Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Fiskverðið leysir engan vanda Sú ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins að hækka fiskverðið um 5% er mjög umdeild og leysir engan vanda. Þannig hafa samtök sjómanna mótmælt henni og telja, að þeir hafi verið hlunnfarnir. Á hinn bóginn liggur fyrir, að fiskiðnaðurinn rís ekki undir hinu hækkaða fiskverði og útgerðin er ekki aflögufær. Um hraðfrystiiðnaðinn sérstaklega gildir það, að þrátt fyrir gengisfellinguna hefur vandi hans ekki verið leystur. Við það bætist svo, að viðmiðunarverð Verðjöfnunarsjóðs liggur uppi í markaðsverði, svo að ekki safnast fé í hann eins og þó er lífsnauðsyn að geri, þegar markaðir fyrir frystar afurðir eru í hámarki. Á sínum 'tíma var stofnun Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins mikið framfaraspor og raunar nauðsynlegt til þess að verja sjávarútveginn og þar með þjóðarbúið áföllum, þegar markaðsverð erlendis hefur hrapað. Það getur því orðið örlagaríkt, ef Verðjöfnunarsjóðurinn verður ekki í stakk búinn til þess að gegna þessu sérstaka hlutverki sínu áfram. Skreiðarframleiðendur hafa staðið frammi fyrir alveg sérstökum erfiðleikum vegna þeirra truflana, sem orðið hafa á mörkuðunum í Nígeríu. Nokkur hluti framleiðslunnar 1976 fór ekki fyrr en í sumar og eftirstöðvarnar 1977 eru að fara um þessar mundir. Framleiðendur hafa því orðið fyrir verulegum áföllum vegna vaxta- og fjármagnskostnaðar, geymslukostnað- ar og rýrnunar, eins og viðurkennt var af ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, þegar Matthías Bjarnason þáv. sjávarútvegs- ráðherra ákvað, að gengismunur skyldi ekki tekinn af' skreiðarbirgðum, heldur skyldi hún afreiknuð á gildandi gengi, þegar væntanlegir sölureikningar lægju fyrir og gjaldeyri yrði skilað. Þrátt fyrir þetta stóð skreiðarframleiðslan höllum fæti, eins og glöggt sést af því, að afurðalán hafa ekki fengizt út á verkaða skreið sl. ár. Þetta hefur svo valdið því, að verkun á saltfiski hefur aukizt í lægri gæðaflokkum, þótt það sé óarðbærasta verkunin. Við þetta bætist svo, að afskipun á saltfiski hefur dregizt vegna söluerfiðleika, og er hætt við, að veruleg verðrýrnun hafi átt sér stað vegna ónógrar kælingar, auk tilfinnanlegs vaxtakostnaðar. Eins og sakir standa á saltfiskverkunin því við margvísleg og flókin söluvandamál að etja, sem getur brugðið til beggja vona, hvernig leysast. Á rekstrarvanda fiskiðnaðarins hefur ekki verið tekið þeim tökum, sem þurft hefði. Og ekki bæta efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar úr skák, þegar haft er í huga, að hinir afturvirku skattar munu fyrst og fremst bitna á útflutnings- framleiðslunni. Á hinn bóginn liggur fyrir, að vandi fiskiðnaðarins verður ekki leystur með því að halla á útgerðina. Rekstur hennar stendur í járnum yfir heildina litið og sums staðar á hún í miklum erfiðleikum. Hins vegar skera einstök skip sig úr, eins og alltaf er og ekki er hægt að taka mið af í þessu sambandi. Gagnvart sjómönnum er það ljóst, að ákvörðun fiskverðsins nú bitnar alveg sérstaklega á þeim. Það er óumdqilanleg staðreynd, að þeir njóta ekki þeirra kjarabóta, sem aðrir launþegar hafa notið. Morgunblaðið hefur