Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978
17
Stjórn Sambands ísl. sparisjóða, t.v. Ingólfur Guðmundsson, Páll Jónsson, Guðmundur
Guðmundsson, Þór Gunnarsson, Baldvin Tryggvason, Sólberg Jónsson, Ingi Tryggvason og
Hallgrímur Jónsson.
Má ekki verða á færi sérfræð-
inga einna að reikna út vexti
umræður um útlánareglur og vaxta-
mál þar sem m.a. var varað við að
setja þannig reglur um útlán að
hætta væri á að almenningur í
landinu gæti ekki áttað sig á þeim til
hlítar. Baldvin Tryggvason sagði að
sparisjóðsmenn óttuðust að í kjölfar
þeirra umræðna sem nú ættu sér
stað um breytingar á vaxtamálum,
yrðu settar flóknar reglur um útlán
og vexti, sem yrðu til þess að draga
úr trausti fólks á innlánsstofnunum
og gera mönnum erfitt fyrir með að
átta sig á því hvaða arður yrði af
sparifé eða hvað þeir ættu að greiða
af lánum. „Við þekkjum að í dag er
það vart nema á færi sérfræðinga að
reikna út laun fólks og við viljum
fyrir alla muni forðast að svo fari
einnig með vexti af sparifé og lánum.
Það yrði aðeins til þess að draga úr
trausti fólks á innlánsstofnunum,"
sagði Baldvin.
„Við leggjum á það áherslu að ekki
verði sett upp það flókið kerfi að
viðskiptavinurinn viti ekki að hverju
hann gengur. Það er vel hægt að
hafa vextina eina tölu en þá verða
menn líka að koma sér saman um
hver hún á að vera,“ sagði Þór
Gunnarsson, aðstoðarsparisjóðs-
stjóri við Sparisjóð Hafnarfjarðar.
Varðandi það hvort heimilt væri
að gera svo gagngera breytingu á
kjörum áður veittra lána eins og
heyrst hefði að nú væri á döfinni að
gera með því að breyta vaxtakerfinu
á þann veg, að verðbótaþáttur vaxta
leggist ofan á höfuðstól lána, sagði
Baldvin að hann teldi að varðandi
skuldabréf og vaxtaaukalán hlyti að
verða að miða við það orðalag, sem
væri í bréfunum og breytingu sem
þessari yrði ekki komið fram nema
með samþykki lántaka og þeirra,
sem ættu veð í þeirri eign, sem stæði
til tryggingar láninu. „Eg tel að slík
breyting sem þessi gæti ekki gilt um
þau lán, sem þegar hafa verið veitt
en þetta er hugsað til að jafna út
greiðslubyrðina, þó ég sé ekki viss
um að greiðslubyrðin í heild verði
léttari þegar upp er staðið," sagði
Baldvin.
Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs-
stjóri hjá Sparisjóði vélstjóra, benti
á að t.d. varðandi vaxtaaukalánin þá
væri búið að þinglýsa þeim og því
þyrfti að þinglýsa á ný ákvæðum
varðandi breytingum sem þessa ef af
yrði.
„Við getum vissulega ekkert sagt
til um hvað verður ofan á í þessum
vaxtamálum, því valdið til að ákveða
vexti er hjá Seðlabankanum. Við
viljum hins vegar þrýsta á um að
tryggja verðgildi sparifjárinnstæðna
og jafnframt að vaxtareglur verði
ekki óhóflega flóknar," sagði
Baldvin.
25% aí fé sparisjóðanna
bundið í Seðlabankanum
lánað þar til
atvinnuveganna
Sparisjóðsmennirnir sögðu, að oft
væri sagt að sparisjóðirnir lánuðu
nánast ekkert til atvinnuveganna og
það væri vitanlega rétt að því leytinu
til, að bein útlán sparisjóðanna færu
að meirihluta til einstaklinga en
menn mættu þó ekki gleyma því, að
25% af öllu fé sparisjóðanna eins og
annarra bankastofnana væri bundið
í Seðlabankanum og þar væri þetta
fé lánað til atvinnuveganna s.s. í
formi afurðalána. Fram kom að um
síðustu áramót var þetta fé 3,7
milljarðar að því er sparisjóðina
snertir. Páll Jónsson sagði að það
skipti því sparisjóðina miklu hvaða
breytingar yrðu gerðar á vaxtakjör-
um afurðalánanna, því fengi Seðla-
bankinn minni tekjur, gæti hann
ekki greitt sparisjóðunum næga
vexti af þessu fé en ákvörðun
þessara vaxta væri einhliða af hálfu
Seðlabankans og þar gætu sparisjóð-
irnir ekkert samið um.
Launakostnaður minni
hjá sparisjóðunum
en hönkum
Rekstrarafkoma sparisjóðanna
var góð árið 1977 en nú ríkir nokkur
óvissa um afkomuna á þessu ári að
sögn stjórnarmanna og gildir það
sama um allar innlánsstofnanir í því
efni. Nokkuð var vikið að útbreiðslu
sparisjóða hér á landi og víða
erlendis og bentu stjórnarmennirnir
á að mjög víða erlendis s.s. í Sviss og
Austurríki önnuðust sparisjóðir
milli 30 og 40% bankaviðskipta. Það
hefði líka sýnt sig hér á landi, að
rekstrarkostnaður sparisjóðanna
væri lægri en bankanna og var í
þessu sambandi nefnt að launa-
kostnaður bankanna í heild hefði á
árinu 1977 verið 20,94% af brúttó-
tekjum ársins en hjá sparisjóðunum
hefði launakostnaðurinn orðið
16,34%. Þessi munur væri ekki vegna
þess að sparisjóðarnir greiddu lægri
laun heldur sýndi það sig að stóru
einingarnar skiluðu ekki betri
nýtingu. Um framtíðina var nefnt að
vel kæmi til greina að sparisjóðirnir
stæðu sameiginlega að einum banka.
