Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 3 FRÁG Ullarteppi Teppabútar Áklæði Gluggatjöld Buxnaefni Kjólaefni iEFJUN Ullarefni Sængurveraefni Garn - Margar geröir Loöband Lopi o.m.m. fl. FRÁ SKÓVERKSM. IÐUNNI Karlmannaskór Kvenskór Kventöflur Unglingaskór FRA FATA- VERKSM. HEKLU Fyrir dömur, herra og börn Gallabuxur Anorakkar Vinnubuxur Peysur Smekkbuxur Sokkar FRÁ HETTI Fyrir dömur, herra og börn. Mokkalúffur Mokkahúfur Lager — Iðnaðardeildar Peysurfrákr.2000- piisfrákr.2.000- r .. Fóöraöir jakkar frá kr. 5.000.- Vesti frá kr. 2000.- IIZKUVOrUr ur Ull Prjónakápur frá kr 4.000.- Ofnar slár frá kr. 6.000.- Um 50 bækur frá IÐUNNI fyrir jólin IAunn Kefur út um 90 bækur í ár, þar af 50 jólabækur. Meðal bóka sem út koma hjá Iðunni á næstunni eru: ljóðabók eftir Jóhann Hjálmars- son, bók um Kjarval eftir Thor Vilhjálmsson, skáldsögur eftir Pétur Gunnarsson, Ólaf Gunnarsson og Þorstein Antonsson, frásagnabók eftir Ása í Bæ, nýtt bindi af Öldinni: Öldin okkar, tímabilið 1961—70, sem Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson hafa tekið saman, síðara bindi Svarfdælinga, þriðja bindi sögu frá Skagfirðingum, end- urminningar Klemenzar Kristjáns- sonar á Sámsstöðum, sem Sigurlaug- ur Brynleifsson skráði, hugleiðingar og frásagnir Brodda Jóhannessonar og þjóðlegur fróðleikur á bók eftir Kjartan Júlíusson á Efri-Skáldsstöð- um í Eyjafirði, en Halldór Laxness skrifar inngáng. Þá kemur í þýðingu Kristjáns Eldjárns bók danskra arkitekta um sögu átta steinhúsa, sem reist voru hér á landi íyrir um 200 árum og standa enn. Meðal barnabóka Iðunnar er Sigrún flytur, eftir Njörð P. Njarðvík. Meðal þýddra bóka sem Iðunn gefur út eru bækur eftir Alistair McLean, David Morrell, Brian Calli- son, Hammond Innes og Mary Stewart, sem áður hafa komið út bækur eítir hjá Iðunni og einnig koma nú bækur eftir franska konu, Jeanne Cordelier, sem lýsir reynslu sinni sem vændiskona í París, en bókin hefur vakið mikla athygli og verið þýdd á fjölda tungumála, og þá er bókin um stjörnustríðið, „Star Wars“, eftir George Lucas einnig væntanleg frá Iðunni fyrir jól. Meðal barna- og unglingabóka sem Iðunn gefur út fyrir jólin eru dönsk verðlaunabók eftir Bent Haller, bók eftir sænska höfundinn Gunnel Beckman, norska barnabókahöfund- inn Evi Bogenæs og bandaríska unglingabókahöfundinn E.W. Hild- ick. Einnig bækur eftir Sven Wern- ström og Ole Lund Kirkegaard. Tvær Barbapapa-bækur koma út fyrir jólin og fylgir annarri fjögurra laga plata með söng kórs Öldutúns- skóla. Þá gefur Iðunn út nýjar bækur um Kalla og Kötu og Tuma og Emmu og í hópi teiknimyndasagna er farið af stað með fjóra nýja bókaflokka. Ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar heitir Lífið er skáldlegt og verður það etlefta ljóðabók hans. Skáldsaga Péturs Gunnarssonar nefnist: Eg um mig frá mér til mín og er sjálfstætt framhald af bók hans Punktur Punktur komma strik. Bók Ólafs Gunnarssonar nefnist Milljón prós- ent menn og er það hans fyrsta bók en eftir Þorstein Antonsson hefur Iðunn áður gefið út Foreldravanda- málið, en nýja bókin Þorsteins heitir Sálumessa 77. Riðuveiki gerir nú víða vart við sig SÉRFRÆÐINGAR hafa nú tölu verðar áhyggjur af því hversu riðuveiki breiðist nú út hér með uggvænlegum hraða á vissum stöðum á landinu. Að því er Sigurður Sigurðsson, dýralæknir á Keldum, sagði í samtali við Mbl. í gær er þó útbreiðsla þessa skæða sjúkdóms mest um þessar mundir á Austur- iandi og í Kelduhverfi, og einnig hefur veikin fundist á einum bæ í Jökuldal, eða á svæði sem taliö er sérlega. viðkvæmt vegna þess að aðrir möguleikar til lífsafkomu en sauðfjárrækt eru þar ekki fyrir hendi með góðu móti. Þá hefur riðu nú orðið vart á fáeinum bæjum austan fjalls og er það í fvrsta sinn sem veikinnar verður vart sunnanlands. Bændur eru eindregið varaðir við því að kaupa fé og hey frá svæðum þar sem riðuveikinnar hefur orðið vart. Sjá „Uggvænlega ör út- breiðsla á riðuveiki" blsi 23. Söluop á Akureyri op- in til kl. 4 að morgni - VERZLUNARFÓLK tók þess- um breytingum vel þegar farið var á leit við það af hálfu Kaupfélags Eyfirðinga að söluop yrði opin á kvöldin til kl. 22 og lengur á sumrin, en þetta er allt unnið í aukavinnu, sagði Asa Helgadóttir hjá Félagi verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri í samtali við Mbl. — Nú eru ekki lengur neinar takmarkanir á þvi hvaða varning má selja og að því leyti erum við betur sett en Reykvíkingar, sagði Ása, en þessu var breytt fyrir nokkru. Ása Helgadóttir sagði að auk verzlana KEA sem hefðu opið söluop til kl. 22 væri Kjörbúð Bjarna með opið til kl. 23:30 og Nesti hefði nýlega fengið leyfi til að hafa opið um helgar til kl. 4 að nóttu og hefði það gefizt vel. Sagði Ása að umferðin hefði þá beinzt nokkuð úr miðbænum og ylli ekki ónæði lengur. — Þessi nýi verzlunartími svona lengi á nóttunni hefur því gefizt vel og má búast við að t.d. ferðamenn eigi eftir að njóta góðs af honum, enda hefur það sýnt sig að þeir notfæra sér mikið söluopin á sumrin, sagði Ása Helgadóttir að lokum. Gangbrautavörður tryggir frekara öryggi — segir Garðar Sigurgeirsson SAMÞYKKT var nýlega að ráðinn skyldi gangbrautarvörður við gangbrautina á Hafnarfjarðarveginum við Ilraunsholtslak. sagði Garðar Sigurgeirsson bæjarstjóri í samtali við Mbl., en þarna er gífurleg umfcrð og börnin sem stunda nám í Garðaskóla þurfa að fara yfir Ilafnarf jarðarveginn þar sem skólinn starfar f húsum sitt hvorum mcgin vegarins. Garðar Sigurgeirsson sagði, að þótt gangbrautarljós væru á þessari gangbraut þá hefði það sýnt sig að nemendur hefðu stundum farið út á götuna áður en bílar staðnæmdust við rautt ljós og því hefði verið ákveðið að setja þarna upp ljós til að fyrirbyggja sem unnt væri að þarna yrði slys og tryggja öryggi hinna gangandi, en slys hefur ekki orðið. Þá sagði Garðar að komin væru til landsins ljós til að setja upp á gangbrautina yfir Vífils- staðaveginn móts við barnaskólann, þar sem er mikil umferð barna úr Silfurtúni og Arnarnesi yfir veginn. — Við teljum okkur tryggari með þessum ljósum, sagði Garðar, og á næstunni verður einnig hafist handa um frekari aðgerðir á Hafnarfjarðarvegi milli Vífils- staðavegar og Hraunsholtslækjar og mun Vegagerðin sjá um það. Þar er um að ræða að reyna að hindra eins og unnt er að hægt sé að aka inn á Hafnarfjarðarveginn og út af honum á þessum stutta kafla, en hann er mjög varasamur vegna þess að bílar geta nánast hvar sem er komist inn á götuna. Fyrsta síldin til Eskifjarðar FYRSTA síldin barst til Eskifjarðar í gær og var hún söltuð hjá söltunarstöðinni Friðþjófi, en það var Seley sem landaði 200 tunnum af blandaðri síld. Þá komu 3 loðnuskip til Eskifjarðar í gær, Grindvíkingur með 700 tonn, Kap II með 650 og Jón Kjartansson með 800. Blíðviðri hefur verið á Eskifiröi undanfarið að sögn fréttaritara Mbl. og líkti hann veðrinu við sumarveður. Sambandsverksmiðjurnar — Akureyri VERKSMKUU- ÚTSALAN Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg 1. SLÆR ÖLL FYRRI MET Allir gera þaö gott... og þú líka — þegar þú kemur SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR AKUREYRI Verksmiöjuútsalan Iðnaöarmannahúsinu Hallveigarstíg 1. Teppi frá kr. 2.300 Peysur kr. Skólapeysur ,rá kr 1500 karlmannaskór frá kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.