Morgunblaðið - 29.09.1978, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.09.1978, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 Klausturhólauppboð í nýjum húsakynnum: Eftirmæli 18. aldar og handrit af L jós- víkingum í boði Strætisvagnar Reykjavíkur fluttu ( gær biðskýlið á Háaleitisbraut á móts við æfingastöð lamaðra og fatlaðra. Skýlið var flutt samkvæmt ábendingum fatlaðra, sem eiga nú hægar með að komast að biðstöðinni, sem er rétt við æfingarstöðina. Myndin er tekin í gær eftir að skýlið hafði verið flutt. — Ljósm.i Kristján. Bamastarf í Reykja- víkurprófastsdæmi Listmunauppboð borgarinnar hefjast n.k. laugardag, þegar Klausturhólar, fyrirtæki Guð- mundar Axelssonar, efna til 45. listmunauppboðs í nýjum húsa- kynnum að Laugavegi 71. Að venju skiptist uppboðsskráin eftir efnisflokkum og að þessu sinni eru flokkarnir Ýmis rit, Blöð og tfmarit, Saga lands og lýðs, Búnaðarmál, Rit erlendra og fslenzkra höfunda, Ljóð, Ferða- og landfræðirit, Þjóðleg fræði, Fornritaútgáfur og fræði- rit, Æviminningar, Ættfræði og æviskrár. Auk prentaðra bóka verða seld á uppboðinu tvö handrit. Stutt ágrip úr réttritabók íslendinga, saman- tekið 1762 og Úr ljóðmælum Gríms Thomsen og fleira, Skrifað á Grænagarði í nóv. 1902 af Magnúsi Hj. Magnússyni (Ljósvíkingnum). Af mjög gömlum og fágætum bókum á þessu uppboði má nefna Eftirmæli átjándu aldar Magnús- ar Stephensen, Leirárgörðum 1806, Atli eftir Björn Halldórsson, Kaupm.höfn 1834, Ævisaga Sigurlaug Rósinkranz syngur í Hafnarfirði FRÚ Sigurlaug Rósenkranz sópran- söngkona heldur tónleika ásamt Páli Kr. Pálssyni organleikara í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 30. september. Frú Sigurlaug syngur lög eftir Arna Thorsteinsson, Björgvin Guð- mundsson, Pál Isólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigurð Þórðarson, ennfremur aríur eftir Hándel, Mozart og Mendelson. Auk þess leikur Páll orgelverk eftir Bach og Reger. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson, Leirárgörðum 1800, Ættartal og ævisaga Finns Jóns- sonar, Kaupm.höfn, Kristnisaga ok þáttr af Isleifi biskupi, Kaupm.höfn 1773. Auk þess verða boðnar upp margar merkar og fágætar bækur og má þar nefna m.a. Afmælisrit til Ólafs Lárus- sonar, Rvík. 1950, Refskák auð- valdsins eftir Þórberg Þórðarson, Heilsufræði handa alþýðu, Rvík. 1901, Lækningabók Jóns Péturs- sonar, Kaupm.höfn 1834, Oldnordisk ordbog Eiríks Jóns- sonar, Kh. 1863, íslenzkt réttarfar útg. af Birni Gíslasyni í Rvík. 1938, Tilraun til daglegs fréttablaðs, Siglufirði 1924, Alþingisstaðurinn forni eftir Sigurð málara, Kh. 1878 með hinum fágæta uppdrætti af staðnum, Iðnsaga íslands I—II, Rvík. 1943, Tyrkjaránið á íslandi, Rvík. 1906—1909, bækur eftir Tove Kjarval Lille Madonna og Af stöv er du kommet, báðar prentaðar í Kaupmannahöfn. Fyrsta þýðing á bók Halldórs Laxness á erlend mál, Salka Valka, Kaupm.höfn 1934, fyrsta bók Jakobs 'Smára, Kaldavermsl, Rvík. 1920, útgáfa Jóns Helgasonar á Ljóðum Bjarna Thorarensen I—II, Kaupm.höfn 1935, ljóðasafn Gríms Thomsen I—II, Rvík. 1934, Barnaljóð Vig- fúsar Jónssonar, Kh. 1838, rit Þorvaldar Thoroddsen um Jarð- skjálfta á Suðurlandi og Die Geschichte der islándischen Vulkane, Landnámsbók Islands, Kh. 1925, Leifar fornra kristinna fræða Kh. 1878, Anecdoton histor- iam Sverreri regis Norvegiae, Kh. 1815, Krákumál, Kh. 1826, Sjálfs- ævisaga Björns Eysteinssonar, Ættir Síðupresta eftir sr. Björn Magnússon og margt fleira. Alls verða boðin upp 160 númer á þessu uppboði Klausturhóla. Bækurnar verða til sýnis hjá Klausturhólum, Laugavegi 71 í dag kl. 9—18 og á morgun laugardag kl. 9—12. Uppboðið fer fram á sama stað og hefst á morgun kl. 14.00. Með október færist starf safn- aðanna í prófastsdæminu yfir á vetraráætlunina. Þeir