Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 23 þær stórfelldu þjóðfélagsbreyting- ar sem hér hafa orðið á undan- förnum áratugum. Eg tel að það mundi jafna betur rétt einstakl- inganna og tryggja betur kjör þeirra ef lögverndun hjónabands- ins væri afnumin. Fólk gæti gift sig eftir sem áður ef það langaði, en það yrði þá einkamál, líkt og skírn eða ferming nú. Aftur á móti er ég ósammála dönsku Rauðsokk- unum að því leyti að tímabundinn, lögverndaður samningur verði að koma í staðinn, heldur að líta beri á hvern lögráða mann sem sjálf- stæðan einstakling, jafnt fjár- hagslega sem á öðrum sviðum, og tryggja velferð barna án tillits til sambúðar foreldra þeirra. Með afnámi lögverndaðs hjónabands mundi gagnkvæm framfærslu- skylda hverfa, en framfærslu- skylda gagnvart börnum haldast og réttarstaða þeirra þyrfti ekki að breytast. Ef framfærsluskylda maka væri afnumin, væri sam- sköttun hjóna úr sögunni, en skattur lagður á hvern og einn eftir tekjum og eignum. Þinglýsa yrði því sem nú er kallað sameign hjóna eftir raunverulegum hlut- föllum og skattleggja hana í samræmi við það. Það sem mestum erfiðleikum mundi valda ef hjúskaparlöggjöfin yrði afnumin í núverandi mynd eru þau störf sem þjóðíélagið hefur ekki tekið með í reikninginn og því aldrei metið til fjár, nefnilega heimilisstörf. Þrátt fyrir fjölda útivinnandi kvenna hér á landi vinna þær enn stærstan hluta heimilisstarfanna. Mér þyk- ir óiíklegt að það hefði mikla þýðingu hér að fara að dæmi Kúbumanna og skylda maka til að skipta heimilisstörfunum á milli sín ef báðir vinna úti, það tryggði heldur ekki rétt þeirra sem vinna heima eingöngu. Heppilegra væri að sá sem ekki sér um sinn skerf verði að greiða laun fyrir það verk eins og hver annar atvinnurek- andi. Hér er ekki pláss til að gera neina tæmandi grein fyrir þeim breyttu viðhorfum og aðstæðum sem skapast mundu ef lög um hjónaband væru felld niður, en í umræðum um þessi mál verður að gæta þess að líta á ástandið eins og það er í raun og veru og forðast óskhyggjugól um það hvað fólk ætti að segja og gera. Sú löggjöf sem við búum við í þessum málum nú tryggir alls ekki jöfn réttindi og skyldur karla og kvenna og þaðan af síður hag barna. .Ingibjörg Jónasdóttir varaformaður Félags einstæðra foreldra Réttindi og skyldur hjóna- bands- ins ætti að vera skyldu- námsgrein í skólum Þó að ég sé nú engin rauðsokka finnst mér þetta nokkuð góð tillaga.— Viljayfirlýsing tveggja aðila um að deila kjörum og standa saman í blíðu og stríðu getur aldrei staðist hjá öllum. — Sú ábyrgð og þau réttindi sem fólk tekur á sig við að ganga í hjónaband er aðeins í orði en ekki á borði. Þjóðfélagið gerir orðið þær kröfur að bæði hjónin vinni utan heimilisins og þá liggur það í augum uppi að báðir aðilar verða að hafa sama rétt og axla sömu ábyrgð — og það er fjarri lagi að svo sé í dag. — Sem betur fer er stór hópur af fólki sem getur látið hjónabandið blessast hjá sér, sumir í alvöru og aðrir á yfirborðinu. Þeir sem af einhverjum ástæð- um lenda út af hjónabandssporinu gera sér sjálfsagt fæstir grein fyrir því fyrirfram hversslags vesen, vitleysa, niðurlæging og ömurlegheit geta fylgt þessum slitum og það er auðvitað þetta fólk sem vill breytingu eða einföld- un á þessum málum. — Svo mætti líka athuga með að gera að skyldunámsgrein í skólum kennslu í réttindum og skyldum hjóna- bandsins — svo þeir sem féllu á því prófi fengju ekki að giftast. Það yrði ábyggilega betra vega- nesti flestum en t.d. að geta þotið upp allar þverár Dónár. Steinunn Jóhannesdóttir leikari Þvoðu sokkana sjálfur! Sá sem les jafnréttissíður Morg- unblaðsins og Þjóðviljans gæti haldið að jafnrétti væri eitthvert einkamál kvenna? Af hverju skrifa karlar ekki jafnréttissíður? Af því sá sem nýtur forréttinda hefur ekki áhuga á jafnrétti. Kannski finnst þeim heldur ekki um neitt að tala lengur, nú þegar konur hafa lagalega sama rétt til flestra hluta og þeir, og ekki von þeir vilji