Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 55 fclk í fréttum + Fyrir nokkru hirtum við mynd og sögðum frá heimsmeistaranum mikla. Muhammad Ali, sem nú er að leika í sjónvarpsmynd sem verið er að taka upp í Bandaríkjunumi „Freedom Road“. Á þessari mynd er AIi með statista í myndinni. gamalli blökkukonu, sem leikur þræl sem orðinn er frjáls. Sú gamla átti 94 ára afmæli um daginn og í kvikmyndaverinu var afmælisterta á borðum. Hafði Ali stutt á hönd afmadisbarnsins, Susie Turner, er hún skar fyrstu snejðina úr afmælistertunni. Aftur í steininn + Blaðamaður einn við stórblaðið New York Times hefur verið í fréttadálkum blaða í sambandi við lögreglurannsókn á morðmáli einu í New Jerscy. Er verið að rannsaka morðmál sem læknir einn á aðild að. Ifefur hlaðamað- urinn. Myron Faber. neitað að afhcnda plögg sín f málinu og gefa upp nöfn heimildarma'nna sinna. Blað hans er einnig aðili orðið að málaferlunum. Var blaðamanninum skellt í steininn vegna þessarar afstöðu hans. Sat hann inni f 27 daga, en var þá látinn laus. en ekki sleppt að fullu. því málið er ekki til lykta leitt. — Og rannsóknardómarinn lét skella Faber blaðamanni aftur í steininn nú um daginn. Senni- legt er talið að neitun blaða- mannsins um að framselja gögn sín komi til kasta hæstaréttar í Bandarfkjunum. Faber er Gyð- ingur. + Á fjölunum. Leikarinn frægi Henry Fonda og leikkonan Jane Alexander leika nú aðalhlutverkin í leikriti einu í Majestic-leikhúsinu í New York. Leikritið heitir „Fyrsti sunnudagur í október“ og ku bregða upp ljósi yfir hæstarétt þar í landi. Þessi mynd var tekin af leikurunum tveimur frumsýningarkvöldið fyrir skömmu. LsifsivcHc l ~' JVTest seldu krAYK TTIC m ■■■■«. * ------talstoðvar a íslandi Til notkunar í báta, bíla og á ...... heimilum. 3 C | Allir fylgihlutar ávallt fyrir- ■ ■;. liggjandi. Berið saman verð og gæði. Frábær reynsla og bandarísk gæöaframleiösla tryggir góö kaup. Sérlega hagátætt verö. Heildsala — Smásala TÝSGÖTU 1 SÍMI-10450 PÖSTHÓLF-1071 REYKJAVlK - ICELAND ...........-............................................................... llllllllll Vegna einstakra gæða og orðstirs dönsku VOSS eldavélanna höfum við árum saman reynt að fá þær til sölu á Islandi, en það er fyrst núna, með aukinni framleiðslu, sem verksmiðjan getur sinnt nýjum markaði. Til marks um orðstir VOSS eldavélanna er nær 60% markaðshlutur í heimalandinu, sem orðlagt er fyrir góðan mat og kökur, en íslenskur smekkur er einmitt mótaður af sömu hefð í matargerðarlist. hefð sem eiginleikar VOSS eru miðaðir við. VOSS er því kjörin fyrir íslensk heimili, og fyrst um sinn bjóðum við eina gerð, þá fullkomnustu, eina með öHu, t.d. 4 hitastýrðum hraðhellum, stórum sjálfhreinsandi ofni með fullkomnum grillbúnaði, hitastýrðri hitaskúffu og stafa-klukku. sem kveikir, slekkur og minnir á. 4 litir: hvítt, gulbrúnt, grænt og brúnt. Hagstætt verð og afborgunarskilmálar. jFOmx rómuð gæði - loksins á íslandi Hátúni - Sími 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.