Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
Annmarkar, árangur
og þegnleg skylda
jóðmál og stjórnmál eru samheiti allra þeirra þátta
mannlegs samfélags, sem spanna velferð einstaklinga frá
vöggu til grafar og hagsmuni þjóðar í bráð og lengd. Ævikjör
fólks, hvort heldur sem þau lúta að menntun, efnahagslegri
afkomu, félagslegu öryggi eða svigrúmi til sjálfsákvörðunar
einstaklinga, mótast í meginefnum af skipan og framkvæmd
þjóðmála. Það skýtur því meir en lítið skökku við, þegar talað er
um stjórnmálaleiða og pólitíska andúð almennings í dag. Þegar
þann veg er komið í þjóðfélagi þingræðis og lýðræðis, þá er
vissulega tími til að staldra við og huga að orsökum.
Guðmundur H. Garðarsson, formaður í fjölmennasta
launþegafélagi landsins, orðaði þetta svo í ræðu nýverið: „Því
miður er of mikið til í þessum skoðunum almennings á
íslenzkum stjórnmálamönnum og stjórnmálalífi. A sama tíma
sem nútíma orðhákar og framagosar ryðja sér braut í
valdakerfi þjóðarinnar með oft á tíðum vafasömum aðferðum,
heyrir maður menn í ábyrgðarstöðum atvinnulífsins segja, að
það sé að verða algerlega vonlaust að standa í ábyrgð fyrir
atvinnurekstri á íslandi. Allt sé gert til að torvelda eðlilega
atvinnustarfsemi. Og það versta sé, _að ýmsir, sem hafi greiðan
aðgang að fjölmiðlum, geri lítið úr hinum fjölþættu
vandamálum atvinnuveganna og telji -fólki trú um einfaldar
lausnir í þeim efnum. Skrifborðslausnir, sem fái ekki staðizt
þegar á hólminn kemur."
Guðmundur H. Garðarsson varar við því að trúnaður milli
fólks og forystu í þjóðfélaginu sé í hættu. Orð og efndir í
íslenzkum stjórnmálum stangist oft á. Gildi lýðræðis og
kosningaréttar hvíli á því, að fólk geti treyst valkostum flokka
og frambjóðenda. í stuttu máli sagt viti fyrirfram hvað það kýs,
hvers konar samfélag það velur með atkvæðum sínum á
kjördegi. Enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur er laus við
misvægi orða og efnda, þótt verulegur munur sé á flokkslegu
siðferði í landinu.
Höfundur telur, að á sl. sumri hafi íslendingar upplifað
einhverjar mestu stjórnmálablekkingar í sögu sinni. I
bráðabirgðalögum núverandi ríkisstjórnar hafi Alþýðuflokkur-
inn gengið á bak orða sinna í öllum helztu stefnuskráratriðum
sínum fyrir kosningar. Guðmundur minnir á fyrirheitin um
kjarasátt, afnám tekjuskatts á almenn laun, gjörbreytta
efnahagsstefnu og að treysta rekstrargrunn helztu atvinnuvega
okkar. Það er eftirtektarvert, að þessar staðhæfingar hafa
kallað fram á ritvöll Alþýðublaðsins ýmsa hina yngri þingmenn
flokksins, m.a. Árna Gunnarsson og Vilmund Gylfason, í þeim
tilgangi að því er virðist, að sýna almenningi fram á einhvers
konar sérstöðu þeirra gagnvart efnahagsstefnu ríkisstjórnar,
sem þeir hljóta að bera ábyrgð á, meðan þeir styðja hana með
atkvæði sínu á Alþingi.
Guðmundur H. Garðarsson leggur áherzlu á það, að efla þurfi
trúnaðartraust milli þjóðfélagsþegnanna og þeirra, sem veljast
til pólitískrar forystu í landinu. Stjórnmálamenn megi gjarnan
segja minna en standa þeim mun betur við orð sín. Spurning sé
og, hvort atvinnuvegir þjóðarinnar rísi undir vaxandi
ríkisbákni, sem taki nú þegar um 60% af þjóðartekjunum til
sín. Afnema beri tekjuöflun til ríkissjóðs í formi beinna skatta
og efla framleiðslustarfsemi í landinu með örvandi aðgerðum í
skatta-, peninga- og fjármálum. Afrakstursgeta atvinnuveg-
anna hljóti að setja því takmörk, hvað ríkisbúskapurinn getur
tekið til sín hverju sinni. Marka verði heilbrigða launastefnu,
sem hvíli á staðreyndum þjóðarbúskaparins, afrakstri
atvinnuvega og eðlilegri skiptingu hans. Styrkja þurfi stöðu
Alþingis, m.a. með jafnari kosningarétti. Og síðast en ekki sízt
þurfi að sporna gegn áróðri, sem veiki trú manna á möguleikum
til farsællar búsetu í landi okkar.
