Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978
Osta- og smjörsalan:
1500tonn þegar
verið flutt út
ÚTFLUTNINGUR á íslcnzkum
osti hefur aukizt verulena síðast-
liðin ár. Á síðastliðnu ári voru
flutt út 1230 tonn en það sem af
er þessu ári hafa þegar verið flutt
út 1500 tonn.
Að sÖRn Óskars H. Gunnarsson-
ar, framkvæmdastjóra Osta- og
smjörsölunnar, er mestur hluti
hans fluttur á Bandaríkjamark-
að. þar sem hæst verð fæst fyrir
hann þar. Hins vegar mun þýð-
ingarmesti markaðurinn í
Evrópu vera í Svíþjóð. en þangað
eru send nokkur hundruð tonn á
ári.
Það sem af er þessu ári hafa, að
sögn Óskars, verið flutt út 1500
tonn, þar af 1150 til Bandaríkj-
anna, en 350 tonn til Svíþjóðar.
Hefur útflutningurinn því aukizt
til muna frá síðasta ári, en þá voru
eins og áður segir fluttar út 1230
lestir.
• Aðallega eru fluttur út Óðals-
ostur og Gouda-ostur. Fyrir Óðals-
ostinn fæst hæst verð, en það
hefur yfirleitt verið á bilinu frá
45—55% af innanlandsverði, en
kílóverð á heilstykki af Óðalsosti
kostar 1707 krónur úr búð En að
sjálfsögðu fer það eftir verðlagi
hérlendis, verðlagsþróun og
gengisskráningu á hverjum tíma.
Gouda-osturinn er hins vegar í
lægra verðflokki.
Einnig hefur verið markaður
fyrir smurost í Tékkóslóvakíu og
fyrir stuttu var send út 20 tonna
tilraunasending, að sögn fram-
kvæmdastjóra Osta- og smjörsöl-
unnar, og vonast er til, að gæði
ostsins líki vel.
Samkeppni utanlands er mikil
við ostaframleiðslulönd heims, en
frétzt hefur hins vegar frá við-
skiptavinum Osta- og smjörsöl-
unnar erlendis, svo og útlending-
um, sem gist hafa land okkar, að
gæði íslenzka ostsins gefi ekkert
eftir hinum erlenda.
Gæði ostsins fara að sjálfsögðu
eftir því hve búfénaður er heilsu-
hraustur, en hérlendis er hann, að
sögn Óskars, talinn hraustari en
annars staðar á Norðurlöndunum.
Fer það síðan eftir árferði, hvort
bændur fá gott hey. Gott kjarnfóð-
ur leiðir af sér aukna framleiðslu,
en ekki má mikið út af bera til að
hún fari minnkandi.
Samkeppnin innanlands fer hins
vegar auðvitað eftir því, hvað fólk
vill borða með brauði sínu.
Breytingar
á umferð í
Reykjavík
MIÐVIKUDAGINN 1. nóvember
n.k. taka gildi eftirfarandi breyt-
ingar á umferð í Reykjavík:
1) Njarðargata og Frakkastígur
verða aðalbrautir milli Sóleyjar-
götu og Njálsgötu. Stöðvunar-
skylda, sem nú er á Njarðargötu
við Laufásveg, fellur niður en í
staðinn kemur stöðvunarskylda á
Laufásveg við Njarðargötu.
2) Stöðvunarskylda á hægri
beygju úr Litluhlíð inn á Hafnar-
fjarðarveg fellur niður en í staðinn
kemur biðskylda. Stöðvunarskylda
verður áfram á vinstri beygju af
Litluhlíð inn á Hafnarfjarðarveg.
3) Akstur annarra ökutækja en
strætisvagna verður bannaður um
stíg milli Hjallasels og Flúðasels.
Breytingar þessar hafa verið
samþykktar af umferðarnefnd
Reykjavíkur og borgarráði.
Ræða um
lífskjör
á íslandi
BANDALAG háskólamanna
efnir dagana 3. og 4. nóvember
til ráðstefnu um lífskjör á
Islandi og verður m.a. fjallað
um eftirtalin efni: Hver eru
lífskjör á íslandi i víðtækum
skilningi? Efnahagslegar for-
sendur lífskjara, fjárfesting og
árangur hennar, menntun og
lífskjör, launakjör á Islandi og
öðrum Norðurlöndum, launa-
skrið og áhrif þess á kjara-
samninga.
Ráðstefnan hefst í ráðstefnu-
sal Hótels Loftleiða föstudaginn
3. nóv. kl. 13.30, og er öllum opin
meðan húsrúm leyfir. Meðal
ræðumanna eru Gylfi Þ. Gísla-
son, Sigurgeir Jónsson, Ágúst
Valfells, Þráinn Eggertsson,
Bolli Bollason og Björn Björns-
son. Auk framsöguræðna munu
starfa vinnuhópar og verða
umræður um álit vinnuhópanna
í lok ráðstefnunnar.
Slátrun
lokið í
Laugarási
Skálholti, 27. október.
í GÆR lauk slátrun hjá Slátur-
félagi Suðurlands í Laugarási.
Slátrað var 22.684 kindum á 26
dögum. Meðalfallþungi dilka
reyndist 13.9 kg, sem er 400
grömmum meira en sl. haust.
Bezta meðalvikt hafði Eyvindur
Sigurðsson Austurhlíð í Gnúp-
verjahreppi, 18.2 kg. Þyngsta
dilkinn átti Svavar og Sveinn
Kristjánsson Drumboddsstöðum,
26.7 kg. Við slátrunina unnu 50
manns. Ólafur Jónsson í Skeiðhá-
holti, sem verið hefur sláturhús-
stjóri í 14 ár, lét af því starfi í lok
sláturtíðar s.l. haust en Sigurður
Erlendsson á Vatnsleysu tók við
sláturhússtjórn.
— Björn.
AlKiI.ÝSINOASÍMINN ER:
22480
J 2tt«rgun(>Iabit>
þúflýgurí
vcstur
til New York.
Svosuður
á sólarstrendur Florida.
Flatmagar
á skjannahvítri Miami
ströndinni eða buslar
í tandurhreinum sjónum.
Tekur í hendina
á Mikka mús á fimmtugsafmælinu.
Snæðir
safaríkar amerískar
steikur. (Með öllu tilheyrandi).
Bfýrð á lúxus
hóteli
í tveggja manna herbergi,
með eða án eldunaraðstöðu,
eða í hótelíbúð.
Skoðar Cape
Kennedy
Safari Park, Everglades þjóðgarðinn
og hin litríku kóralrif Florida Keys.
Slærð til
og færð þér bílaleigubíl
fyrir 19-23 þúsund kr.
á viku. Ekkert kílómetragjald.
íslenskur
fararstjóri
verður að sjálfsögðu öllum
hópnum til halds og trausts.
Næstu 3ja vikna ferðir verða:
2. og 23. nóvember, 14. desember, 4. og 25. janúar, 15. febrúar 8 og 29. marz.
Búið er á Konover hóteli, Konover íbúðum eða í Flamingó Club í búðum.
Um margskonar verð er að ræða. Nefna má gisting í tvíbýlisherbergi á hótelinu í 3 vikur, og ferðir, kosta kr.
265.000,— en ódýrari gisting er einnig fáanleg, búi t.d. 4 saman í stórri íbúð.
Fyrir börn er verðið rúmlega helmingi lægra.
LOFTWDIR
ISLAlxDS
Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild,
sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.