Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1978 fltoqpfsilrlafrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, st'mi 10100. Aðalstrœti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. lausasölu 110 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Skipulagsmál S j álfstæðisflokks Umræður á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna um síðustu helgi beindust mjög að skipulagsmálum Sjálfstæðis- flokksins, eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins. Tillögur, sem fram komu á aukaþinginu og fólu í sér vantraust á núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins voru felldar. Um það segir Kjartan Gunnarsson, formaður Heimdallar, í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Ég tel að þessi afgreiðsla á þessum tillögum sýni svo ekki verði um villzt, að ungir sjálfstæðismenn telja önnur verkefni meira aðkallandi í Sjálfstæðisflokknum og í sínum samtökum heldur en að deila um forystu flokksins." I þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á þeirri yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar, að hann sé staðráðinn í að gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta Iandsfundi flokksins. Geir Hallgrímsson sagði: „Ég hlýt sem formaður flokksins að bera ábyrgð á málum flokksins, hvort sem á móti blæs eða við erum í sókn. Ég hef sem formaður flokksins bæði hlotið meðbyr og mótbyr alveg eins og flokksmenn verða að búast við. Þess vegna er ég staðráðinn í að gefa kost á mér til endurkjörs til formannsembættis Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi hans. Landsfundur verður að ákveða, hvort mér verður falin forysta flokksins áfram eða ekki. Eitt vil ég biðja unga sjálfstæðismenn að vera mér sammála um: að formaður flokksins hver sem hann er, eigi að njóta fylgis flokksfélaganna út á við. Það er nauðsynlegt ef hann á að afla flokknum fylgis og ef hann á að koma fram sannfærandi gagnvart þjóðinni." Á þinginu komu fram ákveðnar hugmyndir um skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins, þ. á m. um fyrirkomulag forystu flokksins og eru hugmyndir ungra sjálfstæðismanna þær, að auk formanns og varaformanns flokks og þingflokks, verði kjörnir á landsfundi formaður og varaformaður miðstjórnar. Vitað er, að sérstök nefnd, sem starfað hefur undir forystu Birgis ísl. Gunnarssonar í sumar til þess að gera úttekt á stöðu Sjálfstæðisflokksins í kjölfar kosningarúrslitanna, mun gera það að tillögu sinni, að kjörinn verði sérstakur ritari Sjálfstæðisflokksins, sem verði einnig formaður framkvæmdaráðs flokksins og beri þar með sérstaka ábyrgð á flokksstarfinu. Þessar hugmyndir um breytt fyrirkomulag á forystu Sjálfstæðisflokksins sýna, að trúnaðarmenn hans telja sérstaka nauðsyn á að flokksstarfinu og skipulagsmálum flokksins verði sinnt í ríkara mæli eftirleiðis. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi þetta atriði í ræðu á aukaþingi SUS og sagði: „Það má vera alveg ljóst, að formaður og varaformaður flokksins geta ekki gegnt skyldum sínum gagnvart flokknum og flokksstarfinu, þegar þeir eru báðir ráðherrar í ríkisstjórn. Það er hins vegar mikilvægt, að flokksstarfinu sé sinnt eins vel og frekast er kostur en það verður því að finna þarna einhverja lausn þannig, að forystumenn flokksins geti einnig óskiptir helgað sig sérstaklega stefnumörkun í stjórnmálunum. Hvaða leið, sem við veljum í skipulagsmálum, verður að vera skýrt hver ber ábyrgðina í hverju tilviki." Það kom einnig fram í ræðu Geirs Hallgrímssonar að hann er opinn fyrir ýmsum hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi forystu flokksins að þessu leyti. Ætla má, að víðtæk samstaða sé innan Sjálfstæðisflokksins um skipulagsbreytingar af því tagi, sem stuðla að eflingu flokksstarfsins inn á við og út á við og í samtali við Morgunblaðið í gær, lagði Jón Magnússon, formaður SUS, sérstaka áherzlu á samþykktir þingsins um