Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 17 aukaþingi SUS: isflokksins betri istap en sigurveg- lafa stóru orðin flokksins á landsfundi og væri hann jafnframt formaður fram- kvæmdastjórnar flokksins, sem skipuð væri færri mönnum en miðstjórn og kæmi saman einu sinni til tvisvar í viku. Þessi framkvæmdastjórn ætti að hafa með höndum stjórn flokksstarfs- ins. Þá sagði Geir að einnig kæmi til greina að nýta þá tillögu, sem þingið gerði varðandi kjör for- manns og varaformanns SUS um að þeir yrðu kjörnir sameiginlega, við kjör á formanni og yarafor- manni flokksins á landsfundi. Þurfti ad vera ákveðin ástæða til að rjúfa Þing Þorvaldur Mawby, Reykjavík spurði hvers vegna alþingiskosn- ingarnar hefðu ekki verið látnar fara fram á undan sveitarstjórna- kosningunum, hvers vegna Geir hefði lagst gegn því að rjúfa þing og boða til kosninga fyrir sveitar- stjórnakosningarnar og hvort samkomulag hefði verið við Fram- sóknarflokkinn um að ríkisstjórn- in sæti til loka kjörtímabilsins? Kvaðst Þorvaldur hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Geir hefði ekki lyft sér upp yfir ágreining annarra forystumanna flokksins. Þorvaldur fullyrti í sinni spurn- ingu, þar sem ákveðin tillaga um slíkt kom aldrei fram. Eftir á geta menn fullyrt að þetta hafi verið mistök, að láta sveitarstjórna- kosningarnar vera á undan en um það getur vitanlega enginn dæmt," sagði Geir. Um það samkomulag, sem Þor- valdur vitnaði í við Framsóknar- flokkinn, sagði Geir að þaö hefði aðeins verið um það að þingrofi yrði ekki beitt nema með sam- þykki beggja stjórnarflokkanna. Geir sagði að mönnum væri tamt að tala um ágreining sjálf- stæðismanna og menn væru þar dregnir í dilka fremur eftir mönnum en málefnum. „Ég hef ekki gert ágreining við einn eða neinn sjálfstæðismann. Ég hef ekki unnið á móti neinum eða fyrir neinn eða fyrir sjálfan mig í prófkjöri," sagði Geir. Treysti mér til að vinna flokknum aftur fyrra fylgi sitt Haukur Hauksson spurði hvort Geir teldi sig geta leitt flokkinn til að endurheimta það fylgi, sem hann tapaði í kosningunum í vor? „Ég vil minna á að flokkurinn a sjálfstæðismanna um síðustu helgi flutti Geir Hallgrímsson, s, ræðu og svaraði fyrirspurnum þingfulltrúa. Ljósm mm. rax. Geir sagði að þessa spurningu um að láta alþingiskosningarnar fara fram á undan sveitarstjórna- kosningunum, hefði vissulega bor- ið á góma í miðstjórn og þing- flokki. „Ég taldi alltaf að það þyrfti að vera einhver ákveðin sannfærandi ástæða fyrir því að við ryfum þing og boðuðum til kosninga. Að öðrum kosti gæti þetta snúist í höndunum á okkur. Um þetta mál tel ég að fullt samráð hafi verið haft við fyrrver- andi borgarstjóra, Birgi ísleif Gunnarsson og borgarstjórnar- flokkinn. Hins vegar hafði ég aldrei tækifæri til að neita að gera tillögu um að rjúfa þing eins og vann sinn stærsta sigur undir minni forystu 1974 og ég er líka í forystu þegar hann tapar nú. Ég treysti mér til að takast á við það verkefni að vinna flokknum aftur það fylgi, sem hann tapaði, en það er undir ykkur komið hver valinn verður til forystu í Sjálfstæðis- flokknum á landsfundi hans," sagði Geir. Kjartan Jónsson. Reykjavík, spurði hvað liði tillögum nefndar þeirrar er kjörin var til að gera tillögur um breytingar á skipulagi flokksins og Birgir ísleifur Gunn- arsson veitir forstöðu. Geir sagði að á þeim stutta tíma, sem liðinn væri frá því að hann kom að utan, hefði hann ekki getað kynnt sér hverjar væru tillögur nefndarinnar, en hins vegar væri ætlunin að nefndin legði fram tillögur sínar fyrir formanna- og flokksráðsfund flokksins, sem yrði um næstu mánaðamót. Meðan tillögur nefnd- arinnar lægju heldur ekki fyrir í endanlegri gerð sinni væri erfitt að fjalla mikið um þær. Munu flytja tillögu um bann við afturvirkni ______skattalaga______ Jónína Mikaelsdóttir, Reykja- vík, sagði að Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hefði sagt á fundi í Framsóknarfé- lagi Reykjavíkur þá í vikunni að hefði hann mátt ráða hefði hann stöðvað febrúarlögin á Alþingi. Spurði Jónína hvort þetta væri rétt? „Ég kannast ekki við að Ólafur Jóhannesson hafi nefnt það einu orði, hvorki á þingi né í ríkis- stjórn," sagði Geir. Kjartan Gunnarsson, Reykja- vík, spurði