söfnuðir, sem færa til almennar messu- gjörðir, boða til guðsþjónustu kl. 2 síðdegis, og er þar um að ræða alla söfnuði borgarinnár að Dóm- kirkju og Hallgrímssöfnuðum undanskildum, en þar er aðal- messa hvers helgidags áfram kl. 11 f.h. Og nú hefst barnastarf safnað- anna með sérstökum barnasam- komum eða barnaguðsþjónustum árdegis á sunnudagsmorgnum. Er þar um góða hefð að ræða að kalla sérstaklega til barnanna eftir að skólar eru vel komnir af stað og eiga með þeim stund í kirkjum eða messustöðum safnaðanna. Er þar tilhögun hagað með sérstöku tilliti til þarfa og skilnings barnanna, mikil áherzla lögð á sögur og létta söngva og á stundum er dregið fram sýningar- tjald og myndir sýndar, stundum kvikmyndir en einnig myndræm- ur. Nánar er tilkynnt um barna- starfið í messutilkynningum safnaðanna í blöðum og útvarpi, en í flestum tilfellum verður um framhald fyrra starfs að ræða, með nokkrum breytingum þó, t.d. nýtir Árbæjarsöfnuður nú sitt góða safnaðarheimili fyrir barna- starfið og börnin í Seljahverfi eru boðuð til samkomuhalds í barna- skólanum. Þótt sérstaklega sé höfðað til barnanna, eru allir hjartanlega velkomnir og foreldr- ar barnanna og aðrir aðstandend- ur eru hinir mestu aufúsugestir. Haustfermingar eru fyrstu sunnudagana í október og er þeim flýtt með hliðsjón af því, að grunnskólar hefja starf sitt fyrr en áður var. Fermingarbörn næsta árs, börn fædd árið 1965, verða boðuð upp úr miðjum október. Dómprófastur. Innbrot í Botnsskála INNBROT var framið í Botnsskála í Hvalfirði í fyrrinótt. Var talið að þaðan hafi horfið 160 þúsund krónur í peningum. Tveir lögreglu- menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins fóru í gær upp í Hvalfjörð til þess að rannsaka málið. Viðkunnur prédikari í Grensás- kirkju VÆNTANLEGUR var til lands- ins f gærkvöldi frá Bretlandi, þekktur prédikari á Vesturlönd- um. Er það Harry Greenwood. Hann hefur verið mikið á prédik- unarferðalögum í Bandarfkjun- um, Kanada svo og f Evrópulönd- um, t.d. í Skandinavíulöndum. Hann hefur hér skamma viðdvöl að þessu sinni. Hann hefur ekki áður komið til íslands. En hér í Reykjavík verður hann gestur séra Halldórs S. Gröndals í Grensás- kirkju. Þar mun Harry Greenwood prédika á samkomu í kvöld kl. 8.30 og síðan aftur á samkomu annað kvöld, laugardagskvöld, kl. hálf- níu. Togveiðibanii- ið í Djúpál fellt úr gildi UNDANFARNAR tvær vikur hafa togveiðar verið bannaðar á svæði í Djúpál, þar sem þar reyndist vera mikið af smáfiski. Samkvæmt síðustu athugunum Hafrannsóknastofnunarinnar hefur orðið breyting á svæðinu og hefur því sjávarútvegsráðu- neytið ákveðið að bann þetta falli úr gildi frá og með 29. september 1978. ZUNS Kenndir verða Barnadansar Táningadansar Jazzdans Stepp Samkvæmisdansar Gömlu dansarnir Jitterbug-Rokk Síðasti innritunardagur Skírteinaafhending: Föstudaginn 29. sept. Mosfellssveit, Hlégaröi kl. 4—7. Hafnarfjöröur, lönaöarmannahúsinu kl. 4—7. Laugardaginn 30. sept. Ingólfskaffi kl. 1—4. Breiðholt húsi Kjöts og Fisks kl. 1—4. Akranesi Rein, kl. 1—4. Sérstakir tímar meö dönsunum úr kvikmyndinni Saturday Night Fever — Grease — Codd Shake it is Friday fyrir alla aldursflokka. Innritunarsímar: 84750 kl. 10—12 og 13—19 53158 kl. 14—18 66469 kl. 14—18. Verið velkomin 0<><> VIÐARÞIL JUR — PÍLÁRAR fyrirliggjandl í miklu úrvali. Mjög hagstætt verö. PÁLL Þ0RGEIRSS0N b C0 Ármúla 27 — Sími 34-000. Nýjar bifreióar Af sérstökum ástæöum eru eftirtaldar bifreiöar til sölu. Veröiö miöast viö eldri gengisskráningu. Ford Cortina 2000 S ‘77. Ford Fairmont Decor sjálfsk. vökvastýri 6 cyl. ‘78. Ford Pick-up 8 cyl. sjálfsk. vökvast. Ranger XLT o.fl. ‘78. Sýningarsalurinn SVEINN EGILSSON NF FORD-húsinu Skeifunni 17, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.