón Stefánsson sagði, að forma með litum. Þá sé byggt á kenningunni um heita og kalda liti, — og heita og kalda tóna innan hvers litar, þar sem heitu litirnir koma fram á móti áhorfandanum en þeir köldu snúa -aftur. Þar þarf enga skugga. Ég held að þetta sé hið eiginlega heimskuleg. Hún gerir ekkert annað en benda á fávísleg viðhorf þess sem rekur hana, þar sem tjáningarleiðir innan myndlistar geta verið svo margvíslegar og auðvitað háðar persónulegum þörfum hvers og eins, svo sem komið hefur fram í poplistinni og öðrum afbrigðum hennar síðar." „Hin óhlutbundna myndlist gæti hins vegar verið slíkt leiðarljós fyrir alla er gera vilja góða mynd á hvaða sviði sem er. Góður hlutbundinn eða fígúratívur mál- ari vegur og metur mótivið út frá forsendum hennar í upphafi, þótt myndin síðar verði að hesti á beit, eða öðru slíku. Þetta er bara spurning um að skilja listasöguna og sjá samhengið í henni. Enginn hlutur er úreltur ef hann hefur eitthvert gildi. Þá er Þetta ekki lengur málaralist. Jóhannes Geir var ekki allskost- ar ánægður með verk ungra myndlistarmanna: „Það sem mestu máli skiptir er að læra „Sú stefna margra ungra mynd- listarmanna, að vilja láta hug- myndina standa svo mjög eina fyrir sínu, finnst mér vera í þveröfuga átt við abstraktlist, — myndin er hætt að lifa sem slík. Það getur vissulega verið gaman að því. En margt sem poplista- menn sýna manni á meira skylt við veggspjald með grímuballsaug- lýsingu eða leiklist en hina eigin- legu málaralist." „Það, þegar menn gera eitthvað ákveðið í list bara af hræðslu við að verða gamaldags, þýðir auðvit- að að þeir verða fremur gamaldags en aðrir. Þeir elta bara einhverja stefnu, en í myndlist þeirra vantar hið persónulega sem gefur mynd- um gildi. Það er hægt að gera alla skapaða hluti í list, bara ef einhver ákveðin hugsun er á bak við það.“ HHH. „Ég fæ aldrei útrás fyrir mína sköpunarþiirf.“ Jóhannes Geir við eina mynda sinna. Litið við hjá Jóhannesi Geir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.