verið þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé, að launþegar taki á sig nokkrar byrðar til þess að unnt sé að ráða niðurlögum verðbólgunnar og koma á jafnvægi í efnahagsmálum. Með ákvörðun fiskverðs hefur verið mótuð sú stefna* að launþegar verði að taka á sig umtalsverðar byrðar til þess að lausn fáist á verðbólguvandan- um. Vitaskuld verður slíkt að ganga jafnt yfir alla, en óverjandi með öllu að taka sjómenn þar sérstaklega úr og ætla þeim verri hlut en öðrum, borið saman við það, sem þeir höfðu samið um. í þessu sambandi er nauðsynlegt að undirstrika að gefnu tilefni, að íslenzkt efnahagskerfi er þannig byggt upp, að það stendur og fellur með afkomu sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Einungis með því að búa þessum atvinnugreinum eðlilegan rekstrargrundvöll, getum við haldið uppi í landinu þeim lífskjörum, sem við höfum vanizt, samhliða því sem alhliða félagsleg uppbygging hefur átt sér stað. Efnahagsráðstafanir eins og þær, sem ríkisstjórnin gerði fyrir réttum mánuði, hafa ekki leyst vanda sjávarútvegs og fiskiðnaðar, heldur miðuðust þær fyrst og fremst við margvíslega fjármagnstilfærslu í þjóðfélaginu, juku eyðslu en styrktu ekki grundvöli atvinnulífsins að sama skapi. Meðan þannig er staðið að málum, er ekki von að vel fari og hætt við, að nýrrar kollsteypu í efnahagsmálum sé skammt að bíða. Breiðþotur og langflug framtíðarþróunin segir Najeeb Halaby fyrrum flugmálastjóri Bandaríkjanna Fyrir helgina var hér á ferð í einkaflugvél, Najeeb Halaby, fyrrum flugmálastjóri Banda- ríkjanna og forseti Pan Amer- iean-flugfélagsins. Halaby rekur nú eigið fyrirtæki, Halaby International, sem fjárfestir í ýmsurn fyrirtækjum, er snerta flugrekstur, og einnig rekur hann fyrirtækið Safe Flight, sem er ráðgefandi á sviði flugöryggismála. Halaby var á leið til Teheran í Iran á ráðstefnu um öryggismál í farþegaflugi í Miðausturlönd- urn, er hann hafði hér viðdvöl til að ræða við Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóra og ráðg- ast við hann um ýmis atriði, sem hann hugðistleggja fyrir fyrr- greinda ráðstefnfu. Blaðamaður Mbl. hitti Halaby að ntáli skömmu fyrir brottför hans og gafst tækifæri til að ræða stuttlega við hann. Hann sagði fyrst að hann hefði haft viðdvöl á íslandi til að ráðgast við Agnar Kofoed Hansen sem nyti mikils álits í flugheiminum. Hefði hann lagt fyrir hann ýmsar hugntyndir, sem ætlunin væri að fjalla um á þessari ráðstefnu, hugmyndir, sem mið- uðu að því að þróa flug og flugöryggi í vanþróuðum lönd- um. „Frumkvöðull að þessari ráðstefnu er tengdasonur minn, Hussein Jórdaníukonungur, en hann hefur niikinn hug á að skipuleggja farþegaflug í Mið- austurlöndum, en flugumferð á þessum slóðum hefur aukist gífurlega á undanförnum árum í sambandi við olíuvinnsluna og þá þróun og uppbyggingu, sem frant fer í þessum löndum." Við spurðum Halab.v hvernig hann liti þróun flugmála sl. áratug og hann sagði: „Ef við lítum á ástandið í flugmálum í heiminum sl. 10 ár, kemur í ljós, að vöxtur flugumferðar hefur verið ójafn. í Bandaríkjunum og Evrópu hefur hann verið hægur, en mun hraðari í Miðaustur- löndum, Afríku, SA-Asíu og S-Ameríku. Þrátt fyrir fjar- skiptagervihnetti