Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 vtco kAFf/NO * GRANI GÖSLARI „ . , . # ,, . , Látið mikið grænmeti með, ég Keyndar hef eg aldrei heyrt að til væru ryð mölflugur. Cr grænmetisæta. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Óskasamningurinn þarf ekki alltaf, að vera sá öruggasti af þeim, sem til greina koma. Og sá samningur, sem við vildum helst spila er auðvitað sá, sem gefur hæðstu mögulega tölu miðað við þokkalega góðar vinningslíkur. Lesendur ættu að segja á spilin hér að neðan og finna sinn lokasamning. Austur og vestur á hættu, gjafari vestur. Norður S. KDG109 H. 9 T. Á2 L. ÁG1094 COSPER Slysin í umferðinni „Það er nú ef til vill að bera i bakkafullan lækinn að skrifa þér bréf um umferðarmál og hin tíðu slys,“ skrifar maður, sem kallar sig „Fyrrverandi ökuþór“. „Eg er tiltölulega ungur að árum sem ökumaður og hef til þessa — til allrar hamingju — sloppið við að valda sjálfum mér og öðrum tjóni í umferðinni. Þó verð ég að viðurkenna að það hefur ekki alltaf verið mér að þakka, sérstak- lega ekki á fyrstu bílprófsárum mínum, þegar mér voru allir vegir færir. Sennilega hef ég þá fyllt flokk ökuþóranna. Mín skoðun er þó enn sú, að ungir bílstjórar standi þeim eldri ekki að baki hvað aksturinn sjálfan snertir, þeir eru oft viðbragðssneggri, en þá skortir oft tilfinnanlega rétt mat á aðstæðun. Erfiðast eiga þeir þó með að meta, hve óhætt er að aka hratt. Það kemur þeim mörgum í koll og ekki eru allir jafn heppnir og ég að hafa sloppið með skrekkinn. • Merktu gang- brautirnar Margir fá alls ekki skilið hvers vegna svo mörg slys sem raun er á verða á merktum gangbrautum. Eg varð sjónarvott- ur að einu slíku og rann þá upp fyrir mér ljós. Bíll kom akandi á hægri akrein og stanzaði við merkta gangbraut til þess að hleypa konu yfir. Nokkru á eftir honum kom annar bíll á 'sömu akrein, og þegar ökumaður þess bíls sá að hinn stanzaði gerði hann sér alls enga grein fyrir hvers vegna. Hann beygði yfir á vinstri akrein til þess að halda óhindrað " áfram. Konan, sem yfir gangbrautina fór, leit hvorki til hægri né vinstri en hélt óhikað yfir götuna og lenti fyrir síðari bílnum. Kurteisi fyrri bílstjórans, aðgæzluleysi þess síð- ari og hennar sjálfrar kostaði hana beinbrot og bílstjórann taugaáfall. • Sennilega ókurteis Ég hugsaði lengi um þetta atvik. Hafði kurteisi bílstjórans borgað sig? Ég hugsaði með mér, að ég vildi heldur vera talinn ókurteis en eiga óbeint sök á limlestingu eða jafnvel dauða manns. Ég veit ekki hvort ákvörð- un mín er rétt, en ég stanza helzt Vestur S. 43 H. 7532 T. 8753 L. D65 Austur S. 52 H. KDG1064 T. 109 L. K32 Suður S. Á876 H. Á8 T. KDG64 L. 87 Þegar spil þetta kom fyrir í fjölmennri tvímenningskeppni henti það nokkur pör að lenda í sjö spöðum. Ólánleg lokasögn, sem útilokað var að vinna. Mun fleiri létu sér nægja hálfslemmu á spaða — öruggasta samninginn. Þeir fengu nálægt meðalskor fyrir þar sem nokkrir tóku séns á hálf- slemmu í grandi og fengu sömu tólf slagi. Aðeins eitt par náði óska- samningnum — alslemmu í tígli. Austur hafði sagt hjörtu og vestur spilaði því þar út. Spilarinn tók slaginn og trompaði