Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 Baldvin Tryggvason, íormaður Sambands íslenskra sparisjóða í ræðustól á aðalfundi sambandsins sl. laugardag. Samband ísL sparisjóöa; Verðgildi sparifjárinn- stæðna verði tryggt SAMBAND íslcnskra spörisjóða hélt aðallund sinn sl. laugardas. 7. október. í Reykjavík og sóttu fundinn sparisjóósstjórar og stjórnarmenn sparisjóða hvaðanæva að af landinu cn sparisjóðir í landinu eru nú 43. Fram kom í skýrslu formanns samhandsins á fundinum. Baldvins Tryggvasonar, sparisjóðsstjóra í Sparisjóði Reykjavíkur ok násrennis. að heildarinnstæður í 43 sparisjóðum landsins hafi verið í árslok 1977 15,3 milljarðar króna og höfðu aukist um 44,6% á árinu en aJmenn innstaðuauknink' hjá innlánsstofnunum það ár var 42.9%. Illutdeild sparisjóðanna í innlánsfé landsmanna hjá innlánsstofnunum jókst því nokkuð á árinu eða í 15,85% og hefur cnn vaxið það scm af er þessu ári og var Mok ágúst sl. komin í 16%. Þriðja stærsta innlánsstofnunin í landinu Stjórn Sambands ísl. sparisjóða efndi í vikunni til blaðamannafund- ar í tilefni aðalfundarins. í upphafi fundarins drap Baldvin Tryggvason á sögu sparisjóðsstarfsemi hér á landi og sagði að fyrst hefði verið stofnaður sparisjóður hér árið .1852 og alls hefðu 4 sparisjóðir verið starfandi er Landsbanki íslands var stofnaður 1885. Alls hefðu verið stofnaðir 93 sparisjóðir — 36 þeirra hefðu verið sameinaðir bönkum, 3 hefði verið breytt í banka, 11 sparisjóðir hefðu verið lagðir niður og væru því starfandi nú 43 spari- sjóðir í landinu. Elsti starfandi sparisjóðurinn er Sparisjóður Siglu- fjarðar, sem stofnaður var 1872. „En þrátt fyrir að sparisjóðunum hafi fækkað halda þeir innlánshlutfaili sínu miðað við aðrar innlánsstofnan- ir,“ sagði Baldvin, „og ef litið er á sparisjóðina sem eina heild eru þeir nú þriðja stærsta innlánsstofnunin í landinu næst á eftir Landsbanka Islands og Búnaðarbanka Islands. Sparisjóðirnir hafa haldið sínum hlut þrátt fyrir áföll en þeir eru því miður annars flokks bankastofnanir að því er varðar löggjöf og stöðu innan bankakerfisins, sem sést best á því að þrír þeirra hafa breytt starfsemi sinni í banka, því þeir telja hag sinum betur borgið með þeim hætti." Brýnt að fá nýja löggjöf um sparisjóði Aðalfundurinn ræddi ítarlega frumvarp það að nýjum lögum um sparisjóði, sem lagt var fram í lok síðasta Alþingis og ályktaði einróma að fela stjórninni að vinna að framgangi þess frumvargs með nokkrum breytingum, sem fundur- inn samþykkti. Bent var á að núverandi löggjöf um sparisjóði væri í mörgum mikilvægum atriðum úrelt og brýnt að fá nýja og nútímalegri löggjöf sem allra fyrst. „Við vonum að þetta frumvarp ásamt þeim breytingum, sem við leggjum til, nái fram að ganga á þessu þingi, sem nú er nýhafið," sagði Baldvin, „og með þessum breytingum teljum við lík- legt að fleiri sparisjóðir verði stofnaðir í landinu. Með því að þetta frumvarp nái fram að ganga ætti staða sparisjóðanna að verða lík og einkabankanna nú en eins og lögin eru í dag er mikill munur á starfsaðstöðu sparisjóðanna og bankanna." Aðspurðir um hvað það væri i einkum sem skildi að bankana og sparisjóðina í löggjöf nú nefndu stjórnarmenn sambandsins, að