í framhaldi af þeim annmörkum og ábendingum, sem hér eru
dregin fram í dagsljósið, verður að minna á þrjú meginatriði, er
ekki mega gleymast: 1) Á hálfri öld höfum við sem þjóð stigið
fram úr fátækt einhæfs bændasamfélags yfir í tæknivætt
velferðarþjóðfélag, þar sem atvinnu- og afkomuöryggi fólks,
félagslegt réttlæti og persónulegt frelsi hefur þróazt til þess
bezta, er þekkist með þjóðum heims. 2) Við erum, hvað
þjóðskipulag varðar, í samleið með öðrum vestrænum og
borgaralegum þjóðfélögum, sem eru áratugum á undan
sósíölskum þjóðfélögum um almenn lífskjör og persónuleg
þegnréttindi einstaklinganna. 3) Það sem e.t.v. skiptir mestu
máli, að borgaralegt þjóðfélag býr yfir hæfileikum til að þróast
frá annmörkum sínum til meiri fullkomnunar, á heilbrigðan og
friðsaman hátt, fyrir meirihlutaáhrif almennings, m.a. í
frjálsum og leynilegum kosningum.
Það er þegnleg skylda okkar að standa trúan vörð um hið
borgaralega þjóðskipulag, þingræði og lýðræði. Þegnréttindi
hafa glatast í þjóðfélögum, sem töldu sig standa traustum
’ótum í lýðræðislegri hefð. Og þessi varðstaða er hálfu
aauðsynlegri þegar sá stjórnmálaflokkur á aðild að íslenzkri
. íkisstjórn, sem vill borgaralegt þjóðfélag feigt.
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson.
Rítstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guómundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Birgir
ísl. Gunnarsson:
Undanfarnar vikur
hafa verið sýndar og
teknar í notkun ýmsar
stofnanir í borginni,
sem byggðar hafa verið
fyrir frumkvæði Sjálf-
stæðismanna í borgar-
stjórn. í þessari viku var
blaðamönnum og öðrum
gestum sýndar þrjár
stofnanir, sem byggðar
hafa verið eða eru í
byggingu í þágu
aldraðra Reykvíkinga.
Tvær stofnanir voru
fullbúnar, þ.e. 74 íbúða
hús við Furugerði ásamt
aðstöðu til þjónustu og
tómstundastarfa fyrir
lausn á vandamálum
þess fólks. Fólkið gæti
þá losað sig við sínar
gömlu íbúðir og fengið
nýjar í staðinn, þar sem
ýmis konar sameiginleg
þjónusta væri á boðstól-
um. Það aldraða fólk,
sem þannig er ástatt
fyrir, hefur hingað til
átt í erfiðleikum með að
brúa bilið frá því það
hefur þurft að selja
sínar gömlu íbúðir og
þar til hin nýja hefur
verið tilbúin. Vegna
annarra verkefna á
þessu sviði hefur borgin
ekki treyst sér til að
fjármagna slíkar fram-
kvæmdir, en hér þyrftu
lánastofnanir, t.d. hús-
næðismálastjórn til að
koma.
Byggingar
fyrir aldraða
aldraða, en í það hús var
flutt á þessu sumri. Hitt
húsið er 30 íbúða hús við
Lönguhlíð ásamt mikilli
sameiginlegri aðstöðu,
sem möguleiki er á að
nýta að verulegu leyti
fyrir aldraða, sem búa
utan hússins. í það hús
verður flutt nú næstu
daga. Þriðja stofnunin,
sem var sýnd, er heimili
við Dalbraut. Þar verða
46 einstaklingsíbúðir í
aðalhúsi og 18 hjóna-
íbúðir í 3 smærri húsum
á lóðinni. Þar er og
aðstaða til margvíslegr-
ar þjónustu fyrir aldrað
fólk.
