Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÖBER1978 13 Orgel- tónleikar Hedwig Rummel söngkona og Flemming Dreisig orgelleikari héldu tónleika í Dómkirkjunni fyrir skömmu á vegum Tónlist- arfélagsins. Tónleikarnir hófust á smá orgelþætti eftir Francois Couperin, sem Flemming Drei- sig lék með þokka. Næst söng Hedwig Rummel aríu úr Judasi Makkabeus, eftir Hándel, og tvö söngva úr Geistliche Lieder op. 105, eftir Reger. Hedwig Rum- mel söng Reger mjög fallega og var ekki síður gaman að heyra undirleikinn hjá Dreisig, sem var einstaklega fínlegur. Fjórða atriðið var Flóttinn til Egypta- lands, op. 63. nr. 4, eftir Otto Malling (1848 — 1915), danskan orgelleikara og skólastjóra Kon- servatóríunnar í Kaupmanna- höfn. Á eftir þessu svíplitla verki söng Rummel þrjá söngva úr Biblíuljóðunum, op. 99 eftir Dvorák, og var undirleikur orgelleikarans eftirtektarverð- ur. Eina nútímaverkið, sem var flutt á þessum tónleikum er eftir Leif Kayser, Vivo ýr orgelkonsert 1965. Verkið er ^^1^4 Tonllsi eftirJÓN ÁSGEIRSSON Hedwig Rummel langdregið og einhliða í gerð, eins konar röð af tilbrigðum, þar sem þrástagast er á sama „mótívinu". Eftir Darius Milhaud fluttu Rummel og Dreisig fimm bænir, sem eru útfærslur á fornum trúarsöngvum. Dreisig lauk sín- um þaetti með West- minster-fantasíunni eftir Vierne. Fantasían er byggð á klukkustefi Westminster-kirkj- unnar og er skemmtilegt til áheyrnar, ef það er leikið af miklum tilþrifum, en annars óttalegt gums. Tónleikunum lauk með lagi eftir Weyse, sem um nokkur ár þjáði íslendinga svo við lá að þeir gleymdu eigin söngvum. Rummel og Dreisig eru góðir tónlistarmenn og gerðu margt mjög fallega, eink- um í meðferð fíngerðra blæ- brigða. Paul Zukofsky Zygmunt Krauze Sinfónískir tónleikar Mendelssohn Efnisskrái Þorkell Sigurbjörnsson Fylgjur Zygmunt Konsert fyrir Krauze píanó og hljómsveit Sinfónía nr. 3. op. 56 Tilefni tónleikanna var að 1. október hefur verið gerður að alþjóðlegum degi tónlistarinnar. Það fer að líða að því að hver dagur verði upptekinn til ein- hvers konar hátíðahalda og vandséð að svona sérdaga leikur hafi nokkurn tilgang. Tónleik- arnir hófust á nýju verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson, er hann nefnir Fylgjur. Verkið er, eins og mörg verka Þorkels, byggt á þrástefjun og voru í því margir góðir sprettir. I heild er það nokkuð kyrrstætt, þar sem unnið er án afláts úr einu stefi og síðan allt í einu hætt við það og tekið til við nýtt stef. Þannig eru heildaráhrifin rofin af kaflaskiptum og verkið verður eins og röð samstæðra kafla en ekki eitt verk. Stjórnandinn Paul Zukofsky lék einleik á fiðlu í yerkinu og var leikur hans mjög fallegur. iAnnað verkið á tónleikunum var Konsert fyrir píanó og hljómsveit eftir Zygmunt Krauze. Höfundurinn lék á píanóið og var leikur hans á köflum fallegur. Verkið minnir mjög á fríleiknar fantasíur framúrstefnupoppara, sem eru að miklu leyti tónflóð í skölum og hljómum, er hvíla á eins konar liggjandi bassa. Þrátt fyrir falleg blæbrigði var verkið í heild fjarska viðburðalítið, eins konar rússneskt jafntefli. Tónleikunum lauk með þriðju sinfóníunni eftir Mendelssohn. I heild var flutningur sinfóníunn- ar nokkuð hægur, nema í öðrum kaflanum. Hljómsveitin stóð sig mjög