Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 8

Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri: 45 milljónir á dag Rekstrarkostnaður sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu er í dag liðlega 45 m.kr. og er þá ótalinn kostnaður við elliheimilin Grund og D.A.S. svo og ýmis vistheimili, sem lauslega má áætla á ca. 5—6 m.kr. á dag. Er Þessu ffé vel variö? Hver á að ráöa ferðinni? Af hverju er ekki hægt aö nota rök Þegar rætt er um sjúkrahúsmál? Sérhæfing sjúkrahúsa. Er Þessu fé vel varið? Ekki hefur mikið heyrst um samvinnu eða samrekstur sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæð- inu 2—3 síðustu árin. Starfandi er a.m.k. ein nefnd er gera á tillögur um nánara samstarf eða samstjórn stóru húsanna, en lítið hefur orðið úr framkvæmd- um. í fyrirsögn þessarar greinar er nefnd upphæð, mjög há, sem fer til reksturs þessara stofnana og útibúa þeirra. Vafalaust erum við öll sammála um að þessi tala er ekki há ef við værum sannfærð um að fyrir hana fengist bezta hugsanlega nýting þessara sjúkrahúsa, sem vera mætti þar sem a.m.k. í mínum huga er enginn vafi um hæfni þeirra allra. Hver á að ráða ferðinni? Svo sem marg oft hefur verið kynnt af Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, telja sveitarfélög- in eðlilegt að ríkið taki í sínar hendur rekstur og byggingu sjúkrahúsa og að það verði ákvörðunarmál heilbrigðisráðu- neytis hverja þjónustu þau veita, svo sem til er ætlast í lögum. Uppbygging sjúkrastofnanna bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og raunar á öllu landinu hefur til skamms tíma verið og tilviljanakennd enda ráðuneyti heilbrigðismála til þess að gera nýstofnað. Engin skynsamleg rök mæla gegn samstjórn sjúkrahúsanna hér á höfuðborgarsvæðinu þar, sem ríkið greiðir nú þegar í raun um 92% kostnaðar. Sveitarfélögin eiga mikið ógert í heilsugæzlumálum og gætu einbeytt sér á því sviði. Mannlega hliðin Oft er sagt að mannlega hliðin geri þessa samvinnu eða sameiningu illmögulega. Það séu alltof margir sem hlut ættu að máli sem yrðu andvígir samstjórn, eða aukinni sam- vinnu. Ég þykist vita að þetta sé rétt, stjórnendur þessara spítala virðast hafa takmarkaðan áhuga á þessari samvinnu, en er hægt að láta þá ráða ferðinni, verða stjórnvöld ekki að taka á sig rögg og byrja nú að stjórna þessum dýrasta þætti ríkisút- gjalda. Það eitt að misjöfn launakjör og starfshættir gilda í sjúkra- húsum á svæðinu hefur leitt til margskonar óróa og togstreytu sem.erfitt er að komast hjá. Sérhæfing Betri nýting starfskrafta, meiri sérhæfing og án efa betri lækningaþjónusta er það sem af þessari samstjórn myndi leiða, en að því hljóta allir að stefna. A höfuðborgarsvæðinu eru sennilega um 800 „dýr rúm“ það er að segja legurými í aðal- sjúkrahúsum og allt að 600 önnur í útibúum þeirra. Þar við bætast 900—1000 rými í elli- og hjúkrunarheimilum, sem rekin eru af félögum eða sjálfseigna- stofnunum. Starf félaga og sjálfeigna- stofnana (Grundar) að elli- og líknarmálum er aðdáunarvert. Rekstur sjúkrahúsanna er allt annars eðlis, þau eru byggð upp og rekin af beinum framlögum ríkis og bæja og eiga því að stjórnast með það sjónarmið eitt í huga að fá sem mestan árangur fyrir það fé sem í þau er lagt. Valdimar Gíslason kaupmaður sjötugur Þótt ótrúlegt sé, eftir útliti mannsins að dæma, þá er Valdimar Gíslason sjötugur í dag. Svo léttur á fæti sem hann er og hýr á brún og brá, mætti halda að hann væri áratugum yngri. Það hæfir því ekki að skrifa um svo ungan dreng í ellimannatón. Valdimar er