Af þessu tilefni er rétt
að rifja nokkuð upp
forsögu þessara fram-
kvæmda. í september
1973 flutti Albert Guð-
mundsson tillögu í
borgarráði þess efnis, að
ákveðnum hluta af
heildarútsvörum í
Reykjavík skyldi varið
til bygginga í þágu
aldraðra. Tillagan var
samþykkt í borgarstjórn
og hlutfallstalan af út-
svörum var ákveðin
7V2% og hefur svo verið
síðan.
Til að kveða nánar á
um framkvæmdir var
skipuð nefnd til að gera
tillögur um nauðsynleg-
ar aðgerðir og skilaði
hún „áætlun um bygg-
ingarframkvæmdir fyrir
eldri borgara", sem sam-
þykkt var í meginatrið-
um í borgarstjórn vorið
1974. Sú áætlun hefur
síðan verið grundvöllur
framkvæmda að því
undanteknu að tillaga
nefndarinnar um að til-
búnu hjúkrunarheimili
frá Danmörku yrði kom-
ið fyrir á lóð Borgar-
spítala, náði ekki fram
að ganga.
Nefndin skipti verk-
efninu í fjóra megin-
flokka: 1) Hjálp í heima-
húsum, svo að allir gætu
dvalizt þar sem lengst.
2) Byggingu íbúða fyrir
aldraða. 3) Byggingu
vistheimila og 4) Bygg-
ingu hjúkrunarheimila.
Nefndin taldi að 1. liður-
inn' tilheyrði félags-
málaráði, en hinir þrír
ættu að vera verkefni
nefndarinnar. Fram-
kvæmdirnar við Furu-
gerði og Lönguhlíð
flokkast undir íbúðir, en
með framkvæmdunum
við Dalbraut er miðað
við vistheimili.
Enginn vafi er á því
að borgin þarf áfram að
byggja íbúðir og vist-
heimili fyrir aldrað fólk.
Eftirspurnin eftir þeim
íbúðum, sem teknar
voru í notkun nú í
sumar, sýnir það best.
Þá kom það og glöggt
fram, þegar fjallað var
um umsóknirnar, að
margt aldrað fólk býr
við afar lélegar að-
stæður og varla mann-
sæmandi í sumum til-
vikum. Þessar íbúðar-
byggingar ná þó ekki til
þess hóps aldraðs fólks,
sem býr við sæmileg
efni, á eigin íbúðir, en er
oft í allt of stóru og
erfiðu húsnæði, auk þess
sem það þjáist af ein-
mannakend. Sjálfs-
eignaríbúðir væru góð
Þótt byggingar íbúða
og vistheimila séu
áfram nauðsynlegar, þá
vantar mjög einn hlekk í
þessa keðju, en það eru
hjúkrunarheimili eða
langlegudeildir. Að því
kemur í lífi fjölmargra
aldraðra að þeir geta
ekki séð um sig sjálfir,
veikindi sækja að og
rúmið verður aðal íveru-
staðurinn. Mikill skort-
ur er á rými fyrir slíkt
fólk hér í borg. Breytir
þar litlu um, þótt
Hafnarbúðir hafi verið
teknar í notkun með
rými fyrir 25 hjúkrunar-
sjúklinga.
Enginn vafi er á því,
að fljótvirkasta lausnin
á því vandamáli er að
flýta byggingu B-álmu
Borgarspítalans. Fram-
kvæmdir þar eru komn-
ar í gang. Fyrsti áfangi,
þ.e. sökkull og plata var
frágengið á miðju sumri,
en síðan hefur ekkert
gerzt. í endurskoðaðri
fjárhagsáætlun frá því í
júlí, var þó gert ráð fyrir
áframhaldandi útboðum
síðla sumars.
Fulltrúar hins nýja
meirihluta lýstu því yfir
nú í vikunni, að sama
byggingarnefnd undir
forystu Alberts Guð-
mundssonar myndi
áfram starfa að fram-
kvæmdum í þágu
aldraðra. Ef svo verður
eru meiri líkur á því en
ella, að áfram verði nú
haldið af krafti á þeirri
braut, sem Sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn
hafa markað.