og ýmislegt annað, eru fjarskipti hæg yfir Atlantshaf og flugmenn eru enn santbandslausir hluta af leið- inni. Það er einnig athyglisvert hve tiltölulega lítill vöxtur hefur verið í fiugsamgöngum þrátt fyrir tilkomu risaþota, eins og Boeing 747, sem eru feiknalega hagkvæm og afkastamikil farar- tæki. Fjórföldun eldsneytisverðs á hér sinn þátt í og há fargjöld samfara því. Verðhækkunin gerði í raun hljóðfráar þotur eins og Concorde úreltar, von- lausar í rekstri og drap áætlun- ina um smíði hljóðfrárrar þotu í Bandaríkjunum. Þetta hefur t.d. sannast á því að Rússar hafa nú hætt notkun sinnar hljóðfráu þotu, og rekstur Concorde er meira byggður á þjóðastolti en hagkvæmum rekstrargrund- velli.“ — Æ oftar heyrast fregnir um að legið hafi við árekstri flugvéla í lofti eins og gerðist í San Diego fvrir skömmu. Erum við að nálgast þann tíma að flugvélafjöldi verði flugum- ferðarstjórnum ofviða? „Sífellt er unnið að því að þróa nýja tækni í sambandi við flugumferðarstjórn, en menn hafa ekki enn fundið kerfi, sem Najeeb Halaby. er fullkomið. Hins vegar verður að líta á það, að árekstrar í lofti eru örfáir og þrátt fyrir allt, er flug langöruggasti ferðamátinn í dag. Mjög sérstakar ástæður virðast hafa valdið slysinu í San Diego, búið að vara flugmenn beggja véla við og þeir búnir að staðfesta að hafa sé hvor til annars og telja hættu afstaðna. Mjög líklegt er að framtíðarþró- unin verði sú að nieira verði um aðskilin loftumferðarsvæði fyrir farþegaflug annars vegar og einkaflugvélar og herflugvélar hins vegar. Samfara þessu má búast við auknum kröfum um tækjabúnað í flugvélum af öllum gerðum. Því verður ekki neitað að fjöldi smáflugvéla í heiminum er orðinn mjög mikill og hafa komið fyrir atvik, þar sem flug slíkra véla hefur hindrað farþegaflug þótt ekki hafi orðið slys af, nema í örfáum tilvikum. Það geta vart liðið mörg ár þar til nútímatækni hefur verið beitt til þess að hanna og smíða kerfi, sem auka mjög öryggi í flugmálum, en þau kerfi, sem nýlega hafa verið kynnt, eru því miður ekki eins góð og framleiðendurnir segja.“ — Hvert er álit þitt á þeirri þróun, sem orðið hefur í kjölfar fluglestar Freddie Lakers og áforma bandarískra yfirvalda um að gefa flug og verðlagningu meira og minna frjálsa? „Mér finnst framtak Lakers frábært. Ég vildi að ég hefði verið svo framsýnn og djarfur, er ég tók við Pan American, en árinu áður höfðu forráðamenn fyrirtækisins fest kaup á 33 Boeing 747. Vegna hárra flug- gjalda flugu þessar vélar hálf- tómar og var það mikið fjár- hagslegt áfall fyrir félagið. Hins vegar hefði Pan Am þá ekki getað gengið á undan með fargjaldalækkun, því það hefði riðið IATA að fullu. Ég held þó að nauðsynlegt sé að hafa eitthvert eftirlit með flugi og verðlagningu, því annars er hætt við að minni og veikari flugfélög verði undir í sam- keppni við risana, sem síðan leiddi til þess, að verð á flugfarmiðum hækkaði á ný. Lækkun fargjalda hefur án efa í för með sér það, sem Laker sagði, að nýir farþegar koma til flugfélaganna, sem áður höfðu ekki efni á ferðalögum. Ef við lítum á það, að í heiminum eru nú um 4 milljarðar íbúa, en aðeins um 100 milljónir manna ferðast árlega með flugvélum, er ljóst að vaxtamöguleikarnir eru næstum óendanlegir. Ég tel engan vafa leika á um að sá mikli vöxtur, sem orðið hefur í farþegaflugi á sl. 18 mánuðum, á eftir að halda áfram, ef þróun í fargjaldamálum verður áfram á sama veg.