Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 12

Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 Samtal fulloröinna og barna Frá alda öðli höfum við fylgt börnum okkar eftir fyrstu árin, leyft þeim að vera með okkur, deilt með þeim hlutskipti okkar og tekið sameiginlegan þátt með þeim í baráttu lífsins. Við ölum börnin okkar upp bæði meðvitað og ómeðvitað, og í flest.:m tilvikum tekst það ágætlega. Þó hefur það verið svo, að á ýmsum tímum hafa mismunandi erfið- leikar og vandi mætt fóiki við ólíkar aðstæður og kringum- stæður. Einstaklingar og þjóð- félög eru ólík, menning, siðir og reglur eru mismunandi hjá ólík- um þjóðum, og menn leysa vanda sinn á mismunandi hátt. Flestir eru sammála um, að við breyttar þjóðfélagsaðstæður síðari tíma, með tæknivæðingu, auknum kröfum á flestum sviðum, mikilli streitu og kapp- hlaupi eftir ýmsum gæðum lífsins hafi vandi foreldra við uppeldi barnanna vaxið nokkuð, og heyrst hefur jafnvel, að ungt fólk spyrji í alvöru: „Er nokkurt vit í að fæða börn inn í þennan vonda heim. þegar við höfum öll ráð til þess að takmarka barn- eignir eftir eigin hugviti og þekkingu?” Auðvitað er óþarfi að gera vandamál úr öllu; Það er víst nógu margt á okkar tímum, sem kallað er vandamál. En því neita þó fáir að ekki sé gott að ræða málin, velta þeim fyrir sér frá ýmsum hliðum, skiptast á skoðunum og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Ekki er nokkur vafi á því, að fjöldamargir foreldrar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu, eftir margra ára vinnu í leik og starfi með börnum, sem þeir gætu miðlað af til yngri kynslóðarinnar. Og sjálfsagt yrðu margir fegnir að heyra eitthvað frá þeim, sem hafa e.t.v. lent í sama eða svipuðum vanda og þeir sjálfir á ýmsum sviðum. Höfum viö tíma til þess að tala við börnin okkar? Margir halda því fram, að samskipti og samhjálp manna sé nú minni en áður tíðkaðist. Hér áður fyrr hittust menn og höfðu gjarna tíma til þess að setjast niður langa stund eða fara í gönguferðir og ræða saman gang lífsins og tilverunnar, taka upp léttara hjal yfir kaffibolla eða ræða alvöru lífsins og skiptast á skoðunum og reynslu. Eg minntist á það í fyrsta þætti, að margir héidu því fram, að fólk væri nú að mestu hætt að heimsækja hvert annað, nema því Er fólk hættað tala saman? væri boðið hátíðlega. Fólk er hrætt við að trufla, hrætt við að koma á óhentugum tíma, hrætt við, að húsfreyjan „fái of háan blóðþrýsting“ ef einhverjir skyldu koma að óvörum og „engar kökur til“! Nú eða þá að foreldrar eru þreyttir eftir langan vinnu- dag, vinna e.t,v. bæði úti fullan dag eða rúmlega það, börnin í gæslu á daginn og margt á eftir að gera, þegar heim er komið. Allt hefur verið „á fullu" eins og sagt er, frá morgni til kvölds — og þá er e.t.v. ekki nema von, að fólk hugsi sig tvisvar sinnum um, hvort það eigi að heimsækja þreytt og uppgefið fólk! í beinu framhaldi af þessum vangaveltum væri því eðlilegt að spyrja: Hvenær ræðum við við börnin okkar? Hvenær fá þau það málfarslega uppeldi, sem þau þarfnast svo mjög og hver veitir þeim það? Það er ekki sama, hvernig það er gert, og það er heldur ekki sama hver gerir það eða undir hvaða kringumstæðum það er gert. Sjálfsagt þekkjum við flest þessar setningar frá eigin reynslu: „Æ, þegiðu nú, greyið mitt. Ég vil fá frið!