fæddur á Stokkseyri, en fluttist til Reykjavíkur árið 1921, eða í þann mund sem uppgangur kratanna var sem mestur. Og hugsjónaeldurinn logaði og kveikti í drengnum. Seinna kulnaði eldurinn og slokknaði hér um bil undir þykku öskulagi, af því að askan var ekki borin út úr éldstæðinu. En eldur í öskunni leynist, — og Valli segir að nú hafi hann bálað upp á ný og muni verma okkur öll, — jafnt búandkarl og kaupmann, sem verkamann og sjómann. Valdimar hefur lagt gjörva hönd á marga hluti um dagana. Hann er einn af elstu kjötsölum (kjötkaupmönnum) borgarinnar, og barðist á sínum tíma hart fyrir því að kjötinu væri kippt inn af torgunum, og það varð, þótt nú sé verið að bera vörur út á torgin á ný. Valdimar er kjötiðnaðarmaður og framleiddi bæjarins beztu spægi- pylsu um langt árabil. Hún var eldrauð í sárið og svo bragðgóð að af bar. Hvernig hann náði bragðinu er leyndarmál, sem hann lætur ekki fyrir peninga, því það er list að ná réttu bragði. Valdimar vann við kokkamennsku í hálfan annan áratug og kokkaði þá rjarnan fyrir kónga og önnur stórmenni. Margar voru veizlurnar í þá daga hjá Jóni á Brúsastöðum, á Þingvelli, — ekki síður en nú. Valdimar sat í fyrstu skólanefnd Matsveina- og veitingaþjónaskóla Islands, ásamt þeim Sigurði Gröndal og Tryggva Þorfinnssyni. Er kokkaríi lauk, fór Valdimar aftur í kaupmennskuna, en rak jafnframt um tíma Frystigeymsluna h.f. Nú rekur Valdimar umboðs- og heildverzlun að Gnoðarvogi 44, og verzlar með allar vörur fyrir kjötiðn- að og kjötverzlanir, enda fagmaður á því sviði. Kona Valdimars er Kristjana Þorsteinsdóttir frá Knútsborg á Seltjarnarnesi og giftu þau sig árið 1943. Þau hjón eiga þrjú börn saman: Valdimar, Magneu og Þórkötlu, en Ólaf Þ. Jónsson átti Kristjana, er þau Valdimar giftu sig, og er hann því stjúpsonur hans. Þau hjón búa að Stangarholti 24, og hefur Kristjana búið fjölskyldu sinni þar myndarlegt heimili. Valdimar Gíslason er félagslyndur maður og hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagsstarfi innan vébanda Kaupmannasamtaka ís- lands og m.a. setið yfir tuttugu ár í stjórn Félags kjötverzlana. Hann var sæmdur gullmerki samtakanna fyrir störf sín í þeirra þágu. Ég óska Valdimar og fjölskyldu hans til hamingju á þessum merku tímamótum í lífi hans og vona að ég eigi eftir að heyra marga brandara enn, sagða af honum og sviðsetta. Lifðu heill. Jón I. Bjarnason. 16180 Opið í dag kl. 2—5 Hraunbær Góö 3ja herb. endaíbúö á 3. hæö í blokk. Haöarstígur Forskalaö timburhús 2x70 ferm. Hverfisgata 100 fm. risíbúö, lítiö undir súð. Krummahólar 160 fm. toppíbúð. Kleppsvegur 105 ferm. góð íbúð og herb. í risi meö sér snyrtingu. Langholtsvegur 4ra herb. ódýr íbúð ca. 80 ferm. Lindargata Einstaklingsíbúö. Norðurbraut Hf. 3ja herb. risíbúö. Njaröargata Hæð og ris ásamt bílskúr. Sogavegur 2ja herb. jaröhæö. Kópavogur lönaðarhúsnæði. Kópavogur Einbýlishús. Seljendur: Óskum eftir öllum teg. eigna á skrá. Vinsamlegast hafiö samband við okkur sem fyrst. SKÚLATÚN sf. Fasteigna- og skipasala Skúlatúni 6, 3. hæð Sölumenn Esther Jónsdóttir og Guðmundur Þórðarson, kvöld- og helgarsimi 35130. Róbert Árni Hreiöarsson, lögfræðingur. ^mmmm^mmmmmm^ Leirubakki 3ja herb. mjög góö íbúö á 3ju hæö, efstu. Sér þvottahús og búr inn af eldhúsi. Gluggi á baöi. Útsýni. íbúöarherbergi fylgir í kjallara, auk sérgeymslu. íbúöin er iaus strax. Verö 14,5 millj. Útb. um 10,0 millj. íbúöin er í einkasölu hjá: Kiöreignr Armúia 21, r. D.n V.S. Vfflum 85988 • 85009 lögfræóingur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.