Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 25 fclk f fréttum + Á hjólaskautum. — Hjólaskautakeppni, er ein þeirra íþrótta sem yiÖ þekkjum eiginlega ekki til. Fæstir munu hafa hugmynd um að þetta sé keppnisgrein í íþróttum. Álitið þetta aðeins leik barna og unglinga. — En fyrir nokkru fór fram alþjóðleg parakeppni á hjólaskautum, suður í Lissabon í Portúgal. Þetta eru sigurvegararnir í 1.—3. sæti, en keppt var um gull-, silfur- og bronzverðlaun. Gullið og silfrið féll í hlut Bandarikjamanna, en heimamenn hrepptu bronzverðlaunin. + Fyrir Barnahjálp Sam- einuöu þjóðanna. — Leik- arinn og leikstjórinn frægi Peter Ustinov var vestur í Bandaríkjunum fyrir skömmu, til þess að kynna þar hina nýju kvikmynd sína „Death on the Niel". — Þar vestra spurðist, að hann væri búinn að gera kvikmynd fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna — og mun hún vera mjög skemmtileg. + í heimsókn. Wyszynski kardináli yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi var fyrir skómmu í heimsókn í V-Þýzkalandi. Messugjörð annaðist hann á ýmsum stöðum, en þessi mynd er tekin er hann flutti messu í minningarkapellunni í Dachau, fyrir sunnan Miinchen, en þar voru á dögum nazista illræmdar fangabúðir, Dauchau-fangabúðirnar, þar sem hundruð þúsunda fanga voru myrtir. Kardinálinn hafði lagt á það áherzlu í ræðum sínum, að þjóðirnar tækju höndum saman til að vinna að framtíð Evrópu. — Telpan á myndinni með kardinálanum er af pólskum ættum. Finnska lögreglan náði flugræningja Oulu. Finnlandi. 1. ukt. Reutrr. SÍÐDEGIS á sunnudag tilkynnti finnska lögreglan að hún hefði komið höndum yfir flugra'ningja sem hafði staðið að lengsta flugráni í Skandinavíu og því fyrsta í Finnlandi. Lögreglan gerði áhlaup á heimili ra'ningj- ans sem hafði fengið að fara heim til sín snemma á sunnudagsmorg- un gegn því að hann gæfi sig síðan fram. Af því varð þó ekki og þegar hann fór þess í stað að senda frá sér nýjar kröfugerðir var ákveðið að láta til skarar skríða. Upphaf málsins er að maðurinn Aarno Lamminparras, 37 ára gamall Finni, hafði rænt Cara- velle-vél frá Finnair í innanlands- flugi frá Oulu til Helsinki. Vélin lenti í höfuðborginni, fór aftur áleiðis til Oulu, sneri enn á ný til Helsinki, flaug til Amsterdam og tók þar eldsneyti og var síðan tekin stefnan á Helsinki eina ferðina enn. Meðan á flugráninu stóð leyfði Lamminparras far- þegunum sem voru 43 að tölu að fara óhindraðir frá borði. I fréttum var sagt að flug- ræninginn hefði um hríð haft í hótunum um að drepa gísla sína og hefði hann eftir atferli sínu virzt undir áhrifum áfengis. Finnska blaðið Helsinki Sanomat afhenti honum 37.500 dollara sem lausnar- gjald og 43.600 dollarar voru gefnir til hermannasjúkrahúss og barnaheimilis eins og hann hafði krafizt. Eftir að vélin kom loks í síðustu ferðina til Oulu leyföi flugræning- inn síðan áhöfninni að fara leiðar sinnar. Síðan hafði hann heitið lögreglunni því að gefa sig fram næsta morgun ef hann fengi að dvelja á heimili sínu aðfararnótt sunnudags. Þegar hann varð ekki við því var svo látið til skarar skríða eins og áður er sagt. Enginn mun hafa slasast í áhlaupinu og flugræninginn mun nú einnig gangast undir læknisrannsókn. Meinatækn- ar hækka í launaflokkum EKKI kom til að meinatæknar færu í verkfall á miðnætti á laugardag eins og þeir höfðu boðað. A síðustu stundu náðust samningar milli þeirra og viðsemj- enda, sem er fjármálaráðuneytið. Fram til þessa hafa meinatæknar verið í 12. launaflokki, en sam- kvæmt nýja - samkomulaginu, verða meinatæknar í 12. flokki fyrstu sex mánuðina í starfi, í 13. launaflokki næstu sex mánuði og flytjast síðan upp í 14. launaflokk eftir eins árs starf. Þorsteinn Geirsson skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þetta samkomulag byggðist á bókun kjaranefndar frá því á laugardag, en þar segir að meina- tæknar skuli vera í ofangreindum þremur launaflokkum. Höfðu meinatæknar þá á síðustu stundu snúið sér til kjaranefndar. Launa- munur í umræddum flokkum er um 37r á milli flokka. £ ./ - -- —^x^ '^l v^ •¦ v^ *¦ ^ k'uomur-uomur °mj Hafiö þiö athugaö hvaö klipping, Bl<?^> •^SS'l ¦ permanent eoa f blástur getur gert mikiö? Geriö svo vel, reyniö viöskiptin. Hárgreiðslustofan Dís, Ásgaröi 22, sími 35610. Segulstál W" i Vigtar 1 kíló. Lyftir 60 kílóum. Stærö 8x9x3 sentimetrar. Gott til aö „fiska" upp járnhluti úr vötnum, gjám, svelg, tönkum. Líka til verkfærum og smíöahlutum. Sendum í póstkröfu. sjo, am, aö halda VEStURGDTU 16 - SIMAR 14680 - 21480 - POB 605 - REYKJAVIK, ICtLAND TEIEX, 2057 STURIA IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.