Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
21
FYRIR nokkru síðanfór ég að glugga i Mannfjöldaskýrslur 1961—1976 og
nýkomin Hagtíðindi Hagstofu Islands og gerði samantekt á hlutfallslegri
fjölgun þeirra íslendinga, sem orðnir eru 65 ára og eldri. Þá kemur i Ijós,
að landsmenn eru á árinu 1961 180.765, þar afvoru 6.7U7 eldri en 65 ára
eða um 3,73%. Á árinu 1970 voru landsmenn 20U.930, þar afvoru 8.371 eldri
en 65 ára eða um U,08%. Á sl. ári 1977, eru landsmenn orðnir 222.552 talsins
og voru 21.255 af þeim 65 ára og eldri eða um 9,55%o.
Þessi þróun i aldursskiptingu þjóðarinnar sýnir, að mannsævin er sífellt
að lengjast ogfólki sem nær 65 ára aldri og hærri hefur á aðeins sjö árum
fjölgað úr 8.371 í 21.255 og hlutfallstala þessa aldurshóps hefur hœkkað á
þessum tima úr U,08% i 9,55% eða um 13U%.
fólki sínu, sem stendur sig ekki í
stöðu sinni, en ég tel jafn
fráleitt að skapa þá ófrávíkjan-
legu reglu að segja upp starfs-
fólki eingöngu af þeirri ástæðu
að það hefur náð 67 ára aldri.
Hins vegar er öllum ljóst, að
einstaka störf krefjast ólíkrar
líkamlegrar og andlegrar orku
og eru háð strangri læknisskoð-
un með reglulegu millibili.
Flugleiðir h.f. og forverar þess
félags sýndu framsýni og
áræðni við uppbyggingu flug-
þjónustunnar og hafa fylgt vel
eftir framþróun og nýjungum í
rekstri félags síns, enda er
félagið orðið stórveldi á sviði
atvinnurekstrar í þjóðfélagi
okkar. Það er því undarlegra, að
menn sem stjórna slíku fyrir-
tæki í takt við tækni og
framþróun tímans, skuli láta sér
verða á sú reginskyssa að segja
upp störfum 21 starfsmanni,
sem er 67 ára eða eldri. Þegar
vitað er að aldursgreining í
þjóðfélaginu tekur svo mikilli
breytingu eins og sagt er í
upphafi þessa greinarkorns.
Þegar þörfin margfaldast fyrir
störf handa fólki á þessu
aldursskeiði, þá gengur stjórn
Flugleiða aftur á bak að þessu
leyti. Enginn getur leyft sér að
halda því fram, að starf þessa 21
starfsmanns hafi hið minnsta
að segja fyrir fjárhagsafkomu
þessa stóra félags. Og hver
leyfir sér að halda því fram, að
þetta fólk vinni ekki fyrir sínu
kaupi eins og aðrir starfsmenn
félagsins?
Ég vil í fullri vinsemd skora á
stjórn Flugleiða h.f. að nema
þessa samþykkt sína úr gildi og
tel það manndómsmerki að
viðurkenna að þarna hafi mis-
tök átt sér stað. Ef það verður
ekki gert, þá mun þetta mál
koma upp aftur á hluthafafundi
félagsins og við litlu hluthafarn-
ir munum berjast þar gegn því
og er mér ekki grunlaust að
stórir hluthafar muni einnig ljá
okkur lið. Það er ástæðulaust að
láta sjálfsagt mannréttindamál
sem þetta verða til þess að
skapa ýfingar innan félagsins,
því að öll sundrung teflir öðrum
málum félagsins í vissa hættu.
Það er mitt álit, að í okkar
fámenna þjóðfélagi eigi það að
vera óskráð lög í öllum atvinnu-
fyrirtækjum, að gömlu starfs-
fólki eigi að gera kleift að starfa
áfram, þegar það telur sig geta
haldiff áfram að vinna. Það á að
greiða fyrir því á allan hátt að
það fái. að starfa eftir krafti og
getu fullan vinnudag eða hluta
úr degi. Ef við tökum dæmi úr
höfuðatvinnugrein okkar, fisk-
vinnslunni, þá sé ég fyrir mér
aldrað fólk, sem þar hefur unnið
eiga
Á sl. ári
voru 21.255
Islendingar
65 ára og eldri
eða 9,55% af
þjóðarheildinni
fæði og atlæti, en nú er. Slíku er
ekki lengur til að dreifa, sem
betur fer. Þess vegna m.a. er
ástæða til að breyta þessum
ákvæðum varðandi opinbera
starfsmenn. Mér hefur oft runn-
ið til rifja að sjá, hvernig
sjötugur maður, sem orðið hefur
að hætta starfi sínu, hefur
brotnað niður á skömmum tíma.
Starfsamt fólk þolir ekki að
vera slitið frá starfi sínu við
visst aldursmark. Það fer fyrir
því eins og jurt sem er slitin upp
úr jarðvegi sínum; hún visnar og
deyr.
