Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 3
Viðskipti og þjónusta: Dreyfing gengur vel, bæði innan lands og utan VIÐTÖKUR þær sem bókin Við- skipti og þjónusta hefur hlotid hafa verið mjög góðar, að sögn aðstandenda útgáfunnar. en það er fyrirtækið Arblik sem gefur bókina út. Viðskipti og þjónusta cr langítarlegasta bók sinnar tegundar scm gefin hefur verið út hér á landi, og hefur hún inni að halda upplýsingar um meira en tíu þúsund fyrirtæki og stofnanir hér á landi, og mun upplýsingar um meira en 90% allra fyrirtækja í landinu vera að finna í bókinni. Auk þess sem bókinni er dreift hér innanlands, er svo þegar byrjað að dreifa henni í Banda- ríkjunum og víðs vegar í Evrópu. Er bókinni meðal annars dreift af þekktu hollenzku fyrirtæki, sem dreifir viðurkenndum bókum sama efnis frá flestum löndum heims. Stendur dreifing bókarinnar nú yfir, en alls voru prentuð 30 þúsund eintök af bókinni. Viðskipti og þjónusta er samin og upp sett á þann hátt, að auðvelt á að vera að fletta upp í henni, hvort heldur sem í hlut eiga íslenzkir menn eða erlendir. Er í formála getið þess helzta sem hafa þarf í huga við notkun bókarinnar, og er hún því auðveld í notkun. Að sögn útgefenda á bók sem þessi að notast samhliða símaskrá, enda er hún sett upp sem uppsláttarrit en ekki sem hilluskraut eða safngrip- ur. Það er sem fyrr segir Árblik h.f. sem gefur bókina út, en eigendur Árbliks eru þeir Jón Arnar Pálmason og Björgólfur Thor- steinsson. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 35 Ólöf Birna, Guðrún Svava, Ásrún, Ililmar og Brynhildur Osk með hluta verka sinna á sýningunni sem nú stendur yfir í Galleríi SÍIM. Gallerí SÚM: Verk unnin í gler og pressadan pappa SAMSÝNING fimm ungra, ís- lenzkra listamanna stcndur yfir í Gallerí SÚM og verður hún til 7. nóvember. Meðal verka á þessari sýningu eru verk unnin í ýmis efni, svo sem gler og handunninn pappi'r, klippimyndir og lágmyndir í handgcrðum pappír, teikning- ar með blýanti og litblýanti, svo og svartkrítarteikningar. Þátt taka í þessari sýringu Asrún Tryggvadóttir, Brynhild- ur Ósk Gísladóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Ólöf Birna Blön- dal. Þessir ungu listamenn hafa allir verið við nám í Myndlistar- skólanum í Reykjavík, verið þar í eins konar akademískri deild en Hringur Jóhannesson hefur verið kennari þeirra. Einnig hafa þau notið handleiðslu Ragnars Kjartanssonar mynd- höggvara og Baltazars listmál- ara. Tvær listakvennanna hafa áður tekið þátt í sýningum. Önnur þeirra tveggja er Bryn- hildur Ösk Gísladóttir, en hún tók þátt í haustsýningu FIM 1975. Verk hennar á sýningunni etu klippimyndir og lágmyndir í pressaðan pappa. Guðrún Svava hefur einnig haldið sýningu áður, en hún var með einkasýningu í Galleríi SÚM 1977 og á ísafirði sama ár. Guðrún kennir nú módelteikn- ingu við Myndlistarskólann í Reykjavík. Hennar verk á sýn- ingunni eru teikningar unnar með blýanti og litblýanti. Helzta viðfangsefni Asrúnar Tryggvadóttur er um veður, og er það unnið í pappír, svo og plexigler, sem er 3ja laga og gert til að ná fram þrívídd í verk- unum. Hilmar Guðjónsson sýnir svartkrítarteikningar af húsum, en hann hefur ekki haldið sýningu áður. Hilmar kennir nú módelteikningu við Myndlistar- skólann í Reykjavík. Einnig eru verk á sýningunni eftir Ólöfu Birnu Blöndal, en það eru teikningar af fólki á ýmsu aldursskeiði, unnar með ýmsum aðferðum. Sýningin í Galleríi SÚM er opin alla virka daga frá klukkan 16.00—22.00 og laugardaga og sunnudaga^ frá klukkan 14.00—22.0Ó. Öll verkin eru til sölu. ná. Nýja 20AX in-line ir eðiilegu litir endist ár efi geta ekki runnið saman. grænn hraun tærir og hrei PHILI litina i; Fvrir utan þessa nýjung hcfur PHILIPS litsjónvarpstæki að sjálfsögðu til að bera alla aðra kosti góðs tækis, sem áralöng & tækniforusta PHILIPS tryggir. Jk1 PHILIPS hafa fyrir löngu náð því takmarki a framleiða litsjónvarpstæki með eðlilegum litum, takmarki sem , margir framleiðendur PHILIPS 20AX IN-LINE SVÍKIJR EKKI LIT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.