þetta efni. Væntanlega verða þessi skipulagsmál rædd frekar á flokksráðsfundi og formannaráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem verður innan tíðar og koma síðan til ákvörðunar landsfundar næsta vor. Þótt athygli sjálfstæðismanna beinist nú að skipulagsmálum sérstaklega mega flokksmenn þó ekki gleyma því, sem að var vikið í forystugrein Morgunblaðsins sl. sunnudag, að á engu er meiri þörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú en nýjum hugmyndum. í ví sambandi er eftirtektarverð sú skoðun, sem fram kom í ræðu eirs Hallgrímssonar á aukaþingi SUS, að næsti landsfundur tti að fjalla sérstaklega um stefnu Sjálfstæðisflokksins og 'ðhorf á níunda áratugnum. Með því er horft fram á veg. Geir Hallgrímsson svarar fyrirspurnum á au Hlutur Sjálfstæðií nú þrátt fyrir fylgi ara, sem gleypt h AÐ LOKINNI ræðu sinni á auka- þingi Sambands ungra sjálfstæðis- manna um síðustu helgi, svaraði- Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn- um þingfulltrúa og verður hér á eftir gerð grein fyrir fyrirspurn- unum og svörum þeirra. Bragi Mikaelsson, Kópavogi, spurði hvert væri álit formanns Sjálfstæðisflokksins á þeirri tillögu þingsins að myndað yrði skuggaráðuneyti, þegar flokkurinn væri í stjórnarandstöðu. Nauðsyn- legt væri að flokkurinn ætti einn ákveðinn talsmann í öllum mála- flokkum, hvort sem hann væri í stjórn eða stjórnarandstöðu. Geir sagði, að viss vandkvæði væru á því að skipa skuggaráðu- neyti, þegar ekki væri ljóst hvaða ráðuneyti flokkurinn kæmi til með að fara með í ríkisstjórn en þar sem slíkt tíðkaðist eins og í Bretlandi væri um val milli stjórna tveggja flokka að raeða en ekki samsteypustjórn. Nú væri staðan að því leyti til sérstök að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini stjórnarandstöðuflokkurinn og með tilvísun til þess gæti þetta vel komið til greina með þeim hætti að t.d. tveim þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins væri falin forsjá hvers málaflokks og færi það eftir skipun manna í þingnefndir. Tímaspursmál hvenær til landsfundar verður boðaö Orn Kærnested, Mosfellssveit, spurði hvort ekki hefði komið til tals innan stjórnar flokksins að efna tii landsfundar í framhaldi af kosningaósigrum flokksins og þá fyrr heldur en í vor, þegar landsfundur ætti að vera sam- kvæmt lögum flokksins. Geir sagði að miðstjórn og þingflokkur hefðu verið sammála um að mikilvægt væri að lands- fundur væri vandlega undirbúinn og að þeim undirbúningi væri nú unnið. Tímaspursmál væri hvenær til landsfundar yrði boðað. „Ég tel litlar líkur á að það verði hægt fyrir áramót en um næstu mánaðamót verður haldinn for- manna- og flokksráðsfundur Sjálf- stæðisflokksins. Til landsfundar verður boðað þegar undirbúningi lýkur en ég hef áður lýst því yfir að ég tel að fundurinn eigi að marka stefnu flokksins til lengri tíma. Ég held að það beri of mikið á sjálfsmeðaumkun meðal sjálf- stæðismanna í stað þess að við herðum baráttu flokksins gagn- vart andstæðingum. Ef við eigum að vinna það traust sem við misstum í síðustu kosningum verðum við að sýna að við séum traustsins verðir og það gerum við ekki með því að vera sífellt að vorkenna okkur sjálfum, horfa bara í eigin barm og bera okkur illa og veikja þannig flokk okkar," sagði Geir. Veljum okkar trúnaðarmenn á landsfundi Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi, sagði að veikasti hlekkurinn í Sjálfstæðisflokknum væri þetta sundurlyndi innan flokksins og það hefði orðið flokknum til tjóns. Óðinn spurði hvort landsfundur í haust hefði ekki eytt þessum röddum? Geir sagði að hann teldi að landsfundur flokksins gerði lítið gagn nema þar yrði mörkuð stefna flokksins og það til lengri tíma. „Ég sé ekki að það sé ástæða til að halda landsfund til að eyða þessum röddum. Þær hafa verið magnaðar af andstæðingum okkar en við þeim eigum við það svar eitt að á landsfundi veljum við okkar trúnaðarmenn og á