“ — Hver telur þú að framtíð- arþróunin verði í farþegaflugi t.d. næsta áratug? „Ég held að það sé ljóst, að hljóðfráu þoturnar eru úr leik, nema að því leyti að Concorde verði mjög dýr ferðamáti og það með ríkisstyrkjum. Breiðþot- urnar eru framtíðarfarartækin og ég reikna með að sú þróun, sem þar eigi sér helzt stað, verði á þá leið að íburður verði aukinn í farþegaklefum og að með endurbótum á þotunum komi fleiri langflugsáætlunarleiðir, sem jafnframt verði hagkvæm- ari fyrir félögin og þá farþegana um leið. Hér á ég við 14—18 tíma flug án viðkomu. Á slíkum leiðum myndu svefnrými koma til sögunnar og mun meiri viðurgerningur við farþega á svo langri leið.“ Að lokum spurðum við Hala- by hvort ekki væri þægilegra fyrir hann að ferðast með breiðþotu yfir hafið til írans heldur en á lítilli flugvél og hann svaraði því til, að það væri að vísu fljótlegra og þægilegra, en ánægjan af því að fljúga lítilli vél væri margþætt og góð tilbrevting frá þotuferðum. - ihj. „Við veljnm ekki þennan eilífa boðskapsflutning’ ’ ..Leikfélagið hefur núna ver- ið starfandi í þrjú ár. en hér áður fyrr voru hér sett upp leikrit á hverjum vetri og gekk vel. Þá voru það lþrótttafélagið Magni og Kvenfélagið Illín sem unnu í sameiningu að uppsetn- ingu þeirra. I nokkur ár datt þessi starfsemi svo niður þar til Íeikfélagið Vaka var stofnað". sagði Haraldur Höskuldsson ta-kjamaður og ferskfiskeftir- litsmaður í frvstihúsinu Kald- bak h.f. á Grenivík í upphafi samtals við hlm. í síðustu viku. Höskuldur er í stjórn leikfé- lagsins Vöku og hefur sjálfur verið á fjölunum. Ilann er búsettur í Réttarholti. rétt fvrir utan Grenivík. og hefur þar ásamt fjiilskyldu sinni lítinn búskap með kindur og nokkra hosta. Fjiilhreytileg- asta starfið sem hann að eigin siign hefur gegnt er starf mjólkurhílsstjóra. „en tank- va>ðingin lagði það niður". eins og hann orðaði það. „Já, ég var einn af þeim sem byrjuðu að koma þessu félagi saman“, hélt hann áfram, „og ég sé ekki eftir því. Fyrsta árið voru tveir einþátt- ungar settir upp undir leik- stjórn Sögu Jónsdóttur leikkonu og það má segja að hún hafi blásið lífsandanum í félagið í byrjun. En hún hefur einnig ásamt Þóri Steingrímssyni verið hér með leiklistarnámskeið. Næst tókum við fyrir „Konu í morgunslopp“ sem Gestur Jónasson frá, Akureyri leik- stýrði og núna síðast „Selurinn hefur mannsaugu“ eftir Birgi Sigurðsson undir leikstjórn Ing- unnar Jensdóttur.“ — Nú hefurðu sjálfur verið að leika? Hefurðu gaman af því? „Jú, ég hef verið á fjölunum og lék fyrsta árið í einþáttung- unum og síðan í „Konu í morgunslopp". Annars lék ég líka hér áður fyrr, byrjaði á þessu sautján, átján ára gamall. Það er meira en gaman að taka þátl í up|>setningu leikrita. Maður fær þá sérstöku tilfinn- ingu ef stykkiö er gott, að maður sé að skapa eitthvað. Maður dettur inn í nýja fjölskyldu sem maður lærir að þekkja og heimili sem verið er að byggja upp. Síðan eftir þrotlausa vinnu á hverju kvöldi í