vel og var auðheyrt að Zukofsky hefur næmt eyra fyrir formi og fallegum línum. Jón Ásgeirsson Myntsafnarar ætla að gefa út minnispening Myntsafnarafélag íslands verð- ur 10 ára hinn 19. janúar n.k. og í frétt frá Myntsafnarafélaginu segir að öllum landsmönnum sé boðið að taka þátt í samkeppni um teikningu á minnispeningi. sem slá á í tilefni afmælisins. Peningurinn á að vera úr silfri og verður í crown-stærð. Crown-stærðin er valin sökum þess hve algeng myntstærð hún hefur verið á undanförnum öldum. Af þessari stærð voru dalirnir gönilu og spesíurnar, silfurdollar- ar, minnispeningar Ólympíunefnd- ar íslands frá 1972 og 1976. Peningurinn er kringlóttur og sem næst 39 mm í þvermál. Á peningn- um skulu koma fram ártölin 1969 og 1979 og nafn félagsins. Fram- hlið peningsins verður sú hlið, sem nafn og eða merki félagsins er á og um það má gera tillögur. Þá segir að ekki sé skilyrði, að teikning fylgi af báðum hliðum. Verðlaun fyrir beztu teikninguna verða 200 þús. kr. eða 100 þús. kr. á hlið, ef valin verður sitt hvor hliðin frá 2 aðilum. Skila skal teikningum er skulu vera 15 sm að stærð í pósthólf 5024 í Reykjavík 105 fvrir 1. nóvember n.k. Slegnir verða 400 peningar, en félagar í Myntsafnarafélaginu eru nú 350, og formaður félagsins er nú séra Ragnar Fjalar Lárusson, — Fundir félagsins eru haldnir einu sinni í mánuði í Templara- höllinni or veröur næsti fundur hinn 14. október kl. 14.30. Þá er fyrirhuguð myntsýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins í aprílmánuði n.k. Vísindamenn í fískiðn- aði funda í Reykjavík t AUiI.VSINfíASÍMlNN ER: £^22480 ___\ 2H»rímnbI«it>il> I G.ER hófst í Reykjavík ársfund- ur félags þeirra manna, sem vinna á sviði rannsókna í fiskiðn- aði í V-Evrópu en alls sækja fundinn 39 útlendingar og 5 íslendingar. Dr. Björn Dagbjartsson for- stjóri Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. að þetta væri í níunda sinn. sem þessi fundur væri haldinn og nú hefði röðin verið komin að íslending- um. Bretar. Norðmenn og Hol- lendingar hefðu verið leiðandi á þessu sviði. en á þessum fundum skiptust menn á skoðunum. „Þessir fundir eru frekar lokaðir, en á þeim ræða menn um þær rannsóknir sem í gangi eru og fást þar oft mikilsverðar upplýsingar, sem kannski hefðu ekki komið fram fyrr en um tveimur árum síðar í vísindarit- um," sagði Björn. Fulltrúar á fundinum fara í dag til Vestmannaeyja og kynna sér fiskiðnaðinn þar, en fundi verður síðan haldið áfram á miðvikudag og verður slitið þá um kvöldið. Að sögn dr. Björns Dagbjartssonar þá var mest rættum gerlafræði á fundinum í gær, „hvort menn leggja of mikla áherzlu á þær rannsóknir, eða hvort fólk sé almennt of kærulaust gagnvart gerlum," sagði hann. Ijtilli St Úlkll var gefið 1000 kr. hlutabréf í flugfélagi fyrir 30 árum. Það bréf er nú orðið að 354.000 króna hlut í Flugleiðum h.f. Gefðu börnunum hlutabréf í Flugleiðum h.f. í fæðingargjöf, sem tannfé, í skírnargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf eða af einskærri fyrirhyggju. Verðgildi bréfanna eru kr. 10.000, 50.000 og kr. 100.000. Hafðu samband við næsta umbóðsmann eða skrifstofu Flugleiða. Sími aðalskrifstofu er 27800. FLUGLEIÐIR HF Hlutabréfadeild sími 2 78 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.