meðan þeir eru kjörnir og hafa sitt umboð megum við ekki gera of mikið úr þessu heldur verðum við að eyða slíkum úttölu- og ólundarröddum innan frá í flokknum. Landsfund þarf að halda sem fyrst en þó ekki fyrr en hann hefur verið nægjanlega undirbúinn," sagði Geir. Viljum hafa land- búnað hér - og taka á okkur sveiflur vegna mismunandi _______árferðis_______ Guðmundur P. Jónsson, Þor- lákshöfn, spurði hver væri afstaða Sjálfstæðisflokksins til niður- greiðslna á landbúnaðarvörum? „Þarna er drepið á mál, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nægjanlega skýrt mótaða stefnu í, en þar á ég við landbúnaðarmál- in," sagði Geir. Sagði Geir að hann teldi eðlilegt að greiða niður landbúnaðarvörur að vissu marki, því með þeim hætti kæmu þær bæði til góða fyrir neytendur og landbúnaðinn. Niðurgreiðslur mættu þó aldrei ganga í berhögg við markaðslögmálið og í því efni mætti ekki mismuna framleiðslu einstakra búgreina. „Ég tel að við viljum hafa landbúnað hér í landinu og við séum tilbúin til að taka á okkur sveiflur, sem fylgja mismunandi árferði. En útflutn- ingsbæturnar mega ekki fara fram úr 10% reglunni svokölluðu og ég tel að henni eigi að breyta á þann veg að útflutningsbæturnar verði 10% af verðmæti framleiðslu hverrar búgreinar en ekki heildar- búvöruframleiðslunnar eins og nú er," sagði Geir og bætti við að niðurgreiðslur mættu ekki fara fram úr því sem næmi vinnslu- og dreifingarkostnaði, en þær væru nú orðnar hærri og slíkt gæti ekki gengið tii Jengdar. Enginn stjórnmála- flokkur tekur meira tillit til skoðana ungs fólks en Sjálfstæðisflokkurinn Sigurgeir Þorgrímsson, Reykjavík, sagði að margir úr röðum ungra sjálfstæðismanna væru orðnir þreyttir á að leggja á sig mikla vinnu við samninga og gerð tillagna, sem forysta flokks- ins tæki svo ekkert mark á. Margir ungir sérfræðingar hefðu á undan- förnum árum lagt flokknum lið með þessum hætti en þeir hQfðu hætt að starfa innan flokksins, þar sem þeir hefðu ekki séð tilgang í því starfi. Spurði Sigurgeir, hvort það væri ætlun forystunnar að taka mark á samþykktum þessa þings eða samþykktum fyrri þinga SUS? Geir sagðist að vísu ekki hafa séð önnur drög af ályktunum frá þessu þingi en um verðbólguna og hún félli yissulega að stefnu flokksins. „Ég man að ég var á sömu skoðun og Sigurgeir þegar ég starfaði innan SUS, sem var í nær 20 ár. Ég veit að þessi tilfinning er á meðal ungra manna á hverjum tíma að ekki sé tekið mark á tillögum þeirra. Ég held þó að enginn stjórnmálaflokkur hér á landi taki meira tillit til skoðana ungs fólks heldur en Sjálfstæðis- flokkurinn. Það sést best á því að oftar en einu sinni hefur ungt fólk hlotið hæstu atkvæðatölu við kjör í miðstjórn flokksins á landsfundi og fulltrúar ungs fólks hafa jafnan verið í þeim nefndum, sem undir- búið hafa ályktanir landsfunda og flokksráðsfunda flokksins. Og ég held að því verði ekki móti mælt að viðhorf ungs fólks hafa mjög oft mótað ályktanir funda flokks- ins. Tillaga um að kjósa sérstakan ________ritara________ Sigurður Sigurðsson, Reykja- vík, vitnaði til ályktunar þingsins um skipulag og starfsemi Sjálf- stæðisflokksins, þar sem sagði fl( h£ k\ sk m si fr m in til þi m aí vi m si in fa k( h, of st S£ SÍ in K V( el ai Á aukaþingi Sambands ungra sj formaður Sjálfstæðisflokksins, ra m.a. að „við ríkjandi aðstæður er fámennisstjórn í flokknum. Nauðsynlegt er að fá fram breyt- ingu á því, en til þess að það geti orðið, þarf algjör uppstokkun á forystumynstrinu að koma til." Benti Sigurður á tillögur þingsins um hina svokölluðu þrískiptingu forystunnar og spurði Geir hver væri skoðun hans á þessum tillögum? Geir sagðist í ræðu sinni hafa vikið að þessum tillögum og hann gæti endurtekið það, sem þar hefði verið sagt. Auk þessarar tillögu SUS-þingsins hefði verið varpað fram tillögu um hvort ekki væri rétt að kjósa sérstakan ritara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.