Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 John Jay Númer tvö Jay Þegar lýður Ameríku íhugar, að nú er hann kvaddur til að skera úr spurningu sem afleið- inganna vegna er hin mikilvæg- asta sem nokkru sinni hefur verið fyrir hann lögð er ljóst, að vel hæfir að hann skoði hana undir sem víðustu sjónarhorni og af mikilli alvöru. Ekkert er vís'ara en ófrávíkj- anleg nauðsyn stjórnar, og það er jafn óneitanlegt að hvernig og hvenær sem henni er á fót komið hlýtur lýðurinn að fram- selja henni nokkurn hluta af náttúrulegum rétti sínum svo að hún megi hafa það vald sem þarf. Því er það vel íhugunar- vert hvort það horfir lýð Amer- íku fremur til heilla að hann sé í almennu tilliti ein þjóð undir einni sambandsstjórn, en að hann skitpist í aðgreind banda- lagsríki og gefi forystu hvers þeirra sams konar völd og nú er lagt til að fengin verði í hendur einni stjórn þjóðarinnar allrar. Þar til fyrr skömmu hefur það verið viðtekin og ómótmæld skoðun að velferð lýða Ameríku væri háð því að þeir héldu áfram að vera undir einni styrkri stjórn. Óskir bænir og viðleitni bestu og vitrustu borg- ara okkar hafa stöðugt beinst að þessu marki. En nú koma fram á sjónarsviðið stjórnmálamenn sem halda því fast fram að þessi skoðun sé röng og að í stað þess að leita öryggis og gæfu í sambandsveldi eigum við að leita þessa í skiptingu ríkjanna í aðgreind bandalög eða fullveldi. Hversu furðuleg sem þessi kenning kann að virðast á hún engu að síður formælendur og þar á meðal eru menn sem áður voru kenningunni mjög and- snúnir. Hver svo sem kunna að vera rökin og hvatarnir sem leitt hafa til þessara breytinga í hugarfari og málflutningi þess- ara herramanna væri það vissu- lega ekki viturlegt af þjóðinni að taka við þessari nýju stjórn- málalegu kennisetningu án þess að vera að fullu sannfærð um að þær séu reistar á raunreynslu og hollum ráðum. Það hefur oft verið mér ánægja að sjá að hin sjálfstæða Ameríka er ekki ósamfellt safn fjarlægra landssvæða, heldur hefur eitt samhangandi, frjó- samt og víðáttumikið land fallið íhlut vestrænna sona frelsisins. Forsjónin hefur gefið einstaka fjölbreytni í jarðvegi og afurð- um og veitt landið fjölda fljóta íbúunum til ánægju og hagsæld- ar. Samfelld röð skipgengra vatna liggur eftir landamær- unum eins og keðja sem heldur landinu saman en mikilfengleg- ustu ár heimsins falla eftir landinu svo nærri hver annarri að þær eru landsbúum þjóðvegir samskipta vinsamlegrar hjálpar og gagnkvæmra flutninga. Sama ánægja er það mér að veita því athygli að það hefur verið forsjóninni þóknanlegt að gefa þetta land einni sameinaðri þjóð — þjóð, sem er afkomendur sömu forfeðra, talar sama mál, heldur sömu stjórnarfarsreglur í heiðri, er mjög samstæð um hegðun og siði og þjóð sem með sameinuðum ráðum, vopnum og starfi háði langt og blóðugt stríð og vann sér göfugt frelsi og sjálfstæði. Þetta land og þessi þjóð virðast hafa verið sköpuð hvort fyrir annað og svo virðist sem það hafi verið ætlun forsjónar- innar að arfi, sem svo vel hefir hentað hópi bræðra, bundnum hinum sterkustu böndum, skyldi aldrei skipt í fleiri ótengd stríðandi og framandi fullveldi. Sams konar hugarfar hefur hingað til ríkt með öllum stéttum og flokkum meðal okk- ar. í öllu almennu tilliti höfum við verið ein samstæð þjóð, hver einstakur borgari hefur alls staðar notið sinna lagaréttinda og verndar. Sem þjóð höfum við háð stríö og notið friðar, sem þjóð höfum við unnið sigur á sameiginlegum óvinum, sem þjóð höfum við gengið í banda- lög og gert sáttmála, og gengist undir margs konar samninga og skuldbindingar við önnur ríki. Sterk vitund um gildi og gæði sambandsríkis hvatti þjóðina snemma til að koma á fót sambandsstjórn og viðhalda henni síðan. Fólkið myndaði slíka stjórn þegar í stað er þjóðin varð til sem stjórnmála- leg eining, nú reyndar þegar meðan