nokkrar vikur þá er allt búið og gott að þurrka rulluna út úr huganum. Ef ég ætti að fara af stað aftur eftir um mánaðartíma frá síðustu sýningu eru allar setningarnar gleymdar. Það liggur við að ég muni ekki núna, hvaða hlutverk í leikjum ég hef leikið. Verkefnavalið hefur verið misjafnt hjá okkur, en tvö síðustu leikritin hafa verið frekar alvarlegs eðlis. Við höf- um reynt að velja skemmtileg verkefni, ekki þennan eilífa hoðskapsflutning. Selurinn er mjög yfirgripsmikið verk, en flestar stéttir þjóðfélagsins eiga fulltrúa sinn þar. Við förum alls ekki út í þung verk. Á svona litlum stað verðum við að velja Spjallað við Harald Höskuldsson, starfsmann í frystihúsinu Kaldbak á Grenivík, um leikfélagið þar og fl stykki sem bera sig. Það verður að vera leikrit sem gengur, ekki sízt vegna þess að félagið er ungt og næsta peningalaust." — Hvaða aöstöðu heíur fé- lagið? — „Við höfum sett st.vkkin upp í gamla skólahúsinu, en hér höfum við ekkert félagsheimili. í salinn í skólahúsinu má troða 110 sæturn. En aðstaðan er voðalega erfið, þar sem þetta er eina samkomuhúsið í hreppnum og barnaskólinn að auki. Þaö sem gerir baggamuninn er það að bæði sveitarstjórinn og skólastjórinn eu virkir í leikfé- laginu og það Ieysir vandann. Allir þeir sem not þurfa að hafa af húsinu eru skilningsgóðir og hliðra til hver fyrir öðrum. Þó að húsið sé lítið og þröngt og fundur sé í einu herbergi, Haraldur Ilöskuldsson — Mynd Björn Ingólfsson. leikæfing í öðru og enn önnur starfsemi í því þriðja og öll hljóð heyrist á milli, hafa ekki orðið árekstrar þess vegna. Annars er nú verið að byggja nýtt skólahús, sem verður jafn- framt félagsheimili og þegar það verður fulibúið ætlum við að gera stóra hluti. Jú, við höfum verið í nánum tengslum við leikfélag Akureyr- ar, sem hefur verið ákaflega hlynnt okkar starfsemi, og lánað okkur búninga og tæki. Við eigum sjálfir orðið svolítið safn af búningum og öðru, en höfum heldur litla aðstöðu til .þess að geyma það sem við eigum.“ — Er búið að ákveða vetrar- verkefnið? — „Nei, það erdekkert byrjað að ræða vetrarstarfið ennþá. Það er óhætt að segja það, að hver einasti maður í þorpinu kemur og sér þau stykki sem sett eru upp, það er ekki þorpsbúum að kenna ef þau falla. En við höfum ekki haft beinlínis tap af rekstri leikfé- lagsins, við höfum sloppið fjárhagslega." Frá karamellubréfum í heil bílhræ „Fleiri félög hér á staönum. Það er ekki ástæða til þess að gleyma Lionsklúbbnum sem hér hefur verið starfandi nokkur undanfarin ár. En það er eitt þjóðþrifaverk sem Lionsmenn og kvenfélagskonurnar hafa gengist fyrir á hverju ári um miðjan júní. Það er svokallaður ruslhreinsunardagur, en þann dag er allt rusl hreinsað með- fram götunum í þorpinu og á hreppsenda og allt týnt sem sést frá veginum, allt frá karamellu- bréfum í heil bílhræ.