sparisjóðirnir hefðu nú ekki heimild til að ganga í ábyrgð fyrir viðskipta- vini sína en þessa heimild hefðu j bankarnir hins vegar. Strangar j reglur væru um upphæð lána, sem sparisjóðirnir mættu veita hverjum einstaklingi og væri sú upphæð lægri en t.d. hjá einkabönkunum. Þá væru ýmis töluleg atriði í löggjöf, sem snerti sparisjóðina, löngu orðin of lág og stæðu þeim fyrir þrifum. Einnig þyrftu sparisjóðirnir að starfa eftir ströngum reglum um hvernig þeir ættu að haga lánveit- ingum sínum. Síðast en ekki síst hefðu sparisjóðirnir átt í miklum erfiðleikum með að fá heimild til starfrækslu útibúa. Það hefði fyrst verið á síðasta ári, sem Sparisjóður Keflavíkur hefði fengið að opna útibú í Njarðvíkunum, nú væri Sparisjóður Hafnarfjarðar að opna eitt útibú en hins vegar hefði Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis óskað eftir því fyrir tveimur árum að opna útibú en sú umsókn hefði ekki verið virt svars enn. Heimamenn stjórna sparisjóðunum „Við óskum eftir þvi að þessi atriði verði leiðrétt og sparisjóðunum búin sama staða og bönkunum en það sem líka skilur sparisjóðina frá bönkun- um er það, að fólkið í heimabyggðun- um, þar sem sparisjóðirnir starfa, stjórnar þeim og það er fólk úr heimabyggðunum, sem starfar við þá. Nú er það þannig að sveitar- stjórnir eða sýslunefndir kjósa fulltrúa í stjórnir sparisjóðanna og ábyrgðarmenn þeirra eru úr heima- byggðinni. Þetta er trygging fyrir því að það fjármagn, sem fólkið leggur inn í sparisjóðina, verði notað í þágu þess byggðarlags, sem spari- sjóðurinn er staðsettur í,“ sagði Baldvin Tryggvason, formaður sam- bandsins. Spariféð 42,5 mill- jörðum minna í árslok 1977 en 1970 Korsvarsmenn Sambands ísl. sparisjóða lýstu á blaðamannafund- inum áhyggjum sínum yfir því hversu sparifé landsmanna hefði stöðugt verið að rýrna í hlutfalli við þjóðarframleiðslu. Hefði aðalfundur sambandsins samþykkt eftirfarandi ályktun einróma: „Aðalfundur Sambands íslenzkra sparisjóða haldinn í Reykjavík 7. október 1978 minnir á, að eðlileg sparifjármyndun er ein meginfor- senda farsæls og trausts efnahags- lífs í landinu. Jón Magnússon, formaður SUS: Staðreyndum snúið við Þjóðviljinn „málgagn sósíal- isma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis" eins og hann kallar sig, gerir aukaþing Sambands ungra Sjálfstæðismanna að leiðaraefni s.l. laugardag. Eins og við var að búast, er leiðari þessi fullur af rangfærslum, fölsunum og barna- legum staðhæfingum. Staðreynd- um er snúið við. Þvi er haldið fram að ungir sjálfstæðismenn vilji snúa aftur til frjálshyggjuhugmynda nítjándu aldar, en hafni raunsæis- hyggju og framfarastefnu í atvinnumálum. Með þessari staðhæfingu er reynt að læða því inn hjá fqlki að í raun séu skoðanir ungra sjálfstæðismanna í ltilum tengslum við nútímann, en b.vggist á gömlum kreddukenningum, sem fyrir löngu hafi verið varpað fyrir róða. Ef ályktanir aukaþingsins og málflutningur ungra sjálfstæðis- manna er skoðaður, sést að hér er einungis um óskhyggju Þjóðvilj- ans að ræða. Ungir sjálfstæðis- menn vilja byggja upp nýja sókn í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarimiar með því að taka upp raunhæfa atvinnustefnu og draga