Morgunblaðið - 29.09.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 29.09.1978, Síða 1
32 SÍÐUR 221. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Eanes veitir nýian frest Lissabon. 28. septrmber. AP. Reuter. ANTONIO Ramalho Eanes for- seti sagði í dag, að hann mundi veita stjórnmálaflokkunum í Portúgal nægan tíma til að reyna að ná samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar, en gera aðrar ráðstafanir ef þcim mistæk- ist — sennilega efna til nýrra kosninga, sem flestir telja að verði haidnar í marz. Tveggja daga viðræður forset- ans við leiðtoga stjórnmáiaflokk- anna hafa engan sýnilegan ár- angur haft í för með sér. Y firlýs- ingar frá leiðtogum flokkanna gefa til kynna að hverfandi litlar líkur séu á myndun nýrrar samsteypustjórnar. En talsmaður sósíalista. Jaime Game, kvaðst telja auknar líkur á lauslegu samkomulagi sem gerði flokksmönnum kleift að taka sæti í ríkisstjórn án formlegs flokks- stuðnings. Þrátt fyrir stjórnarkreppuna ætlar Eanes í heimsókn til Aust- ur-Evrópu í næsta mánuði og til Bretlands í nóvember. Sósíalistaleiðtoginn Mario Soares hefur lýst því yfir að hann búist ekki við að flokkur hans fari aftur í stjórn fyrr en að afstöðnum kosningum. Vikublaðið Tempo spáir því í dag, að bráðabirgðastjórn Nobre da Costa forsætisráðherra sitji fram í nóvember og víki þá fyrir svipaðri bráðabirgðastjórn sem undirbúi vorkosningar. I yfirlýsingu frá Eanes forseta segir, að hann muni ekki ræða aftur við fulltrúa flokkanna fyrr en þeir geti sagt ákveðið til um hvort viðræður þeirra muni bera árangur eða fara út um þúfur. Gama sagði fréttamönnum að forsetinn sýndi flokkunum djúpa virðingu og að það væri einlæg ósk hans að samskipti þingsins og forsetans bötnuðu. ' 19 Morð eftir vopnahlé í Torino Torino. 28. sept. Reuter. RAUÐU herdeildirnar á Ítalíu létu aftur til skarar skríða í dag eftir tveggja mánaöa hlé og myrtu verkstjóra Lancia-bif- reiðaverksmiðjanna í Torino. Fjórir ungir menn skutu verkstjórann, Piero Coggiola, að minnsta kosti 10 sinnum í fæturna fyrir utan heimili hans í úthverfum borgarinnar. Óþekktur maður hringdi í blað í Torino og sagði að morðið væri verk Rauðu herdeildanna. Lancia og Fiat-fyrirtækið fordæmdu í sameiginlegri yfir- lýsingu „tilgangslausa og misk- unnarlausa grimmd árásarinn- ar“. Atján starfsmenn Fiats hafa verið skotnir í svipuðum árás- um á rúmu einu ári. Kona og dóttir P.W. Botha óska honum til hamingju með skipun hans í embætti forsætisráðherra Suður-Afríku. „Harðlínumaður” arftaki Vorsters Hbfðaborg, 28. sept. Reuter — AP Iiarðlínumaðurinn Pieter Botha var í dag kjörinn áttundi forsætis- ráðherra SuðurAfrfku í stað John Vorters og lýsti því yfir, að hann mundi ekki beygja sig fyrir „bylt- ingu eða marxisma“. Hann sagði að Fridarviðræður í Ismailia 4. október Washington. 28. september. AP. Reuter. JIMMY Carter, forseti Banda- ríkjanna. sagði í dag að Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels. og Anwar Sadat. forscti Egyptalands, hefðu sagt sér að ekkert stæði lengur í vegi fyrir því að friðarsámningur yrði gerður milli landanna. Carter kvaðst vona að lokavið- ræður. um samninginn gætu hafizt innan tveggja vikna. Hann kvað ísraelsþing hafa sýnt mikið hugrekki með því að samþykkja samkomulagið ( Camp David í nótt. Begin sagði í ísraelska sjónvarp- inu í kvöld að friðarviðræður gætu hafizt í Ismailia við Súez-skurð og framhaldsviðræður gætu farið fram í Beersheba í Negev-auðn- inni. Aðspurður um egypzkar fréttir um að viðræðurnar hæfust í Ismailia 4. október lét hann í ljós gremju og sagði að Egyptar yrðu að hafa samráð við Israelsmenn áður en fundarstaður væri ákveð- inn, en viðurkenndi að staður og stund kæmi til greina. Iðnaðarráðherra ísraelsku stjórnarinnar, Yigal Horowitz, sagði af sér til að mótmæla því að ísraelsþing samþykkti Camp David-samkomulagið (með 84 atkvæðum gegn 19). Hann var einn 17 þingmanna sem sátu hjá og er eini ráðherrann sem talið er að segi af sér. engin breyting yrði á stjórninni og hann yrði áfram landvarna- ráðherra. Forysta flokksins kaus Botha forsætisráðherra í annarri atkvæða- greiðslu. í hinni fyrri hlaut hann 78 atkvæði af 87 sem hann þurfti tii að ná kosningu. Aðalkeppinautur hans, Connie Mulder blökkumannaráð- herra, fékk 72 og Pik Botha utan- ríkisráðherra 22. I síðari atkvæða- greiðslunni var kosið á milli Pieters Botha og Mulders og Pieter Botha hlaut 98 atkvæði en Mulder 74. Flestir stuðningsmenn Pik Botha hafa því stutt nafna hans. Hinn nýi forsætisráðherra og flokksleiðtogi sagði eftir kosninguna að