Morgunblaðið - 30.08.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.08.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3Ó. ÁGUST 1978 LIFLEGUR LANDSLIÐS- HÓPUR VAUNN Á MÓTI BANDARÍKJAMÖNNUM ÍSLAND loikur landsleik í knattspyrnu við Bandarikin á Laugardalsvellinum næstkomandi sunnudag. Landsliðsnefndin. það er dr. Youri Ilytchev landsliðsþjálfari og Arni í>. borgrímsson, hefur valið hóp 16 leikmanna í þessa viðureign'og leika allir leikmennirnir með islenzkum liðum. Fimm leikmenn hópsins hafa ekki áður leikið með a landsliði. en ef litið er á hópinn má sjá að flestir leikmennirnir eru tiltölulega ungir og yfirleitt eru þeir mjög útsjónarsamir. Ekki verður annað sagt en það sé mjög spennandi hópur. sem valinn hefur verið, en í honum eru eftirtaldiri MARKVERÐIRi borsteinn Bjarnason, IBK Diðrik Ólafsson, Víkingi AÐRIR LEIKMENN. Árni Sveinsson, ÍA Dýri Guðmundsson, Val Róbert Agnarsson, Víkingi Gísli Torfason. ÍBK Janus Guðlaugsson, FH Sigurður Björgvinsson, ÍBK EKKERT TIL SPARAÐ SVO VEGUR KNATT- SPYRNUNNAR MEGI VERÐA SEM MESTUR BANDARÍSKA landsliðið. sem leikur hér á sunnudaginn, kemur til landsins árla á laugardagsmorgun og er leikur þess hér fyrsti leikur Bandarikjanna í þriggja vikna Evrópuferð. Liðið leikur síðan í Sviss 6. september, en síðan verður leikið á móti sterkum félagsliðum í Frakklandi, býzkalandi, Belgíu, Skotlandi og á Ítalíu. Knattspyrnan vcrður stöðugt vinsælli í Bandarikjunum og hafa tugir erlendra knattspyrnumanna verið fluttir inn til Bandaríkjanna á síðustu árum. Margar skærustu stjörnurnar í heimsknattspyrnunni hafa skrifað undir samninga við bandarísk félög og þar hafa engir smáaurar verið í boði. Allt hefur verið gert til að laða áhorfendur að knattspyrnuleikjum og fjölgar þeim stöðugt. Knatt- spyrnunni hefur fleygt fram vestra og nú er knattspyrnan orðin vinsæl skólaíþrótt þar í landi. Þess verður örugglega ekki langt að bíða að Bandaríkin verði stórveldi í íþróttinni. í þjálfunarmálum er heldur ekkert til sparað og t.d. á síðasta vetri eyddi þjálfari banda- ríska landsliðsins um 2 mánuðum í Evrópu. Þar fylgdist hann með knattspyrnu hjá beztu félögunum og hefur sagt að Bandaríkin ætli að byggja sín félög upp á evrópska vísu. Lítið er vitað um frammistöðu handaríska landsliðsins að undan- förnu, en liðið hefur leikið nokkra leiki við önnur Ameríkulið á árinu. Hins vegar vita menn töluvert um frammistöðu Bandaríkjanna í knattspyrnu hér á árum áður og í pistli, sem Helgi Daníelsson tók saman fyrir KSÍ segir meðal annars: „Fram að þessu hafa Banda- ríkjamenn ekki vakið mikla at- hygli á alþjóðavettvangi fyrir afrek í knattspyrnu, þrátt fyrir að ein 93 ár séu liðin síðan þeir léku sinn fyrsta landsleik í knatt- spyrnu. Þó má sjá í landsleikja- sögu þeirra athyglisverð úrslit, eins og þau þegar þeir sigruðu Englendinga 1:0 í heimsmeistara- keppninni í Brasilíu 1950. Úrslitin vöktu heimsathygli á sínum tíma.“ Síðar í pistli sínum víkur Helgi að fýrsta og hingað til eina landsleik íslands og Bandaríkj- anna i knattspyrnu. Hann fór fram árið 1955 og Helgi var þá einmitt markvörður íslenzka landsliðsins. Gefum Helga orðið á . n.V- ÚTFARARSTJÓRARNIR VORU EKKI Á NÁSTRÁI! Leikurinn var nefndur af sum- um leikur hinna glötuðu tækifæra, því þrátt fyrir ótalmörg „dauða- færi" í fyrri hálfleik tókst íslend- ingum aðeins að skora eitt mark, en Þórður Þórðarson var þar að verki á 35. mín., eftir að hann komst inní sendingu milli mark- varðar og bakvarðar og sendi hann knöttinn á mannlaust markið. En Adam var ekki lengi í Paradís, því 6. mín. síðar jöfnuðu Bandaríkja- menn með skoti af löngu færi. Staðan jöfn í hálfleik: 1—1. Síðari hálfleikur var likur hin- um fyrr hvað það snerti, að ótal mörg tækifæri íslendinga runnu út i sandinn, — skot yfir — skot framhjá og annað eftir því. En á 55. mín. náðu íslendingar foryst- unni á ný með glæsimarki Gunn- ars Guðmannssonar. Ríkarður gaf góða sendingu til Gunnars sem skaut af 30—40 metra færi og hafnaði knötturinn efst í mark- horninu og óverjandi fyrir mark- vörðinn. Glæsilegt mark og eitt þeirra marka, sem maður gleymir aldrei. Ekki liðu nema 17. mín. þar til Bandaríkjamenn höfðu aftur jafn- að metin, en Gunnar Guðmanns- son sá um að sigurinn félli íslandi, í skaut, því að hann skoraði gott mark á 85. mín. eftir sendingu frá Ríkarði. í þessari ferð léku Bandaríkja- menn tvo aukaleiki, eins og títt var á þessum árum. Akranes sigraði gestina með 3—2 og Reykjavíkur- úrvalið vann 1—0. Fyrirhugað var að endurgjalda þessa heimsóka Bandaríkjamann- anna með landsleik árið eftir, en af því varð þó ekki. Landslið íslands fór að vísu í skemmtilega keppnisferð til Bandaríkjanna haustið 1956, en af landsleik varð ekki. Leiknir voru þrír leikir í þeirri ferð og var sá fyrsti við félagslið í Philadelphia, en þeim leik lauk með jafntefli 3—3. Næst var leikið við Boltemor All Star og lauk þeim leik með sigri Islands 4—0. Síðasti leikurinn fór fram í New York gegn iiði frá Israel, Maccabi. Leiknum lauk með sigri ísraelsmanna, sem skoruðu 2 mörk án þess að Islendingar gætu svarað fyrir sig. í þessum leik var keppt um bikar, sem sjálfsagt var um 1. metri á hæð og hinn skrautlegasti gripur og var hann gefinn af útfararstjórum í New York. Þeir virtust ekki vera á vnástrái“ því einnig gáfu þeir Israelsmönnum rútubifreið eina mikla og glæsilega. ' —áij. Atli Eðvaldsson, Val Ilörður Ililmarssqn, Val Karl Þórðarson, ÍA Pétur Pétursson, IA Guðmundur Þorbjörnsson, Val Ingi Björn Albertsson, Val Ólafur Júlíusson, ÍBK Ólafur Danivalsson, FH Fjórir leikmannanna hafa ekki leikið með a-landsliði, og Þor- steinn markvörður, varnar- mennirnir Dýri og Róbert og tengiliðurinn Sigurður Björgvins- son. Ljóst er að einhverjir þessara kappa fá eldskírn sína með lands- liði gagn Bandaríkjunum á sunnu- dag. Nokkur ár eru síðan Ólafur Júlíusson lék með landsliðinu. Meðalaldur leikmanna liðsins er um 23 ár og elztu leikmennirnir eru Ólafur Júlíusson og Ingi Björn Albertsson. Flesta landsleiki hefur Gísli Torfason að baki, 26 talsins, Árni Sveinsson og Ólafur Júlíus- son hafa 15 sinnum klæðzt lands- liðspeysunni, Hörður Hilmarsson, 11 sinnum og Ingi Björn 10 sinnum. Að meðaltali er 6 xk landsleikur að baki hverjum spil- ara í landsliðshópnum. Það er athyglisvert hversu margir leikmannanna hafa leikið með unglingalandsliðum og er greinilegt að hið mikla unglinga- starf KSI undanfarin ár er þegar farið að bera ríkulegan ávöxt. Jón markvörður á 8 unglingalands- leiki, Árni 7, Róbert 6, Gísli 6, Janus 15 (fleiri en nokkur annar), Sigurður 9, Karl 1, Pétur 4, Ingi 4, Ólafur Danivalsson 3. