Morgunblaðið - 30.08.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978
23
Jóhann Guðmunds-
son — Minningarorð
F. 24. september 1900.
D. 19. ágúst 1978.
Jóhann Guðmundsson var fædd-
ur í Dalbæ í Hrunamannahreppi,
sonur hjónanna Guðfinnu Kol-
beinsdóttur og Guðmundar
Guðmundssonar, sem þar bjuggu
rausnarbúi. Þar ólst hann upp
ásamt 7 systkinum í glaðværð og
vinnusemi. Snemma tók Jóhann
þátt í starfi Ungmennafélags
Hrunamanna og á þess tíma
mælikvarða var hann góður
íþróttamaður og vann til verð-
launa á héraðsmótum, m.a. Skarp-
héðinsskjöldinn fyrir glímu, enda
með karlmannlegustu mönnum og
ljúfmannlegur í aliri framkomu.
Ég efast ekki um að Jóhann
hefði getað orðið góður bóndi, en
af heilsufarsástæðum gat hann
það ekki. Því kynnti hann sér
nýjustu vélvæðingu þess tíma,
bifreiðina, og gerðist einn af
fyrstu langferðabílstjórum, á leið-
inni milli Reykjavíkur og Hreppa.
I þá daga annaðist bílstjórinn
allskonar erindi fyrir bændur og
búalið og segir sig sjálft að það
hefur verið mikils virði að hafa
jafn traustan og lipran mann eins
og^ Jóhann, til að ganga ýmissa
erinda fyrir sig.
Þann 16. okt. 1926 kvæntist
Jóhann Steindóru Camillu
Guðmundsdóttur frá Sólheimum í
Hrunamannahreppi, mikilli
myndarkonu og hófu þau búskap í
Reykjavík og bjuggu þar alltaf
síðan. Þau eignuðust fjögur börn,
en misstu yngsta barnið, Jóhann
Birgi, tveggja mánaða gamlan.
Hin eru Kristrún, gift Halldóri V.
Sigurðssyni ríkisendurskoðanda,
Gyða gift Kristjáni Magnússyni
húsasmíðameistara og Guðmund-
ur Hörður verzlunarmaður. Einnig
ólu þau Steindóra og Jóhann upp
systurdóttur Jóhanns, Önnu Sig-
urðardóttur, og naut hún um-
hyggju og ástríkis sem væri hún
þeirra dóttir. Anna er gift Erlingi
Kristjánssyni rafeindavirkja.
Jóhann missti konu sína árið 1968
og var hún honum mikill harm-
dauði. Eftir það bjó hann hjá Gyðu
dóttur sinni og Kristjáni tengda-
syni sínum.
Árið 1930 hóf Jóhann störf í
Gamla Bíói. sem umsjónarmaður
Fædd 16. janúar 1929.
Dáin í maí 1978.
Ég minnist Elínar með litlu
ljóði, með hjartans þökk fyrir 30
ára dásamlega vináttu.
ÉK minnist þín
Ltf minnist þin er moraunNÓIin bjarta
af mari akfn.
Sem mornunljÓK f mfnu breyaka hjarta
rete minninK þfn.
minnist þfn er svffur ljós að sævi
ok aumar dvfn.
( aorKarmóðu minnar kbldu ævi
fóll minninK þfn.
og dyravörður. Flestir Reykvíking-
ar sem komnir eru af unglingsár-
um, kannast við „Jóhann í Gamla
Bíó“.
I mínum augum var hann þar
sem ímynd stöðugleikans í tilver-
unni, alltaf á sínum stað. Ekki
skipti máli þótt eigendaskipti yrðu
á fyrirtækinu, alltaf var hús-
bóndahollustan og samvizkusemin
sú sama. Ekki var hægt að hugsa
sér að hann hefði unnið fyrirtæk-
inu betur, þó hann hefði átt það
sjálfur, enda held ég að traustið
hafi verið gagnkvæmt. Það er
orðið fátítt að unnið sé á sama
stað í 43 ár, en það gerði Jóhann
þangað til að hann varð að láta af
störfum fyrir aldurs og sjúkdóms
sakir.
Þegar ég nú kveð tengdaföður
minn hinztu kveðju, er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast honum og njóta
umhyggju og ástúðar hans, fyrir
mér og mínum. Svo tel ég, að ég
megi þakka honum fyrir hönd
allrar fjölskyldunnar.
Trúmennska og samvizkusemi
voru hans einkunnarorð í lífinu
þannig menn hljóta að eiga góða
heimkomu á æðri vegum.
Blessuð sé minning hans.
H.V.S.
Ék minnÍHt þfn, ok KÍróst ef blesmjð
blfða þér brosir sæl.
Ék minnist þfn, ef sorKarspor þér
svfða ok siran Kræt.
Ék minnist þfn um daK sem dimmar nætur,
ok draumastef
úr minni sorK um sjúkar hjartarætur
éK sit ok vef.
(Eftir Matthías Jochumsson)
Innilegar samúðarkveðjur til
barna hennar og annarra vanda-
manna.
Vinkona.
í dag verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík Jóhann
Guðmundsson fyrrum umsjónar-
maður í Gamla Bíói, en hann
andaðist á Borgarspítalanum þann
' 19. ágúst.