hús þeirra voru enn í björtu báli, meðan mörgum borgaranna blæddi og meðan rás styrjalda og eyðileggingar gaf mönnum lítið tóm til þeirrar rólegu og þroskuðu athugunar og yfirvegunar sem ævinlega verður að fara á undan mótun viturlegra og réttlátra stjórnar- hátta með frjálsum mönnum. Það er ekki furða þótt stjórnar- hættir sem upp eru teknir á svo óvænlegum tímum reynist í ýmsu mjög ábótavant ög að því reynist ófullnægjandi til þeirra þarfa sem þeim var beint að. Þessi velgefna þjóð fann og harmaði þessa ágalla. >Þó hún héldi enn trú sinni á sambandið engu síður en hún elskaði frelsið, sá hún hætturnar sem steðjuðu að hinu fyrra beint en að hinu síðara óbeint og þar sem hún var sannfærð um að öryggi hvors tveggja yrði að sinni borgið undir einni þjóðarstjórn sem betur væri skipulögð, kall- aði hún sem einum rómi til afstaðins þings í Philadelph'iú að taka þetta mikilvæga mál til meðferðar. Þetta þing tók á hinu erfiða verkefni, en þingið sátu menn sem nutu trausts þjóðarinnar. Margir þeirra höfðu unnið sér mikinn orðstír fyrir ættjarðar- ást, dyggðir og vizku á tíma sem reyndi hugi og hjörtu. í blíðu friðarins, þegar hugur stefndi ekki til annarra efna, vörðu þeir mörgum mánuðum til rólegrar, ótruflaðrar og daglegrar um- ræðu; og að lokum, án ótta við nokkurt vald og lausir undan áhrifum annarra ástríðna en ástar á landi sínu, lögðu þeir fram og mæltu með við þjóðina þeirri áætlun sem sameiginleg og samróma ráð þeirra höfðu mótað. Viðurkennið, því að það er staðreynd, að aðeins er mælt með þessari áætlun, henni er ekki þröngvað upp á þjóðina, en hafið jafnframt í huga að með henni er ekki mælt til þess eins að við henni sé tekið í blindni né til að henni sé hafnað í blindni, heldur til eins rólegrar og hreinskilinnar yfirvegunar og hæfir stærð og mikilvægi mál- efnisins og áætlunin ætti vissu- lega að njóta. En eins og áður var sagt þá er það fremur ósk en von að hún verði þannig íhuguð og skoðuð. Reynsla af fyrri atburðum kennir okkur að vera ekki of ör í slíkum vonum. Það er enn ekki gleymt að með vitund um yfirvofandi hættu kölluðu lýðir Ameríku saman hið eftirminnilega þing 1774. Sú samkunda mælti með vissum aðgerðum við umbjóðendur sína og sagan sannaði visku þeirra, engu að síður er okkur enn i - fersku minni hversu fljótt bækl- ingar og vikublöð andsnúin einmitt þessum aðgerðum streymdu úr pressunum. Þar skrifuðu ekki aðeins margir embættismenn stjórnarinnar, sem fylgdu stefnu persónulegra hagsmuna heldur einnig aðrir sem mátu afleiðingarnar rangar eða lögðu mikla áherslu á forn tengsl og enn skrifuðu menn sem sóttust eftir frama á miðum sem ekki samrýmdust al- menningsheill. Allir þessir voru því óþreytandi í tilraunum til að sannfæra þjóðina um , að hún ætti að hafna ráðum þessa þjóðholla þings. Margir létu reyndar blekkjast og svæfast en meirihluti þjóðarinnar hugsaði og ákvað af skynsemi og þeir eru nú ánægðir með gerðir sínar. Þeir töldu að þingið hefðu setið margir vitrir og reyndir menn. Þar sem þeir heðu verið saman kvaddir úr ólíkum lands- hlutum hefðu þeir fært með sér og flutt hver óðrum margs konar nytsamar upplýsingar. Meðan þeir skoðuðu og ræddu raunverulega hagsmuni lands sín hlytu þeir að hafa aflað sér mjög nákvæmrar þekkingar. Landsbúar töldu að þessir menn hefðu hver um sig haft einlægan áhuga á frelsi þjóðarinnar og velferð og að það hafi engu síður verið ósk þeirra en skylda að mæla einungis með þeim að- gerðum sem þeir eftir rækilega umhugsun töldu í raun skyn- samlegar og ráðlegar. Slíkar og þvílíkar hugleiðing- ar leiddu þjóðina til að treysta á dómgreind og heilindi þingsins, og hún fylgdi ráðum þess þrátt fyrir ýmis konar tilraunir til að aftra henni frá því og letja. En ef almenningur hafði ástæðu til að treysta mönnum sem sátu þetta þing — en fáa þeirra hafði þjóðin reynt að fullu né heldur