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópnum frá því sem var gegn Dönum á Laugar- dalsvellinum í sumar. Veiga- mestar eru þær að nú kemur enginn „útlendingur" í lands- leikinn, en þá léku Jóhannes Eðvaldsson, Jón Pétursson, Árni Stefánsson og Teitur Þórðarson mikilvæg hlutverk í liðinu. Þessir leikmenn komust ekki til leiksins nú og þá ekki heldur Ásgeir Sigurvinsson. Þá eru þeir Arnór Guðjohnsen og Jón Gunnlaugsson ekki heldur í landsliðshópnum, en þeir voru báðir varamenn í Dana- leiknum. Jón Þorbjörnsson ÍA, var valinn í hópinn, en gaf ekki kost á sér. Á miðvikudaginn í næstu viku verður síðan landsleikur á Laugar- dalsvellinum gegn Pólverjum og er það fyrsti leikur Islands í Evrópu- • Nú eru það Bandaríkjamenn irnir, hvernig skyldi það fara Guðmundur Þorbjörnsson. keppninni. Þá er mögulegt að þeir Jóhannes, Jón og Árni geti leikið. Ásgeir Sigurvinsson getur senni- lega aðeins leikið með gegn Hollendingum í haust og Teitur aðeins með á móti A-Þjóðverjum. Jóhannes, Jón og Árni geta væntanlega allir leikið þessa leiki. Dómari í leiknum á sunnudag- inn verður Norðmaðurinn Rolf Haugen og línuverðir með honum Eysteinn Guðmundsson og Róbert Jónsson. Forsala aðgöngumiða hefst við Útvegsbankann klukkan 10 á föstudagsmorgun, en verður síðan á Laugardalsvelli frá 9—12 á laugardag og frá 10—14 á leikdaginn. — áij. ------------------------------! FÁIR knattspyrnumenn hafa verið eins umtalað- ir í Svíþjóð í ár og Teitur Þórðarson. Strax í vor var talað um hann sem íslenzka eldf jallið er spúði mörkum, en ckki eldi eða eimyrju. Enn er talað um Teit og enn skorar hann mörk. Þau eru nú orðin 8 talsins í Allsvenskan og síðast á sunnudaginn gerði hann síðara mark Öster gegn Gautaborg, en jafntcfli varð í leiknum. 2i2. Teitur er nú í þriðja sæti í keppninni um markakóngs- titilinn í Svíþjóð, sá sem hefur skorað flest mörk er með 11. í grein Dagens Nyheter um leik Öster og Gautaborgar er Teitur valinn bezti maðurinn á vellinum (matchens lirare) og segir það sína sögu um frammistöðu Teits í ár. Meðfylgjandi mynd er birt af Teiti og sýnir þennan „ískalda íslending“ leika á markvörð andstæðinganna og skora skemmtilegt mark. Þcir eru fleiri íslendingarnir í Svíþjóð, sem gera það gott í ár. Eiríkur Þorsteinsson leikur með Grimsás og félag hans hcfur forystu í sínum riðli í 3. deildinni. Liðið hefur hlotið 23 stig í 17 leikjum og cr það einu stigi meira en næsta lið. í 2. dcildinni leika þeir Jón Pétursson og Árni Stefánsson með Jönköping og hefur liðið staðið sig vel að undanförnu eftir slæma byrjun. Það hefur nú hlotið 20 stig, en aðeins tvö lið hafa hlotið flciri stig, IFK Malmö 23 og Halmia 20. Þorsteinn Ólafsson, fyrrum markvörður ÍBK og landsliðsins, leikur með Perstorp og hefur hann f sumar verið sterkasti maður liðsins. Félagið leikur í sama riðli og Grimsás og er með 18 stig. í blaðaumsögnum um leiki liðsins kemur greiniíega fram að án Þorsteins væri staða liðsins lítt glæsileg. - áij

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.