Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 Umsjón: Sé'ra J&n Dalbú Hróbjaiisson Séra Karl Siyurbjörnsson Siyuröur Pdlsson AUDROTTINSDEGI Fyrlrgefning kristinna manna Pisiillinn: Fil. 1,6—11: ég fulltreysti einmitt því, að hann sem byrjaði í yður hið yóða verkið, muni fullkomna það allt til days Jesú Krists (=endur- komunnar). Guðspjall Matt. 18,21—35: Pétur spurði: Hversu oft á éy að .fyriryefa bróður mínum, ef hann syndyar á móti mér? Allt að sjö sinnum? Jesús svaraði honum: Éy seyi þér, ekki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum (=endalaust)! IIjónabandid í brennidepli.: SÁLUFÉLAG Hvað ákveður val okkar á maka? — Væri ekki vel þess virði að íhuga hvers vegna ég valdi einmitt þann sem ég valdi? Margir svara því til að tilviljun ein ráði í þessum efnum. En það er alls ekki víst! Svörin geta að vísu verið mismunandi og margt er að athuga. Hér verður þó aðeins reynt að varpa ljósi á ýmsar manngerðir í sálfræðilegu tilliti, hvernig upplag og persónuleiki getur ráðið vali okkar á maka og hvernig það leggur grundvöllinn að hjónabandi þar sem ein- staklingarnir uppfylla þarfir hvor annars. Ég hef áður nefnt að afstaða mín ráðist mjög af svissneskum rannsóknum í þessum efnum og verður einnig svo í þessari grein. Margir þekkja hinar mismun- andi persónugerðir sem próf. Jung hefur sett fram í átta gerðum. Ég nefni aðeins fáeinar. Hann sýnir fram á hvernig hin rökhyggna manngerð, sem leggur mest upp úr reynslu giftist oft tilfinningaríkri manngerð, sem er jafnframt örgeðja og fljótfær. Einnig gerist það oft að hin svokallaða inn- hverfa manngerð giftist úthverfri. Reynslan sýnir einmitt að mis- munur á sálarlegri gerð veldur því óafvitandi að maður velur ein- stakling sem er öðruvísi en maður sjálfur. Við getum heyrt hjón segja: „Við erum svo ólík. Hann dregur sig alltaf í hlé og vill helst ekki hafa neitt saman við aðra að sælda, meðan ég hef ánægju af fólki og vil gjarnan hafa marga í kring um mig. Þetta getur ekki gengið sona öllu lengur," segir hún. Ef hún er spurð, hvers vegna hún hafi einmitt orðið ástfangin í þessum manni og hvernig hún héldi að liti út á heimili hennar ef hann væri alveg eins og hún, þá fara kannski að renna á hana tvær grímur. Þessi tilfinning í tilhugalífinu að „við hugsum eins og reynum hlutina eins“ hverfur fljótt. Við uppgötvum að við erum tvær ólíkar persónur með ólík sjónar- mið. Ef til vill eru það bestu stundirnar í hjónabandinu þegar við finnum hvernig við uppfyllum hvort annnað hvað þetta snertir. Að sjálfsögðu hefur manngerðin sem einkennist af rökhyggju mikla þörf á tilfinningalegri reynslu af tilverunni og velur því oft óafvitandi maka sem uppfyllir þessa þörf. Ef konan er sú manngerðin sem er tilfinninganæm, úthverf og jafnvel örgeðja, getur hún orðið ákaflega skemmtilegt mótvægi í lífi mannsins, sem þá er rök- hyggjumaður. Hún getur auðgað líf hans og veitt honum það sem sál hans þráir. Svona hjónabönd geta verið fyrirmyndar hjónabönd ef einstaklingarnir bera virðingu hvor fyrir öðrum, viðurkenna að þeir eru ekki eins. — Hún getur verið undrandi á hversu rólegur og málefnalegur hann