Morgunblaðið - 30.08.1978, Page 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978
17
pliijri0Á ntÚfafeife
Útgelandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvín Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsíngar Aöalstræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands.
1 lausasölu 100 kr. eintakió.
Til umhugsunar
fyrir kjósendur
Alþýduf lokks —
og raunar þing-
menn hans líka
Itilefni af þeim viðræðum
um stjórnarmyndun, sem
staðið hafa undanfarnar vikur,
er kannski ekki úr vegi að
drepa á nokkur atriði, sem
mættu verða kjósendum
Alþýðuflokksins í síðustu þing-
kosningum nokkurt um-
hugsunarefni. í þeim kosning-
um vann Alþýðuflokkurinn
einn mesta kosningasigur, sem
sögur fara af á síðustu
áratugum og bætti við sig 9
þingmönnum og varð jafnstór
Alþýðubandalaginu. Hvernig
hefur Alþýðuflokkurinn haldið
á þessum kosningasigri?
Þegar er Benedikt Gröndal,
formanni Alþýðuflokksins,
hafði verið falin stjórnar-
myndun lýsti hann því yfir, að
hann hygðist reyna myndun
svonefndrar nýsköpunar-
stjórnar. Lúðvík Jósepsson
kvaðst ekki vilja slíka stjórn
heldur vinstri stjórn. Nú eru
samningar um vinstri stjórn á
lokastigi. Verði af þeirri
stjórnarmyndun er alveg ljóst,
að Lúðvík Jósepsson hefur haft
sitt fram — ekki Benedikt
Gröndal. Þessi staðreynd hlýt-
ur að verða kjósendum Al-
þýðuflokksins nokkurt um-
hugsunarefni.
I þingkosningunum kom
fylgisaukning Alþýðuflokksins
að verulegu leyti frá óánægð-
um stuðningsmönnum Sjálf-
stæðisflokksins, sem vildu láta
óánægju sína í ljósi vegna þess,
að ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins hafði ekki tekizt að
ráða við verðbólguvandann.
Það blasir hins vegar við,
takist stjórnarmyndun Ólafs
Jóhannessonar nú, að þessi
atkvæði notar Alþýðuflokkur-
inn til þess að skríða inn í
vinstri stjórn. Það verður
þessum kjósendum Alþýðu-
flokksins í síðustu þing-
kosningum áreiðanlega
nokkurt umhugsunarefni,
hvernig atkvæði þeirra hafa þá
verið notuð og ólíklegt, að til
þess hafi verið ætlazt.
Enginn flokkur gagnrýndi
Framsóknarflokkinn jafn
mikið og Alþýðuflokkurinn.
Engir frambjóðendur veittust
jafn harkalega að Ólafi
Jóhannessyni og öðrum
forystumönnum Framsóknar-
flokksins og frambjóðendur
Alþýðuflokksins. Hver mundi
hafa trúað því degi fyrir
kosningar í júní að tveimur
mánuðum eftir kosningar.
mundi Alþýðuflokkur sigla
hraðbyri inn í ríkisstjórn undir
forsæti Ólafs Jóhannessonar?
Hinum ungu þingmönnum
Alþýðuflokksins hefur verið
tamt að tala um siðleysi í
pólitík. Skyldi það ekki flökra
að einhverjum kjósendum
Alþýðuflokksins í þingkosning-
unum, að hugsanleg aðild hans
að ríkisstjórn við þessar
aðstæður jaðri við pólitískt
siðleysi? A.m.k. er nokkuð víst,
að ekkert hefði kjósendum
Alþýðuflokksins þótt jafn
ósennilegt fyrir kosningar og
einmitt það, að flokkurinn
mundi eftir kosningar setjast í
ríkisstjórn undir forsæti Ólafs
Jóhannessonar.
Loks er það íhugunarefni
fyrir kjósendur Alþýðu-
flokksins, verði af stjórnar-
myndun Ólafs Jóhannessonar,
að Alþýðuflokkurinn gengur til
samstarfs í ríkisstjórn um
efnahagsaðgerðir til fjögurra
mánaða, sem að langmestu
leyti eru sniðnar eftir hug-
myndum Lúðvíks Jósepssonar,
leysa engan vanda, leiða til
vaxandi verðbólgu á ný á
næsta ári og áframhaldandi
gengislækkunar. Veittu kjós-
endur Alþýðuflokknum traust
tii slíkra verka í þingkosning-
unum í júní? Þessi atriði eru
sett hér fram til umhugsunar
fyrir kjósendur Alþýðuflokks,
nú þegar vera kann að myndun
vinstri stjórnar unir forsæti
Ólafs Jóhannessonar sé á
lokastigi. Þessi atriði eru líka
íhugunarefni fyrir hina ungu
þingmenn Alþýðuflokksins.
Það er vandi að halda á
miklum sigri og það hversu til
tekst mun skera úr um hvaða
framtíð margir hinna ungu
manna eiga fyrir sér í þingsöl-
um, hvort þeir koma þangað
aðeins í stutta heimsókn eða til
lengri dvalar. Óneitanlega
verður niðurstaðan sú, fari
sem nú horfir, að mörgum
þeirra muni reynast erfitt að
hljóta traust kjósenda til
lengri setu á þingbekkjum.
Gunnar Thoroddsen:
í sögutíma hjá Vil-
mundi Gylfasyni
Vilmundur Gylfason _ miðlar
mönnum nýlega af sögukunn-
áttu sinni og sannleiksást í
viðtali í Vikunni.
Fréttamaður innir hann eftir
því, hvort einhver vandamál
verði vegna þess að þingflokkur
Alþýðuflokksins sé „óvenjulega
ungur".
Ekki verður Vilmundi skota-
skuld úr því að afgreiða þess
háttar smámuni. Svar hans er á
þessa leið:
— Er ekki Gunnar Thorodd-
sen reyndasti maðurinn á þingi?
Hann skildi við borgarsjóð í rúst
á sínum tíma og hann skildi við
fjármálaráðuneytið í rúst á
viðreisnartímanum.—
Hér er skrökvað um atburði,
sem áttu sér stað fyrir einum og
hálfum til þrem áratugum.
Heiðarlegt fólk á heimtingu á að
fá að vita sannleikann.
Lítum nú á sagnaritun Vil-
mundar um borgarsjóð Reykja-
víkur og ríkissjóð.
í nærfellt 13 ár var ég
borgarstjóri í Reykjavík, á
árunum 1947 til 1959, en fjár-
málaráðherra í liðlega 5 ár, frá
því síðla árs 1959 til maí 1965,
Allir vita, að þau ár geta
gengið yfir, að greiðsluhalli
verði hjá ríkissjóði og sveitar-
sjóðum. En stefnan verður að
vera sú, að þeir séu reknir
hallalaust og helst með ein-
hverjum afgangi.
I þau 13 ár, sem ég var
borgarstjóri, varð greiðsluaf-
gangur í 10 ár, en halli í 3 ár.
Þegar árin öll, eru tekin saman
varð talsverður greiðsluafgang-
ur. Greiðslujöfnuður fyrir tíma-
bilið í heild var því hagstæður.
Þrjú síðustu árin, 1957, ’58 og
’59, var greiðsluafgangur á
hverju ári.
Þessi útkoma heitir á máli
Vilmundar Gylfasonar að skilja
við borgarsjóðinn í rúst!
Strax á fyrsta ári mínu sem
fjármálaráðherra, 1960, varð
greiðsluafgangur hjá ríkissjóði.
Þessi hagstæða afkoma hélt
áfram næstu 3 ár. Allt fyrsta
kjörtímabil viðreisnarstjórnar,
1960 —’63, hafði ríkissjóður
greiðsluafgang.