voru þeir þjóðkunnir — þá hefur hún enn frekari ástæðu John Jay fæddist í New York-borg árið 1745 og var af frönskum ættum. Foreldrar hans voru strangtrúaðir kalvin- istar og ólu hann upp í ströng- um siðum. Hann stundaði eins og Hamilton nám við þann skóla sem núna heitir Columbia Há- skóli og lauk þaðan prófi árið 1764, en lagði síðan stund á laganám og hlaut rétt til málaflutnings árið 1768. Hann þótti góður málaflutningsmaður og auðkaðist vel við þau störf næstu sex ár þar til hann tók sæti á fyrsta Meginlandsþinginu 1774. Hann var athafnasamur á þinginu og hlaut þar skjótan frama. Hann var kjörinn forseti fjórða Meginlandsþingsins 1778. Undir lok frelsisstríðsins sendi þingið John Jay til Spánar í von um að hann gæti samið við spánarstjórn um ýmis fríðindi á löndum Spánverja í Ameríku. Samningar þessir tókust ekki svo Jay fór til Parísar, en þar sat þá þriggja manna samn- ingarnefnd sem leita átti eftir friði við Breta hafði henni orðið lítið ágengt. Við komu Jays til Parísar komst skriður á málin og mun þá hafa verið frumkvæði hans að þakka að friðarsamn- ingar tókust haustið 1783. Við heimkomuna var Jay skipaður utanríkisráðherra en gegndi síðan ýmsum öðrum embættum þar til George Washington forseti skipaði hann fyrsta forseta hæstaréttar Bandaríkj- anna 1789. Því embætti gegndi hann til 1794 en þá var hann kosinn ríkisstjóri New York-rík- is. Ríkisstjóri var hann til 1801 en settist þá í helgan stein á búgarði sínum í New York og þar lést hann 1829. Jay sóttist eftir sæti á stjórn- arskrárþinginu í Philadelphiu 1787 en náði ekki kjöri. Þeir Alexandar Hamilton voru mjög sammála í skoðunum og hefðu báðir kosið sterkari allsherjar- stjórn en kveðið var á um í stjórnarskránni. í Greinum Bandalagsmanna rökstuddu þeir þannig stjórnskipan sem hvorugur var í rauninni sáttur við. Jay skrifaði reyndar aðeins fimm greinanna áttatíu og fimm og mun það einkum hafa stafað af því að hann átti við veikindi að stríða veturinn 1787—88. Jay var annars mikilvirkur rithöf- undur en er þó fremur kunnur af beinum stjórnmálaafskiptum sínum en einkum af þeim samningum sem hann vann að og gerði við aðrar þjóðir. Halldór Guðjónsson. til að treysta stjórnarskrárþing- inu þar sem sátu sumir þeirra manna sem bestan orðstír gátu sér á hinu fyrrnefnda þingi en hafa síðan sýnt og sannað þjóðinni ættjarðarást sína og hæfileika og aflað sér með aldrinum mikillar stjórnmála- kunnáttu. Það er vel þess virði að nefna að ekki aðeins hið fyrsta þing heldur einnig öll þing sem á síðan hafa setið og hið nýaf- staðna stjórnarskrárþing hafa sameinast þjóðinni í því að telja að velferð Ameríku væri reist á Sambandsveldinu. Það var meg- in tilgangur þjóðarinnar er hún efndi til þessa stjórnarskrár þings og það er jafnframt megin tilgangur þeirra tillagna sem stjórnarskrárþingið ræður þjóð- inni að samþykkja. Hvað gengur mönnum til að gera nú tilraunir til að draga úr mikilvægi sambandsveldisins? Eða hvers vegna er nú látið að því liggja að þrjú eða fjögur ríkjabandalög væru betri en eitt? Ég er sjálfur sannfærður um að þjóðin hefur ævinlega haft rétt fyrir sér í þessu efni og að almennt og jafnt fylgi hennar við málstað Sambandsveldisins er reist á miklum og traustum rökum, sem ég mun reyna að rekja og skýra í nokkrum greinanna hér á eftir. Þeir sem mæla með því að nokkur að- greind ríkjabandalög verði sett i stað þess sem lagt er til í stjórnarskrártillögunum gera sér ljósa grein fyrir því að framtíð Sambandsveldisins er í hættu verði stjórnarskrártillag- an felld. Þetta er áreiðanlega rétt og ég vona af heilum huga að allir góðir borgarar sjái það líka fyrir að verði Sambands- veldið leyst sundur muni Ameríka hafa ástæðu til að hrópa með skáldinu: Kveðjum; Kveðjum alla okkar fornu fræK°- Pulslius. Greinar Bandalagsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.