Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 49 Presley kom upp. Strákurinn (John Travolta) er myndarleg- ur og kemur vel fram. Þessir dansar hafa þó komið með það með sér að fólk er aftur farið að halda utan um hvort annað en er ekki hvort í sínu horninu. Þetta er aðeins tímabundið æði. Um jólin kemur kvik- myndin Grease til landsins og þá kemur örugglega það sama upp á teninginn. Táningar sækja meira í dansskólana nú en áður en það er ekki lengur spurt um táningadansa, nú er aðeins spurt eftir dönsunum úr „Saturday night Fever". Ann- ars er það fólk á öllum aldri, alveg niður í 12—13 ára sem vill læra þessa dansa,“ sagði Sigvaldi. Sigvaldi kvað myndina eiga mestan þátt í vinsældum dans- dans hjá mér dansað hann hvort á sinn hátt. Ég er mjög hrifin af þessum breytingum. Nú eru pörin farin að dansa saman og herrann snýr dömunni ákaflega mikið. Síðustu tíu árin hefur verið mikil stöðnun í táningadansi og það var orðið ákaflega erfitt að semja létta dansa svo ég er mjög hrifin af þessari breyt- ingu. Breyting var það sem þurfti. Ég gæti trúað því að dansarnir í „Saturday night Fever“ næðu því að vera svipaðir þeim sem tíðkuðust í Bandaríkjunum fyrir stríðs- sárin. Um jólin kemur svo „Grease" með rokkdansana en þeir ná líklega ekki því æði, ég held að dansstíllinn úr „Sadur- day night Fever“ haldi sínu striki. anna en einnig sagði hann tónlistina hafa sitt að segja. „Breyting var Það sem 0urfti“. „Ég sá myndina í New York í vor og sá það strax að þarna var á ferðinni bylting í dansi,“ sagði Henný Hermannsdóttir hjá dansskóla Hermanns Ragnars. „Ég fór þá einnig í Studio 54 og sá að þar voru allir farnir að dansa allt öðru vísi en tíðkast hafði síðustu 10 árin. Núna er fólk farið að haldast í hendur þegar það dansar og þá þarf það að fara að læra að dansa. Alltaf þegar ég kenni set ég upp dansana sjálf. Ég kenni ekki sömu dansana og í myndinni. Sá sem samdi dans- ana fyrir „Saturday night Fever“ á þá dansa. Ég byggi dansana öðru vísi upp en ég hef sömu sporin, kenni þau stig af stigi og svo getur fólk sett sínar eigin hugmyndir inn í eftir 'vild. Þannig geta jafnvel tvö pör sem hafa lært sama „Þetta er augnabliks æði“ „Þetta eru beatdansar" sagði Heiðar Ástvaldsson danskenn- ari er við inntum hann eftir því hvers konar dansar væru í „Saturday night Fever“. Dansarnir eru sérstakir fyr- ir þessa mynd. Þeir hafa ekki komið fram áður nema einn þeirra sem Shirley McLaine dansaði hér áður fyrr „Brook- lyn Bridge“. Daman og herr- ann dansa án þess að hafa hald nema í einum dansanna sem koma fram í myndinni „Tango hustle". I dönsunum eru nýjar hreyfingar, kraftmiklar beat- hreyfingar. Þetta er ekki bylting í dansi, þetta er augnabliksæði en hvort það verður varanlegt það get ég ekki sagt um,“ sagði Heiðar. Heiðar kvað myndina fyrst og fremst hafa orsakað vin- sældir dansanna. „Myndin er vinsæl. Fólk sér hana og fær áhuga á dönsun- um, Travolta er líka frábær dansari. í myndinni fer strákurinn í dansskóla og þá sjá táningarn- ir að það þarf að fara í dansskóla til þess að fá þjálfun enda hefur myndin alls staðar orsakað fjöldaaukningu nem- enda í dansskólum. Dansarnir eru ekki of erfiðir og aðgengi- legir fyrir alla og við kennum þá eins og þeir eu í myndinni." Heiðar kvað þessa dansa ekki eiga eftir að bæta dans- menningu íslendinga. „Til þess þarf að koma hugarfarsbreyting. Við skipu- lagningu dansstaða má dans- gólfið sjálft ekki vera aukaatr- iði heldur það þýðingarmesta. Það mætti því gjarnan fækka börunum um einn til tvo og nota það rými undir dans- svæði." „Mér finnst þessir dansar ekkert sérstakir“ „Þetta er tízkufyrirbrigði", sagði Sigurður Hákonarson sem rekur nýstofnaðan dans- skóla í Kópavoginum er við inntum hann eftir áliti hans á dönsunum úr „Saturday night Fever“. „Mér finnst þessir dansar ekkert sérstakir, ég er meira fyrir klassíska samkvæmis- dansa. Þessir dansar eru fyrir táninga og þeir eru aðgengileg- ir fyrir þann hóp. Tónlistin er einnig þess eðlis,“ sagði Sig- urður. „Ég held að í fyrsta lagi orsaki myndin sjálf vinsældir dansanna og í öðru lagi tónlist- in í myndinni. Jöhn Travolta á líka sinn þátt í vinsældum þeirra þar sem hann er mjög góður dansari og er orðinn hálfgert átrúnaðargoð í augum margra táninga,“ sagði Sigurð- ur. Að lokum fengu blaðamenn nokkra danskennara frá Dans- skóla Heiðars Ástvaldssonar og Dansskóla Sigvalda til þess að taka nokkur dansspor úr kvikmyndinni „Saturday night Fever“. Emilía B. Björnsdóttir tók myndirnar. RMN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.