Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
Myndir úr lífi Jóhannesar Páls frá því hann var ungur drengur með fjölskyldu sinni, tekur við biskupsútnefningu af Jóhannesi 23 og í hópi vina í
Canale d‘Agorodo
Að Jóhannesi Páli látnum
A þeim örfáu vikum sem
Jóhannes Páll I sat á páfastóli
vann hann hug og hjörtu
miiljóna með elskuríkri og
alþýðlegri framkomu sinni.
Ilann virtist skiija breytta
stöðu páfadóms og margir
va*ntu þess að hann myndi
viturlega og yfirvegað stýra
breyttri stefnu. Rómversk-ka-
þólska kirkjan þarf að flestra
dómi mjög á sliku að haida ef
hún á ekki að datra uppi. I>að
vita þeir ok skilja sem eru í
innsta hring Páfagarðs.
Þótt Jóhannes Páll I gegndi
páfastarfinu skamma stund
mun hans án efa verða minnzt
— þó ekki nema fyrir þær
vonir. sem hann vakti með
mönnum vítt um veröld. Simon
Peres. ieiðtogi Verkamanna-
flokks Israels. komst áreiðan-
lega nálægt þvf að túlka
afstöðu margra er hann sagði í
gær> „llann átti bros. von og
velvilja." og hann bætti við að
andlegur leiðtogi milljóna
hefði hann verið frjálslyndur
og boðberi friðar og víðsýnis.
Þegar páfakjöri var lokið í sl.
mánuði eftir einna stytztan
tíma sem slíkt hefur tekið var
ekki frá því sagt hvernig það
hefði borið að, að gersamlega
óþekktur maður var skyndilega
orðinn páfi og allir þeir ótal-
mörgu sem heimspressan hafði
verið að gera úttekt á í nokkrar
vikur sátu á sínum fyrri stað.
Kardinálarnir hafa aldrei við
páfakjör látið uppskátt um
hvernig þeir fara að því að
kjósa. Þeir segja brosmildir og
föðurlegir að Heilagur andi hafi
blásið þeim því í brjóst. Hafi
Heilagur andi verið í spilinu er
auðsætt að val hans hefur
sjaldan verið óvenjulegra; ekki
valdi hann prins, ekki diplómat,
ekki embættismann í Páfagarði.
Kjörinn var réttur og sléttur
ítalskur prestur í samtíð þegar
ske.vtingarleysi og afskiptaleysi
er erkióvinur trúarinnar og
innan sjónmáls gæti verið aðild
kommúnista að ríkisstjórn á
Italíu.
Albino Luciano fæddist í
Canale d’Agordo í Dólómítaölp-
unum 17. október árið 1912.
Albino Luciano var verka-
mannssonur. Faðir hans var oft
að heiman og vann langdvölum í
Sviss. Fjölskyldan bjó við kröpp
kjör og átti á stundum varla í
sig hvað þá á. Síðar komst faðir
hans þó í fasta vinnu í glerverk-
smiðju í Feneyjum og þóttist
fjölskyldan sem sat um kyrrt í
fjallaþorpinu hafa himinn hönd-
um tekið, en hún var að vísu
fátæk en virt og metin í þorpinu
fyrir d,ugnað og guðrækni. *
Drengurinn Albino. Luciano
virðist þegar í bernsku hafa
ákveðið að gerast prestur og
barn fór hann að nema ffæðin.
Svo var og háttað að nám sem
miðaði að prestsskap var ókeyp-
is og það kann einnig að hafa
ráðið nokkru um að drengurinn
ungi var látinn ganga þá braut.
Köllun og starf prests, ekki hvað
sízt hins kaþólska, er ólíkt
annarri menntun og síðan
starfi: átökin eru háð innra með
einstaklingnum, þar vinnast
einnig sigrarnir ef einhverjir
eru og þar bíða menn einnig
ósigra.
Albino Luciano virtist frá
fyrstu tíð hafa sanna nautn af
fræðunum, en gleði hans og
barnsleikir voru þó hinir sömu
og annarra barna í þorpinu.
Hann spilaði fótbolta með jafn-
öldrum sínum, gætti kinda í
fjöllunum, tók þátt í daglegri
önn og alltaf var hann léttur í
lund og góðviljaður hverjum
þeim sem hann umgekkst. Hann
var vígður til prests tuttugu og
þriggja ára gamall. Hann varð
aðstoðarprestur á heimaslóðum
sínum næstu ár og gat sér ekki
ðsvipaðan orðstír og söguhetjan
Don Camillo.