“ eða „Hættu nú þessum eilífu spurningum alltaf hreint, ég er að verða vitlaus á þessu!“ eða „Elsku, besti farðu nú út að leika þér, ég þoli þetta ekki lengur!" Það er oft erfitt fyrir börn á unga aldri að skilja slík viðbrögð. Þau vilja fá svör við spurningum sínum og útskýringar á erfiðu máli. Þau vilja og þarfnast návistar okkar, og mest læra þau af foreldrum sinum og sínum nánustu. í tryggu og hlýju umhverfi heimilisins, þar sem þau gjörþekkja alla hluti og allt fólkið. Umhyggja fyrir fóstrinu Þegar fóstrið er aðeins 2—3ja mánaða þroskast taihæfileikar þei^ra í heilanum, og þegar fóstrið hefur náð 5—6 mánaða þroska, eru heyrnarlíffærin að mestu fullþroskuð. I níunda mánuði getur móðirin stundum tekið eftir því, að barnið, sparkar eða spriklar í maga hennar, ef það heyrir skyndilega há’hljóð og hvell. Hæfileiki heilans til þess að tileinka sér mál það sem getur gert barninu kleift að tala, er eins og eiginleiki tölvu tii þess að tileinka sér upplýsingar, meðhöndla þær, vinna úr þeim og skila þeim síðan unnum til baka. Lengi héldu menn, að börnin lærðu aðeins að tala með því að herma eftir því, sem fyrir þeim var haft. En nú vita menn, að börnin vinna úr öllu því, sem þau heyra, og síðan tala þau. Smám saman byggja þau upp sína eigin „mál-stöð“, sem sífellt vex og stækkar eftir því, sem þau fá meira efni til þess að vinna úr. Og allir þeir, sem umgangast börn og ræða við þau, eru með í því að leggja þeim til efni, og bera þannig ábyrgð á málfarslegum þroska þeirra. Barnið verður þó fyrir mestum áhrifum á heimili sínu. Þar eru einhverjir, sem þykir vænt um það og sem því þykir vænt um — og það er óhætt að fullyrða, að kærleikur á mikinn þátt í að vel gangi. Barnið lærir ekki að tala, ef enginn er til staðar, sem gefur sig að því, lætur sér þykja vænt um það, sýnir því umhyggju og alúð. Ungbarn getur setið tímun- um saman fyrir framan útvarp eða sjónvarp og hlustað á góða ísiensku og skemmtilegar um- ræður — en það getur aldrei lært að tala, ef það hefði aðeins hlut fyrir framan sig eða kassa og enga mannlega veru, sem talar við það og tekur það að oér. Málið er tæki, sem við notum meðal annars til þess að komast í samband og snertingu við aðra, tilfinningalegt samband, sem getur veitt okkur öryggi og hlýju, sem gerir okkur færari að lifa lífinu, sem oft getur verið flókið og erfitt á margan hátt. í ysi og erii hversdagslífsins megum við því ekki gleyma því að umhyggja og kærleikur veitir barninu meira öryggi og hjálpar því einnig t. þ. a. þroskast bæði málfarslega og tilfinningalega. Máliö er sérstætt Málið skilur okkur frá öllum öðrum lifandi verum t.d. Tungu- málið er algjörlega sérstætt innan sköpunarverks náttúrunn- ar. Býflugur, höfrungar, einstaka fuglategundir og fleiri dýr hafa einhvers konar mál, eða merkja- mál öllu heldur, til þess að komast í samband hvert við annað eða getað „talað“ hvert við annað, en þau geta aldrei náð þeim stórkostlega árangri, sem við getum náð með okkar máli og orðum. En hvenær byrja börn að tala? Hvenær myndast fyrstu orð og hugsanir hjá börnum? Skilja vöggubörn það, sem við segjum eða skynja eins árs börn það, sem við lesum fyrir þau t.d.? Ætti fólk að tala meira barna- mál við börn eða ættu foreldrar að sleppa öllu barnamáli í samskiptum sínum við börnin sín? Otal spurningum er enn ósvar- að og vitanlega