úr ægivaldi ríkisins yfir atvinnu- rekstrinum í landinu. Við bendum á nauðsyn þess að allur atvinnu- rekstur og öll rekstrarform sitji við sama borð hvað lánveitingar og skattlagningu snertir. Við uppbyggingu og fyrirgreiðslu til atvinnugreina sé fvrst og fremst miðað við arðsemi en ekki gamlar kreddukenningar. Þessar hugmyndir eru eðlilega eitur í beinum þeirra Þjóðvilja- manna, því þegar þær komast í framkvæmd, verður skapaður heil- brigður grundvöllur atvinnu- og efnahagslífs í landinu. Það er sennilega fátt sem aðstandendur málgagns viðskiptaráðherrans ótt- ast meira, því með þeim hætti væri að verulegu le.vti kippt fótunum undan Alþýðubanda- laginu, sem nærist jafn vel á glundroða í efnahagsmálum og púkinn á blóts.vrðum fjósamanns Sæmundar fróða forðum daga. Staðreyndin er sú, að Alþýðu- bandalagið er og hefur um langa hríð verið kröfugerðaflokkur, sem ekki hefur bent á neinar raunhæf- ar leiðir í íslenzkum atvinnu- málum. í því efni er Alþýðubanda- lagið kyrrstöðuflokkur sem óttast og berst gegn framfarasinnuðum hugmyndum í þessum málum. Hugmyndafátækt Alþýðubanda- lagsmanna var rækilega dregin fram í dagsljósið á þeim kapp- Jón Magnússon ræðufundum, sem ungir sjálf- stæðismenn og ungir alþýðu- bandalagsmenn efndu til á s.l. vori. A hverjum fundinum á fætur öðrum var málefnaleg örbirgð ungra alþýðubandalagsmanna opinberuð. Það kemur því ekki á óvart, þó að Þjóðviljinn reyni nú á alla lund að gera lítið úr hugmynd- um ungra sjálfstæðismanna. Fyrr- verandi ritstjóri blaðsins og núverandi viðskiptaráðherra hefur vafalaust ekki gleymt óförum sínum á kappræðufundinum í Njarðvík fyrir nokkrum mánuðum síðan. Skipulagsmál Sjálfstæðis- flokksins var eitt meginviðfangs- efni aukaþings S.U.S. í þeim efnum voru settar fram ítarlegar tillögur. í ofangreindum Þjóðvilja- leiðara er fjallaö um þessi efni i þeim stíl, sem blaðinu er svo einkar geðfelldur. Mönnum eru gerðar upp skoðanir. Síðan er lagt saman og fengnar út rangar niðurstöður og á grundvelli þeirra eru síðan búnar til staðhæfingar, sem eiga ekkert skylt við raun- veruleikann. Þjóðviljinn og ýmsir aðrir póli- tískir andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafa rætt um sundrungu innan Sjálfstæðisflokksins um svo langa hríð að þeir eru farnir að trúa því sjálfir að innan flokksins logi allt í illdeilum og hver höndin sé upp á móti annarri. Þessir aðilar voru sannfærðir um það og vonuðu að aukaþing sambands ungra sjálfstæðismanna mundi opinbera ágreining og þar kæmi í ljós óeining í flokknum. En þessar vonir urðu að engu. Það kom í ljós, sem raunar var vitað fyrirfram að sjálfstæðis- Á undanförnum árum hefur spari- fé sífellt farið minnkandi í hlutfalli við þjóðarframleiðslu og aðgerðir af hálfu stjórnvalda ekki reynst þess megnugar að halda raunvöxtum og tryggja þannig hag sparifjáreigenda. Fundurinn leggur áherzlu á að undinn verði að því bráður bugur að tryggja á þann veg verðgildi spari- fjárinnstæðna, að aukið verði traust almennings á innlánsstofnunum landsins og verðgildi íslenska gjald- miðilsins." Baldvin Tryggvason, formaður sambandsins, benti í þessu sambandi á að árið 1970 hefði heildarsparifé landsmanna í innlánsstofnunum verið 