Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978
39
Víkingar standa
nú beztaö vígi
VÍKINGAR standa bezt að vígi í
Reykjavíkurmótinu í 'handknattleik
eftir að hafa lagt KR-inga að velli í
gærkvöldi 25:24 í Laugardalshöll.
Staðan var 15:11 í hálfleik. Víkingar
hafa 4 stig eftir 2 leiki og mega Þeir
tapa síðasta leiknum fyrir Val með
HOLLENDINGAR sýndu enn hvers
peir eru megnugir, er peir unnu
Sviss næsta auðveldlega i Bern i
gær. Liðin leika sem kunnugt er
bæöi í sama riöli og islendingar.
Heimamenn stóðu dálitið í Hollend-
ingum framan af og jafnt var í
leikhléi, 1—1. En Hollendingar sigu
örugglega fram úr í síðari hálfleik.
Piet Wildschut náði forystunni fyrir
Holland, en Tanner tókst að jafna
fyrir hlé. Hinn markheppni Ernie
Brandts náði fljótlega forystunni á ný
í síðari hálfleik og á síðustu mínútu
leiksins skoraði Ruud Geels þriðja
markið og öruggur sigur var í höfn.
Nágrannar Hollendinga, Belgar,
léku á sama tíma Evrópuleik í
Lissabon í Portúgal og náðu jafntefli
gegn heimamönnum, 1 — 1.
a.m.k. tveggja marka mun en hljóta
samt Reykjavíkurmeistaratitilinn
bví ef líð verða jöfn ræður marka-
tala úrslitum.
Hitt er svo annað mál að Víking-
arnir gátu svo gott sem tryggt sér
meistaratitilinn strax í gærkvöldi Oví
þegar 10 mínútur voru til leiksloka
höfðu Víkingarnir örugga forystu,
23:16, þ.e. 7 marka forystu. En
þessar síðustu mínútur fór allt í
baklás hjá Víkingunum og KR-ing-
arnir söxuðu smám saman á forskot-
ið. Síðustu tvær mínúturnar voru
Víkingarnir tveimur færri og munaði
ekki nema nokkrum sekúndum að
KR-ingarnir jöfnuðu því þeir brunuöu
upp völlinn í hraðaupphlaupi þegar
flautan gall við og þar með sluppu
Víkingarnir með skrekkinn.
Leikur Víkings og KR var mjög
hraður en oft á tíðum voru gæðin
ekki að sama skapi mikil. Víkingarnir
lögðu mikla áherzlu á hraðaupp-
hlaup, sem gáfu góðan árangur en
KR-ingarnir reyndu mest að brjótast í
gegnum í hornunum og það gaf mjög
góða raun að þessu sinni.
Mörk Víkings: Viggó Sigurðsson 6,
Árni Indriöaæson 5 (1 v), Páll
Björgvinsson 4, Erlendur Hermanns-
son 3, Ólafur Jónsson 3, Sigurður
Gunnarsson 2, Steinar Birgisson 1 og
Bkarphéðinn Óskarsson 1.
Mörk KR: Símon Unndórsson 9 (6
v), Siguröur P. Óskarsæson 7, Ingi
Steinn Björgvinsson 3, Bjprn Péturs-
son 1 (1 v), Ævar Sigurðsson 1, Einar
Vilhjálmsson 1, Haukur Ottesen 1 og
Jóhannes Stefánsson 1 mark.
— SS.
Óvæntur sigur Ármanns
ARMENNINGAR báru enga virðingu
fyrir Valsmönnum í Höllinni í
gærkveldi, enda engin ástæöa til, er
Ijóst var að leikur Valsmanna var
ekki upp á pað besta og peir
vanmátu greinilega andstæöinga
sína. Því fór svo, að leiknum, sem
flestir töldu að væri aðeins forms-
atriði aö Ijúka, lauk með óvæntustu
úrslitum mótsins til Þessa. Ármann
vann, 19—18, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 9—8 Þeim í hag.