hvernig þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins ætlaði að starfa í stjórnarandstöðu og hvort þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins ætluðu að flytja frumvarp um bann við afturvirkni skatta, hvort flokkurinn ætlaði að beita sér fyrir stofnun varnarsamtaka skattgreiðenda og einnig tillögur til ítrekunar á þeirri stefnu flokksins að helmingur aflatekna fólks verði skattfrjáls. Sagði Kjartan að mikilvægt væri að stjórnarandstaöa Sjálfstæðis- flokksins yrði strax í upphafi markviss og ákveðin. Geir sagði að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að undirbúa flutning frumvarps um bann við afturvirkni skattaálagningar og yrði það eitt fyrsta verk þing- manna Sjálfstæðisflokksins að flytja tillögur þar um á Alþingi, þegar það kæmi saman. Um annan undirbúning fyrir baráttu flokks- ins í stjórnarandstöðu sagði Geir að hann hefði haldið fundi með formönnum málefnanefnda flokksins og væri nú unnið að athugun á fjölmörgum málaflokk- um bæði vegna þingstarfanna og undirbúnings flokksráðs- og lands- fundar. „Ég tel og hef oft sagt það áður að ég teldi óframkvæmanlegt að hafa jarðarskatta hærri en 50%," sagði Geir, „við sjálfstæðismenn teljum að ekki sé hægt að ætlast til að fólk leggi á sig mikla vinnu, ef það getur ekki treyst því að fá 50% af aflatekjum sínum til eigin þarfa. Ég tel að gerræðisleg skattheimta núverandi ríkis- stjórnar verði til þess að draga úr vinnuframlagi þjóðarinnar og auka neðanjarðarhagkerfi það, sem Alþýðuflokksmenn hafa oft talað um." Ræð ekki hvernig menn kjósa í próf- kjörum eöa á landsfundum Bragi Mikaelsson, Kópavogi, sagði að það virtist vera orðið eins og lokapróf hjá lögfræðingum að ¦komast til áhrifa í Sjálfstæðis- flokknum og spurði hann Geir, hvort hann ætlaði að beita sér fyrir því að í næstu miðstjórn yrðu fulltrúar fleiri hópa í þjóðfélag- inu? „Ég tel æskilegt að hin ýmsu sjónarmið komi fram hvar sem er innan Sjálfstæðisflokksins en það verður að ætlast til þess af hverjum sjálfstæðismanni að hann sé það víðsýnn að hann geti litið á málin í víðara samhengi, en ekki eingöngu sem fulltrúi ein- hvers hagsmunahóps. Við sjálf- stæðismenn veljum okkur trúnað- armenn til starfa fyrir okkur í almennum kosningum innan flokksins og í prófkjörum. Og ég tel t.d. ákaflega mikilvægt að í þingflokki flokksins séu menn, sem starfa innan verkalýðshreyf- ingarinnar og í miðstjórn sé fólk úr ólíkum hópum. En ég ræð ekki hvernig menn kjósa í prófkjörum eða á landsfundum og það er líka erfitt fyrir formann flokksins að beita sér fyrir kjöri eins frekar en annars. Um prófkjörin er það hins vegar að segja að ég te! að það sé mjög hættulegt þegar menn fara að vinna sérstaklega fyrir ein- hvern einn aðila en hugsa ekkert um hvernig listi flokksins verður að öðru leyti. Menn verða að hafa heildarmyndina í huga og það er einmitt það sem Bragi var að tala um," sagði Geir. Guðmundur Sigurðssoh. Selfossi spurði hvert væri álit Geirs á því að láta kjósa formann og varaformann flokksins á lands- fundi sameiginlega en ekki hvorn í sínu lagi eins og nú. I svari sínu sagði Geir að sér fyndist þetta fyrirkomulag koma vel til greina. Hefði farið vel, ef við heföum fengiö hófsama kjarasamninga Óðinn Sigþórsson. Einarsnesi, vitnaði til þeirra orða Geirs fyrr á fundinum að kosningarnar í vor heföu sýnt hægri sveiflu og sagði að varla væri hægt að finna harðari áfellisdóm yfir síðustu ríkisstjórn. Spurði Oðinn hvers vegna þær tiliögur sem Geir og Gunnar Thoroddsen hefðu lagt fram í stjórnarmyndunarviðræð- unum nú í sumar hefðu ekki verið framkvæmdar af fyrrverandi rík- isstjórn undir forsæti Geirs sjálfs. Ef Framsóknarflokkurinn hefði staðið á móti framgangi þessara tillagna, hvers vegna hefði ekki verið rofið þing og boðað til kosninga? Geir sagði að allt fram að kjarasamningunum 1977 hefðu efnahagsmál þjóðarinnar verið á réttri leið og um mitt ár 1977 hefði verðbólgan verið komin niður í 26%. „Hefðum við ferigið hófsam- lega kjarasamninga, þá hefði allt farið vel. Verkalýðsleiðtogarnir vildu ekki fallast á það og það er alveg ljóst að þarna var um að ræða pólitískt spil einstakra áhrifamikilla manna en það var ekki hugsað um hvað væri umbjóð- endum þeirra og þjóðinni í