Morgunblaðið - 30.08.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978
25
fclk í
fréttum
+ Hún heitir Ruth Clausen þessi danska kona, 39 ára gömul, fráskilin og barnlaus. — Segist vera
ákveðin í því að gifta sig aldrei aftur, hafi nánast óbeit á karldýrunum, segir hún. — Þessi kona
hét þó allt öðru nafni fyrstu 35 ár æfi sinnar. — Þá var nafn hennar Preben Henry Rasmussen.
— Hún er nefnilega kynskiftingur einn af um 100 í Danmörku, sem með læknisaðgerð hafa skipt
um kyn þar í landi. Var það gert á Ríkisspítalanum árið 1974. Hún gifti sig tveimur árum síðar,
en skildi við manninn. Orsökin hafði ekkert með kynskiptinguna að gera, heldur drykkjuskap
eiginmannsins. Ruth lagði áherzlu á að hún hafi aldrei séð eftir því, að hafa gerzt kona.
Stúlka
í LeMans-
kappakstri
+ Le Mans-kappaksturinn
er ein frægasta kapp-
aksturskeppnin sem háð er
árlega í Evrópu. Nú gerðist
það að í fyrsta skipti tók
brezk stúlka þátt í þessari
keppni, sem krefst mikillar
hæfni þátttakenda og
líkamlegs þreks, því ekið er
í 24 klst. samfleytt. Brezka
stúlkan heitir Julietta
Slaughter.
+ Bandaríski myndhöggvarinn Peter Toth, hefur nýlega lokið viö að
gara petta rosastóra Indíinaminnismerki. Þetta er reyndar ekki hiö
fyrsta. Hann er búinn að gera 28 slík, en ætlar að gera eitt slíkt
minnismerki um Indíánana í hverju einasta fylki Bandaríkjanna —
50 að tölu. Þetta minnismerki hefur hann gert úr stórviði frá
lowa-fylki.
Neytendasamtökin fagna
frumkvæði verðlagsstjóra
Á FUNDI í stjórn Neytendasam-
takanna, sem haldinn var fyrir
skömmu. var fjallað um þann
samanburð á innkaupsverði
nokkurra vörutegunda, sem verð-
lagsstjóri hefur nú beitt sér fyrir.
Stjórnin fagnaði því frumkvæði,
sem verðlagsstjóri hefur átt í
þessu máli, og í fréttatilkynningu
frá Neytendasamtökunum segir,
að lýst sé fullum stuðningi við
störf hans. Niðurstaða könnunar-
innar staðfesti þann grun, sem
lengi hefur verið uppi, um að
íslendingar geri mun óhagstæð-
ari innkaup en aðrar Norður-
landaþjóðir.
Þá telur stjórn Neytendasam-
takanna nauðsynlegt, að við frek-
ari verðsamanburð verði heimilað
að birta verðsamanburð einstakra
vöruflokka, þar sem slíkur saman-
hurður mundi segja mun meira, og
hvetur verðlagsstjóra að vinna að
því.
Þá segir í fréttatilkynningu
Neytendasamtakanna, að þær nið-
urstöður sem birtar hafi verið, séu
uggvænlegar og er þeim tilmælum
beint til stjórnvalda að þau láti
rannsaka hverjar séu ástæðurnar
fyrir því, að Islendingar búi við
21—27% hærra innkaupsverð
þeirra vöruflokka, sem umrædd
könnun náði til, en aðrar Norður-
landaþjóðir.