Morgunblaðið - 22.10.1978, Side 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978
„KID JMSEN -
einn þekktasti útvarpsplötnsnúðnr
BBC í heimsókn hérlentíis”
ÍSLENZKIR tónar hafa ný-
lega gefið út breiðskífu, þar
sem Sigfús Halldórsson syng-
ur eigin lög, en hér er um að
ræða endurútgáfu á hljóðrit-
unum Sigfúsar á minni plöt-
um fyrir 20 til 25 árum. Þá er
ÞEIR SEM á annað borð Hafa lagt
sig eftir því að hlusta á erlendar
útvarpsstöðvar kannast eflaust við
þætti Kid Jensens í Radío Luxem-
borg „Jensen's Dimensions".
Reyndar er hann ekki lengur
starfandi við þá þekktu útvarps-
stöð heldur stjórnar nú þriggja
klst. löngum þætti á degi hverjum
hjá breska útvarpinu BBC (Radio
1), sem ber heitið „tee time show“.
Hann nýtur mikils álits hlustenda
í heimaiandi sínu og víðar um
Evrópu fyrir þennan þátt sinn,
sem þykir einkar efnisríkur og
hressilegur.
Kid Jensen var annars ekki
skírður Kid heldur David Alan en
hlaut þetta viðurnefni, er hann hóf
störf hjá Radío Luxemborg 1968,
þá sem langyngsti plötusnúður
útvarpsstöðvarinnar — aðeins 18
ára gamall. Hann starfaði þar í
6 'k ár og áðurnefndur þáttur hans
„Jensen's Dimensions" skóp hon-
um þær vinsældir sem seinna urðu
honutn til framdráttar. Þátturinn
var sendur út seint á kvöldin og
átti sér gífurlega stóran hlust-
endahóp um alla Evrópu, þar á
meðal á Islandi.
Árið 1975 réðst Kid Jensen til
útvarpsstöðvarinnar Radio Trent í
Nottingham í Englandi. Þar starf-
aði hann um skeið, unz hann réðst
til BBC. í Radio 1 fékk hann það
hlutverk að leysa af hólmi einn
þekktasta og virtasta útvarps-
plötusnúð í heimi, Emperor Rosco,
er sá síðarnefndi fluttist til
Ameríku. Kid tók við þætti Roscos
á laugardagsmorgnum og starfaði
við hann þar til í apríl síðastliðn-
um.
Það er engum blöðum um það að
fletta Kid Jensen hefur á 10 ára
ferli sínum haft áhrif á hinar
ýmsu sveiflur og stefnur innan
popptónlistarinnar og því hefur
t.d. verið haldið fram, að hann hafi
átt stóran þátt í að koma hinni
umdeildu nýbyigjutónlist á fram-
færi — tónlist sem svo mjög hefur
verið áberandi í bresku popplífi
síðustu tvö árin.
Kid Jensen kvæntist árið 1975
íslenzkri konu, Guðrúnu Þórarins-
dóttur. Þau eiga eina dóttur barna.
Hjónin komu til landsins um
helgina í einkaerindum, en Kid
hefur fallist á að koma tvisvar
sinnum fram í HOLLYWOOD og
skemmta gestum, í kvöld og annað
kvöld.
t.h.á.
Ein vandaðasta og mest umtal-
aðasta hljómsveit (af rokk-jazz-
tegundinni) í Bretlandi undanfar-
in misseri er vafalaust Brand, X.
Hún ætti að vera nokkuð kunn hér
á landi, þó ekki væri nema vegna
Phil Collins trommuleikara.
Hljómsveitin hefur verið í stöðugri
framsókn þau þrjú ár sem hún
hefur starfað og gefið út fjórar
plötur: Unorthodox Behaviour
(’76), Moroccan Roll (’77),
Livestock (’78) og Masques (’78).
Allar þessar plötur hafa fengið
lofsamlega dóma í breskum
músíkblöðum og þó sérstaklega
bassaleikur Percy Jones. Um hann
hefur verið mikið skrifað og allt á
einn veg, hann hefur verið nefndur
efnilegasti tónlistarmaður Breta,
nýr risi o.s.frv. Hann vekur mikla
athygli fyrir frumlegan, jazzkenn-
dan stíl sem þykir minna um
margt á kempuna Charles Mingus,
enda segist Jones vera undir
n istUi.i áhrifum frá honum. Percy
„ , cs spilar á bassagítar en tekst
; , a'< ná fram mjög kontrabassa-
gam hljóm úr hljóðfærinu.
Onnur einkenni á leik Jones eru
mjög smekkleg notkun á effektum
og bassa-fótspili. Raunar má segja
að hann, líkt og t.d. Jaco Pastorius,
leiki á bassann eins og gítar að
mörgu leyti, með því að slá grip og
yfirtóna, svo eitthvað sé nefnt.
