Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 22. október Hamsun-fjölskyldan, aö Tore undanskildum, á Norholm. Frá vinstri, Arild, Ellinor, Cecilia (sitjandi), Marie og Knut Hamsun. henni á eftir. Ég gat ekki búist við að hún kannaðist við mig aftur. Þau stigu út úr lyftunni, og ég á næstu hæð fyrir ofan, gekk svo niður og hélt biðinni áfram. En eftir skamma stund komu hjónin og gengu út. Það var svo sem auðvitað að þau ættu áð sitja kvöldboð hjá einhverjum vinum sínum. Þá það, hugsaði ég, gekk út á tröppur og horfði á þau ganga niður nær mannlausa götuna. En nú stansa þau, og Hamsun svipast úm og segir: „Vi má sporge noen.“ Hann talar mjög hátt eins og títt er úm gamla menn, sem hafa mikið til misst heyrnina. Ég geng til þeirra og segi við frúna á norsku að mér skiljist þau þarfnast einhverra upplýsinga. Hún þakkar mér og segir að svo sé. Við erum stödd rétt hjá neðanjarðar- brautarstöð og frúin spyr hvort þaðan fari lest út á Breitenbach Platz. Jú, beina leið, segi ég og býðst til að ganga með þeim niður á stöðina og sýna þeim hvar væri gefið til ALDARFJÓRÐUNGI eftir dauða Knut Hamsuns er enn á ný varla um annan mann meira talað um öll Norðurlönd en hann, eftir útkomu hins mikla rits Torkild Hansens um síðustu ár og sorgleg örlög hins mikla Norðmanns. Morgunblaðinu var kunnugt um að Kristján Albertsson mun vera síðasti íslendingur, sem hitti Knut Hamsun, og við höfum beðið hann að segja frá því hvernig hið aldna skáld kom honum fyrir, og hvað þeim fór á milli. Hér fer á eftir grein Kristjáns Albertssonar. Þegar hitti Knut Hamsun Það er svo sem ekki frá miklu að segja, og ég hef áður minnst á fund okkar Hamsuns, sem varð af tilvilj- un, og með styttsta móti. En hann gerðist á alvarlegum tíma í ævi skáldsins. Hamsun stóð í stórræðum. En það vissi ég ekki þá. Ég vissi ekki það, sem ég nú les í bók Torkild Hansens, að vorið 1943 ákvað Hamsun að freista þess að ná fundum Hitlers til þess að kæra Terboven, þýska landstjórann í Noregi, fyrir glæpsamlega harðýðgi og augljósan hug á að undirbúa innlimun Noregs í Þýskaland. Hamsun ætlaði að fara fram á að Terboven yrði kvaddur heim og annar skipaður í hans stað. En hvernig ætti hann að ná fundi Hitlers, sem um þessar mundir hafði öðru brýnna að sinna en að taka á móti frægum útlendum skáldum? Hamsun þurfti að fara til Þýska- lands í maí að sækja Ellinor dóttur sína, sem hafði verið gift þar, var skilin við mann sinn og veik, en þá gæti hann. um leið orðið við ósk Goebbels um að heimsækja hann. Goebbels var mikill aðdáandi Hamsuns, og hann myndi geta fengið Hitler til að gefa sér tíma til að taka á móti Hamsun. Ég var staddur í skálanum á Hotel Kaiserhof í Berlín 18. maí 1943 um tvö-leytið, og sé Knut Hamsun koma inn utan af götunni. Ég þekkti hann strax. Þó kom hann mér unglegar fyrir en ég hefði getað átt von á, hann var nú nær 84 ára gamall. Hann bar sig karlmannlega, var hávaxinn og furðuléttur á sér, gekk hratt að lyftunni og var horfinn. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvernig mér varð við. En svo að eitthvað verði í það ráðið skal ég geta þess að mér hafði alla tíð þótt vænst um hann af öllum skáldum, frá því ég fimmtán ára gamall fyrst las nokkr- ar bækur hans, og fannst yndislegra að lifa eftir en áður. Ég kom aftur á hótelið klukkan sex, settist í skálanum, hugsaði mér að hafa gætur á hvort Hamsun kæmi ekki niður til kvöldverðar, en þá ætlaði ég að reyna að fá borð sem næst honum svo ég gæti séð hann lengur og betur. Ég hafði ekki lengi beðið þegar Hamsun og kona hans komu inn á hótelið og gengu að lyftunni. Það var ekki vert að hætta á að ég sæi þau kannski ékki aftur, svo ég gekk líka að lyftunni, og varð þeim samferða upp. Nú stóð ég þá augliti til auglitis við Hamsun. Hann var ellilegri og þreytulegri en mér fyrst hafði sýnst. Hann tók ofan hattinn, þurrkaði sér með vasaklút um ennið og sagði: „Det er for meget, det — aldeles for meget,“ eins og þau hjónin hefðu þurft í mörgu að snúast um daginn. Frú Marie Hamsun var fríð og mjög geðug kona, tuttugu árum yngri en maður hennar. Hún hafði verið í Berlín nokkrum árum áður og þá lesið upp úr verkum manns síns í þýsk-norræna félaginu, og við norrænu lektorarnir verið kynntir kynna þegar sú lest komi, sem þau eigi að taka. Frú Hamsun spurði hvort ég byggi á Hótel Kaiserhof. Nei, það gerði ég ekki. En mér hefði þótt mikil gleði að fá einu sinni á æfinni að sjá Knut Hamsun, og því hefði ég farið inn í lyftuna með þeim til að geta séð hann ofurlítið lengur. Annars hefði ég hitt frúna áður. Og ég minnti hana á þegar við norrænu lektorarnir vorum _kynntir henni, ég væii sá íslenski. „Já, nú man ég,“ sagði hún, „og | afsakið að ég skyldi ekki þekkja yður. Og eins verðið þér að fyrirgefa áð ég kynni yður ekki manninum mínum, því hann heyrir svo illa að það getur varla heitið að hann geti talað við ókunnuga." Sjá nœstu síðu A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.