40% af þjóðarframleiðslunni en árið 1975 hefði þetta hlutfall verið komið niður í 27%. Hlutfallið hefði lagast á árinu 1976 í kjölfar vaxtaaukalánanna og hefði sú staða haldist eitthvað fram á árið 1977 en eftir það hefði hlutfallið farið niður á við. „Það*hvernig sparifé lands- manna hefur brunnið upp sést best á því að sparifé landsmanna var í árslok 1977 42,5 milljörðum lægra en það hefði átt að vera miðað við sama hlutfall af þjóðarframleiðslu 1970 en í heild var sparifé í innlánsstofnun- um í árslok 1977 99,2 milljarðar króna. Ástæðan er auðvitað sú að raunvextir hafa ekki verið í sam- ræmi við verðbólguna og við erum uggandi yfir þessu," sagði Baldvin. Okkar hlutverk að halda fram hlut sparifjáreigandans „Við teljum okkur fyrst og fremst hafa það hlutverk að halda fram hlut sparifjáreigandans," sagði Páll Jóns- son, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóðn- um í Keflavík „og því sendi fundur- inn frá sér þessa ályktun." Ingi Tryggvason, Sparisjóði Reykdæla og einn stjórnarmanna sambandsins, sagði að þeir sparisjóðsmenn teldu lánsfé ekki vera of dýrt þegar menn þyrftu ekki að skila jafn miklu aftur eins og nú væri, og það væri því eitthvað annað en háir vextir, sem væri að sliga atvinnuvegina. „Eg lét þau orð falla á aðalfundinum að spariféð væri geymt vinnuafl. Þetta fé hefur fólk geymt í innlánsstofnun- um en verðgildi þess hefur ekki haldið í við verðbólguna. Ef tryggja á að sparifé haldi verðgildi sínu verður sá, sem fær peningana að láni, að greiða þann kostnað, sem nauðsynlegur er til að féð haldi verðgildi sínu,“ sagði Ingi. Flóknar reglur um vexti draga úr trausti fólks á innláns- stofnunum Á aðalfundinum urðu að sögn stjórnarmanna sambandsins miklar menn ætla sér að standa saman og vinna til baka það sem tapast hefur og meira en það. Ungir sjálfstæðismenn urðu á þinginu á Þingvöllum fyrstir til þess að ræða opirískátt fyrir opnum tjöldum um vandamál flokksins og benda á leiðir til úrbóta. Við hikum ekki við að ræða veikleikana í starfi flokksins og í okkar eigin starfi. Slíka úttekt á vandamálum flokks- ins óttast pólitískir andstæðingar okkar mest. Þeir vita að það er upphafið og þeir óttast það sem á eftir kemur. Þeim er því í mun að gera tillögur S.U.S. tortryggilegar. Fyrir nokkrum árum var lagt út af því í leiðara Þjóðviljans, að fram hefði komiö sú skoðun á þingi ungra sjálfstæðismanna, að ala bæri markvisst á sundrungu í röðum vinstri manna. Þessa skoðun gerði blaðið misheppnaða tilraun til að eigna mér og átti ekki nógu sterk lýsingarorð um það pólitíska. siðleysi sem þarna kæmi fram. Það væri e.t.v. ekki úr vegi að blaðið legði sama dóm á sín eigin vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn er það stór flokkur að innan hans rúmast mismunandi viðhorf til manna og málefna, ólíkt því sem gerist í öðrum flokkum hér á landi. Umræður og skoðanaskipti innan flokksins eru líka mun opnari en gerist í hinum flokkunum. Þetta er styrkur flokksins en ekki veikleiki, svo lengi sem menn gera sér grein fyrir nauðsyn samstöðu um endan- leg markmið. Sú samstaða er fyrir hendi og var rækilega undirstrik- uð á aukaþingi S.U.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.