Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 15 (Jr píanótíma í Tónlistarskóla Njarðvíkur. Tónlistarskóli Njarð- víkur í nýju húsnæði Tónlistarskóli Njarðvíkur hefur hafið sitt þriðja starfsár í nýjum og glæsilegum húsakynnum að Þórustíg 7, en síðastliðin tvö ár hefur skólinn verið til húsa í húsnæði Grunnskólans. I hinu nýja skólahúsnæði eru 5 kennslustofur og er ein þeirra ætluð til tónleikahalds, ennfremur eru í húsinu skrifstofa, eldhús og vinnuaðstaða fyrir kennara. Bæjaryfirvöld hafa staðið mjög vel að uppbyggingu skólans og búið hann vel upp af kennslutækj- um og hljóðfærum. í vetur stunda 112 nemendur nám við skólann og skiptast í söngdeild, tré- og málmblásara- deild, hljómborðsdeild, strengja- deild og undirbúningsdeild. í skólanum er lögð áherzla á hópvinnú þar sem starfandi eru lúðrasveit og kór, auk þess sér hver deild um tónfund einu sinni í mánuði. Fjórir fastráðnir kennarar starfa við skólann auk eins stundakennara. Skólastjóri er Örn Óskarsson. Fréttatilkynning. Blá sýning í Gallerí Suðurgötu 7 er enn einn útlendingur að sýna okkur list sína og raunar í þetta sinn list fleiri en sín sjálfs. Sá er Breti, sem er skrifaður fyrir þessari sýningu og heitir Robin Crozier. sagður hámenntaður frá mörgum háskólum í listum og hefur haldið sæg af sýning- um um allar Bretlandseyjar og víðar. Nú er tími til kominn að hressa upp á hið kalda ísland, og þá er temað BLÁTT tekið til meðferðar og svningunni gefið nafnið ICELAND BLUE SHOW. Meistarinn hefur boðið fjölda manns um allar trissur að senda framlög á þessa sýningu, svo að það mætti jafnvel kalla þetta samsýningu, en Crozier er nú skrifaður fyrir framtakinu, og hann á því bæði heiðurinn og háöið af þessu öllu saman. Ekki get ég sagt með sanni, að mér hafi þótt þetta stórkostleg sýning. Það er mikið gert til að vera frumlegur og yfirleitt haldið sér við blátt, eða eitthvað í áttina við blátt. Þarna eru verk eftir allt mögulegt fólk frá fjölda landa. Ekki veit ég, hver er tilgangurinn með þessu öllu saman, og það hvarfiar að mér, Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON að verið sé að gera að gamni sínu í dapurri veröld. Því er erfitt að skrifa af einhverju viti um þá hugmyndaauðgi, sem felst að baki öllum þeim klipp- um og póstkortum og ljósmynd- um, sem þarna er að finna. Jafnvel Kjarval og Magnús Pálsson eru þarna í bláum fötum og sóma sér vel. Sumir hafa garnan að því að sýna kynfæri sín, en slíkt er nú orðið svo algengt í sumum tímaritum, sem seld eru á hverju götuhorni, að búið er að stela þeim glæp. Það má vera, að enn sé það frumlegt í Bretlandi að bera þessa hluta líkamans á borð fyrir fólk, en hér og á Norður- löndum fer slíkt framhjá manni eins og auglýsing um slátur eða sápu frá Sunlight. Nei, þetta er orðið leiðinlegt stríð, að rembast við frumlegheit, sem svo eru ekki annað en algengir hlutir, sem ekkert af sér hafa gert. Þessi bláa sýning er ekki með því merkilegasta, sem Suður- gata 7 hefur borið á borð fyrir okkur Reykvíkinga. Það er eins og kallinn sagði: Það vantar púðrið í glettnina. Ég efast ekki um, að þetta fólk er að gera að gamni sínu og vill koma lit á grámóðu hversdagsins með sín- um sérstæða hætti. Það er svo allt annað mál, hvernig glettnin er skilin, og hvernig hinir þrautleiðinlegu bregðast við slíkum sýningum. Við hér erum nú að veröa veraldarvön, hvað þetta snertir, og sjúgum bara upp í nefið, þegar slíkar aka- demiskar sýningar eru bornar á borð. Þetta hugtak hefur verið þýtt yfir á íslensku „Skólalist". Hvernig fer það í mannskapinn? Ég persónulega hef enga skoðun á slíkri þýðingu, en akademisk list hefur ætíð verið mér heldur til ama en ánægju. Að lokum vil ég láta það fylgja, að ég varð fyrir von- brigðum með þessa sýningu, bæði vegna þess fjölda, sem þar á verk, og einnig þar sem Crozier er svo hámenntaður í sínum fræðum. Því miður, ég varð engu nær og heldur ekki í betra skapi, er ég hafði skoðað þessa Bláu sýningu. Sieglinde Kahmann íer með eitt aðalhlutverkið í Kátu ekkjunni. Sýningum á Kátu ekkjunni fækkar NÚ ERU ekki eftir nema 2 sýningar á Kátu ekkjunni, en hún verður sýnd á sunnudagskvöld og síöasta sýning er ráðgerð fimmtu- daginn 20. október. I frétt frá Þjóðleikhúsinu segir að Káta ekkjan sé í hópi þeirra söngleikja, sem hvað mesta aðsókn hafi fengið. Með aðalhlutverkin fara þau Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson og með önnur stór hlutverk fara Ólöf Harðar- dóttir, Magnús Jónsson og Guð- mundur Jónsson. Þá segir í frétt frá Þjóðleikhús- inu, að sýningum á einþáttung- unum Mæður og synir sé að fækka, en þar fara með aðalhlutverk Bríet Héðinsdóttir og Guðrún Þ. Steph- ensen. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17192-17355 Hvítárskálinn við Hvítárbrú óskar eftir tilboöi í gamla veitingahúsiö á staönum til niöurrifs. Húsiö er úr timbri ca. 500 fm. Upplýsingar í síma 93-7050 eöa 93-7036 og í Reykjavík 33001. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: □ Sóleyjargata □ Sjafnargata □ Hverfisgata 4—62 □ Laugavegur 1—33 Úthverfi: □ Baröavogur Vesturbær: □ Faxaskjól □ Miöbær Uppl. í síma 35408 IKetgtniklfibft Ruggustólar fráJúgóslavíu irumarkaðuri nnhl. wlr! sgagnadeild 16112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.