heild fyrir bestu. I svari sínu sagði Geir að vitanlegaVæri það alltaf matsatr- iði hvenær hægri menn teldu að grípa ætti til aðgerða, en í þessu tilviki hefðu menn talið að afleið- ingar kjarasamninganna þyrftu að koma fram til þess að fólk gerði sér grein fyrir því hvaða afleiðing- ar þeir hefðu fyrir þjóðarbúið. „Leiðirnar voru vitanlega þingrof og kosningar eða grípa til aðgerða. Við völdum að grípa til viðnáms- aðgerða en febrúarlögin voru ekki sett fyrr en ljóst var hvert stefndi. Það er vitanlega alltaf spurningin hvenær eigi að láta skerast í odda en við gripum ekki inn í gerða kjarasamninga fyrr en brýn nauð- syn krafði og réttum ávallt fram sáttarhönd. Verkalýðsforingjar kommúnista og krata hafa nú gleypt í sig stóru orðin og afhjúpað flokkspólitíska hentistefnu sína," sagði Geir. „Eg tel að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafi blekkt kjós- endur sína í áróðri við síðustu kosningar," sagði Geir, „þessir flokkar slógu um sig og lofuðu kjósendum en hverjar hafa efndir loforðanna orðið. Hvað varð um kröfuna „samningana í gildi"? Og þó að við sjalfstæðismenn höfum beðið hnekki í kosningunum er ég miklu ánægðari nú 1. október með hlutskipti Sjalfstæðisflokksins heldur en hlutskipti þeirra flokka, sem haldið hafa uppi slíkum blekkingum og þurft að gleypa stóru orðin eins og nú er t.d. ástatt með Alþýðuflokkinn og raunar einnig um Alþýðubandalag og Framsóknarflokk, sem leggst svo lágt að veita hinum tveimur fyrrnefndu skálkaskjól. Við sjálfstæðismenn þurfum ekki að biðjast afsökunar á orðum okkar og verkum. Andstæðingar okkar í núverandi stjórn hafa með gerðum sínum staðfest réttmæti þeirra." Endurnýjun forystuliðsins parf aö eiga sér stað jafnt og Þétt Guðmundur Borgþórsson, Reykjavík spurði hvort hugsanleg orsök fyrir fyigistapi flokksins hafi verið ónóg endurnýjun í forystuliði flokksins. „Ég er perósnulega þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að endurnýjun í forystuliði og á öðrum kjörnum fulltrúum flokks- ins í sveitarstjórnum og á Alþingi þurfi að eiga sér stað jafnt og þétt," sagði Geir, „menn bundu vonir við að prófkjörin yrðu þarna áfangi til lausnar en svo virðist sem þeir, sem áður hafi setið, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, hafi forskot, en einstaka undantekningar eru frá því eins og t.d. úrslit prófkjörsins í Reykjavík fyrir síðustu alþingiskosningar." Málefnanefndir flokksins opnaðar Sigurgeir Þorgrímsson spurði hvort formaður Sjálfstæðisflokks- ins væri því hlynntur að málefna- nefndir flokksins yrðu gerðar opnari og þá opnaðar fyrir ungu fólki án þess að það væri skipað í þær af flokksforystunni. Geir sagði að ætlunin væri að gera breytingu á skipulagi mál- efnanefndanna og væri það reyndar að hluta komið til fram- kvæmda. Þetta nýja skipulag byggði á því að í hverri nefnd væri fámennur kjarni en nefndin héldi einnig opna fundi og með því yrðu nefndarstörfin opnuð og þá gæti ungt fólk sem eldra í flokknum tekið þátt í störfum þeirra. Haukur Hauksson vitnaði til skattalaga, sem sett hefðu verið í tíð síðustu ríkisstjórnar, þar sem kveðið er á um að aðilum með sjálfstæðan atvinnurekstur skuli áætlaðar tekjur til skatts án tillits til afkomu atvinnurekstursins. Spurði Haukur hvort slík kommúnistaákvæði væru stefna Sjálfstæðisflokksins? Geir sagði að þetta ákvæði væri umdeilt, en hann væri stuðnings- maður þess. Atvinnurekandinn nyti sömu þjónustu af hálfu hins opinbera eins og aðrir skatt- greiðendur og því væri sanngjarnt að þeir legðu eðlilegan hluta til samfélagsins. Þetta ákvæði sagði Geir ekki eiga að koma við atvinnurekendur nema í þeim tilvikum þegar um væri að ræða hallarekstur ár eftir ár. „Ég tel að við sjálfstæðismenn verðum við mótun stefnu okkar að ætla atvinnurekstrinum og þeim, sem við hann fást eðlilega þátttöku í kostnaði samfélagsins, en hvorki að leggja á hann einhverjar umframálögur né skapa honum hagstæðari stöðu en öðrum í þjóðfélaginu," sagði Geir. Jón Magnússon formaður SUS þakkaði Geir Hallgrímssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, svör hans við fyrirspurnum þingfull- trúa, enda höfðu ekki komið fram fleiri fyrirspurnir og fundartíminn á enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.