hafa hátt um, að enn er síðasta vígið ekki fallið. Hjóna- bandið! Hjónabandið er augljóslega að verða mesta vandræðaband i nútímasamfélagi, og danskar rauðsokkur vilja leggja það niður sem þjóðfélagsstofnun og gera í staðinn samninga til 10 ára. Það er skiljanlegt að slík tillaga komi frá gáfuðum, duglegum og sjálfbjarga konum, því þær finna sárast til þess, hvað þær tapa á ríkjandi sambúðarformi, sem lífstíðarþjón- ustur eiginmanna sinna og aðal- ábirgðaraðili á uppeldi barnanna beggja. Svona tillaga lýsir í rauninni mikilli örvæntingu kvenna, sem eru komnar með sömu menntun og sömu lagalegu réttindi og karlar, en það er ekki hægt að nýta þessi réttindi. Lög um jafnrétti kynjanna ná ekki lengra' en að dyrum heimilanna. Þar fyrir innan situr flest við það sama. Þar er ennþá ætlast til að þær einar tæmi öskubakkana, tíni upp sokkana, þvoi nærbuxurnar, kaupi í matinn, sæki krakkana á dagheimilið, séu heima þegar þau koma úr skólanum, gefi karlinum að éta, þurrki honum um munninn og snýti honum, m.ö.o. sjái um rekstur og viðhald þessa litla einkafyrirtækis, fjölskyldunnar, þar sem framavonir eru engar, engin stöðuhækkun möguleg, en allt í kring er iðandi og fjölskrúð- ugt athafnalífið í heimi karl- mannsins. Er nokkur furða þótt svipurinn súrni? Er nokkur furða, þótt konur sem hafa hafnað því að láta fjötra sig við fábreytnina í heimi fjölbreytn- innar séu þreyttar, séu að sligast undir sinni margföldu byrði og ólíku skyldum? Mér sýnist að dönsku rauðsokk- urnar haldi að það sé hægt að ráða bót á misrétti innan fjölskyldunn- ar með tillögum sínum, og það getur verið að það sé spor í átt til jafnréttis kynjanna að afnema framfærsluskyldu hjóna hvors við annað. En hvað um framfærslu- skyldu foreldra við börn sín? Fullorðnir vinnufærir einstakling- ar eiga auðvitað að geta framfleytt sjálfum sér, en uppeldi barna er ekki lokið á 10 árum, og hvað verður um börnin þegar samning- urinn rennur.út? Þau verða áfram þau peð, sem fórnað er í lokatafli þessarar valdabaráttu kynjanna. Sambúð er vandi og sambúð á jafnréttisgrundvelli er meiri vandi. Ef hjónabandið á eftir að standast sem stofnun, þá er það vegna þess að sameiginlegir hags- munir hjóna þ.e.a.s. húsaskjólið, aðstaðan til að ala upp börnin, félagsskapurinn og kynlífið, halda áfram að vega þyngra á metunum en þeir hagsmunir sem stangast á, eins og atvinnuframi og félagsleg völd. En jafnréttisstaða konunnar á heimili er forsenda þess að hún geti notað sér jafnrétti að lögum. Þetta hafa dönsku rauðsokkarnir skilið og þetta skilja margir fleiri. Og kannski er nauðsynlegt að afskiptaleysi feðra af uppeldi barna sinna varði við lög, kannski ætti það að varða við lög, að karlar skipa ekki sjálfa sig í nefnd til að undirbúa „Ár barnanna," á vegum Sameinuðu þjóðanna, já kannski verður það á endanum að varða við lög að þvo ekki sokkana sína sjálfur. PÓLÝFÓNKORINN Starf kórsins hefst aö nýju í lok september, ef næg þátttaka verður Ungt fólk meö góöa söngrödd, næmt tóneyra og helzt nokkra tónlistarmenntun óskast í allar raddir kórsins. Ókeypis raddþjálfun á vegum kórsins. Næsta viðfangsefni: J.S. Bach, jólaoratoría. Takið þátt í þroskandi og skemmtilegu tómstundastarfi. Skráning nýrra félaga í símum: 43740 — 17008 og 72037 — eftir kl. 6. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU 1# AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 'Hressi ngar leikf im i fyrir konur Kennsla hefst fimmtudaglnn 5. okt. 1978 í leikfimisal Laugarnesskólans. Byrjenda og framhaldsflokkar. Fjölbreyttar æfingar — músik — siökun. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í DAG OG NÆSTU DAGA. Sími 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íbróttakennari. íl Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík heldur torfæruaksturskeppni viö Grindavík í dag sunnudag og hefst kl. 14.00 . Spennandi keppni — Góö verðlaun. Björgunarsveitin Stakkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.