Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 öfuga átt við takmark mitt; en í þeim námsgreinum sem mér væru hugleiknar feingist ekki kensla sem því nafni gat heitið; tilamunda var gert ráð fyrir því að ég sem var alinn upp við að handleika Veraldarsögu Páls Melsteds og hafði sannanlega lesið heimahjá mér Ágrip af sögu mannsandans eftir Ágúst Bjarnason, öll bindin, ætti nú að fara að fletta einhverju næfur- þunnu hefti eftir danskan hálf- vita sem hét Múnk; svona bækur voru ekki til annars nýtar en rífa þær í tætlur og hnoða úr þeim bréfkúlur að henda í hausinn á kennurum sem létu sér sæma að dreifa út svona eymdarfarángri. Mig lángaði mest af öllu að fara að lesa The Decline and Fall of the Roman Empire einsog það lagði sig, rit sem ég var snortinn af fyrir stærðarsakir þess, en hafði ekki hentugleika til að hand- fjalla fyren nokkrum áratugum síðar og gafst þá reyndar upp í miðri ættartölu Konstantínusar fimta sem kendur er við saur. Sömuleiðis sagði ég við föður minn að í staðinn fyrir að lesa Dickens einsog hann lagði sig á ósvikinni ensku, þá væri manni í þessum skóla feingnar ein- hverjar tilraunir í pelabarna- ensku eftir danskan fáráðlíng og fældi fólk frá ensku. Hins- vegar þætti mér gaman að latneskri málfræði, sagði ég, og þó ég hefði að vísu dálítið nauman tíma að kúrera hana á mig hjá Tolleifi vegna aðkall- andi ritstarfa, þá væri ég í því ráðinn að læra latínuna amk eins vel og íslensku, því þetta mál lyki upp miðöldunum fyrir okkur íslendíngum, en þær væru og yrðu aldir okkar sjálfra; auk þess sem latínan var við völd, upprunalega að hafa gert mentaþjóð úr óaldarlýð og landshornasirklum sem híngað höfðu rekist að upphafi íslands- bygðar. Faðir minn var áreiðan- lega þreyttur en horfði rólega á mig; augasteinar hans höfðu litaraft eins og sæi í sárið á brotnu blýi. Hann var viðræðu- góður maður og greip aldrei frammí fyrir mönnum; og allra síst ef þeir fóru með fjarstæður eða voru með rosta. Ég held reyndar að öfgar mínar hafi ekki beint skemt honum; en áreiðanlega bægt frá honum ótta við því að sonur hans væri alger þuss og heingilmæna. Ég vissi ekki fyr til að ég var farinn að segja að ekki væri nema eitt sem ég óttaðist með hrolli, og það var að eiga nú að gleypa alt skólakerfið hrátt einsog það lagði sig, með þeirri afneitun frjálsrar mannlegrar hugsunar sem þar fylgdi, uns þar kæmi að maður stæði upp sem — ja hvað? Kanski prófessor. Svo þér líst ekki á að fara varðaða leið Dóri minn, sagði hann. Ég hélt að þekkíng af hvaða tæi sem er kæmi rit- höfundi í góðar þarfir. Ég sagðist vilja varða sjálfur minn veg. Og af því faðir minn var auðveldur í hugsun og þægileg- ur í tali, og hafði lasinn ofgert sér við störf svo aðrir feingju að* liggja úr sér lympuna, þá lét ég goppast uppúr mér að Barn náttúrunnar kæmi fyrst, síðan skólinn. Ég sagði að hver stund sem mér ynnist næði, færi til þess að hreinrita, þó ekki væri nema eina eða tvær línur í senn af Barni náttúrunnar. Annað varð að mæta afgángi. Hann sagði mér þá sögu um bónda einn fyrir austan, mikinn bókabéus sem ekki var ótítt á íslandi einkum um kotúnga og fáráðlínga; sá var höfundur Sjömeistarasögunnar. Ein- hverntíma á túnaslætti eftir lángan rosakafla kominn altí- einu á norðan með