Morgunblaðið - 12.10.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978
5
Barnaár Sameinuðu þjóðanna 1979:
Unnið að bœttum kjör-
um bama um heim allan
Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 21. desember 1976 var samþykkt að helga árið 1979
málefnum barnanna í tilefni þess að þá eru liðin tuttugu ár frá því að S.Þ. staðfestu yfirlýsingu um
réttindi barnsins. S.Þ. hvöttu ríkisstjórnir hinna ýmsu landa að sjá um framkvæmdir í tilefni þessa
árs. Ríkisstjórn íslands fól menntamálaráðuneytinu að sjá um framkvæmdir hér á landi og skipaði
það hinn 23. júní s.l. framkvæmdanefnd sem í eru* Svandís Skúladóttir, Halla Bergs, Sigríður
Thorlacius, Margrét Pálsdóttir og Jónína Baldvinsdóttir.
ársins hefðu verið lagðár fram en
þær eru: dagskrá fyrir fullorðna
um börn, bréfaskipti barna milli
landa, einþáttungar og skáldsögur
fyrir börn eftir þekkta rithöfunda.
Hefði nefnd verið skipuð til þess
að annast þessi mál. Meðal sam-
norrænna verkefna sem til íhug-
unar eru er barnadagur í útvarpi
þar sem dagurinn yrði algjörlega
helgaður börnum og dagskráin
jafnvel flutt af þeim.
Er allir mælendur höfðu lokið
máli sínu var ráðstefnuþátttak-
endum boðið í mat af mennta-
málaráðuneytinu en að matarhléi
loknu svöruðu þeir sem erindin
höfðu flutt fyrirspurnum þátttak-
enda.
Svandís Skúladóttir stjórnar-
ráðsfulltrúi, formaður barnaárs-
Hluti ráðstefnuþátt-
takenda. Guðný Guð-
björnsdóttir sálfræð-
ingur flytur erindi
sitt.
nefndar, tók til máls eftir að
fyrirspurnum hafði verið svarað.
Hún sagði m.a. að tilgangur
barnaársins væri ekki aðeins að
bæta kjör barna næstu ár heldur
varanlega. Að loknu máli Svandís-
ar var skipað í starfshópa sem að
loknum umræðum skiluðu áliti
sínu en síðar í haust verða
fulltrúar þessara starfshópa kall-
aðir saman og þá einnig hugsan-
legra nýrra hópa sem koma til með
að bætast við.
Áður en ráðstefnunni var slitið
voru tveir fulltrúar hennar kosnir
í framkvæmdanefnd.
í gær var haldin ráðstefna á
Hótel Loftleiðum þar sem fjallað
var um framkvæmdir vegna
barnaársins hér á Islandi. Ráð-
stefnuna sóttu í kringum 100
manns frá hinum ýmsu félögum.
Ragnar Arnalds menntamáiaráð-
herra setti ráðstefnuna og kvaðst
hann vænta þess að ráðstefnan
gegndi tvíþættu hlutverki — að
hún myndi auka víðsýni manna og
jafnframt auðvelda undirbúning
aðgerða vegna barnaársins. Síðan
afhenti hann Birgi Thorlacius
ráðuneytisstjóra og Kristjáni
Gunnarssyni fundarstjórn og skip-
aði Braga Kristjánsson og Rósu
Björku Þorbjarnardóttur fundar-
ritara.
Þar næst voru flutt erindi.
Ármann Snævarr forseti Hæsta-
réttar flutti erindi um réttarstöðu
barna. í erindi Ármanns kom m.a.
fram að Island hefði fyrst Norður-
landanna lögfest erfðarétt óskil-
getinna barna. Ármann sagði
einnig að í 90% þeirra tilfella
þegar foreldravaldi væri skipt,
kæmi valdið í hendur móður og
þegar um óvígða sambúð væri að
ræða væri löglegt foreldravald
algjörlega í höndum móður þar
sem hið raunverulega vald væri
jafnt í höndum föður og móður.
Að lokum sagði Ármann frá
ýmsum hugmyndum sem fram
hefðu komið um breytingar á
sifjarétti.
„Það er nokkuð viðurkennt
meðal sérfræðinga í sifjarétti að
það sé fremur miðað við óskir og
hagsmuni foreldra en barns þegar
iög um þessi efni eru sett,“ sagði
Ármann.
