Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 29 Útgefandi Framkvæmdastjórí Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Einstaklingurinn byggir upp landið Hinni almennu stjórnmálaumræðu hættir oft til að lenda á villigötum eða jafnvel blindgötum. Aukaatriðin hafa þá verið gerð að aðalatriðum, svo að það, sem mestu skiptir, fellur í skuggann eða gleymist jafnvel alveg. Og að sjálfsögðu falla þeir oftast í þessa gryfju, sem hafa tekið afstöðu fyrirfram og reyna síðan að laga staðreyndirnar í hendi sér. Við Islendingar erum stoltir af því, hversu vel okkur hefur tekizt að byggja upp landið okkar. I stórum dráttum má segja, að hvarvetna blasi við framtak og uppbygging. I þeim efnum hefur munað mest um það, að einstaklingum hafa verið gefnar frjálsar hendur til að láta til sín taka, þannig að dugnaður hans og atorka hefur fengið að njóta sín. Þetta er að sjálfsögðu mest áberandi í landbúnaði og sjávarútvegi, þar sem undirstaðan er. En síðan hafa félagssamtök þessara einstaklinga, ýmist í hlutafélags- eða samvinnurekstrarformi, oftast tekið við úrvinnslunni og séð um að koma framleiðslunni á markað. Þá hefur iðnaður og verzlun einkennzt af framtaki einstaklinga. Þessar staðreyndir vilja oft gleymast, þegar rætt er um málefni landsbyggðarinnar. Þótt út yfir taki, þegar menn eins og Helgi Seljan, þingmaður Alþýðubandalagsins, ræðir um það á Alþingi að gera ráðstafanir af opinberri hálfu til að treysta byggð í sveitum á þeim grundvelli, að honum sé illa við einstaklingsframtakið. Menn, sem þannig tala, eru lítt kunnugir hugsunarhætti bænda og þeim forsendum, sem hugsjónin um jafnvægi í byggð landsins er reist á. Sjálfsbjargarhvötin er aflvakinn Þegar atvinnuþróunin á hinum ýmsu stöðum er rakin, fer ekki hjá því, að einstakir athafnamenn standa upp úr. Það er að sjálfsögðu erfitt að nefna nöfn, en spora frumherjanna sér lengi stað, og enn eru á lífi menn eins og útgerðarmennirnir Ingvar Vilhjálmsson og Einar Guðfinnsson á Bolungarvík. Um hinn síðarnefnda á það sérstaklega við, að á Bolungarvík voru síður en svo góð skilyrði til sjósóknar, þótt skammt væri á miðin. Úrslitum réð, að þar stækkuðu menn við erfiðleikana í stað þess að gefast upp. Eyjafjörður er gott dæmi um það, hvernig hver staðurinn á fætur öðrum hefur náð að eflast og blómgast í krafti sjálfsbjargarviðleitni og einstaklingsframtaks. Magnús Gamalíelsson á Ólafsfirði hefur um áratuga skeið staðið fyrir útgerð og fiskverkun. Hraðfrvstihús hans er til fyrirmyndar um allan búnað og hann er að láta smíða skuttogara í Slippstöðinni á Akureyri, hinn fullkomnasta, sem þar hefur verið smíðaður til þessa. Grenivík, Hauganes og Litli-Árskógssandur eru sjávarpláss í örum vexti. Á öllum þessum stöðum er byggt á einstaklingsframtakinu, og í krafti þess hefur tekizt samvinna og samheldni milli íbúanna, sem einstök er. Þetta viðhorf gefur staðnum aukið gildi, því að hver einstaklingur nýtur sín betur en ella, ef hann á með einhverjum hætti aðild að atvinnurekstrinum og finnur, að velgengni hans og fyrirtækisins fer saman. Á þetta ekki sízt við, þar sem smábátaútgerð eða annar sambærilegur atvinnurekstur blómstrar, — og mætti þá nefna mörg dæmi til viðbótar. Þórshöfn verður að rétta hjálparhönd Ohætt er að segja, að þeir atburðir, sem nú hafa verið að gerast á Þórshöfn, séu með meiriháttar slysum í atvinnusögu íslendinga á síðustu árum. Ástæðan fyrir því, að ráðizt var í kaupin á Fontinum á sínum tíma, var sú, að afli hafði brugðizt í Þistilfirði um nokkur misseri og orðið verulegt atvinnuleysi. En samtímis var verið að byggja nýtt frystihús, sem kallaði á meiri afla. Jafnframt gerðist það, að útgerð smærri báta dróst saman, en um skeið hafði bátafloti Þórshafnarbúa verið svipaður að stærð og Húsvíkinga miðað við íbúafjölda. Óli Þorsteinsson hreppsnefndarmaður á Þórshöfn hefur látið svo ummælt hér í Morgunblaðinu, að skiptar skoðanir séu um, hvort rétt sé að reyna þar skuttogaraútgerð, þar sem heimamenn fáist ekki til að fara á skipið, en það hefur kostnað og frátafir í för með sér að manna það nær eingöngu aðkomumönnum. Á hinn bóginn telur hann, að Þórshafnarbúar væru ofan á núna, ef þeir hefðu fengið nýjan togara um leið og Vopnfirðingar. Allt um það er ljóst, að atvinnulífið á Þórshöfn er í rúst. Vandinn er svo mikill, að heimamenn geta ekki einir risið undir honum. Þess vegna verður samfélagið að koma til og tryggja rekstur hraðfrystihússins með því að skjóta fleiri stoðum undir hráefnisöflunina með því að virkja það framtak, sem býr i einstaklingunum á staðnum. Það mun reynast giftudrýgst, þegar til langs tíma er litið. JÓN SIGURÐSSON, HAGRANNSÓKNARSTJÓRI: FYRIR nokkru bírtist í Morgun- blaðinu frétt af skrifum Halldórs Guöjónssonar, dósents, í tímaritiö Frjálsa verzlun, sem nýkomið er út, Þar sem hann gagnrýnir skýrslu Verðbólgunefndarinnar svonefndu, sem ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar skipaði í október 1976 til Þess að kanna horfur í verðlagsmálum og gera tillögur til Þess að draga úr verðbólgu. Jón Sigurösson, hagrannsókna- stjóri, sem var formaður Verðbólgu- nefndar, mun í næsta hefti Frjálsrar verzlunar, gera athugasemdir við Þessi skrif Halldórs. Morgunblaðið hefur fengið athugasemdirnar til birtingar. í Frjálsri verzlun hafa nýlega ( í 8. og 9. tbl., 1978), birzt tvær greinar eftir Halldór Guðjónsson, dósent, þar sem því er haldið fram, að í skýrslu Verðbólgunefndar um verðbólguvandann, sem út kom í febrúarmánuði síðast liðnum, séu mjög margar og alvarlegar hag- fræðilegar villur. Halldór segist styðja þessa fullyrðingu með þremur dæmum, en færir ekki önnur efnisleg rök fyrir máli sínu. Dæmin um hinar meintu, alvar- legu villur eru þannig valin, og útlegging Halldórs á þeim svo villandi, að ekki verður hjá því komizt að gera þar við nokkrar athugasemdir. Halldór virðist skrifa af nokkrum fræðilegum metnaði, og væri því ástæða til að ætla, að hann vandaði vinnubrögð sín í hvívetna. Því miður er því ekki að heilsa í þessum greinum, en þær eru fullar af stóryrðum, sem virðast reist á litlum sannind- um. 1. Gjaldeyrisreikningar í einkaeign. Skrif Halldórs verða ekki skilin öðruvísi en svo, að hann haldi því fram, að í skýrslu Verðbólgu- nefndar sé byggt á þeirri kenningu, að menn, sem eiga erlendan gjaldeyri reyni að losa sig við hann, telji þeir hættu á gengislækkun. Þarflaust er að orðlengja það, að í áliti Verðbólgu- nefndar er gengið út frá hinu gagnstæða. Reyndar sýnir Halldór hvergi fram á, að þessi „villa“ sem hann telur sig hafa fundið, hafi haft áhrif á tillögur Verðbólgu- nefndar. Rök hans í málinu eru þau ein, að hann slítur úr sam- hengi eina setningu, þar sem fjallað er um gjaldeyrisreikninga í einkaeign, og túlkar hana síðan eins og hinum hentar. Á bls. 153 í skýrslu Verðbólgu- nefndar segir: „I þriðja lagi er hugsanlegt