strax hjarta með tvistinum í borðinu. Síðan tók hann á tígulás, fór heim á hendina á spaðaás og tók trompin. Tap- slagurinn í laufi fór í fimmta spaðann í borði og spilið þar með unnið. JÓL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði. 16 Ég beið því að ég hélt að herra Lorilleux hefði seinkað. — Bjó hann ekki á sama stað og verzlunin var? — Nei. hann hjó með fjöl- skyldu sinni á Rue Mazarine. Klukkan hálf tiu fór ég að verða óróleg. — Var hann dáinn? — Nei. Ég hringdi til konu hans. sem sagði mér að hann hefði farið að heiman um áttaleytið eins og vandi hans var. — Ilvaðan hringduð þér? — Úr kaffihúsi við hliðina. Ég heið allan morguninn. Konan hans kom þangað líka. Við fórum saman á næstu lögreglustöð þar sem menn virtust ekki taka þetta ýkja hátíðlega. Konan hans var spurð hvort hann hefði verið veill íyrir hjarta. hvort hann hefði kannski átí ástkonu og eitthvað í þeim dúr. En síðan hefur ekkert til hans spurzt. Iíúðin var seld pt'ilskri fjöl- skyldu og maðurinn minn vildi ekki að ég fengi mér aðra vinnu. — Var þetta Iöngu eftir að þið giftuð ykkur? — Fjórum mánuðum síðar. — Var maðurinn yðar þá einnig sölumaður og ferðaðist á svipaðar slóðir og nú? - Já. — Var hann í París. þegar yfirmaður yðar hvarf? — Nei, það held ég ekki. — Lögreglan heur vísast rannsakað verzlunina? — Það var allt eins og hann hafði skilið við það kvöldið áðaur. Ekkert virðist hafa horfið. — Vitið þér hvað varð síðan um frúna? — úm hríð lifði hún og hörnin af þeim peningum sem salan á húðinni hafði gefið af sér. Börnin voru að vaxa úr grasi og eru sjálfsagt gift núna og farin að heiman. Hún á litla hannyrðaverzlun við Rue du Pas de Mule. — Hittið þér hana öðru hverju? — Af hendingu hef ég komið í húðina. Þannig komst ég að því að hún rak hana. Ég þekkti hana ekki aftur í fyrstu. — Ilvenær var þetta? — Ég man það ekki. Ilálfu ári síðar eða þar um hil. — Ilefur hún síma? — Ég veit það ekki. Ilvers vegna eruð þér að spyrja? — Ilvernig maður var Lorril- leux? — Meinið þér í útliti? — Já. til da mis. — Ilann var hávaxinn. hærri en þér og þrekvaxinn. — Hvað var hann gamall? — IJm fimmtugt. Ég veit það ekki nákva-mlega. Ilann hafði grásprengt yfirskegg og hann var alltaf i fötum sem voru vel við vöxt. — ?ekktuð þér almennar venjur hans? — Hann kom alltaf á hverj- um morgni i búðina. Oftast var hann kominn stundarfjórðungi á undan mér. llann hafði póstinn tilbúinn þegar ég kom. Ilann var fámáll maður. Eigin- lega heldur daufa*gerður mað- ur. Hann var mestallan daginn í lítilli kompu inn af húðinni. — haldið þér hann hafi verið í kvennastússi? — Ekki svo ég viti; — Ilann hefur ekki reynt að gera sér dælt við yður? — Neilsvaraði hún þurrlega. — Var hann notalegur við yður? — Já og ég held hann hafi kunnað að meta vinnu mína. — Hefur maðurinn yðar hitt hann? — Þeir hafa aldrei talazt við svo að ég viti. Jean beið stöku sinnum eftir mér fyrir utan búðina, en kom aldrei inn. Er það fleira sem þér viljið vija? Hann heyrði ekki betur en það vottaði fyrir illsku í rödd hennar. — Ég leyfi mér að vekja athygli yðar á því. frú Martin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.