Þegar við lítum á hinn vax-
andi hóp aldraðra í þjóðfélaginu
þá verðum við að marka nýja
fjölbreytilegri og víðtækari
stefnu en áður hefur verið. í
stórum dráttum sýnist mér, að
stefnan eigi að vera þessi: Þegar
fólk hefur náð 67 ára aldri á það
að hafa valfrelsi hvort það vill
eða treystir sér til að halda
áfram fullu starfi, hluta úr
starfi eða hætta vinnu. Þeim
sem vilja og geta haldið áfram
störfum, á að gera kleift að
vinna. Atvinnufyrirtæki og
samtök þeirra eiga að gera
samþykkt um lágmark ákveðins
hlutfalls starfsfólks á þessum
aldri. Fari svo, að fyrirtækin
ætli að meina starfsfólki sínu,
sem náð hefur 67 ára aldri, að
vinna áfram verður að setja
löggjöf um rétt aldraðra til
vinnu. Það á að stuðla að því að
aldrað fólk geti haldið áfram að
búa á heimili sínu. Það verður
best gert með aðstoð samfélags-
ins til þess að létta undir með
húshjálp. Hækkun eignaskatts
og fasteignaskatta eykur þörf-
ina á nýjum elli- og dvalarheim-
ilum. Einstæðingum og fólki,
sem er farið að heilsu, eiga ekki
heimili eða þrá samneyti við
aðra á að skapa skilyrði til veru
á elliheimilum og dvalarheimil-
um aldraðra. Sveitarfélög víðs
vegar um landið hafa á síðustu
árum verið og eru að reisa slík
heimili. Stærstu átökin í þessum
efnum hafa þó verið unnin af
sjálfseignastofnununum og ber
þar hæst Elli- og hjúkrunar-
heimilið Grund og Ás í Hvera-
gerði, sem notið hefur leiðsagn-
ar og forystu dugnaðar- og
hugsjónamannsins Gísla Sigur-
björnssonar og Dvalarheimili
sjómanna að Hrafnistu í
Reykjavík og i Hafnarfirði, sem
um langt árabil hafa notið
forystu Péturs Sigurðssonar og
Guðmundar H. Oddssonar, og
nú síðustu ár einnig Rafns
Sigurðssonar og fjölmargra
annarra í forystusveit sjó-
mannasamtakanna.
Það er skylda þjóðfélagsins að
búa sem bezt að því fólki, sem
unnið hefur langan og strangan
vinnudag. I samskiptum við það
á ekki að ráða sálarlaus tölva
eða tilfi.nningalausir þrælar
kerfisins. I samskiptum við
næstum tíunda hluta þjóðarinn-
ar eiga að ráða í þessu sem
öðrum mannlegar tilfinningar,
þakklæti fyrir mikilvæg störf
fólksins, sem þátt tók í upp-
byggingu þessa þjóðfélags og
skilaði komandi kynslóð betra
og auðugra þjóðfélagi. Með því
sýnum við ræktarsemi, viður-
kenningu og skilning á því
starfi, sem þetta fólk vann fyrir
þjóð sína og þá sem við taka.
sama
rétt og aðrir til vinnu
A Idraðir
Matthías Bjarnason
langt fram á áttræðisaldur og
hefur ekki látið sitt eftir liggja
hvað' afköst varðar, vandvirkni
og mætingu til vinnu. Þjóðfélag
sem hafnar vinnuafli fólks, sem
náð hefur 67 ára aldri, eykur
ekki sína þjóðarframleiðslu.
Ákvæði í lögum um að opin-
berir starfsmenn verði að hætta
störfum undantekningalaust í
lok þess árs, sem þeir verða
sjötugir þurfa endurskoðunar
við. Fyrir nokkrum áratugum
var 67 ára gamall maður að
jafnaði ver á sig kominn,
einkum líkamlega, vegna þræl-
dóms og oft skorts á viðunandi
Þessi staðreynd gefur ótví-
rætt til kynna, að þessum
málum þarf að huga betur en nú
er gert, þó að margt hafi unnist
í málefnum aldraðra. Þessi
stórvaxandi hópur aldraðra
knýr á um að tryggja þeim betur
en áður atvinnu við hæfni og
getu.
Réttinn til ellilauna á að
mínum dómi ekki að færa til
hærra aldursmarks en nú er, en
hins vegar eiga eftirlaun að fara
stighækkandi eftir því á hvaða
aldursári ellilífeyrisþegi kýs
sjálfur að byrja töku ellilífeyris.
Hlutfall tekjutryggingar miðað
við ellilífeyri og örorkubætur,
þarf að fara stighækkandi eins
og gerst hefur á síðustu árum,
t.d. varð sú breyting á árunum
1974 — 78 að þetta hlutfall
hækkaði úr 54,6% í 89,4%. Á
sama tíma og þörfin er vaxandi
fyrir vinnu handa fjölda fólks er
náð hefur 67 ára aldri og fram
til þess aldurs, er það getur og
telur sig sjálft geta unnið fyrri
störf eða önnur léttari, þá
gerðist það fyrir nokkru síðan,
að stjórn eins stærsta og
merkasta atvinnufyrirtækis
landsins samþykkir að segja upp
því starfsfólki sínu, sem er orðið
67 ára og eldra með þriggja
mánaða fyrirvara. Þetta fyrir-
tæki er Flugleiðir h.f., sem
hafði í þjónustu sinni innan-
lands. og utan um síðustu
áramót 1714 starfsmenn. Það
segir upp 21 starfsmanni fyrir
aldurssakir eða um 1,2% af
starfsfólki sínu. Það er fjarri
mér að halda því fram, að
Flugleiðir hf. eða önnur fyrir-
tæki í landi okkar eigi ekki ekki
rétt á að segja upp því starfs-
Mattíhas Bjarnason: