Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
37
U /-»
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
^j^/jjanry -ua'n if
í upphafi pistilsins er látið að
því liggja að ábyrgðarmenn sjón-
varpsins hafi „svarið þess dýran
eið að láta eigin menntun og
menningaratgervi alls ekki móta
sjónvarpsefnið að neinu leyti",
heldur skuli hlutverk þess eindreg-
ið vera það, að rækja það hlutverk
sem því var í öndverðu fengið af
forvera þess og fyrirmynd: banda-
ríska herstöðvarsjónvarpinu.
Þá segir: „Ef kostur væri á
tveinnu, menningarlegu efni eða
rusli, skyldi hið síðarnefnda ætíð
valið“, og er síðan látið að því
liggja að þetta viðhorf hafi verið
ráðandi við val og ráðningu á
starfsliði sjónvarpsins, enda sé
talið að starfsliðið sé jafnvel
drýgra við að boða afmenningu og
afsiðun en hið bandaríska Kefla-
víkursjónvarp nokkurn tíma var,
þó að þeir fáu molar af frambæri-
legu íslenzku efni, sem sleppa
fram hjá lágkúru þeirra sjón-
varpsmanna sé svo mikils virði, að
varla verði undir þetta tekið.
Löngu máli er síðan eytt í
útskýringar þess, hvernig íslenzka
sjónvarpið geri sér sérstak't far um
að troða uppá okkur hinni raun-
sönnu mynd af brezkri og banda-
rískri lágmenningu, þar sem
manngildi er gert að verzlunar-
vöru, og verði tæplega ofsögum
sagt af menningarástandi þess
fólks sem er ofurselt fjölmiðlum í
þessum forystulöndum heimsauð-
valdsins. — Og er síðan spurt:
„Hvers eigum við íslendingar að
gjalda að þessum óþverra skuli
vera steypt yfir okkur sýknt og
heilagt?"
Þá eru forráðamenn sjónvarps-
ins taldir vera „í vanheilögu
bandalagi við þá leiðtoga
hernámsflokkanna sem lengst
vilja ganga í undirlægjuhætti
gagnvart bandarískum áhrifum,
þá (leiðtoga) sem telja að það verði
að kúga þjóðina vitundarlega
undir ok bandarískrar
lágmenningar . . .“ o.s.frv. —
(Hvílíkt orðskrúð!).
Síðan segir orðrétt um það
sjónvarp almennt, sem er með
ensku talii „Og svo væri nú vist
ekki ónýtt ef það mætti takast að
rugla menn gersamlega í ríminu
varðandi smekk á sitt eigið mál, en
gera menn svona mellufæra á máli
bandarísku gangsteranna, sem vel
mætti kalla Basic English."
En froðufellandi hatrið sýnist
þó kórónast af því sem hér fer á
eftir um álit greinarhöfundar á
móðurmáli enskumælandi þjóða:
„ÞETTA SNAUÐA MÁL SEM
MINNIR Á SAMBLAND AF
HUNDSGELTI OG KATTAR-
MJÁLMI ER SÍZT TIL ÞESS
FALLIÐ AÐ VERA MIÐILL
FRUMLEGRAR HUGSUNAR
EÐA ÍSMEYGILEGRAR
FYNDNI...“ o.s.frv.
Þegar hér er komið virðist
froðufellandi hatursspýja greinar-
höfundar Þjóðvilja-heimhornsins í
hámarki, en þó aðeins rúmlega
hálfnuð, — og er mál að linni
þeirri upptuggu úr sora þessum,
sem hér hefur verið sett á blað. —
Þess má þó geta að afgangur
pistilsins, er að mestu helgaður
hatursblandinni fordæmingu á
nánast öllu því sem í sjónvarpi
birtist varðandi bíla! — Og hvað
mætti nú vera undirrót geðflækju
greinarhöfundar í þessu efni. —
Gæti það verið sú staðreynd, að
ANNARSVEGAR eru Bandaríkin
þar sem býr forystuþjóð um þróun
og notkun bíla, og ekki er óalgengt
að sama fjölskyldan eigi tvo bíla
og skipti oft um, — en HINS-
VEGAR eru Ráðstjórnarríki þar
sem eftirspurn einstaklings eftir
bílum er engu minni, en 60 ára
kerfisþrælkun hefur hefur náð því
marki lengst, að þeir sem bíl vilja
eignast verða að gera sér að góðu
að vera á biðlista árum saman,
áður en hnossið veitist þéim að
sjálfsögðu að undantekinni „hinni
nýju stétt".
En þetta var nú útúrdúr.
Vaxandi geðvonzka Þjóðviljans
vegna hrakandi áróðurs-frammi-
stöðu róttæklinga innan hljóð-
varpsins, og langvarandi aðstöðu-
leysi sama hóps innan sjónvarps-
ins, var megin kveikja framan-
greins erindis til þín Velvakandi.
Sjónvarpsnotandi.“
Þessir hringdu . . .