Hann sagði að í nýju frumvarpi
til laga væri gerð tilraun til þess
að draga úr mismun skilgetinna og
óskilgetinna barna og þá jafnvel
freistast til að koma því þannig
fyrir að barnaverndarlöggjöfin
fjalli um börn án tillits til þess
hvort um skilgetin eða óskilgetin
börn er að ræða. Einnig er í nýja
frumvarpinu ákvæði um að leggja
foreldravald í hendur beggja
foreldra þegar um óvígða sambúð
er að ræða.
Næst tók til máls Guðný Guð-
björnsdóttir sálfræðingur og fjall-
aði hún um börnin og umhverfið.
Guðný ræddi um að þjóðfélag
nútímans væri ómanneskjulegt, þá
ekki síður fyrir foreldra en börn.
Hún sagði að tæknivætt þjóðfélag
skapaði hraða sem olli því að
fjölskyldan ætti fáar samveru-
stundir og jafnvel skapaði þær
aðstæður að börnum fyndust þau
vera til hindrunar og stundum
væri það einnig skoðun foreldr-
anna.
„Þrjú fyrstu árin í lífi barnsins
eru mikilvægust og þá er nauðsyn-
legt að barnið sé að mestu í umsjá
sömu aðila,“ agði Guðný. Hún
sagði börnin ótrúlega næm fyrir
spenn u sem ríkti hjá foreldrum og
kæmi það oft á tíðum niður á
hegðun þeirra og námsgetu.
Guðný talaði einnig um skipulag
byggðar sem hún sagði því miður
oft vera gert án þess að tekið væri
tillit til þarfa barnsins.
Að lokum talaði Guðný um
dagvistunarstofnanir fyrir börn.
Hún sagði að gæði og stöðugleiki
væri það sem mestu máli skipti er
um dagvistunarstofnanir fyrir
börn væri að ræða, en stöðugur
Ljósm. RAX.
flutningur kæmi miklu róti á
börnin.
Barnið og fjölskyldan var um-
ræðuefni Björns Björnssonar próf-
essors. Hann sagði að miklar
breytingar hefðu átt sér stað á
fjölskyldunni á síðustu árum,
sumar þeirra væru til góðs en
aðrar til ills. Sem dæmi um
breytingar nefndi hann að hjóna-
skilnaðir væru nú mun algengari
en áður og samkvæmt útreikning-
um Hagstofunnar færi 4.-5. hvert
hjónaband út um þúfur. Hann
sagði þetta hafa ill áhrif á börnin
en í mörgum tilfellum þar sem
sambúð hjónanna væri orðin mjög
slæm væri það börnunum til góðs
að henni yrði slitið.
Björn sagði að í nútíma þjóðfé-
lagi yrði fjölskyldan oft að leggja
hart að sér til þess að halda
saman. Þegar aldurshópar væru
mikið aðskildir vegna mismunandi
atvinnu og áhugamála, ættingjar
oft á tíðum fjarri og sambönd þar
á milli ekki greið.
„Lífríki fjölskyldunnar þarf að
vernda ekki síður en lífríki náttúr-
unnar,“ sagði Björn að lokum.
Síðust á mælendaskrá var
Gunnvör Braga dagskrárfulltrúi
og talaði hún um börnin og
fjölmiðlana.
Gunnvör sagði að 6V2 tíma í viku
væri flutt efni fyrir börn og
unglinga í hljóðvarpinu en það
væri um 4,2% af útsendri dagskrá
á ári en þar með eru ekki talin
leikrit fyrir börn og unglinga né
tónlistarþættir fyrir sömu aldurs-
hópa. Síðan taldi Gunnvör upp þá
þætti sem væru í hljóðvarpinu
ætlaðir börnum og unglingum.
Gunnvör sagði að tillögur um
dagskrá í hljóðvarpi vegna barna-
LITSJÓNVARPSTÆKI
Úrvalstæki, búið öllum þeim tækninýjungum sem góð litsjónvörp
þurfa að hafa, svo sem línulampa, viðgerðareiningum og fleiru.
Tækið áem sameinar myndgæði og fallegt útlit.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstætt verð.
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670