sólfari og brakþerri á blauta töðuna, og allir keptust við að breiða og snúa til að fá þurkað sem mest áður en kæmi á aftur. En þegar liðið var á dag og heyhirðíngin stóð sem hæst kastaði bóndi frá sér hrífunni og hljóp inní bæ svo mælandi: „Einhvers þarf Sjömeistarasagan við“. Þá sagði ég föður mínum einsog var, að í rauninni væri akkúrat svona komið fyrir mér: hver stund sem ég hefði aflögu, og líka margar sem ég skólans vegna hafði ekki efni á að glata, fóru í sjömeistarasögu mína, Barn náttúrunnar; afgángurinn fór í að lesa bækur á Lands- bókasafni, óskyldar skólanum, sem ég ímyndaði mér að gerðu mig skáld og rithöfund. Nú var svo lángt komið, sagði ég, að bók mín var byrjuð að rísa, og þegar ég væri búinn að fara yfir drafið einu sinni enn, mig minnir í fjórða sinni, færi hún að slaga hátt uppí Eldínguna eftir Torf- hildi Hólm, skáldkonu sem ég hafði frá bernsku sett mér það markmið að skrifa betur en hún. Kanski lofarðu mér einhvern- tíma að glugga í handritið af Foreldrar Halldórs, Guöjón Helgason °g Sigríður Halldórs- dóttir. Blaö úr frum- drögum skáldsins aö Sjö- meistara- sögunni. Sama blaðiö og stækkaö er upp á forsíðu og notaö sem grunnur. Nítján ára bókinni þinni mér til gamans, sagði hann. Ég sagði þá sem var, að eitthvað af þessu krábulli væri ég með í hnakktösku minni; ekkert þó prenthæft. Hann sagði það gerði ekki til, hann væri hvort sem er ekki nógu vel að sér til að segja hvað væri prenthæft og hvað ekki. Hvað er prenthæft lesmál Dóri minn? Er það ekki bara texti sem setjaranum tekst að stauta sig frammúr? Hann hafði þetta krabb mitt hjá sér til morguns. Ég er næstum viss að hann las pró- dúktið um nóttina. En í stað þess að fara að fjasa um bókina byrjaði hann að segja mér að öll dugandi skáld á íslandi hefðu geingið mentaveginn þó þau hefðu kanski ekki öll tekið há próf. Ekki Egill Skallagrímsson, sagði ég. Kanski ekki, sagði hann. En sá sem setti saman söguna um Egil er maður sem þér er óhætt að taka þér til fyrirmyndar ef þú ætlar að verða skáld. Hann hélt á handritsgreyinu mínu á meðan við vorum að tala saman um morguninn og slétti með handarjaðrinum úr svíns- eyrunum á blöðunum meðan hann mælti við mig. Ekki var hann sosum að finna að hrafna- sparkinu hjá mér. Ég hafði sannast sagna ekki hugmynd um hvort honum þótti þetta gott eða vont. Margir, líka þeir sem áttu hann ekki fyrir föður, sögðu að það hefði verið þægi- legt að vera í návist þessa manns; bjarnylur. Leist þér illa á þetta, spurði ég. Hann sagði: Það er kvæði inní miðri sögu; ég staldraði við það. Það minnir mig á Stóð ég útí túnglsljósi. Viltu lesa fyrir mig síðustu vísuna í þessu kvæði? Ég fór með vísuna: Já það er sælt að sofna og svífa í draumlönd inn. Dáið er alt án drauma og dapur heimurinn. Þetta er þekkileg vísa, sagði hann. Ég vissi ekki þú værir svona hagmæltur Dóri minn. Hahn mintist ekki á staf í bókinni utan þessa vísu, en rétti mér handritið með andvara. Stundum hef ég spurt sjálfan mig, ætli faðir minn hafi á þessari stundu verið að spyrja sig hvort þau hjón hefðu verið nógu forsjál þegar þau létu dreinginn sjálfráðan um að álpast inní völundarhús skáld- skaparins, þar sem aungvar dyr opnast út? (Birl með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.