1964 varð hinsvegar greiðslu-
halli og iágu til þess alveg
sérstakar ástæður. Eitt af
grundvallaratriðum í viðreisn
var það að taka úr sambandi
hina sjálfvirku vísitöluskrúfu og
hindra að kaup og verðlag
færðist upp sjálfkrafa sam-
kvæmt vísitölu. En á miðju ári
1964, hálfu ári eftir að fjárlög
höfðu verið afgreidd frá Alþingi,
var horfið frá þessu meginatriði,
gegn vilja fjármálaráðherrans,
og vísitölukerfið innleitt að
nýju. Þessi breyting hafði í för
með sér hækkaðar launagreiðsl-
ur ríkissjóðs og auknar kröfur
um niðurgreiðslur vöruverðs úr
ríkissjóði. Ekki tókst að afla á
síðari hluta ársins nýrra tekna,
er nægðu til að standa undir
þessum útgjöldum.
Þegar litið er á afkomu
ríkissjóðs þessi 5 ár í heild var
greiðslujöfnuðurinn hagstæður.
Árið 1962 hafði tekizt að
greiða að fullu lausaskuldir
ríkissjóðs við Seðlabankann.
Það ár nam greiðsluafgangur
ríkissjóðs nær 8% af ríkissjóðs-
tekjum, þ.e. 162 milljónum af
rúmlega 2000 milljóna tekjum.
Miðað við fjárhæð fjárlaga
samsvarar þessi greiðsluafgang-
ur nú um 11 milljörðum króna.
Þessi afkoma ríkissjóðs heitir
á máli Vilmundar Gylfasonar:
Ríkissjóður í rúst!
Ef til vill munu einhverjir
telja það Vilmundi til vorkunn-
ar, að þegar þessir atburðir
gerðust, var hann barn við
móðurkné. Að vísu eru það litlar
málsbætur fyrir þessar skrök-
sögur, að hann hafi ekki verið
kominn til vits og ára. Nú er
hann kominn til ára og nokkurs
vits. Nú er því ætlazt til
ábyrgðarkenndar. En hinn
óvandaði málflutningur Vil-
mundar hlýtur að vera mikil
raun fyrir þá fylgjendur hans,
sem í öndvérðu litu á hann sém
hreinsunar- og siðbótarmann.
Einhver þeirra ætti að hvísla í
eyra hans þeim orðum, sem eitt
sinn voru áður sögð: Ljúgðu ekki
svona hratt, ég hef ekki við að
trúa.
Þessi mynd sem einnig birtist í dagblaði í Þýzkalandi sýnir brunaverðina koma úr kirkju og eru þeir
á leið til veizlu.
íslenzkir brunaverdir
í heimsókn í Þýzkalandi
FIMM brunaverðir úr Reykjavík
fóru í heimsókn til starfsbræðra
sinna á Suður-Þýskalandi og
dvöldust þeir þar dagana 9. —17.
ágúst. Áð sögn Guðmundar
Bergssonar fararstjóra var upp-
hafið að þessari ferð að árið 1973
fóru brunaverðir til Þýskalands á
vegum Landssambands slökkvi-
liðsmanna. Ári síðar komu bruna-
verðir frá Þýskalandi til íslands
og er hugmyndin að koma þessum
heimsóknum á á tveggja ára
fresti.
Tilgangur ferðarinnar var,
sagði Guðmundur. að kynnast
starfsaðferðum og tækjum bruna-
varða í Þýskalandi. en þeir nota
allt aðrar aðferðir og nýrri tæki
en hrunaverðir hér heima. Einnig
sagði Guðmundur að einn aðaltil-
gangur ferðarinnar hefði verið að
treysta vináttuböndin.
Brunaverðirnir skoðuðu m.a. á
meðan á heimsókninni stóð
slökkvistöðina í Frankfurt. Mót-
tökurnar sem brunaverðirnir
fengu voru að sögn þeirra alveg
stórkostlegar og kváðu þeir ekki
vera hægt að komast lengra í þeim
efnum. Guðmundur sagði að eftir
þessa ferð væri sér það efst í huga
að geta tekið sómasamlega á móti
þýsku brunavörðunum er þeir
koma til að endurgjalda heimsókn-
ina árið 1980.
Hrafn Bragason, borgardómari:
Hafa dómarar einhver
andsvör við árásum
á dómsmálakerfið?
Nokkur síðustu ár hefur tæpast
linnt skrifum um dómsmál í
dagblöðum hér og er það af
mörgum talið eitt skýrast dæmi
um nýja blaðamennsku. Skrif
þessi eru flest því marki brennd,
að haldið er uppi nokkuð nei-
kvæðri gagnrýni á okkar dóms-
málakerfi og þá sem þar eru til
iyrirsvars. Dómsmálaráðuneytið
hefur í sumum tilfellum reynt að
halda uppi einhverjum andsvör-
um, en lítið eða ekkert hefur
heyrst frá þeim sem starfa við
dómstólana eða réttargæsluem-
bættin.
Þegar rætt er um einstök mál
liggur það í hlutarins eðli, að sá
sem með málið fer og hans
starfsfélagar geta ekki tjáð sig um
það, nema í upplýsingarskyni um
staðreyndir. Aðfinnslum um drátt
máls og hvers vegna þetta og hitt
er gert eða ekki gert og hvernig
það er gert, er hins vegar erfitt að
fara að svara, þegar um dómsmál
er að ræða. Sú umræða, sem þá
skapaðist mundi ekki horfa til
þjóðþrifa. Ég sé hins vegar ekki
annað en dómarar ættu að láta sig
skipta opinbera umræðu um dóms-
málakerfið. Dómarar hafa þó
yfirleitt látið sér nægja að ræða
slík mál innan sinna raða. Þar
hefur ekki síður verið fundið að
dómsmálakerfinu, þótt umræðan
hafi óneitanlega verið nokkuð á
annan veg en í dagblöðunum og
sitt hafi sýnst hverjum um breyt-
ingar.
Dómsmálaráðuneytið hefur upp
á síðkastið snúist við þessum
aðfinnslum öllum á þann veg að
leggja fram á Alþingi ýmis
frumvörp til breytinga á réttar-
skipuninni og meðferð mála fyrir
dómstólunum. Dómarar geta vel
sætt sig við slík andsvör, en hefðu
gjarnan viljað fá tækifæri til að
hafa meiri áhrif á efni þessara
frumvarpa. Það hefði verið auðvelt
að koma því við, hefði réttdrfars-
nefnd, sem svo er.kölluð og hefur
átt hlut að þessum frumvörpum,
haft nokkuð aðrar starfsaðferðir.
Þetta getið Þiö fengið
I raun hafa dómarar sem 'aðrir
ekki séð tillögur réttarfarsnefnd-
ar, fyrr en þær voru fullskapaðar
og lágu fyrir í frumvarpsformi.
Segja má, að nánast hafi verið við
menn sagt: „Þetta getið þið fengið.
Viljið þið þetta ekki fáið þið ekki
neitt". Andsvör hafa auðvitað
orðið fremur fá, enda margir
þeirrar skoðunar að ástandið sé
bágt og að hvað sem gert er hljóti
a.m.k. að vera til bóta. Hér er að
vísu málað með nokkuð dökkum
litum, með lagi má örugglega fá
nokkuð víðtæka samstöðu um
margháttaðar breytingar, og
margar breytingar, sem réttar-
farsnefnd hefur beitt sér fyrir,
hafa ekki og mundu ekki, þótt
önnur vinnubrögð hefðu verið
viðhöfð, hafa sætt miklum and-
mælum.
Fyrir tveimur síðustu löggjafar-
þingum hafa legið frumvörp um
töluverðar breytingar á dómstóla-
skipuninni og til breytinga á
meðferð einkamáia í héraði.
Hvorugt frumvarpið hefur náð
fram að ganga. Fyrrnefnda frum-
varpið er svokallað frumvarp til
lögréttulaga. Samkvæmt greinar-
gerð með frumvarpinu eru aðaltil-
lögur réttarfarsnefndar hér þær,
að stofnaðir verði tveir nýjir
dómstólar, sem nefndin leggur til
að kallist, Lögréttur. Dómstólar
þessir skulu aðallega starfa í
Reykjavík og á Akureyri, en
umdæmi þeirra vera landið allt.
Þeir skulu fjalla um hin stærri
mál sem fyrsta dómsstig en um
önnur mál sem annað dómsstig,
áfrýjunardómstóll. Þegar lögrétta
hefur fjallað um mál sem
áfrýjunardómstóll, á yfirleitt ekki
að mega skjóta því til Hæstaréttar
nema í undantekningartilfellum.
Þetta þýðir, að dómsstig yrðu hér
3, en hvert mál gæti þó að jafnaði
aðeins farið fyrir tvö þeirra. Þetta
er sami háttur og tíðkast í
Danmörku. Ekki verður hér farið
ýtarlega út í efni síðarnefnda
frumvarpsins, en í raun þyrfti efni
slíks frumvarps að ráðast nokkuð
af því, hver verða örlög þess
fyrrnefnda.
Frumvarp til lögréttulaga hefur
hlotið nokkurn stuðning dómara,
enda þótt vart verði talinn mikill
fögnuður í þeirra röðum yfir
frumvarpinu, er það talið hafa
vissa kosti.
Það sem finna má að frumvarp-
inu frá sjónarmiði almennings, er
aukinn kostnaður við dómsmála-
kerfið, sem óneitanlega hlýtur að
fylgja slíkri skipan. Þá má setja
spurningarmerki við það, hvort
þessi skipan mála flýti meðferð
dóms-mála og hvort almenningur
fái á þennan hátt greiðari aðgang
að dómsstólunum.
Á þeim tímamótum, þegar líkur
eru á nýrri ríkisstjórn, þykir mér
hlíða, að frumvarp þetta verði
tekið til endurskoðunar, áður en
það yrði enn á ný lagt fyrir
Alþingi. Þætti mér rétt að huga
vendilega að dómstólaskipuninni
allri, áður en aðrar breytingar
verði gerðar og taka til meðferðar,
hvaða dómstólar eigi að vera í
landinu, í heild, hver eigi að vera
umdæmi þeirra og hver dómstig
eigi að vera.
Ný dómsstólaskipun
Líta má á réttarfarslöggjöf sem
aðferðarfræði. Hér er um að ræða
aðferð til að komast að niðurstöðu.
Reglur réttarfarslöggjafar eru
settar til þess, að niðurstaðan
verði sem réttust, öruggust, enda
stjórnskipun ríkisins á því byggð,
að dómarar fari með dómsvaldið
og dómur sé endir allrar þrætu. Til
þess að gæta þessa öryggis hefur
þótt nauðsynlegt að búa reglurnar
þannig út, að meðferð hvers máls
tekur óhjákvæmilega talsverðan
tíma. Aðfinnslur við störf dóm-
stóla beinast aðallega að þessum
tíma, sem meðferð máls tekur. Oft
vill það gleymast í hita leiksins, að
ætlast er til þess, að allir aðilar
máls geti komið að sínum sjónar-
miðum og öllu því sem þeirra
málsstað kann að gagna. Eg geri
ekki ráð fyrir því, að nokkur vilji
í raun breyta þessu. Hitt er annað
mál, sem ég geri ráð fyrir, að allir
dómarar viðurkenni, að meðferð
mála tekur hér of langan tíma.
enda þótt það sé ekkert séríslenskt
fyrirbrigði. Tíminn, sem meðferð
hvers máls tekur, getur einn út af
fyrir sig leitt til réttindamissis og
gerir það oft í okkar verðbólgu-
þjóðfélagi.
