Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 7

Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 7 Ríkisstjórn kjarabóta- kjötsins Vísitala er eitt Þeirra fyrirbrigða, eem aðrir en sérfraeðingar skilja helzt ekki. Allur almenningur er farinn að taka henni með bolinmæði, veit að hún hefur margvísleg áhrif á hið daglega líf, hefur ýmist góð eða vond áhrif á efnahagsstöðu manna. Eitt er pað Þð í sam- bandi við vísitöluna, sem fólk skilur. Það er Það, að ef stjórnvöld taka að greiða hana niður, er Það til Þess að minnka al- mennan kauprnátt í land- inu. Annars yrði Það ekki gert. Það væri hrein fá- sinna. Þegar ríkisstjórn kjara- bótakjötsins ákvað að skerða kaupmátt launa með niðurgreiðslu vísi- tölunnar, var Hagstofunni falið að vinna eftir Þess- ari uppskrift: „Veröbótavísitala Þessi skal míðuð viö smásölu- verð á viðkomandi vöru eða vörum í ágústbyrjun 1978 að frádreginni peirri vörulækkun, er niður- greiðsluaukningin eða skattalækkunin veldur og Það eins Þótt vöruverð hafi hækkað af öðrum ástæðum síöan í ágúst- byrjun 1978“ Þaö lá fiskur undir steini Þessi uppskrift er eftir- tektarverð. i fyrsta lagi vekur athygli, að ekki skipti máli, hvernig verð- lag hafði próast í ágúst- mánuði. í öðru lagi fólu ráðstafanir ríkisstjórnar- innar í sér margvíslegar hækkanir á vöruverði, m.a. vegna gengisfelling- ar og 30% lúxusskatts á vörur eins og hljómplötur og salernispappír. Niður- felling söluskatts af inn- fluttum matvörum var kjarabót, að öðru óbreyttu. En pegar pað gerðist samtímis, að gengið var fellt og nýir skattar voru lagðir á almenning, fer dæmið að veröa flóknara. En pó virðist Ijóst, að hvað innfluttar matvörur snert- ir, var ekki um vörulækk- un að ræða, eftir að birgðir voru gengnar til Þurrðar. Hin varanlegu áhrif að pessu leyti voru Því lækkun kaupgjalds en ekki vöruverðs. Hið sama gildir um auknar niöurgreiðslur á kjötframleiðslu fyrra árs. Lambakjötið gekk fljótt til purrðar og peir, sem ekki birgðu sig upp, nutu verðlækkunarinnar mjög takmarkað. Enn skýrara er Þetta um nautakjötið. Inn í vísitöluna voru reiknaðar niðurgreiðslur á Því miðað við 1. ágúst, en birgðir af Því voru nánast engar í landinu. Almennt talaö áttu neyt- endur ekki kost á Því aö kaupa Það við hinu lága verði. Þar á Það Því vissulega við, að „neyt- endur hafi vitaskuld litla ánægju af Því, ef skráð er lágt verð á vöru, sem síðan er ekki fáanleg. Til Þess að vísitalan hafi einhverja meiningu, pá finnst mér að varan og Þjónustan, sem hún er reiknuð út frá, verði að vera fyrir hendi,“ svo að vitnað sé til ummæla Ólafs Björnssonar próf- essors. Það var af Þessum sökum, sem orðið „kjara- bótakjöt" varð landfleygt á samri stundu. Koppur ríkis- stjórnarinnar Vilmundur Gylfason á í erfiöleikum með sjálfan sig Þessa september- daga. Hann finnur, að hann hefur brugðizt peim fyrirheitum, sem hann gaf kjósendum sínum, með Því að sætta sig við Það að styðja ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, — ríkis- stjórn, sem stórhækkar skattaálögur í landinu m.a. með afturvirkum tekjuskattsauka; ríkis- stjórn, sem stóreykur niöurgreiðslur og útflutn- ingsuppbætur á landbún- aðarvörur; ríkisstjórn, sem ekki vill taka á verðbólguvandanum og hefur enga tilburði í Þá átt að skera á víxlhækk- un kaupgjalds og verð- lags. Ekkert af Þessu átti að ske, ef AlÞýðuflokkur- inn ætti aðild að ríkis- stjórn að kosningum loknum. Þess vegna skrifar Vil- mundur Gylfason nú: „Það er eðlilegt að meiri- hlutinn ráði. Þaö er eöli- legt, að Þegar ríkisstjórn er komin á koppinn, pá sé hún varin falli...“ Áður hefur Vilmundur Gylfason talað um, að ríkisstjórnin standi á efnahagslegum og sið- feröilegum sandi. DÓMKIRKJANi Prestsvígsla kl. 11 árd. — Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, vígir kandidatana Guðmund Örn Ragnarsson til Raufar- hafnarprestakalls og Þórstein Ragnarsson til Miklabæjar- prestakalls. Vígsluvottar: Sr. Gunnar Gíslason, prófastur, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Sigurður Guðmundsson og sr. Sigurður H. Guðmundsson. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson lýsir vígslu. Altarisþjónustu annast sr. Hjalti Guðmundsson Organ- isti Ólafur Finnsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL, Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 2 (ath. breyttan messutíma). Séra Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL, Guðsþjónusta kl. 2 e.h. að Norðurbrún 1. Minnst 15' ára afmælis safnaðarins. Fundur í safnaðarfélaginu að lokinni messu. Kaffisala til ágóða fyrir kirkjubygginguna, söngur og fleira á dagskrá. Séra Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL, Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa kl. 2 e.h. í Breiðholts- skóla. Almenn samkoma mið- vikudagskvöld kl. 8:30 að Selja- braut 54. Séra Lárus Halldórs- son. BÚSTAÐAKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Vin- samlegast athugið breyttan messutíma. Kirkjukaffi með kökum og hljómlist eftir messu. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL, Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11 árd./ Séra Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL, Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu að Keilufelii 1 kl. 2 síðd. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA, Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14 — altarisganga. Athugið breyttan messutíma. Organleikari Jón G. Þórarins- son. Séra Halldór S. Gröndal. IIÁTEIGSKIRKJA, Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2 Séra Arngrímur Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA. Messa kl. 11. Lesmessa n.k. þriðjudag kl. 10:30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Séra Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10 Séra Karl Sigurbjörnsson. LANGHOLTSPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10:30. Guðs- þjónusta kl. 2. Aðalfundur Bindindisráðs kristinna safnaða kl. 20:30. Séra Árelíus Níelsson. LAUGARNESKIRKJA, Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Auður Ásgeirs- dóttir, Staðarhól v/Dyngjuveg 9 og Friðrik Friðriksson, Bugðu- læk 3. Sóknarprestur. NESKIRKJA, Barnasamkoma kl. 10:30. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. KÓPAVOGSKIRKJA, Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Altarisganga. Fermd verður Ásta María Þórarins- dóttir, Skólagerði 36. Séra Árni Pálsson. Prestar halda hádegisfund í Norræna húsinu mánudaginn 2. október. FÍLADELFÍUKIRKJAN, Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 árd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Söngstjóri og organisti Árni Arinbjarnarson. Einar J. Gísla- son. GRUND, elli- og hjúkrunar- heimili, Messa kl. 10 árd. Séra LárUs Halldórsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs. Landakoti, Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR, Kaþólsk messa kl. 11 árd. FRÍKIRKJAN í Reykjavík, Messa kl. 2 síðd. Séra Kristján Róbertsson settur í embætti. — Organisti Sigurður ísólfsson. Safnaðarstjórn. SELTJARNARNESSÓKN. Barnaguðsþjónusta í félags- heimilinu kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórsson. KIRKJA Óháða safnaðarins, Næsta messa verður á Kirkju- degi safnaðarins, 15. október n.k. Safnaðarprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN, Helgunarsamkoma kl. 11 árd. — Fjölskyldusamkoma kl. 17. KIRKJA Jesú Krists af síðari daga heilögum (mormónar). Samkomur kl. 2 síðd og kl. 3 síðd. í Austurstræti 12. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ, Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA, Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Gunnþór Ingason. FRÍKIRJAN í Hafnarfirði, Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Safn- aðarprestur. NJARÐVÍKURPRESTAKALL, Fjölskylduguðsþjónusta í Stapa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli í Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 13.30. Séra Ólafur Oddur Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. GRINDAVlKURKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. IIVER AGERÐISKIRK J A, Barnamessa kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA, Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA, Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. ODDAKIRKJA, Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárusson. AKRANESKIRKJA, Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 6 síðd. Athugið breyttan messutíma. Séra Björn Jónsson. Innilegar þakkir til þeirra mörgu sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 19. september meö heillaóskum, blómum og öörum gjöfum. Guö blessi ykkur öll. Sigrún Ásgrímsdóttir, Borgafirdi-eystra. Hefurðu áhuga á kvikmyndagerð Stofnfundur Samtaka áhugamanna um kvik- myndagerö verður haldinn í dag í Tjarnarbíó kl. 14. Allir áhugamenn velkomnir. Undirbúningsnefndin. Iðnaður Iðnaðarhúsnæði Viljum leigja 460 fm iönaöarhúsnæöi Skeifunni. Húsnæöiö er laust. Tilboö óskast sent Mbl. merkt: „lönaöur - 1879“ fyrir 5. okt. STIMPi-AR-SLÍFAR-HRINGIR-LEGUR DISEL VÉLA VARA HLUTIR SCANIA VABIS LEYLAND MERCEDES BENZ FORD TRADER LAND-ROVER INTERNATIONAL CATERPILLAR AUSTIN GIPSY VOLVO OFL. HEPOLITE p GLACIER C Lauga- vegi 168, s.17560 -15347 IjamliQri Rúllupylsupressur Okkar vinsælu rúllupylsupressur úr áli komnar aftur. VERÐ KR. 2.100.- Sendum t póstkröfu um allt land

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.