ógerlegt að gera það í stuttu máli. Annað er líka víst, að sumum spurningum verður aldrei svarað og mörgum spurningum verður unnt að svara á ýmsa vegu. Einstaklingarnir eru mismunandi. það sem á við einn. á ekki við annan. Og aldrei verður unnt að gcfa neina einfalda lausn eða töfraformúlu fyrir uppeldi og umgengni okkar — fyrir tjáskiptum og samskiptum okkar á milli. En í þáttum þessum verður hins vegar reynt að koma inn á hin ýmsu mál, sem alltof sjaldan eru rædd, og reynum við áframhaldandi að ræða um, hversu mikilvægt það er að foreldrar og fullorðnir ræði við börnin sín, gefi þeim góðan tíma og sýni þeim skilning, veiti þeim umhyggju og alúð, einnig með orðum sínum og tali. Þ.G. Þórir S. Guðbergsson félagsráð- gjafi mun á næstunni skrifa nokkrar greinar f Morgun- blaðið, sem allar munu bera fyrirsögninai Foreldrar — börn — samfélag. Munu greinarnar fjalla um mál, sem ætíð eru ofarlega á baugi í samskiptum fólks eins og almennan þroska barna, heimili og skóla og félagsleg vandamál. Fyrsta grein Þóris birtist síðasta laugardag en fjórar fyrstu greinarnar munu fjalla um „mál og þroska“ eins og fyrirsagnirnar bera með sér. Iðnaðar- ráðherra skipar samstarfs- nefnd um iðnþróun HJÖRLEIFUR Guttormsson iðnaðarráðherra hefur skipað samstarfsnefnd um iðnþróun á íslandi og er henni ætlað að vera ráðgefandi um mótun heildar- stefnu í iðnaðarmálum og athuga tillögur til eflingar fslenzkum iðnaði. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði iðnaðarráðherra að hlutverk nefndarinnar ætti að verai 1. Að vera iðnaðarráðherra til raðgjafar um mótun heildarstefnu í iðnaðarmálum og leggja fyrir tillögur um það efni. 2. Að efla samstarf hinna ýmsu aðila iðnaðarins um að fram- kvæma þær aðgerðir sem sam- staða næst um innan nefndarinnar og á vettvangi ríkisstjórnar og Alþingis. 3. Að gera tillögur til iðnaðar- ráðherra um ráðstöfun jöfnunar- gjalds af iðnaðarvörum skv. lögum nr. 83 1978 vegna ársins 1979 og svo sem síðar kann að verða ákveðið í þágu iðnþróunaraðgerða í samræmi við mótaða stefnu. Jafnframt er nefndinni ætlað að taka til athugunar tillögur þær sem fram hafa komið um aðgerðir til eflingar íslenzkum iðnaði og móta úr þeim heildstæða tillögu um stefnumótun í iðnaðarmálum sem ríkisstjórnin geti lagt fyrir Alþingi svo sem samstáða næst um. í nefndinni eiga sæti: Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, formaður. Bjarni Einars- son, framkvæmdastjóri Byggða- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins. Bragi Hannesson, stjórnarformaður Iðntækni- stofnunar íslands. Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks. Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS. Pétur Sæmundsen, stjórnarformaður Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Sigurður Magnússon, stjórnarfor- maður Framleiðslusamvinnufélgs iðnaðarmanna. Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands iðnaðarmanna. Ritari nefndarinnar er Jafet S. ÓlafsSon, fulltrúi í iðnaðarráðu- neytinu. Leiðrétting í GREIN Marínós L. Stefánssonar á bls. 12 í Mbl. í gær slæddist meinleg villa neðarlega í 1. dálki. Þar stóð: „Hann getur tekið mikinn þátt í...“ en á auðvitað að standa „Hann hefur tekið mikinn þátt í...“ Þetta leiðréttist hér með og er hlutaðeigandi beiðinn vel- virðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.