“ „Ilverjum datt þetta í hug? — „Það var fyrst rætt um það á Líonsfundi hvort ekki væri þörf á slíkri allsherjarhreinsun. Síðan fengum við kvenfélagið í lið með okkur og þá var farið af stað. í fyrstu hreinsuninni voru það hvorki meira né minna en 10 bílhlöss af rusli sem ekið var á haugana. Þegar keyrt var um Víkina og næsta nágrenni á eftir stakk það í augun hvað horfið var. Enda er það þannig þegar maður ferðast um landið, að maður tekur strax eftir rusli og öðru því sem ekki á heima í umhverfinu". „Hafiðþið fleiri slík þjóð- þrifaverk á dagskrá í félaginu? — „Það er nú það. Alla vega þá heldur Lions-klúbburinn einu sinni á ári það sem við köllum menningarvikuna. Og þá eru hér málverkasýningar, tónlistar- fólki boðið, upplesurum og öðrum. En þeir sem við höfum leitað til um að koma, hafa tekið okkur afskaplega vel.“ Sem stendur burfum við ekki skuttogara — Ef við snúum okkur að atvinnulífinu hér á staðnum. hér er öll atvinna tengd sjónum meira og minna! — „Það er óhætt að segja það. Grenvíkingar eiga núna fjóra báta yfir 30 tonn að stærð og eru með um 10 trillur. Eins og er þá vantar okkur ekki skuttogara, en það er ekki hægt að neita því, að við höfum keypt dálítið af fiski af Akureyringum. Það gerist helzt yfir sumartímann, þegar bátarnir hér eru í fríi, en á sumrin er flest fólk í vinnu hér í frystihúsinu. Þessu hefur verið víxlað til, þegar sumarfrí eru á Akureyri, þá höfum við tekið við töldverðu magni af fiski af þeim til vinnslu. Aðstaðan fyrir bátana er vægast sagt léleg. Aukaviðlegu- pláss er ekkert hér. Þá vantar hér stærri bryggju en eins og er eru það aðeins tvö minnstu skipin frá Eimskip sem geta lagst hér að. — Þess vegna verðum við að keyra mest allar afurðir fr.vstihússins héðan og inn á Akureyri í útskipun. Það væri mikill munur fyrir sveitar- félagið ef úr þessu yrði bætt, þá með t.d. tilliti til hafnargjalda af uppskipun og útskiptun sem færi í gegnum höfnina. Það er þörf á því að lengja bæði bryggjuna sem nú er um 50 m að lengd og viðlegukantinn um a.m.k. 100 m. En þetta er á áætlun og ég held jafnvel að framkvæmdir eigi að hefjast á næsta ári. Hreint út sagt þá hafa smá- bátarnir enga aðstöðu hér og ef það gerir vestan-storm og stend- ur inn í höfnina, þá eru bátarnii í stórhættu. — það hafa ekki orðið stórvægilegar skemmdir á þeim eingöngu vegna þess að yfir þeim er vendilega vakað." Sú gamla stétt... — Þú sagðir að þú hcfðir verið mjólkurhílstjóri? „Já, ég var í þeirri gömlu stétt í 6 ár, en siðan mjólkurtankarn- ir komu, þessi tankvæðing, er mjólkurbílstjórastarfið ekki lengur til. Þetta var einhver skemmti- legasti tími ævi minnar sem komið er, og jafnframt sá erfiðasti. Það er óhætt að segja að starfið hafi verið fjölbreytt, tolst í því að taka mjólkurbrús- ana, flytja póstinn og svo sá ég þá jafnframt um alla flutninga á vörum í verzlun kaupfélagsins hérna. Svo tók maður að sér ýmis erindi fyrir karlana og kerlingarnar í hreppnum. T.d. keypti maður húsgögn og föt fyrir fólk og hvað sem var. Vegirnir? Það er ekki einn einasti Islendingur ánægður með vegina í landinu, en það er búið að gerbreyta vegunum síðan ég hætti þessu starfi. Það er stöðugt verið að vinna að þeim. Nú er mokað hér tvisvar í viku fyrir veturinn, en það gat gerst að það tæki hálfu og heilu sólarhringana að ferðast hér á milli Grenivíkur og Akureyrar.“ Það er ekkert vafamál að við hefðum getað rabbað svona saman miklu lengur þarna í frystihúsinu, sem við og gerðum, en það varð samkomulag um að slá hér lokapunktinn. \JR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.