hann væri harður í horn að taka í landvarna- og utanríkismálum en sáttfús í kynþáttamálum heima fyrir. Hann sagði að varnir Suður- Afríku yrðu tryggðar. Meginmark- mið stjórnarinnar yrði að efla frelsi og frið öllu samfélaginu til heilla. Pieter Botha sagði að nýja stjórn- in mundi í fyrsta lagi efla og treysta örugga og skipulega stjórn og bæta samskipti ólíkra þjóðfélagshópa. í öðru lagi halda uppi heiðarlegri og dugmikilli stjórn. í þriðja lagi fylgja jákvæðri stefnu til að bæta sam- skipti ólíkra þjóðfélagshópa á grund- velli sjálfsákvörðunarréttar. í fjórða lagi fylgja jákvæðri stefnu til að efla vinsamleg samskipti við nágrannríki án afskipta af innanríkismálum. Botha sagði að lögum og reglu yrði haldið uppi af festu. Aðspurður sagði hann að það væri undir Bandaríkja- mönnum komið hvort samskiptin við þá yrðu vinsamleg. Um Suðvest- ur-Afríku sagði hann að viðræðum við nefnd vestrænna ríkja hefði ekki verið hafnað. Aðspurður sagði hann að haldið yrði áfram þeirri stefnu að draga úr kynþáttamisrétti. Samkvæmt skoðanakönnunum vildu flestir að Piet Botha utanríkis- ráðherra yrði forsætisráðherra, en ekki er talið útilokað að hann verði það síðar meir. Mulder var áður talinn arftaki Johns Vorsters en hefur verið viðriðinn fjármála- hneyksli. Mulder og Pik Botha flýttu sér að lýsa yfir stuðningi við nýja forsætisráðherrann. Gert er ráð fyrir því að á föstudag verði Vorster kjörinn forseti sem er valdalaus virðingarstaða. Átökin í Beirút magnast enn Beirút, 28. sept. Reuter — AP. 5-7% hækkun á olíuverði spáð Ósló. 28. september. Frá Jan Erik Laure. fréttamanni Mbl. IIARÐIR bardagar blossuðu upp í hinum kristna hluta Beirút í dag og kristnir hægrimenn sök- uðu sýrlenzka óvini sína um að koma þeim af stað til að spilla fyrir samkomulaginu í Camp David. Sýrlendingar svöruðu með ásökunum um að kristnir menn heíðu komið bardögunum af stað til að kalla fram ísraelska hernaðaríhlutun. Bardagarnir hófust í suðaustur- úthverfinu Hadath og breiddust út um mestan hluta kristna hverfis- ins í Beirút. Skriðdrekum, eld- flaugaskotpöllum, stórskotavopn- um og vélbyssum var beitt í bardögunum. Kristinir menn segja að þetta séu alvarlegustu bardagarnir síðan í júlí þegar 200 óbreyttir borgarar féllu í fimm daga stór- skotahríð Sýrlendinga er lauk með því að ísraelsmenn sendu herflug- vélar á vettvang. Að minnsta kosti sex féllu í bardögunum í dag og rúmlega 50 særðust. Vatnsgeymir forseta- hallarinnar varð fyrir skotum og spren^jur féllu á lóð íbúðar bandaríska sendiherrans. Starfandi utanríkisráðherra Egypta, Butros Ghali, sagði að ísraelsmenn kynnu að binda sjálf- viljugir enda á hernám vestur- bakka Jórdanár á næstu þremur mánuðum og kvaðst vona að atkvæðagreiðslan í ísraelska þing- inu yrði Sýrlendingum, Jórdaníu- mönnum og Líbönum hvatning til að taka upp beinar friðarviðræður við ísrael. Flokkur Sadats hrósaði ísraelska þinginu fyrir að sam- þykkja samkomulagið. Bandaríski aðstoðarutanríkis- ráðherrann Alfred Atherton kom til Jerúsalem í dag frá Jórdaníu til að taka þátt í undirbúningi viðræðna ísraelsmanna og Egypta. Begin hefur sagt að 90% starfsins við samningsgerðina sé lokið. ísraelskir tæknimenn munu fara til Kaíró í næstu viku til að koma aftur á síma- og telexsam- bandi. Síðan munu landvarnaráð- herrar Israelsmanna og Egypta ræða brottflutning ísraelsmanna frá Sinai í einstökum atriðum. BÚAST má við því að verð á olíu hækki um 5Vi—7V5» af hundraði um næstu áramót. Þessar upplýs- ingar komu fram í viðræðum fréttamanns Mbl. við fulltrúa á ráðstefnu þeirri, scm arabískir oli'uráðherrar halda nú í Ósló með norska olfuráðherranum og full- trúum iðnaðar á Norðurlöndun- um. Ákvörðunin um hækkunina verður að öllum líkindum tekin á fundi olíuframleiðsluríkja (OPEC) í desember. Bæði Ali Al-Khalisa Al-Sabah, olíuráðherra Kuwaits, og Bjart- mar Gjerde, olíuráðherra Noregs, lögðu á það ríka áherzlu að verð á olíu mætti ekki hækka það mikið, að verðhækkunin stefndi efnahag iðnríkja í hættu, eins og raunin varð árið 1973 þegar OPEC hækk- aði síðast olíuverð. Ljóst er að hagnaður olíufram- leiðsluríkja af olíu er nú ekki nema hluti af því sem hann var fyrst eftir hækkunina 1973, og kemur þar einkum til hækkun fram- leiðslukostnaðar og verðfall á Bandaríkjadollar. Al-Sabah sagði að verð á tunnu af olíu þyrfti að vera næstum 20 dollarar á dag til að hagnaðurinn af framleiðslunni væri í hlutfalli við það sem hann var fyrst eftir hækkunina 1973, en þá var verðið ! á tunnu ákveðið 12.70 dalir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.