Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 15 Skúli Einarsson, varaformaóur Matsveinafélags Sjómannasam- bands íslands: Hvernig gat Sjómannasamband íslands brugðist aðildarfélagi sínu á síðasta Sjómannasambandsþingi eins og það gerði gagnvart M.S.S.Í? í lögum þess segir, í annarri gr. b., að styðja beri og styrkja sjómannafélög, efla hags- muni þeirra og starfsemi og tryggja að þau séu í sambandinu. I c-lið sömu gr. stendur, að veita skuli þeim sjómannafélögum, sem í sambandinu eru, sérhverja þá aðstoð, sem sambandið getur í té látið til eflingar starfsemi þeirra, og hindra að gengið sé á rétt þeirra. Sem landsfélag höfum við skyld- um að gegna gagnvart okkar umbjóðendum en erum hindraðir í því vegna þess, að aðildarfélög að undanskuldu Sjómannafélagi Rvk. neita að greiða okkur tiiskilin gjöld sem okkur ber þó með fullum rétti. Mér finnst nú langt gengið ef taismenn öreiganna og mjög svo sanngjarnir menn að þeirra eigin mati standa fremstir í flokki við að hindra lögmætar aðgerðir lítils félags sem á þó að verða stórt og að geta staðið við sínar skuldbind- ingar gagnvart S.S.Í. og öðrum, en getur það þó því miður ekki vegna andstöðu samfélaga sinna. Von- andi er þó að þessu máli lykti með fullu samkomulagi. Ef ekki, munum við fara allar þær leiðir sem færar eru og ekki trúi ég öðru en lög og réttur verði virt áður en yfir lýkur. Einnig erum við reiðubúnir til að gefa Sigfinni Karlssyni og Guðmundi M. Jóns- syni fullt umboð til að annast innheimtur og semja fyrir okkar hönd svo þeir missi ekki allt sem þeir hafa haft handa á milli frá M.S.S.Í. Einnig væri þeim hollt að lesa betur lög S.S.Í. Þó að margt sé kannski að þeim að finna þá ættu meðalgreindir menn þó að skilja þau. Ekki minnir mig betur en að forseti S.S.Í hafi lofað á fundi Hvar er M.S.S.Í að styrkja og styðja okkur eftir mætti til að ná fram okkar hagsmunamálum. En hvar er sá stuðningur? Hann beinist kannski í aðra átt. í greinargerð okkar til S.S.Í. segir svo: „Um árabil hefur Matsveina- félagi S.S.Í., en starfssvið þess nær yfir allt landið, reynst örðugt að innheimta (hjá aðildarfélögum S.S.Í. víðsvegar um landið) félags- gjöld og samningsbundin gjöld meðlima sinna, sem félaginu ber að fá samkv. kjarasamningum milli Sjómannasambands íslands og Landsambands ísl. útvegs- manna. Hér er um að ræða þrenn gjöld, þ.e. félagsgjöld, sjúkra- sjóðsgjald og orlofssjóðsgjald. Háir þetta alvarlega allri starf- semi Matsveinafélags S.S.Í. og torveldar, að félagið geti rækt skyldur sínar við félagsmenn. í framkvæmdinni hefur þessu víðast hvar verið hagað þannig, að Skúli Einarsson fjölmörg aðildarfélög S.S.Í, hafa innheimt fyrrgreind gjöld v/mat- sveina hjá útgerðarmönnum, ýmist öll gjöld eða eingöngu sjúkrasjóðs- og orlofssjóðsgjald. Einstaka aðildarfélög S.S.Í, hafa hins vegar haldið því fram, að matsveinar tilheyri aðildarfélagi S.S.Í. Á við komandi stað. Þessi félög hafa þar af leiðandi verið treg til að skila gjöldum til Matsveinafélags S.S.Í. Þau aðildarfélög S.S.Í. sem halda uppi slíkum röksemdaflutningi vega harkalega að hagsmunum og ekki síst tilveru Matsveinafélags S.S.Í. í þessu sambandi er rétt að undirstrika það, sem kemur fram í 2. gr. laga Matsveinafélags S.S.