• Málsvari ríms og
stuðla
Hugrún skáldkona biður Vel-
vakanda fyrir kveðjur og þakklæti
til Gísla Jónssonar menntaskóla-
kennara á Akureyri fyrir pfýði-
lega þætti um íslenzkt mál í
ríkisútvarpinu. Sérstaklega
þakkar hún fyrir hvatningu hans
til íslenzkra ljóðskálda um að
viðhalda rími og stuðlum. Sjálf
hefur hún ekki sniðgengið þann
vanda að semjá ljóð sín á
hefðbundinn hátt, þrátt fyrir að
komið hefur fyrir að hún hefur af
þeim orsökum orðið að sætta sig
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pitursson
Á skákþingi Haollands í ár, sem
fram fór í Leeuwarde, kom þessi
staða upp í viðureign þeirra
Ligterinks, sem hafði hvítt og átti
leik, og Ilartochs.
25. Dxh5! - Bxd4, 26. Bxd4 -
gxh5, 27. IIgl+! og svartur gafst
upp. Eftir 27...KÍ8, 28. Bg7+ -
Kg8, 29. Rf6+ er hann mát. Jan
Timman varð efstur á mótinu og
er því núverandi skákmeistari
Hollands.
við fálæti einstakra manna. Því
gleðst hún yfir því að rím og
stuðlar eiga sér málsvara þar sem
ekki ómerkari íslenzkumaður á í
hlut en Gísli Jónsson.
• Vantar
aðvörunarmeri
Áhyggjufull móðir tjáði Vel-
vakanda hug sinn varðandi eitt
atriði í umferðarmálunum, sem nú
eru svo mjög til umræðu. Það er
um merkingar í nágrenni við
leikskóla, dagheimili og skóladag-
heimili, en þar mun a.m.k. mjög
víða vanta aðvörunarmerki er gefa
til kynna að börn séu að leik. Þessi
merki eru við flesta barnaskóla í
Reykjavík en það er engu minni
þörf á þeim við leikskólana, sem
einatt standa við miklar um-
ferðargötur.
HÖGNI HREKKVÍSI
__ © 1»T8
McN.nghf Uc.
"Ib^ HEU> A*>v5vetfeO»A A© FLY
Smátölvusýning
Skýrslutæknifélag íslands mun gangast fyrir sýningu á
smátölvum og tengdum búnaöi dagana 26.—28.
janúar 1979. Sýningin veröur opin almenningi.
Þess er vænzt aö sýnd veröi smátölvukerfi, borötölvur,
tölvur til heimilisnota og örtölvur meö fjölbreyttum
tengibúnaöi og hugbúnaöi.
Innflytjendur eöa eigendur smátölva eru vinsamlegast
beönir aö hafa samband viö Odd Benediktsson, Pál
Jensson eöa Sigfús Björnsson, allir hjá Háskóla
íslands, sími 25088.
Stjórnin.
Auglýsing. um aöalskoöun
bifreiöa í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur í októbermánuði
1978.
19/0. Mánudagur 2. okt. R-46001 til R-46500
Þriðjudagur 3. okt. R-46501 til R-47000
Miðvikudagur 4. okt. R-47001 til R-47500
Fimmtudagur 5. okt. R-47501 til R-48000
Föstudagur 6. okt. R-48001 tu R-48500
Mánudagur 9. okt. R-48501 til R-49000
Þriöjudagur 10. okt. R-49001 til R-49500
Miövikudagur 11. okt. R-49501 til R-50000
Fimmtudagur 12. okt. R-50001 til R-50500
Föstudagur 13. okt. R-50501 til R-51000
Mánudagur 16. okt. R-51001 til R-51500
Þriðjudagur 17. okt. R-51501 til R-52000
Miðvikudagur 18. okt. R-52001 til R-52500
Fimmtudagur 19. okt. R-52501 til R-53000
Föstudagur 20. okt. R-53001 til R-53500
Mánudagur 23. okt. R-53501 til R-54000
Þriðjudagur 24. okt. R-54001 til R-54500
Miðvikudagur 25. okt. R-54501 til R-55000
Fimmtudagur 26. okt. R-55001 tii R-55500
Föstudagur 27. okt. R-55501 til R-56000
Mánudagur 30. okt. R-56001 til R-56500
Þriðjudagur 31. okt. R-56501 til R-57000
Bifreiöaeigendum ber aö koma með bifreiöar
sínar til bifreiöaeftirlitsins, Bíldshöföa 13 og
verður skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl.
08:00—16:00.
Bifreiöaeftirlitiö er lokaö á laugardögum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu
fylgja bifreiöum til skoöunar.
Viö skoöun skulu ökumenn bifreiöanna leggja
fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því
aö bifreiöaskattur og vátrygging fyrir hverja
bifreiö sé í gildi.
Athygli skal vakin á því, aö skráningarnúmer
skulu vera læsileg.
Vanræki einhver aö koma bifreiö sinni til
skoöunar á auglýstum tíma veröur hann látinn
sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og
bifreiöin tekin úr umferö hvar sem til hennar
næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga aö máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
26. september 1978.
Sigurjón Sigurösson.