Aðfinnslur við dómsmálakerfið
eiga því rétt á sér og geta komið
að gagni. Svör dómara geta ekki
orðið önnur en þau að beita sér
fyrir breytingum. Þessar breyting-
ar þurfa að mínu viti að miðast við
þrennt, aukinn Ilýti, aukna þjón-
ustu við horgarana og að gætt sé
a.m.k. fyrra öryggis við úrlausn
máls. Þá verður að gæta þess að
kostnaðarauki verði sem minnst-
ur.
Byggt á vinnu
Réttarfarsnefndar
Hugmynd mín er sú að byggt
verði á þeirri vinnu, sem réttar-
farsnefnd hefur unnið, en réttar-
kerfið skoðað allt í einu lagi.
Ekkert mál fari fyrir fleiri en tvö
dómstig. Þótt sjálfsagt sé að
athuga, hvort ekki megi breyta
eitthvað skipulagi núverandi
fyrsta dómstigs, þ.e. skipulagi þess
dómsvalds, sem í dag er hjá
sýslumanns- og bæjarfógeta-
embættunum út um land, og hjá
Borgardómaraembættinu, Saka-
dómaraembættinu og Borgarfó-
getaembættinu í Reykjavík, þykir
rétt að byggja á því að úrskurðar-
vald í minniháttarmálum haldist
hjá þessum embættum. Hér væru
úrskurðuð þau mál, sem í dag
hljóta afbrigðilega meðferð, t.d.
víxilmál og tékka og mál þar sem
hagsmunir aðila nema lágum
fjárhæðum og eru ekki talin hafa
mikið fordæmisgildi. Meðferð
þessara mála verði einfölduð og
verði í líkingu við það er tíðkast
fyrir gerðardómum í dag. Lög
verði sett um þessa meðferð mála.
Hluta þessara mála verði svo
heimilt að skjóta til nýs héraðs-
dómstóls (Lögréttu). Hér koma til
greina mál, sem ná ákveðinni
upphæð eða varða annars ákveðn-
um hagsmunum. Þessi nýi héraðs-
dómur dæmi annars meiriháttar
einkamál og sakamál á fyrsta
dómstigi.
Þessi héraðsdómur verði aðeins
einn fyrir landið allt, en hvert
lögsagnarumdæmi verði ein dóm-
þinghá. Aðstaða verði sköpuð í
hverri dómþinghá fyrir þennan
héraðsdóm. I minni umdæmunum
má hafa not af sama húsnæði og
sýslumanns- og bæjarfógetaem-
bættin. Dómarar starfi og setjist
þar að sem næg verkefni verða
fyrir þá. Verkefni og fjarlægðir
verði látnar ráða, hvar sá dómari
hefur aðseturstað, sem þjóna á
dómþinghá. Sami dómari eða
sömu dómarar hefðu þannig marg;
ar dómþinghár á sinni könnu. I
byrjun mundu þessir dómarar
aðallega hafa aðsetur á Faxaflóa-
svæðinu og við Eyjafjörð. Reglan
verði sú að aðeins fari einn
embættisdómari með mál í þessum
dómi, en heimild verði til þess að
þrír sitji í dómi.
Málum sem þessi dómur dæmir
á fyrsta dómstigi megi skjóta til
Hæstaréttar en öðrum ekki. Fjölg-
að yrði um tvo dómara í Hæsta-
rétti.
Kostir þessarar skipunar eru
þeir, að slíkt dómstólakerfi svarar
því kalli tímans, að meðferð mála
verði hröð. Sýslumanns- og bæjar-
fógetaembættin og samsvarandi
embætti í Reykjavík ryddu frá
smærri málum, sem hraða með-
ferð mega hljóta, en nýr héraðs-
dómur fær til meðferðar vanda-
samari mál og fer með þau á líkan
hátt og nú tíðkast, þótt þá meðferð
verði auðvitað að skoða einnig.
Tíma héraðsdómstólsins verður
ekki eytt í auðleystari mál og hann
_ léttir þannig málum af Hæsta-
rétti, en það er einmitt, samkv.
frumvarpi til Lögréttulaga, einn
aðaltilgangur þess frumvarps.