Percy Jones er tvímælalaust í hópi
bestu bassaleikara heims í dag og
tilheyrir hinni nýju „kynslóð"
bassaleikara sem gert hafa bass-
ann að sjálfstæðara hljóðfæri og
aukið hlutverk hans í tónlist
nútímans.
Ferill Percy Jones er ekki
langur, hann lék með rokkhljóm-
sveitinni Liverpool Scene um tíma
fyrir u.þ.b. 9 árum en starfaði
síðan sem tæknifræðingur uns
Brand X var stofnuð. Eins og fyrr
er getið, leikur Phil Collins úr
Genesis á trommur af sinni
alkunnu snilld á þrem fyrstu
plötum hljómsveitarinnar. Reynd-
ar var Phil Collins ein aðaldrif-
fjöður Brand X allt fram á síðasta
ár, þ.e. þegar hann var í fríi frá
störfum með Genesis. Og þó að
hlut þeirra Robins Lumley hljóm-
borðsleikara, Morris Pert slag-
verkara og Johns Goodsall gítar-
leikara beri síst að lasta, þá er hið
stórgóða samspil þeirra Jones og
Collins einn mesti styrkur hljóm-
sveitarinnar og sannkallað „eyrna-
yndi“. Percy Jones er ekki síðri
lagasmiður, mörg bestu laga
Brand X, svo sem „Malaga
Virgen", eru eftir hann og koma
hæfileikar hans þar einna best í
ljós.
Tónlistarunnendur ættu semsé
að kynna sér þennan afburðamann
sem fyrst, því að hér er ekki á ferð
neinn venjulegur Jones.
itaAbvenAAdA/ufc.
Einar Júlíusson og Þórir Baldursson við hljóðritun á lögum Jenna Jóns
Lög Sigfnsar
endnrútgefin
væntanleg á markaðinn
breiðskífa frá SG-hljómplöt-
um með lögum og textum
eftir Jenna Jóns.
A plötu Sigfúsar er að
finna öll kunnustu lög Sigfús-
ar, einsöngslög sem dægur-
lög. Nýr undirleikur hefur
verið settur inn á fimm
laganna og hefur Jón Sig-
urðsson útsett það fyrir litla
hljómsveit. Þeir sem leika á
þessum lögum, auk Sigfúsar,
eru: Jónas Sigurðsson, bassa,
Eyþór Stefánsson, gítar,
Stefán Jóhannesson, tromm-
ur, Andrés Ingólfsson, saxa-
fónn. Jónas Þórir Þórisson,
orgel og Guðný Guðmunds-
dóttir, fiðlu, auk strengjá-
sveitar.
Jenni Jóns er vel kunnur
höfundur frá fyrri árum og
hlutu mörg laga hans verð-
laun á sínum tíma. Má þar
nefna Brúnaljósin brúnu,
Vökudraumar, Lipurtá og
fleiri lög. Undirleikur allur
hefur verið færður í nútíma-
búning, en það gerði Þórir
Baldursson, sem kunnur er
fyrir starf sitt á hljómplötum
erlendis. Elly Vilhjálms og
Einar Júlíusson sjá um söng-
inn, en þetta er fyrsta breið-
skífa Einará og Ellý hefur
ekki sungið inn á plötu um
alllangt skeið.
Óðal
brejtir
nmsvip
Óðal tók verulegum stakka-
skiptum í síðustu viku, er nýr
klúbbur var opnaður á jarðhæð
veitingahússins og video-tæki
var tekið í notkun á annarri
hæð. Er greinilegt að Óðal
ætlar ekkert að gefa eftir í
hinni hörðu samkeppni vínveit-
ingahúsa Reykjavíkur.
Nýi klúbburinn nefnist
„Klúbbur eitt“ og er aðeins fyrir
félaga. Er gert ráð fyrir að þar
geti 100 manns komið saman í
einu, en líklegt er að þá þætti
mörgum orðið anzi þröngt. En
hvað sem öðru líður þá hefur
greinilega ekkert verið til spar-
að til að gera klúbb þennan eins
vel úr garði og kostur er. Er
Hann Tony í óðali fékk nýtt tæki
í hendurnar í síðustu viku,
video-tæki. og er ckki að efa að
honum muni fara stjórn þess vel
úr hendi.
vonandi að gestirnir kunni vel
að meta „Klúbb eitt“.
Videotækjunum hefur verið
komið fyrir við hliðina á dans-
gólfinu á annarri hæð, en auk
þess mun einnig vera hægt að
sýna video-efnið á sjónvarps-
tæki í „Klúbb eitt“. Videotækj-
unum er stjórnað úr diskótek-
araklefanum og nú geta sem
sagt gestirnir horft á tónlistar-
mennina um leið og þeir dilla
sér í takt við tónlistina.
Illjómlistarm(‘fin kvnntir:
„Enginn
venjnlegur
Jones”