Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 Vl» MORödM- KAFF/NO v oo 'í GRANI göslari 1,'$£%- Stórfínt! Sýnir að það er ekki búið að drepa taugina. II, 9/8 Blessuð tengdamamma! — Viltu ekki vera með í hörku- rifrildi dóttur þinnar við mig, úr því þú ert komin? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Margir af betri spilurum Evrópu elta Fhilip Morris keppnirnar, sem haldnar eru um það bil mánaðar- lega á meginlandinu. Brezka spila- konan Rixi Marcus lætur sig sjaldan vanta og í Biarritz í júnímánuði spilaði hún við Frakk- an Leon Tintner. Spilið í dag er frá keppni þessari og leikur sá síðar- nefndi aðalhlutverkið. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. K1065 H. 764 T. G643 L. Á9 Vestur S. G H. D32 T. K982 L. DG542 Austur S. 3 H. ÁKG1095 T. D5 L. K1083 Suður S. ÁD98742 H. 8 T. Á107 L. 76 Sagnirnar: Austur Suður Vestur Norður. 1 H 2 S 4 H 1 S pass pass Dobl allir pass. Suður v'arð þannig sagnhafi í fjórum spöðum og fékk út hjarta- tvist. Austur tók slaginn og spilaði aftur hjarta, sem sagnhafi tromp- aði. Til að einangra tígullitinn spil- aði suður sig inn á horðið með spaða, trompaði aftur hjarta á hendinni og þar sem trompin lágu jafnt skipt gat hann nú losað sig úr spilinu með því að taka á laufás og spila aftur laufi. Vörnin varð þá að spila tíglinum fyrir hann en það tryggði tíguislagina tvo, sem þurfti til vinnings. Eins og sjá má gat sagnhafi einnig unnið spilið með því að spila lágum tígli frá borðinu og láta tíuna af hendinni. Er það jú einungis tilviljun, að drottningin kemur þá næst í ásinn. En spilaaðferð Tintners var fullkomin. Hann eyddi hjörtunum um leið og hann tók trompin af andstæðingunum. Síðan gátu þeir valið hvor fengi laufslaginn en sá yrði síðan að spila sagnhafa í hag. Fullkomin öryggisspilamennska, þar sem varnarspilararnir voru svírbeygðir til að gefa tíunda siaginn. fíjtf* i S £{ jj t íj . ! il l Bjór og drykkjulæti „Nokkurri furðu gegnir, hversu sumir menn virðast leggja mikla áherslu á, að neysla á sterkum bjór verði gefin frjáls. Telja ýmsir að bjórstofur ættu að vera á hverju götuhorni í Reykja- vík og öðrum kaupstöðum lands- ins, svo að ungir og aldnir geti setið þar á hverju kvöldi og notið eituráhrifa hins görótta drykkjar í sælli vímu. í Velvakanda 22. sept. er enn talað um blessun bjórsins og um það átakanlega ófrelsi, að mega ekki drekka bjór. I grein, sem heitir: „Vörn gegn sterkum drykkjum", segir svo meðal ann- ars: „Hér ætti að vera hægt að fá keypt öl í hverri búð eins og er í Englandi og í Þýskalandi . . .“. „Hvað ætlar fólk lengi að láta bjóða sér slík höft, sem bjórleysi er?“ „Það er ekkert nema kúgun að fá ekki að drekka það sem maður vill Nú er það vitað mál og marg- sannað, að ekki dregur úr neyslu sterkra drykkja í löndum, þar sem bjór er leyfður. Hitt er heldur, að vínneysla hefur aukist við tilkomu bjórsins. Fullrannsakað hefur verið að neysla áfengis, í hvaða formi sem er, skaðar heilafrumur og einnig þótt þess sé neytt daglega í tiltölulega litlum skömmtum. Annars er athyglisvert, hvernig menn geta orðið sér úti um sterkan bjór, þótt ekki sé hann seldur hér á frjálsum markaði. Fyrir skömmu gisti ég í nokkrar nætur á þeim kunna og friðsæla gististað Skjólborg á Flúðum. Hef 'eg gist þarna nokkrum sinnum áður og aldrei orðið fyrir ónæði af drykkjulátum gesta. En nú var annað uppi á teningnum. Margir veiðimenn gistu þarna í nokkrum herbergjum. Voru þeir við laxveið- ar á daginn en komu heim er leið á dag. Á hverju kvöldi upphófust drykkjulæti mikil, söngur, sköll og hávaði og héldu ólæti þessi áfram langt fram á nótt, öðrum gestum til ama og ónæðis, því ekki gat neinum orðið svefnsamt í svona sambýli. Að loknum veiðidögum fóru ónæðisseggirnir á brott og skildu eftir sig í eldhúsi staðarins umbúðir drykkjarfanganna. Voru þar vínflöskur margar svo sem vænta mátti, en mest bar á flöskum undan hinum kunna, danska bjór Carlsberg, en þær lágu þarna eftir í stórum dyngjum. Sennilega mundu margir kalla þetta hófdrykkju, bjór með nokkru ívafi af sterkum vínum. En er þetta eins skaðlaust og margir vilja vera láta? Ég held ekki. Skjólborg á Flúðum hefur um árabil verið friðsæll dvalarstaður. Margir hafa leitað þangað úr erli þéttbýlis og fundið hvíld og frið í faðmi fagurra fjalla. Óska ég að þessi friðsæli staður verði ekki eyðilagður af ásókn drykkjusjúkra manna, hvort sem þeir neyta víns eða bjórs. I.A.