Liðin skiptust á um forystuna og
aldrei skildu fleiri en 2—3 mörk. En
þegar aðeins um 10 mínútur voru til
leiksloka, höfðu Valsmenn yfir
18—16. Síöusfu mínúturnar voru
æsispennandi, er Ármenningar skor-
uðu 3 mörk í röð og höfðu náð
forystu þegar 3 mínútur voru til
leiksloka. Valsmönnum tókst ekki aö
jafna þrátt fyrir að Ijót dómaramistök
færðu Val knöttinn 20 sekúndum fyrir
leiksiok. Lokatölur 19—18.
Það var stórkarlalegur og ekkert
sérlega fagur handbolti sem leikinn
var viö þetta tækifæri, en baráttan og
spennan bætti það upp og gáman er
aö fá óvænt úrslit af og til.
Langbestur hjá Ármanni var Ragnar
markvörður, en ástæöa er til að
hrósa flestum Ármenninga. Hjá Val
voru Steindór og Bjarni bestir, en
aðrir léku ekki eins og þeir best geta.
Mörk Vals: Gísli Blöndal, Bjarni og
Steindór 5 mörk, Gísli Gunnar,
Þorbjörn Guömundsson og Jón
Pétur eitt hver.
Mörk Ármanns: Björn 6, Jón Viðar
4, Pétur 3, Þráinn og Friðrik 2 hvor,
Einar og Óskar eitt hvor.
— gg-
Danir glopruðu stigi
DANIR og Búlgarar geröu jafntefli á
Idrettsparken í Kaupmannahöfn í
gærkveldi. Leikurinn þótti fjörugur
og vel leikinn, auk Þess sem mikið
var skoraö, sem virðist vera orðin
regla, Þegar Danir eiga í hlut.
Lokatölurnar uröu 2—2, en staðan í
hálfleik var 1—1.
Danir sóttu mun meira í leiknum,
en framherjar liðsins fóry illa með
sæg af góðum færum. Þeir náðu þó
forystu snemma í f.h. er Benny
Nielsen skoraði gott mark. Búlgarar,
sem byggðu á snörpum skyndisókn-
um, jöfnuðu fyrir hlé meö marki
Panov. Sören Lerby náði forystunni á
ný fyrir Dani og lengi leit út fyrir að
það yrði sigurmarkið, en 4 mínútum
fyrir leikslok tókst lliev að jafna,
2—2. Búlgarar fögnuðu mjög í
leikslok, en Danir gengu að sama
skapi daufir af leikvelli.
Góður sigur þjóðverja
FYRRUM heimsmeistarar, Vest-
ur-Þjóðverjar, léku vináttulandsleik
gegn Tékkum í gærkveldi og
sigruðu 4—3 í fjörugum leik. Merki-
legt er, að staðan í hálfleík var 4—1
Þjóðverjunum í vil. Leikið var í Prag.
Risarnir mætast
Hafnarfjarðarrisarnir FH og
Haukar mætast í kvöld í Reykjancs-
mótinu í handbolta. Leikur þeirra
er hápunktur kvöldsins sem hefst
með því að Njarðvík og UBK lcika í
meistaraflokki kvenna klukkan
19.00. Síðan leika UBK og Aftureld-
ing í meistaraflokki karla ok að
lokum er það leikur kvöldsins,
leikur FH og Ilauka.
Abramzcik skoraöi fyrst fyrir Þjóð-
verja og síðan kom annað mark frá
Reiner Bonhof og var það skoraö
beint úr aukaspyrnu. Stambacher
minnkaði muninn, en því svaraði
Bonhof með marki úr víti og loks
skoraði Hansi Múller og enn var um
að ræða mark beint úr aukaspyrnu. í
síðari hálfleik hrundi leikur Þjóðverja
gersamlega saman og voru þeir
heppnir aö standa uppi sigurvegarar
áður en yfir lauk. Marian Masny og
Stambacher skoruöu fyrir Tékka í
síðari hálfleik.