Í., en þar segir: „Starfssvið félagsins nær yfir allt landið, en heimili og varnar- þing þess er í Reykjavík." Þrátt fyrir mjögeindregin til- mæli stjórnar Matsveinafélags S.S.Í. til aðildarfélaga S.S.Í. víðs- vegar um landið, um að ofangreind gjöld séu greidd til félagsins, hefur lítill árangur orðið. Einstaka aðildarfélög hafa þó brugðist vel við og orðið við beiðni Matsveina- félags S.S.Í. í kjarasamningi milli Sjómannasambands íslands og Landssambands ísl. útvegsmanna er skýrt kveðið á um skyldur útgerðarmanna til að greiða um- rædd gjöld vegna skipverja. í 1. m. gr. 29 gr. kjarasamninganna segir: „Útvegsmenn skulu greiða í styrktar- og sjúkrasjóði viðkomandi sjómannafélags, sem svarar 1% af hásetatryggingu fyrir hvern hluta-ráðinn mann, sem samningur þessi tekur til, til þess að standa straum af veikind- um og sjúkrakostnaði." í 2. m.gr. 29. gr. kjarasamning- anna segir áfram: „Á sama hátt og af sömu upphæð skulu útvegsmenn greiða 0,4% í orlofssjóði félaganna. Skulu gjöld þessi greidd í lok hvers tryggingartimabils." í 2. m.gr. 40. gr. kjarasamning- anna segir ennfremur: „Útgerðarmönnum sé skylt að standa skil á félagsgjöldum og vinnuréttindagjöldum sjómanna." Hér á undan hafa verið rakin þau samningsákvæði er tryggja rétt aðildarfélaga S.S.Í. til framangreindra gjalda. Stjórn Matsveinafélagsins S.S.Í. þótti rétt að gera þingi Sjómanna- sambands íslands grein fyrir því ófremdarástandi, sem ríkir vegna innheimtu ofangreindra gjalda til félagsins og jafnframt að óska eftir því, að þingið tæki málið til umfjöllunar. Stjórn Matsveinafé- lags S.S.Í. skorar á þingið að veita Matsveinafélagi S.S.Í. fullan stuðning í þessu máli og gera félaginu þannig kleift að vinna að hagsmuna- og atvinnumálum félagsmanna sinna." Að endingu vil ég þakka Sjómannafélagi Rvk. og forystu- mönnum þess fyrir drengilega framkomu. Með lögum skal landbyggja og ólögum eyða. Með bestu baráttu- kveðjum. Skúli Einarsson, matsveinn, Tunguseli 4, Rvík. Lúsin ekki útdauð í Reykja- vík NOKKUR brögð hafa verið að því að lús hafi fundist á fólki á höfuð- borgarsvæðinu í haust eins og undanfarin ár. Að sögn Bergljótar Líndal, hjúkrunarfræð- ings á Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur, hafa komið upp um tíu tilfelli nú í haust og byrjun vetrar. Bergljót sagði, að þetta væru álíka mörg tilfelli og undanfarin tíu ár, en þar áður hafði lúsar naumast orðið vart í hartnær tuttugu ár. Að- allega sagði Bergljót að lúsin fyndist í skólabörn- um, á dagheimilum og leikskólum, og svo meðal alls konar fólks úti í bæ. Meðal þeirra tilfella sem upp hafa komið má nefna, að lús fannst á fjórum börnum í skóla á Seltjarnarnesi í haust. Gomah sbu'' fóik gengurÆ hcegar stuðn- ingurinn? Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahmann í hlutverkum sínum í Kátu ekkjunni. _____ LENSI DÆLA Káta ekkjan endursýnd Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa á síðustu sýningu Þjóðleikhússins á Kátu ekkjunni hefur verið ákveðið að hafa tvær aukasýningar á óperettunni. Vegna fjarveru hljómsveitar- stjóra sýningarinnar hefur ekki verið unnt að hafa þessar auka- sýningar fyrr en sú fyrri verður á fimmtudagskvöld 9. nóvember og hin síðari sunnudagskvöldið 12. nóvember. w* X1 SfiiuiírOgKyigjMfP Ves.turgötu 16, simi T3280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.