“ • Ekki alveg óþekktur? Eftirfarandi ábending eða spurning barst Velvakanda á dögunum: „Fylgjast íslenzkir bókmennta- menn, rithöfundar, ritdómarar og aðrir slíkir illa með á sínu sviði, sbr. það, að þeir virtust naumast hafa heyrt nefndan rithöfund þann er nýlega fékk Nóbelsverð- laun, Isacc Bashevis Singer? Sá rithöfundur er nú ekki óþekktari en svo, að hann hefur hvað eftir annað verið á lista yfir úrvalshöf- unda í tímaritinu TIME, sbr Editors’ Choice 7. ágúst, 14. ágúst, 11. sept. og 2. okt. sl. Virðingarfyllst, Sigurjón Jónsson.“ JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftlr Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði. tekirt en þart var greinilegt að einhver hafrti átt virt þar. — Scgift mér. frú Martin. hafirt þér nokkra hugmynd tim hvort eitthvaft gæti hafa verirt geymt í gólfinu. — Nei. herra Maigret. — Hafið þér húið lengi í íbúrtinni? — Síftan ég gifti mig fyrir fimm árum. — Tilheyrði þetta herbergi þá einnig íbúrtinni? - Já. — Ilver bjó í íbúftinni á undan yrtur? — Marturinn minn. Hann er þrjáti'u og átta ára. Þegar við giftum okkur var hann þrjátíu og þriggja ára og haffti búiö þarna og haft sín eigin hús- giign. Þegar hann kom aftur til Parísar úr ferrtum sínum fannst honum gott art hafa notalegt athvarf að hverfa að. — Þér haldirt ekki að það hafi verið hann sem með þessu móti hafi ætlað að koma Colette á óvart? — Hann er langt í burtu hértan. — Vitift þér hvar? — Alveg örugglega í Bergerac. Allir viðkomustartir hans eru ákveðnir fyrirfram og það er mjög óvenjulegt að hann fylgi ekki þeirri áa tlun. — Hvað fæst hann við? — Ilann er sölumaður fyrir Zenith-klukkurnar í Mið- og Suðvestur-Frakklandi. Þart er mjög stórt fyrirtæki sem þér kannist án efa við og hann hefur þar prýðisgóða stöðu. — Það er heimsins yndisleg- asti maður! greip frökenin fram í en eldroftnafti sfrtan og bætti við flaumósai — Næst á eftir yður. auðvitað! — Nú. Ilafi ég þá skilið málið rétt hefur einhvern íarift inn í herbergi litlu stúlkunnar. klæddur sem jólasveinn? — Telpan fullyrftir þaft. — En þér heyrftuð ekkert? Er yrtar herbergi langt frá hennar? — Borrtstofan er á milli. — Þér hafift ekki skilift eftir hurrt í hálfa gátt hjá henni um kvöldið? — Það er engin þörf á því. Colette er ekki myrkfælin og flestar nætur sefur hún eins og steinn. Ef hún þarf art kalla á mig hefur hún litla bjöllu á náttborrtinu sínu. — Fóruð þér eitthvart frá í gærkvöldi? — Nei. lögregluforingi. sagrti hún þurrlega. Ilún virtist gröm. — Og þér fengurt enga heim- sókn? — Ég tek ekki á móti gestum þegar mafturinn er á ferftalögum. Maigret skotraði augunum á fröken Doncoeur en hún hreyfði sig ekki og b<*nti art líkindum til að frásiign frú Martin væri rétt. — F’órurt þér seint að soía? — Nei. Ég hlustarti á Ileims um hól leikið í útvarpinu. Las dálitla stund. — Og heyrðurt ekkert óvenjulegt? - Nei. — Ilafið þér spurt dyravörð- inn hvort hann hafi hleypt einhverjum utanartkomandi inn? Fröken Doncoeur blandarti sér umsvifalaust í málið. — Ég hef spurt hana. sagfti hún. — Og hún kannast ekki við það. — Og þér saknirt einskis í morgun. frú Martin? Höfðuð ekki á tilfinningunni art ein- hver hefði gengið um í borð- stofunni? — Nei. — Hver er hjá telpunni núna? — Enginn. llún er vön að vera ein stund og stund. Ég get ekki verið heima allan liðlang- an daginn. Ég verð að verzla og reka ýmis erindi,.. — Ég skil. Colette cr munaðarlaus. eða hvað? — Mórtir hennar er dáin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.