Þetta kerfi, sem hér er stungið upp
á, er hinsvegar miklu opnara og
lagar sig betur að framtíðar
breytingum en Lögréttufrumvarp-
ið gerir. Þessi skipan ætti einnig
að koma til móts við óskir
þingmanna um þjónustu við sín
kjördæmi.
Við núverandi aðstæður hér- '
lendis er eðlilegt, að þessi nýi
héraðsdómstóll taki ekki við
einkamálum fyrr en framlagningu
skjala er að mestu lokið og sættir
hafa verið reyndar fyrir sýslu-
manns- og bæjarfógetaembættun-
um. Á aðseturstað dómsins má þó
hugsa sér, að málið sé strax höfðað
fyrir dóminum. í opinberum mál-
um kemur málið frá saksóknara
með ákæru. Setja verður nákvæm-
ar reglur um hver mál fari fyrir
hvern dómstól.
Mismunur þessarar skipunar og
þeirra sem réttarfarsnefnd Hefur
miðað við í frumvörpum sínum má
aðallega skipta í þrennt. í fyrsta
lagi gerir hugmyndin ráð fyrir
mun róttækari breytingu á með-
ferð mála fyrir núverandi héraðs-
dómum, í öðru lagi yrði nýr
dómstóll eftir þessari hugmynd
betur lagaður að aðstæðum hér,
þinghár stærri og ekki niðurjörfað
fyrirfram hvar aðsetur dómstóla á
að vera, slík skipan aðlagast
þannig betur öllum breytingum
sem verða kunna á búsetu í
landinu, í þriðja lagi yrðu vanda-
mál Hæstaréttar tekin fyrir strax,
en eins og kunnugt er liggur þar
nú fyrir mikill fjöldi ódæmdra
mála.
Meiri flýtir mála
Einhverjir munu nú spyrja,
hvernig þessi skipan mála fellur
að þeim markmiðum, sem ég setti
mér hér að framan. Því er til að
svara, að með breyttri og einfald-
ari meðferð minniháttar mála
fyrir núverandi héraðsdómum
fæst meiri flýtir þeirra mála. Þá
mundu skapast aðstæður til þess,
að þessi embætti veittu mönnum
ríkari leiðbeiningar um ýmis mál
t.d. neytendamál, sem nú koma
nánast ekki fyrir dómstólana,
vegna þess að málsókn er dýr,
seinfarin og upphæðir litlar.
Þannig má auka þjónustu dóm-
stóla við borgarana, en slík
þjónusta ryður sér nú rúms í
nágrannalöndum okkar. Nýr hér-
aðsdómstóll fær betri tíma og
aðstæður til að einbeita sér að
meiriháttar málum og dómsvald í
þeim málum er skilið frá meðferð
þess framkvæmdarvalds sem
sýslumanns- og bæjarfógetaem-
bættin fara nú með. Aðskilnaður
framkvæmdarvalds og dómsvalds
er hvarvetna á byggðu bóli talinn
til aðalsmerkis hverrar stjórnskip-
unar. Þessi skipan ætti þannig að
veita tryggingu fyrir bættu öryggi
í dómsmálum.
Hvort sem þessi leið verður
farin til bættrar dómstólaskipun-
ar, leið réttarfarsnefndar eða
einhver önnur, mun það -óhjá-
kvæmilega leiða til aukins kostn-
aðar við dómsýsluna. Ég geri hins
vegar ráð fyrir því, að verði þessi
kostur valinn megi spara á móti
hluta þess fjármagns, sem nú fer
til reksturs þeirra embætta, sem
dæma á fyrsta dómstigi. Hér er
aðallega um að ræða Borgardóm-
araembættið og Sakadómaraem-
bættið í Reykjavík og stærstu
sýslumanns- og bæjarfógetaem-
bættin utan Reykjavíkur. Hér á
ekki að fást við nýja málaflokka,
svo eðiilegt má teljast að núver-
andi borgardómarar, sakadómar-
ar, borgarfógetar og héraðsdómar-
ar verði færðir á milli dómstóla,
eftir því hvar er talin þörf fyrir þá.