Á fundinum var kjörin stjórn
Sambands ísl. sparisjóða og eiga
sæti í henni Baldvin Tryggvason,
Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn-
is, Guðmundur Guðmundsson, Spari-
sjóði Hafnarfjarðar, Páll Jónsson,
Sparisjóðnum í Keflavík, Ingi
Tryggvason, Sparisjóði Reykdæla, og
Sólberg Jónsson, Sparisjóði Bolung-
arvíkur. I varastjórn voru kosnir
Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði vél-
stjóra, og Ingólfur Guðnason, Spari-
sjóði V-Húnavatnssýslu. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa flutti Þór
Gunnarsson, aðstoðarsparisjóðs-
stjóri í Sparisjóði Hafnarfjarðar,
erindi á fundinum og greindi frá
margvíslegum störfum sambands-
stjórnarinnar til stuðnings minni
sparisjóðunum úti um land og
samræmingu á bókhaldskerfi þeirra.
Þá heimsóttu fundarmenn Reikni-
stofu bankanna og kynntu sér
starfsemi hennar. Einnig komu á
fundinn frá Seðlabanka Islands, þeir
Sveinn Jónssoon, aðstoðarbanka-
stjóri, og Þórður Ólafsson deildar-
stjóri og ræddu um samskipti
Seðlabankans og sparisjóðanna.
Nýr hagfræðingur ASI
MIÐSTJÓRN Alþýðusam-
bands íslands hefur ákveðið
að ráða Jóhannes Siggeirsson
í stöðu hagfræðings sam-
bandsins.
Miðstjórnin sam-
þykkti þetta á fundi hinn 28.
september og tók Jóhannes
við hinn 1. október. Fyrst um
sinn mun Jóhannes vera í
hlutastarfi hjá ASÍ. en hann
gegnir ennfremur störfum
fyrir Alþýðubankann.
Jóhannes Siggeirsson er við-
skiptafræðingur frá Háskóla
Islands, en stundaði síðan
framhaldsnám í Uppsölum.
Hann hefur áður unnið hjá
Þjóðhagsstofnun og Kjara-
rannsóknanefnd, svo og hjá
Alþýðubanka eins og áður
segir. Ásmundur Stefánsson,
sem verið hefur hagfræðingur
ASI undanfarin ár, mun enn
um sinn vinna fyrir sambandið
og er m.a. forstöðumaður
hagdeildar þess, en hann verð-
ur lektor við viðskiptadeild
Háskólans.
■
■
Vandervell
vélalegur
Ford 4 - 6 - JB strokka
benzín og díesel vélar
Austln Mlni
Bedford
B.M.W.
1
I
Buick
Chevrolet
4-6-8 strokka
Chrysler
Cltroen
Datsun benzín
>og díesel
v Dodge — Plymouth
Flat
Lada — Moskvitch
Landrover
benzin og diesel
Mazda
Mercedes Benz
benzirl og diesel
Opel
Peugout
Pontiac
Rambler
Range Rover
Renault
Saab
Scania Vabis
Scout
Slmca
Sunbeam
Tékkneskar
bifreiðar
Toyota
Vauxhall
Volga
Volkswagen
Volvo benzín
og diesel
I
Þ JÓNSSON&CO
Skeifan 17 s. 84515 — 84516
Ostakynning - Ostakynning
í dag og á morgun frá kl. 14—18.
Hanna Guttormsdóttir, húsmæörakennari kynnir ostarétti
meö Hvítlauksosti og fleiri geröum af smurostum. Gefum aö
bragöa á 45% osti sterkum.
Ókeypis uppskriftir. Nýr bæklingur nr. 27.
Osta- og smjörsalan s.f.
Snorrabraut 54.
STILL-LONGS
ULLARNÆRFÖT
NÆLONSTYRKT
DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN
OG FULLORÐNA
SOKKAR
MEÐ TVÖFÖLDUM
BOTNI
SOKKAHLÍFAR
REGNFATNAÐUR
KULDAFATNAÐUR
VINNUVATNAÐUR
KLOSSAR
GÚMMÍSTÍGVÉL
VINNUHANZKAR
OLIUOFNAR
MEH RAFKVEIKJU
■gbskzzb
Ismiðajarnslampari
BORÐLAMPAR
HENGILAMPAR
VEGGLAMPAR
OLÍUOFNAR
GASLUKTIR
OLÍUHANDLUKTIR
OLÍULAMPAR
10“, 15“, 20“.
I
HANDLUKTIR
MEÐ RAFHLÖÐUM.
VASALJÓS
FJÖLBREYTT ÚRVAL.
PLÖTUBLÝ
KETILZINK
SKRÚFUZINK
TJÖRUHAMPUR
VÆNGJADÆLUR
ÍSSKÓFLUR
SALTSKÓFLUR
PLASTKÖRFUR
Sími 28855