Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 F yrsta verkefni Leikfélags Akureyrar á nýju starfsári: „í>ess vegna skiljum vid” Eftir Guðmund Kamban FYRSTA frumsýning Leikfélags Akureyrar á þessu starfsári verður á föstudagskvöld. Þá verður sýndur sjónleikurinn „Þess vegna skiljum við“ eftir Guðmund Kamban. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson, en leik- mynd er eftir Jón Þórisson. Búningar eru eftir Hauk J. Gunnarsson. í tilefni frumsýningarinnar ræddi fréttamaður Mbl. stutt- lega við leikstjórann, Viðar Eggertsson, aðstoðarleikstjóra, og hinn nýráðna leikhússtjóra, Odd Björnsson. Fyrstur varð á vegi okkar Ilaukur J. Gunnarsson. leik- stjóri. og var spurður, hvernig honum félli að starfa með akureyrskum leikurum. — Við byrjuðum að æfa í ágústlok, og mér finnst æfingarnar hafa gengið rryög vel. Mér fellur mjög vel við leikarana hér, þeir eru hörku- duglegt fólk, og allir hafa þeir talsverða leikreynslu, sumir mikla. Það er enginn byrjandi í hópnum. Samstarf mitt við þá hefur verið afar gott, og ég tel þá skila því, sem til er ætlast. Starfsandinn og samstarfsand- inn er líka til fyrirmyndar, og leikararnir starfa við ýmislegt fleira en ieikinn sjálfan, svo sem við gerð búninga og leiktjalda. Eg hef áreiðanlega ekkert á móti því að koma hingað aftur ein- hvern tíma seinna og starfa meira með Leikfélagi Akureyr- ar. — Ilvað viltu segja um verk- efnið, leikritið sjálft? — Guðmundur Kamban skrifaði þetta leikrit fyrst um 1920 undir öður heiti, en endur- skrifaði það síðar og lagfærði. Það var frumsýnt í Dagmar-leik- húsinu í Kaupmannahöfn árið 1939, og svo var það sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1952. í leiknum skiptast á gaman og alvara, og hann er í léttari dúr en mörg önnur verk Kambans. Hann fjallar um hjónabönd, hjónaskilnaði og mismunandi siðferðislegt mat þriggja kyn- slóða og afstöðu til þessara mála. Hann gerist á þriðja áratug aldarinnar, og ég not- færði mér þann stíl í búningum, förðum og hreyfingum, sem þessi tími krefst. Eg tel, að leikurinn eigi, þrátt fyrir aldur sinn, fullt erindi til nútímafólks, vandamál persónanna og afstaða Frá vinstri: Björg Baldvinsdóttir, Þráinn Karlsson, Sigurveig Jónsdóttir og Marínó Þorsteinsson. — Myndirnar tók Ljósmyndastofa Páls. Minninga- skáldskapur Asbjörn Ilvldremyr: AFDREP í OFVIÐRI. 115 bls. Guðmundur Daníelsson íslensk- aði. AB. Rvík. 1978. HEIMSSTYRJÖLDIN geisar af fullum þunga. Barist er í Noregi. Fjölskyldur taka sig upp, stíga á skip og halda til hafs. Flóttamenn! Ferðinni er heitið til Ameríku þar sem ævintýrin gerast. Á skipinu eru börn og fullorðnir. Þar á meðal er átta ára drengur, höfundur þessarar bókar. Skipið kemur við í Færeyjum. Og Ameríkuförin verð- ur ekki lengri að sinni heldur er dvalist í Klakksvík sumarlangt. Drengurinn kynnist nýju umhverfi þar sem töluð er önnur tunga. Þar gilda aðrar venjur. Og landslagið er öðruvísi en heima í Noregi. Fréttir berast af styrjöldinni. Stundum leynist í þeim vonar- glæta sem verður að skærum glampa í vegvilltum huga — sem svo aftur slokknar fyrir nýjum og dapurlegri fréttum. Annars er þetta engin stríðssaga. Ef frá eru tahlar þær sviptingar að verða í einu vettfangi heimilislaus og landflótta kemur st.vrjöldin ekki mikið við drenginn. Hann er í fylgd sinna. Þess vegna gætir ekki í sögu hans þess öryggisleysis sem búast hefði niátt við. Þetta verður fyrst og fremst ferðasaga með skáldlegu ívafi; hið síðarnefnda þó meira en í venjulegri ferðasögu. Og tíminn í Færeyjum líður við leik og kynni af nýju fólki. Að því ógleymdu að drengurinn verður áhorfandi að grindadrápi. Og þykir nóg um. Færeyingar voru fátækir eftir kreppuna, jafnvel enn fátækari en norðmenn. En þeir tóku flóttafólk- inu rausnarlega, höfðinglega. Allt var gert, sem unnt var, til að dvölin yrði því bærileg. Framtíðin hlaut þó að vera í óvissu — »sambandið við fortíðina var fyrir bí og framtíðin var kannski ekki til.« En óvissan risti ekki djúpt í sálardjúpum drengsins. Hann var í fylgd venslamanna og þannig, að vissu leyti, heima. Þetta er því saga um »afdrep í ofviðri« — alveg eins og íslenskur titill bókarinnar gefur svo prýðilega til kynna. Afdrep! Ofviðrið geisar lángt í burtu og veðragnýrinn berst ekki nema að litlu leyti til drengsins. Myndir, sem hann sér af flótta- fólki í öðrum löndum, verða jafnvel framandi fyrir sjónum hans. Þetta er hvorki hröð né æsileg frásögn, heldur er þetta í ætt við kyrrlífsmynd. Friður ríkir í sögunni þrátt fyrir nálægð voveiflegra atburða. Stundum finnst manni textinn vera of góður, það er að segja of sléttur og felldur, of mikið lagt í vandaðan stíl og upphafnar nátt- úrulýsingar. Eg ræð af þessari bók að Asbjörn Hyldremyr sé dulur maður og ekki gefinn fyrir að flíka tilfinningum sínum. Ég ræð það af því hve saga hans stefnir lítt inn á við — inn í hugarheim hans sjálfs — en mikið út á við. Hyldemyr er bókmenntamaður með næma til- finningu fyrir stíl. Hann getur því fjölyrt um hluti sem eru varla frásagnarverðir í sjálfu sér og lýst á tilbrigðaríkan hátt því sem aðrir mundu lýsa í fáum orðum og án tilþrifa. Meginefni bókarinnar byggist upp af því sem drengurinn sér og heyrir. Ég tek dæmi af því hvernig hann lýsir landslaginu í Færeyjum: »Há og brött stigu fjöllin upp úr hafinu, og froðuhvítir brotsjóirnir glefsuðu með rándýrskjöftum upp um rætur þeirra. Eljusamir og óþreytandi nöguðu þeir landið, surfu og slípuðu standbergið slétt, náðu betra taki hér og þar og grófu djúpa hella, brutust inn gegnum munnana með dunum og dynkjum, komu til baka örmagna og afllausir til þess að víkja fyrir nýjum og nýjum ólögum, óstöðv- andi, utan enda. Grænar grasrákir teygðu sig upp eftir daladrögum og giljum i fjallsh!íðunum.« Hér er faglega máluð mynd — með orðum. En þess ber líka að minnast að enginn annar en Guðmundur Daníelsson hefur snú- ið bókinni til íslensks máls. Um stíl Guðmundar er óþraft að fjölyrða hér og nú. En örugglega hefur hann ekki lagt minni alúð við þennan texta en eigin v<?rk. Frásagan endar jafnt og sumar- dvöl Hyldremyr í Færeyjum. Ferðinni er þá heitið til Islands. Og Island er engin Ameríka, þar er engra ævintýra að vænta. Og nafnið, eftir á að hyggja; »Skyldi ísland vera svo kalt og snautt sem nafnið benti til?« Því má svo prjóna hér við að Hyldremyr dvaldist hér öll stríðs- árin, gekk hér í barnaskóla, lærði íslensku, að sjálfsögðu, og hefur goldiö fósturlaunin með því að þýða íslenskar bókmenntir á norsku. Ætla ég ekki að rekja þá sögu gerr, þetta kom meðal annars fram í viðtali við hann hér í blaðinu nýlega. Hver sem man stríðið man líka Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON eftir »norsurunum« sem hér dvöld- ust. Hugg ég að íslendingar hafi hvorki fyrr né síðar fundið svo mjög fyrir skyldleikanum við þessa »frændur vora« eins og stundum er sagt við hátíðleg tækifæri. í hópi norðmanna hér voru nokkrir verulega þekktir menn, frægstur að telja Nordahl Grieg. Hyldremyr mun hafa í hyggju að skrifa aðra bók — frá íslandi — og hlakka ég til að sjá hana. Þessar bernskuminningar hans frá Færeyjum bera að flestu leyti yfirbragð skáldsögu og eru skrifaðar út frá sjónarmiði full- orðins þó sagt sé frá ungum dreng. Eigi að síður get ég til að börn muni hafa gaman af að lesa bókina. En alltént er Hyldremyr hljóðlátur höfundur sem lesa verður gætilega og með vakandi athygli. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.