í Búkarest í Rúmeníu fór fram
vináttuleikur milli heimamanna og
pólska landsliðsins. Rúmenar sigr-
uðu með marki lordanescue á 10.
mínútu leiksins.
• Framkvæmdastjóri Feyenoord P. Stephan lengst til
ásamt foreldrum sínum á blaðamannafundinum í gær.
vinstri, þá Pétur Pétursson
PETUR SKRIFAÐI UND-
IR ÞRIGGJA ÁRA SAMN-
ING VIÐ FEYENOORD
Á BLAÐAMANNAFUNDI sem framkvæmdastjóri hollenska knattspyrnuliðsins Feyenoord boðaði til í gær, kom
fram að knattspyrnumaðurinn snjalli Pétur Pétursson hjá íþróttabandalagi Akranes hefur undirritað þriggja
ára atvinnumannasamning við Feyenoord. Pétur er aðeins 19 ára gamall og hefur undanfarið leikið með 1. deildar
liði I.A. og hefur jafnframt verið fastur leikmaður í íslenska landsliðinu á þessu ári.
Pétur mun halda utan til Rotterdam á laugardaginn ásamt framkvæmdastjóra Feyenoord, P. Stephan.
Ekki fékkst það uppgefið hve mikið Pétur fékk við undirskrift samningsins en P. Stephan skýrði frá því að
árslaun atvinnumanna í kanttspyrnu væru í Hollandi á hilinu 15 til 45 milljónir, en að sjálfsögðu færi það eftir
getu viðkomandi leikmanns.
Feyenoord hefur heimilað Pétri að
leika landsleiki íslands í Evrópu-
keppni landsliða og undankeppni
heimameistarakeppninnar. Enn-
fremur er félagið hlynnt því að Pétur
taki þátt í vináttulandsleikjum ef
'það rekst ekki á við leiki félagsins.
Algjör samstaða allra
sem hlut áttu
að málinu
I samningnum var lögð áhersla að
ná góðum samskiptum milli Feyen-
oord og ÍA. í stað greiðslu til ÍA
fyrir samninginn mun Feyenoord
koma hingað á næsta ári með sitt
besta lið og leika að minnsta kosti
einn leik á vegum Í.A. án endur-
gjalds. Einnig gerir samningurinn
ráð fyrir því að I.A. geti sent allt að
þrjá leikmenn árlega út í þrjá
mánuði til æfinga á samningstíma-
bilinu. Þá er einnig gert ráð fyrir því
að Í.A. geti sent út tvo þjálfara
árlega í allt að 45 daga á ári til náms
og þjálfunar.
Eins og fram hefur komið í Mbl.
heimsótti Pétur Feyenoord um
síðustu helgi og fékk þá góðar
móttökur og leist vel á allar
aðstæður hjá félaginu.
Einn efnilegasti
leikmaður í Evrópu
Ég er mjög ánægður með þennan
samning sagði P. Stephan.
— Ég álít að Pétur hafi yfir
miklum hæfileikum að búa og sé
einn af efnilegri knattspyrnumönn-
um i Evrópu um þessar mundir.
Pétur kemur til Feyenord á mjög
heppilegum tíma. Við erum að
byggja upp nýtt ungt lið sem hann
kemur til með að ganga inn i og eins
og ég sagði í viðtali við Mbl.
síðastliðinn laugardag kemur hann
til með að leika stöðu vinstri útherja
til að byrja með.
Við gerum allt sem í okkar valdi -
stendur til að Pétri líði sem best úti.
