Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 Landgræðslustarfið hefur horið mjög góðan árangur. þótt enn sé löng leið ófarin. Gróðurnýting -Gróðurvernd Hve mikíö má beita? Allir þeir rannsóknaþættir, sem ákvörðun og útreikningur á beitar- þoli byggist á, eru mælanlegir, og með hverju ári hefur verið aflað nánari og víðtækari upplýsinga um hvern þeirra. Einn er þó sá þáttur, sem ekki hefur verið kannaður hér á landi fyrr en með hinum víðtæku beitartilraunum Rannsóknastofnunarinnar, sem hófust fyrir 4 árum, en það er, hversu mikið af árlegri uppskeru má fjarlægja með beit án þess að gróðri hnigni. Til þessa hefur verið stuðst við reglu, sem mjög víða er notuð erlendis, en hún er sú, að að loknum beitartíma skuli óbitinn a.m.k. helmingur af vexti bestu beitarplantnanna til þess að þær hverfi ekki úr gróðurlendinu. Þetta táknar, að enn meira stend- ur óbitið af hinum lélegri. Þessi regla hefur verið notuð við óábor- inn úthaga í þeim löndum sem fremst standa í nýtingu hans. Jafnvel við betri gróðurskilyrði en eru hér á landi hefur ekki þótt á því stætt að ganga nær gróðrinum en þetta. Öðru rnáli gegnir um áborið land og þar má að sjálf- sögðu ganga nær gróðrinum en þar sem hann þarf að standa á eigin fótum, ef svo mætti að orði komast. Nú er gróður á Islandi óvíða í jafnvægi við ríkjandi gróðurskilyrði og rýrari en efni standa til m.a. vegna langvarandi beitar, versnandi veðráttu og náttúruhamfara. Slík svæði þarf að beita enn minna á meðan gróðurinn er að ná sér að nýju. Beitargildi úthagans Gæði eða beitarþol gróðurlenda er að sjálfsögðu afar breytilegt eftir landshlutum, afréttum, jörð- um, o.s.frv. Á bestu afréttum landsins nægir t.d. um 1 ha gróins lands til að framfleyta einni lambá yfir sumartímann, eins og t.d. víða í Fjörðum, en á lélegustu afréttun- um þarf allt upp í 6—7 ha gróins lands, eins og t.d á afrétti Rangæinga. Beitartilraunirnar, sem nú hafa staðið í fjögur til fimm ár fara nú að leiða í ljós, hversu nálægt sanni ákvörðun okkar á beitarþoli er. En sem dæmi má nefna niðurstöður frá einni tilrauninni, sem gerð er á Auðkúluheiði í Austur-Húna- vatnssýslu. Ákvörðun okkar á beitarþoli heiðarinnar, sem byggð- ist á gróðurkortagerð og öðrum þeim rannsóknum, sem að framan er lýst, leiddu í ljós, að landið myndi í meðalárferði vera hóflega beitt ef hver lambær hefði um 2,5 ha gróins lands til umráða, og er gróður Auðkúluheiðar dæmigerð- ur fyrir mjög víðáttumikil svæði á hálendi landsins. Nú benda fjögurra ára niðurstöður tilraun- arinnstr hins vegar til þess að við höfum ofmetið beitarþolið, ef eitthvað er, og ærin þurfi enn meira land, ef vel á að vera. Hálendið er sannarlega ekki leng- ur það gósenland, sem menn hafa talið það vera. Ástand og nýting gróðurs í umræðum um þá gróðurbreyt- ingu, sem orðið hefur við 1100 ára búsetu í landinu kemur mönnum yfirleitt fyrst í hug beint tap á gróðurlendi og eyðing skóganna. En í kjölfar gróðureyðingarinn- ar hefur fylgt önnur breyting, sem lætur minna yfir sér á yfirborðinu, og menn gefa ekki gaum að nema sérstaklega sé að gáð, en það er rýrnun á gæðum og framleiðslu þeirra gróðurlenda, sem eftir standa. Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að þessi rýrnun er langtum alvarlegri og afdrifarík- ari en menn hafa almennt gert sér grein fyrir. Þetta hefur verið reynt að sýna fram á með samanburði á samskonar gróðurlendum, sem verið hafa ofnýtt, hóflega nýtt eða jafnvel friðuð um langt skeið. Þær niðurstöður verða ekki raktar hér, en sem dæmi má nefna að meðaluppskera skóglendis er fjór- um sinnum meiri en meðalupp- skera allra annarra gróðurlenda landsins, og beitargildi botn- gróðurs skóglendanna er allt að því fimm sinnum meiri en úthag- ans, bæði vegna meiri uppskeru og betri beitarplantna. Uppskera skóglendis hér er minni en skóg- og kjarrlendis tempraða beltisins, enda er ástand skógarleifa okkar ekki sem best. Aðeins lítill hluti þeirra er friðað- ur, og nærri '4 hluti þeirra er talinn liggja undir skemmdum vegna beitar skv. úttekt Skógrækt- ar ríkisins. En það kemur einnig í ljós, að uppskera úthaga hér er mun minni en meðaluppskera á hálendis- og freðmýrarsvæðum jarðar, sem búa þó að jafnaði við verri gróðurfarsleg skilyrði en hér gerast. Hér er því ekki allt með felldu, en af uppskeru friðaðra svæða má ráða, að raunveruleg framleiðslugeta úthagans er langt- um meiri. Ástæðan fyrir þessu lága bgitargildi úthagans er fyrst og fremst sú að gróður landsins er ekki lengur í jafnvægi við ríkjandi gróðurskilyrði nema á takmörkuð- um svæðum, þar sem hann hefur verið hóflega nýttur eða jafnvel friðaður um langt skeið. Þessi svæði sýna okkur hvernig hinn raunverulegi gróður landsins ætti að vera. Á láglendi, neðan 3—400 metra hæðar yfir sjó, ættu enn sem fyrr að vera grósku- og víðáttumikil kjarr- og skóglendi og gróska hins trjálausa úthaga á hálendi og viðar ætti að vera miklu meiri en nú er. I stað þess horfumst við nú í augu við þá staðreynd, að í miklum hluta landsins eru landgæði og beitarþol orðin langtum minni en efni standa til og víða, einkum á hálendi, er ástand gróðurs svo slæmt, að hann þolir ekki áföll t.d. af völdum versnandi veðráttu. Léleg beitilönd gefa litlar afurðir Öllum ætti að vera ljóst, að lélegur úthagi gefur litlar afurðir og góð vetrarfóðrun kemur ekki í stað góðra haga. Afurðir sauðfjár í sauðfjárræktarhéruðunum á S-Grænlandi er ágætt dæmi um gildi góðra sumarhaga fyrir afurð- ir sauðfjárins. Á tilraunastöðinni þar er vetrarfóðraða á a.m.k. jafnhár og hér og þar er lömbum slátrað á svipuðum aldri og hér er gert. í S-Gærnlandi er íslenskt fé sem var flutt til Grænlands um 1920. Helsti munurinn á aðstöðu fjárins hér á landi og í Grænlandi er, að þar eru gróðurlendin að mestu leyti óspillt, fjölbreytt að plöntutegundum og uppskerumik- il. Á tilraunastöðinni er meðalfall- þungi lamba 18 til 22 kg, en er að meðaltali fyrir ísland allt um 14 til 15 kg ár eftir ár. Á Grænlandi hefur þó ekki verið unnið að búfjárkynbótum að neinu ráði. Þetta gefur til kynna hve geysileg áhrif gæði sumarhagans hafa á, afkomu bænda. Þótt undarlegt megi virðast hefur þetta atriði gleymst nær alveg í þeim umræð- um, sem fram hafa farið hér á landi uandanfarið um framleiðslu- og markaðsmál landbúnaðarins. Endurheímt landgæöa Eins og áður er getið, ráða íslendingar yfir meiri þekkingu á gróðurfari og beitarþoli lands síns en flestar aðrar þjóðir og í stað þess að deila eiga menn nú að taka höndum saman um að hagnýta þessa þekkingu á sem bestan hátt, eins og verið er að gera til að vernda og auka fiskistofna við strendur landsins. Við getum beitt svipuðum aðferðum og þar er gert: Aukið sóknina þar sem nægileg landgæði og landrými er fyrir hendi, dregið úr henni um stund, þar sem þess gerist þörf og jafnvel friðað svæði, þar sem ástand er verst, þar til þau hafa náð sér að nýju. Þanni væri bæði verið að. hagræða landnýtingunni í sam- ræmi við landgæði og stuðla að auknum landgæðum og betri afkomu. Um mörg ár hefur verið unnið Landið innan girðingar á Hallormsstað hefur fimm sinnum hærra beitargildi en landið utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.