er. Hann aftur á móti gleðst yfir hvað hún er ör og opin og hvernig hún getur látið tilfinningar sínar í Ijós. Hann getur jafnvel stundum öfundað hana af þessum hæfileikum, en hann er þakklátur fyrir að sjá þennan mun. Hann sér t.d. að vegna þess hve þau eru ólík fá börnin meira út úr samfélaginu við þau en ella. Það má því vera ljóst að mismunur á manngerð og upplagi er ekki ástæðan fyrir því að hjónaböndin fara út um þúfur. Slagorðið: „Við erum svo ólík“ stenst ekki. Þvert á móti verður svona mismunandi sálargerð til þess að gera sálufélagið ríkt og gott. í rauninni verður hjónaband- ið langfarsælast þar sem hjónin eru ólík. Þau reyna hlutina mismunandi og gefa þar með hvort öðru tækifæri til að sjá nýjar hliðar á tilverunni. Ef persónuleikarnir eru svona ólíkir, leiðir það óhjákvæmilega til þess að áhugamálin eru mis- munandi. Áhugi hans á krossgát- um fær engan endurhljóm hjá henni. Áhugi hennar á ljóðum er hlægilegur í augum hans. Að hún skuli vilja fara á málverkasýningu þegar hann vill fara ávélasýningu getur vissulega valdið spennu ef þetta er ekki skoðað sem hluti af skemmtilega ólíkum sjónarmið- um. Síðla kvölds hitti ég hjón sem voru að skemmta sér. Sjálfur var ég með nokkrum samstarfsmönn- um sem ég bauð út að borða. Hjónin sem ég hitti voru gamlir vinir mínir og ég spurði hvaðan þau væru að koma. Jú, það var brúðkaupsdagurinn þeirra. Hún sagði hlæjandi frá því að áður en þau giftu sig hefðu þau skrifað undir samning þess eðlis að þau færu að minnsta kosti hvern brúðkaupsdag á konsert eða í leikhús. Hann hafði með gleði skrifað undir samninginn, „en“, sagði hún, „nú komum við frá slíku, hann sat fyrsta hálftímann hjá mér, en heldurðu ekki að hann hafi setið úti í bíl síðasta klukku- tímann og sofið“. Þau hlógu að þessu og það gerðum við öll. — Hún hélt áfram: „Við höfum verið gift í 22 ár, og svona fer það alltaf, — við höldum bæði samninginn og við förum út á hverjum brúð- kaupsdegi, en aldrei heldur hann út nema hálftíma." „Nei, nei,“ sagði hann, „en ég held þó samninginn.“ Það fór vel á með þeim og þau tóku þessu ákaflega létt og skemmtilega. Svona kvöld getur að sjálfsögðu valdið ýmsum erfiðleikum hjá mörgum. Maður getur nagað sig í handabökin yfir að vera gift svona drumbi, meður getur þagað í nokkrar vikur á eftir ef svo vill vera að láta. Einnig er hægt að bregðast argur við og tekið alveg fyrir að fara út með svona fýlupoka. En það er líka hægt að gera gott úr öllu saman og segja: „Drumbur minn, nú skulum við þó alltént fara út og fá okkur góðan mat.“ Samfélag í sálufélagi er ekki spurning um að vera eins, heldur að maður sé öruggur í sinni eigin persónuleikagerð og beri virðingu fyrir hinni. Það er sorglegt þegar hjón skilja ekki hvers vegna þau eru ólík og sjá ekki þann fjársjóð sem liggur í því að þau uppfylla líf hvors annars og að þau saman geta átt mun fyllra sálufélag en ella með því að eignast hlut hvort í annars heimi. Ég er ekki í neinum vafa um hvaða hjónabönd eru farsælust. Það er mjög hæpið að þau séu þess eðlis að einstaklingarnir hafi nákvæmlega sömu áhugamál, stundi sömu atvinnu, hafi sömu skoðun o.s.frv. Reynslan