Síðan afiaði hann sér fram-
haldsmenntunar í Rómaborg,
lagði fyrir sig kennslu og
skrifaði bók. Hann varð biskup
1958 en 1969 var hann skipaður
patriarki Feneyja. Meðan hann
var biskup átti hann ágætt
samstarf við kommúnista í
brauði sínu en eftir að hann
settist að í Feneyjum tók hann
eindregnari afstöðu til komm-
únista og fullyrti að kommún-
ismi og kristin trú væru ósætt-
anlegir pólar og hann var ekki
að klípa utan af andúð sinni,
enda hafði hann enga diplómat-
íska reynslu sem margir starfs-
menn Páfagarðs ávinna sér.
Hann ávann sér vinsældir meðal
annars vegna starfa sinna í
þágu fátækra og snauðra og
umhyggju fyrir velferð þeirra
sem minni máttar voru og hann
var óþreytandi að setja fram
kröfur um bættan og jafnari
hag þegnanna. Sjálfur var hann
fyrirmynd í fábrotnu og til-
haldslausu lífi sínu og einlæg
trú hans og hjartahlýja varð til
að styrkja traust sóknarbarn-
anna á honum.
Patriarki í Feneyjum situr í
embætti sem er hið síðasta frá
gullöld Rómverja. Hann átti sér
fegurri kirkju en flestir aðrir.
Hvert sem hann leit blasti við
Frá innsetningarathöfninni
forn dýrð Feneyja — og hnign-
un. Patriarkar Feneyja höfðu
fyrir sið að koma í prósessíu
gondóla eftir Stðrál. Meira að
segja Jóhannes 23. hélt þessum
sið. Luciano kaus að fara
fótgangandi um stræti Feneyja.
.Hann boðaði einnig ýmsar
breytingar þegar hann varð páfi
sem allar hnigu í eina átt: að
draga úr ytra íburði páfaemb-
ættisins. Sumt af því mældist
þannig fyrir að hann varð aö
láta undan síga: hann neitaði að
láta bera sig á burðarstóli. Þetta
þótti þó mörgum of langt gengið
og nokkrum sinnum lét hann
bera sig í burðarstólnum og
dróst loks á að setjast í
hásætisstól páfans.
Umfram allt var honum
áhugamál og hugsjón að dregið
yrði úr umbúðum og ytra
skrauti og meira lagt upp úr
innihaldi og innra starfi. Hann
þótti af mörgum frjálslyndur á
mælikvarða kardinála. Um
hjónabandið sagði hann eitt
sinn: „Ég lít svo á að kærleikur í
hjónabandi sé mikil gjöf mann-
eskju til annarrar. Svo náin og
gjöfug, svo trú og hjartanleg að
alls verður að krefjast þegar
fram er boðin slík gjöf. Að
viðhalda kærleikanum, 'rækta
hann og gefa takmarkalaust af
sjálfum sér, það verður einna
næst komizt guðdómnum. Skiln-
aður er sem sverð Demoklesar.
Skapar óvissu, kvíða og tor-
tryggni."
I ævisögu hans kom fram að
hann væri fúsari að fyrirgefa
holdsins syndir en andans.
Hann taldi ábyrgð þeirra mikla
sem fengjust við að skrifa fyrir
almenning, og gat ekki nógsam-
lega lagt á það áherzlu hversu
vanda bæri til vals á slíku fólki.
Um guðfræðinga skrifaði
hann 1974:
„Guðfræðingar geta ýkt nyt-
semi frelsis ef þeir gleyma að
guðfræðin eru heilög vísindi. Ef
þeir meðhöndla guðfræðina eins
og hver önnur vísindi er voði vís.
Ef þeir sækjast eftir persónu-
legri dýrð sér til handa, ef þeir
axla ekki með fögnuði þunga
ábyrgðar sinnar."
Til alls góðs var Jóhannes Páll
I líklegur. Fólki þótti léttir í því
að á páfastól settist maður með
hans yfirbragð og afstöðu eftir
alla alvöruna og hátíðleikann
sem einkenndi tíð Páls páfa.
Hann var talinn líklegur til að
draga úr einangrun páfa, og
hleypa nýju blóði um kaþólsku
kirkjuna. Það hefðu verið mikil
tíðindi og þóknanleg guði hans.
/ /
Hvorki var hann prins né diplómat heldur
réttur og sléttur ítalskur prestur
i