Jóhann var fæddur þ. 24. sep-
tember 1900 að Dalbæ í Hruna-
mannahreppi og voru foreldrar
hans Guðfinna Kolbeinsdóttir og
Guðmundur Guðmundsson bóndi
að Dalbæ. Þau eignuðust átta börn
og eru fjögur þeirra nú látin.
Jóhann kvæntist Steindóru Guð-
mundsdóttur frá Sólheimum í
Hrunamannahreppi, en hún and-
aðist árið 1968.
Börn þeirra eru: Kristrún gift
Halldóri V. Sigurðssyni ríkisend-
urskoðenda. Gyða gift Kristjáni
Magnússyni húsasmíðameistara.
Guðmundur verzlm. í Reykjavík,
og drengur er þau misstu 2ja
mánaða gamlan. Énnfremur fóstr-
uðu þau Önnu Sigurðardóttur, en
hún er systurdóttir Jóhanns og er
gift Erlingi Kristjánssyni raf-
eindatækni.
Þegar við núverandi eigendur
Gamla Bíós keyptum það árið
1940, var Jóhann umsjónarmaður
hússins og starfaði hann við það
áfram til ársins 1974, er hann varð
að láta af störfum sökum heilsu-
brests.
Það muna sjálfsagt margir bæði
eldri og yngri Reykvíkingar eftir
Jóhanni, sem dyraverði í Gamla
Bíói. Hann var myndarlegur mað-
ur á velli, vel á sig kominn og
ávallt snyrtilega til fara og kurteis
við bíógesti.
Jóhann var sérstakt lipurmenni
í allri umgengni, skyldurækinn,
stundvís og húsbóndahollur svo af
bar.
Hann sá um alla ræstingu á
bíóhúsinu og rækti hann það starf
sitt svo vel að vart varð á betra
kosið, enda kom aldrei til athuga-
semda af hálfu opinberra eftirlits-
mana.
Jóhann unni eiginkonu sinni
Steindóru mjög og eftir andlát
hennar virtist honum svo brugðið
að hann leit vart glaðan dag.
Að leiðarlokum færum við Jó-
hanni hugheilar þakkir fyrir störf
hans við fyrirtækið og flytjum
aðstandendum hans innilegar
samúðarkveðjur.
Ilafliði Halldórsson
Ililmar Garðars.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
lormi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
+
Útför systur okkar,
ÖNNU SIGURBJARGAR ARADÓTTUR
Hamrahlíð 9
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30.
Petra Aradóttir
Ragnheiður Aradóttir,
Guðrún Aradóttir.
+
Útför elskulegrar systur okkar.
SIGRÍÐAR GUDRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Akurgerði 17,
sem lést 22. ágúst, fer fram fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30 frá
Fossvogskirkju.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna.
Guðrún Jónadóttir,
Hulda Eilbergaa.
Elín Guðmundsdóttir
Gibbons — Minning
+
Hjartkær eiginmaöur minn,
CÆSAR MAR,
Sogavegi 136,
lést í Borgarspítalanum mánudaginn 28. ágúst.
Jóhanna Mar.
+
Maöurinn minn,
GÍSLI SIGUROSSON
andaöist í Landspítalanurti 24. ágúst. Útförin tilkynnt síöar.
Katrín Kolbeinsdóttir.
+ Útför móöur okkar og tengdamóöur.
KRISTRÚNAR JÓSEFSDÓTTUR,
Bollagötu 3,
veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. september kl. 10.30.
Þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlegast beönir aö láta Hallgrímskirkju
njóta þess.
Una Jóhannesdóttir, Björn Jóhannesson, Margrét Jóhannesdóttir, Ólafur Bjarnason,
Hólmfríöur Jóhannesdóttir, Jón Jósep Jóhannesson, Gísli Ólafsson,
Sigurður Jóhannesson, Þórhalla Gunnarsdóttir,
Einar Jóhannesson, Marianne Jóhannesson.
+
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför,
BJÖRNS BJÖRGVINSSONAR,
löggilts endurskoðanda.
Erla Jónadóttir,
Kristín Erla Björnsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir,
Guðlaug Björg Björnsdóttir, Helgi Árnason,
Árni Björn Björnsson, Unnur Dóra Kristjánsdóttir,
Anna Kristrún Björnsdóttir, Ólafur Jóelsson.
+
Þökkum auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og jaröarfarar eiginkonu
minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
ELÍNAR INGU H. JÓHANNESSON,
Hrafnhólum 6.
Steingrímur Jóhannesson,
Anný Steingrímsdóttír,
Stígur Steingrímsson, Þyrí Baldursdóttir,
Jóhannes Steingrímsson, Unnur Grétarsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát
og jaröarför,
rtANNVEIGAR JÓNSDÓTTUR,
Ásabraut 9, Keflavík.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks Keflavikurspítala.
Jón Jóhannesson,
Anna Jónsdóttir,
Skarphéðinn Njálsson og barnabörn.
+ Alúöar þakkir öllum þeim mörgu sem auösýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför móöur okkar og tengdamóöur.
GUÐBJARGAR ERLENDSDÓTTUR
fré Ekru, StöðvaHirði.
Björg Einarsdóttir, Lúðvik Gestsson,
ÞorÞjörg Einarsdóttir, Björn Stefánsson,
Arma Einarsdóttir, Baldur Helgason,
Benedikt Einarsson, Margrét Stefánsdóttir,
Björn Einarsson, Gunnvör Braga.