sýnir þvert á móti, að ólíkir einstakling- ár komast hvað best af hvor með öðrum. Þetta kemur að sjálfsögðu fram á börnunum. Sum börnin líkjast öðru foreldrinu og sum hinu. Oft verður þetta mikil reynsla fyrir foreldrana. Þau verða að láta það barnið sem er ólíkast sér skilja að það hefur hæfileika þó á öðru sviði sé. En eitt geta þau verið viss um að barnið sem er innhverft og kannski drungalegt í persónugerð sinni kemur mjög líklega til með að giftast þeim persónuleika sem fyllir í skörðin ekki síst á tilfinningalega sviðinu. Ef grund- völlurinn hefur verið lagður í æsku þess eðlis að virða ólíkar manngerðir þá verður hjónaband- ið gott einmitt þar sem mismun- andi persónuleikar mætast. í næstu grein sjáum við svo hvernig þetta endurtekur sig varðandi lífsskoðun. Frh. (Þessar greinar eru úrdráttur úr greinaflokki eftir Gordon Johnsen Geðlæknir í Noregi.) 22. sunniedayur eftir Trinitatis. Sjö yjafir andans: Máttur, dýrð, vizka, kraftur, auðsœld, heiður oy veysemd, eru táknaðir með dúfunum sjö. Sjö er heilöy tala í Bibliunni, sbr. sjöanna Ijósastikuna í musterinu oy sjö bænir faðirvorsins. Er Guð til? Sannaðu það Enginn hefur nokkurn tíma getað sannað að Guð sé ekki til. Enginn hefur heldur getað sett fram pottþétta sönnun þess, að hann sé til. Guð er svo stór og mikill, að hann rúmast ekki í neinni sönnun. Við getum aldrei lokað Guð inn í neinu kerfi, aldrei fjötrað hann í formúlu. Tign hans og máttur varnar okkur þess að unnt sé að gera hann að hugmynd, hugsjón, eitthverju sem við ráðum yfir. Guð vill fyrst og fremst vera viðmælandi þinn en ekki umræðuefni! Við getum ekki sannað tilveru Guðs. En Guð hefur látið eftir margvísleg tákn þess, að hann er til og að honum er umhugað um okkur. Við sjáum spor hans í náttúrunni og sköpunarverkinu. En hjartalag hans, vilja og áform mætum við aðeins í Jesú Kristi. Mannlegt mál getur aldrei fullkomlega tjáð hvað Guð er. Til þess er málið of fátæklegt, hugsun okkar of smá, Guð of mikill. Guð er leyndardómur, sem við fáum aldrei skilið til fulls í þessu lífi. En það sem menn skilja ekki geta menn skynjað. Þess vegna notar Biblían margvíslegar táknmyndir er hún talar um Guð, t.d. Guð er kærleikur, Guð er ljós. Kertaljósið minnir á Guð. Þú skynjar það á ólíka vegu: Sem loga sem yl sem birtu Þó er það ekki þrjú Ijós, heldur eitt. Guð er einn, en við mætum honum á mismunandi hátt, Guð er Faðirinn, sem skapaði þig Sonurinn, Jesú Kristur, sem endurléysti þig, heilagur andi, sem gerir sigur Jesú og endurlausn lifandi fyrir okkur og gerir okkur lifandi í trúnni á hann. Kirkjufeðurnir fornu tjáðu það á þennan hátt: Faðirinn hefur tvær hendur, soninn og heilagan anda. Þessar hendur réttir hann til okkar til að grípa okkur og lyfta okkur upp til sín og umvefja okkur í föðurfaðmi sínum. Biblíulestur vikuna 22.-28. október. Sunnud. 22. okt.: Matt.: 18: 23—35 Mánud. 23. okt.: Lúk. 17: 1—10 Þriöjud. 21t. okt.: 1. Pét. h: 7—19 Miðvikud. 25. okt.: 1. Pét. 5:1—U Fimmtud. 26. okt.: 1. Pét. 2: 11—25 Föstud. 27. okt.: Róm. 13: 1—7 Laugard. 28. okt.: 2. Kron. 19: h—11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.