Hann kemur til með að búa hjá
hollenskri fjölskyldu til að byrja
með, þannig að lífið verði sem
eðlilegast fyrir hann. I samningi
hans kemur skýrt fram að hann er
vel tryggður fyrir öllum meiðsium og
áföllum, og ef eitthvað kemur fyrir
heldur hann samt sem áður öllum
launum sínum í þrjú ár. Vonandi
verður Pétur ekki síðasti leikmaður-
inn sem við fáum frá Islandi. Islensk
knattspyrna er góð, og þið eigið
marga hæfa knattspyrnumenn. Pét-
ur verður að samþykkja í samningi
sínum ýmis atriði sem ekki má
brjóta varðandi reglur. T.d. að ekki
má synda sama dag og keppt er, ekki
neyta áfengis vissan tímafjölda fyrir
leik, fara snemma í háttinn o.fl.
Hollenskum blöðum hefur þegar
verið tilkynnt um kaup þessi, og
þegar við komum út á laugardaginn
verður blaðamannafundur þar sem
Pétur verður kynntur.
Viðreisn
Ungverja
UNGVERJAR, sem fyrir skömmu
töpuóu háðulega fyrir Finnum í
Evrópukeppninni, rifu sig upp svo
um munaði. Þeir sigruðu stóra
bróður, Sovétríkin, 2—0, en staðan í
hálfleik var 1—0.
Rússar sóttu af miklum móði nær
allan leikinn og Oleg Blochin var allt
annað en vinsæll meðal félaga sinna í
leikslok, því að hann klúðraði fjölda
tækifæra. Ungverjar áttu nokkrar
góðar skyndisóknir og tvívegis tókst
þeim að skora, fyrst Bela Varadi og
síðan Szololai.
í sama r-iðli töpuðu Finnar ógurlega
fyrir Gríkkjum í Grikklandi. Loka-
tölurnar urðu 8—0 og skammt síðan
Finnar töpuðu fyrir Rússum 1 —10.
Það er líka stutt síðan að Finnar unnu
bæði Ungverja og Grikki. Furðulegt.
Mjög ánægður
með samninginn
— Ég er mjög ánægður með minn
hlut, ég er strax að æfa af krafti
þegar ég kem út til Feyenoord.
Maður verður að vinna fyrir kaup-
inu, sagði Pétur. — Allar aðstæður
hjá liðinu er ólýsanlegar. Nú er bara
að spjara sig. Þrátt fyrir þennan
samning vonast ég eindregið eftir
því að fá að leika einhvern tímann
aftur fyrir Akranesliðið. Mér er
mikil eftirsjá í liðinu.
Það var faðir Péturs sem skrifaði
endanlega undir samninginn fyrir
hönd sonar síns. Hann sagðist vera
ákaflega ánægður með öll samskipti
þeirra við P. Stephan, það var vel að
þessum málum staðið. Hins vegar vil
ég segja það að tímabært er að
knattspyrnuforustan taki fyrir
hvernig standa á að svona samning-
um, því að það er ákaflega óljóst.
Gunnar Sigurðsson var ánægður
með hlut I.A. í samningnum og
sagðist vera ánægður með að aldrei
hefði komið til greina af hálfu
Péturs Péturssonar eða föður hans
að ræða félagaskipti fyrr en að
keppnistímabilinu loknu, og væri
það til mikillar fyrirmyndar. Það er
eftirsjá í Pétri en við erum ánægðir
fyrir hans hönd að hann fái nú
tækifæri í atvinnumennsku með einu
af þekktustu liðum Evrópu.
— Ég mun beita mér fyrir því að á
næsta ársþingi KSÍ verði settar
regiur um þessi mál. Að lokum
sagðist Gunnar vilja þakka þeim
Albert Guðmundssyni og Gylfa
Þórðarsyni fyrir þeirra hjálp í
málinu.
Athyglisvert var hversu vel var að
öllum samningamálum staðið í máli
Péturs, IA. og Feyenoord. Og öllum
aðilum er sómi af að boða blaða-
mannafundi og skýra frá þeim liðum
samningsins sem ekki eru trúnaðar-
mál. Mbl. óskar Pétri til hamingju
með samninginn og alls hins besta
með sínu nýja liði.
- ÞR.