Við stofnun þessa nýja dómstóls
verða t.d. ekki störf fyrií nema
einn eða tvo borgardómara við
Borgardómaraembættið. Réttast
virðist að sameina einhver þessi
embætti hér í Reykjavík og
athugunarefni, hvort einhverjir
embættisdómarar eigi að sitja við
hlið yfirmanns embættisins eins
og nú er.
Veröugt andsvar
Hér hefur verið stungið upp á
verðugu andsvari við aðfinnslum
við dómsmálakerfið í landinu. Hér
hefur þó ýmsum þáttum verið
sleppt, einmitt þáttum sem fjöl-
miðlar hafa ef til vill meiri áhuga
fyrir. Ég á þar t.d. við skipan
lögreglumála og þá sérstaklega
skipan rannsóknarlögreglu rikis-
ins. Þar hefur nýverið verið gerð
veigamikil kerfisbreyting og er
alls ekki nú hægt að kveða upp
dóm um, hvernig sú breyting
reynist. Til þess er allt of skamm-
ur tími liðinn, frá því er rannn-
sóknarlögregla ríkisins tók til
starfa. Við skulum vona, að smám
saman komist á meiri ró um
embættið og tóm gefist til ýmissa
lagfæringa, sem ég er fullviss að
stefnt er að.
Við þessar athugasemdir mínar
verður ekki skilið án þess að
minnast á það, sem helst bagar
dómstólana í dag. Hér á ég við
stjórnun og mannahald. I nýlegri
ferð dómara til Noregs var það
líklega það sem mesta athygli
þeirra vakti, að skrifstofuhald
dómstólanna þar virtist miklu
betur skipulagt en hér. Dómarar á
öllum dómstigum fá miklu meiri
hjálp aðstoðarfólks, skrifstofu-
haldið er í fastari skorðum og til
muna er haldið betur utan um
hvert mál frá upphafi til enda.
Þetta kemur ekki á óvart, nýtísku
stjórnunaraðferðir hafa farið
fram hjá garði flestra dómgæslu-
embættanna og ekkert eða lítið
hefur verið gert til að bæta þar
um. Ráðningar starfsfólks, bæði
dómara og annarra eru handa-
hófskenndar og lítt að því hugað,
hvort viðkomandi henta störf við
dómstóla. Launakjör hafa hér
auðvitað sitt að segja. Ég ræð fólki
eindregið til að ganga við í
Hæstarétti og sjá hvernig er búið
að þeim, sem þar vinna. Óhentugra
húsnæði finnst varla hjá opinberri
stofnun í dag.
Reykjavík 28/8 78
Hrafn Bragason
borgardómari
Harru Golombek skrifar fyrir Morpunblaöiö
ÞAÐ kom fæstum á óvart hér að
Viktor Korchnoi skyldi fara
fram á að 18. skák einvígis hans
og Karpovs yrði frestað. Þar
með fær áskorandinn langa
hvíld og tækifæri til að ná sér
eftir hinn bitra ósigur sinn í 17.
skákinni á laugardaginn. Teflt
verður því næst á fimmtudag og
hefur áskorandinn þá svart.
Korchnoi hélt í gær akandi til
Manila og var Petr'a Leeuwerik
framkvæmdastjóri hans með í
förinni.
Korchnoi sagðist vera
búinn að fá nóg af Baguio í bili,
og er það skiljanlegt, þar sem
kempan hefur tapað þremur
síðustu skákum sínum hér. Áður
en Korchnoi hélt til Manila fól
hann Raymond Keene aðstoðar-
manni sínum að annast mál sín,
en líklegt er að dómnefnd
einvígisins fundi nokkuð á
næstu dögum útaf gagnkvæm-
um klögumálum áskorandans og
heimsmeistarans. í flestum til-
fellum snerta þessi klögumál
sovéska dularsálfræðinginn
Vladimir Zukhar.