að rýmka um reglur um gjaldeyriseign einstaklinga og fyrirtækja þannig, að gjaldeyris- sjóðir væru að einhverju leyti í einkaeign". Nokkru neðar á sömu síðu er fjallað um kosti og galla þessarar leiðar og þá sagt: „Þriðja leiðin — frjálsir gjaldeyris- reikningar, sem þegar er til vísir að — hefur þann kost að hún höfðar til sparnaðarhneigðar almennings og býður upp á sparn- aðarform, sem heldur allvel verðgildi sínu, auk þess sem rýmri reglur um gjaldeyrisviðskipti hér á landi geta verið æskilegar af öðrum ástæðum. “ Þegar rætt er um ókosti frjálsra gjaldeyris- reikninga, er dregið í efa, að þeir orki ávallt til sveiflujöfnunar, og þá sagt: „Búast mætti við, að fé rynni út af einkareikningum, þegar hætta væri talin á gengis- breytingu." Hér eru augljóslega höfð í huga áhrif af spá- kaupmennsku. Þetta er einmitt setningin, sem Halldór tekur upp úr skýrslunni og telur fela í sér villu. Hins vegar liggur beint við að skila setninguna á eftirfarandi hátt sé hún tekin ein sér: „Búast mætti við, að fé rynni út af venjulegum, innlendum einka- reikningum í íslenzkum krónum. þegar hætta væri talin á gengislækkun. en út af gjald- eyrisreikningum í einkaeign þegar hætta væri talin á gengishækkun." Þessi skilningur ætti reyndar að vera nógu ljós af samhenginu, þótt ugglaust hefði mátt komast skýrar að orði. 2. Bindiskylda og ávöxtun f jár erlendis. Halldór telur það alvarlega villu, að í skýrslunni sé talað um þrjár leiðir „til að ávaxta fé erlendis", þegar reyndar sé þar, að því er hann segir „aðeins bent á leiðir til að draga saman fé innanlands, sem síðan mætti ávaxta innanlands eða erlendis. “ Um hvað snýst málið í raun og veru? Orðin, sem Halldór vitnar til, eru einungis ein setning úr kafla, sem fjallar um heildarstjórn peninga og gengismála, þar sem m.a. er rætt um hvaða ráðstafanir komi til greina til að mynda og nota gjaldeyrisvarasjóði til sveiflujöfnunar í þjóðarbúskapn- um. í skýrslunni segir aðeins: „Ávöxtun fjár erlendis virðist einkum geta orðið með þrennum hætti.“ í næstu málsgrein á undan er því haldið fram, að hægt vaxandi framboð á peningum sé eitt skilyrði þess, að eftirspurn aukist í samræmi við framleiðslu- getu. Einungis virðist unnt að halda vaxtarhraða peningamagns stöðugum, þegar um miklar sveifl- ur útflutningstekna er að ræða, með því að ávaxta hluta af útflutningstekjuauka erlendis. „Þegar miður áraði, yrði aftur á móti gengið á gjaldeyrissjóði." Af þessu sést, að verið er að fjalla um það, með hvaða hætti megi nota gjaldeyrissjóði til jöfn- unar á sveiflum útflutningstekna í því skyni að halda vexti peninga- magns í umferð sem stöðugustum. Hagstjórnarvandinn er í því fólg- inn hvernig koma megi þessari skipan á, og eru þrjár leiðir nefndar (bls. 153) til að safna slíkum sjóðum, þegar umfram- framboð er á peningamarkaði, en ganga á þá, þegar peningaframboð fer þverrandi. Leiðarnar þrjár sem nefndar eru, eru þessar: Verð- og aflajöfnunarsjóðir í sjávarútvegi, virk notkun vaxta og bindiskyldu innlánsstofnana við Seðlabankann og loks rýmri reglur um gjald- eyrisreikninga i einkaeign. Flestum mun ljóst, að umræðan snýst um beitingu gjaldeyrissjóða að því gefnu, að jafnan reynist unnt að ávaxta þá erlendis. Slík forsenda er alvanaleg, þegar smá- ríki eiga í hlut, þar sem áhrifin á peningamarkað erlendis hljóta að vera hverfandi. Orðin „ávöxtun fjár erlendis“ lýsa auðvitað ekki ein sér þeim hugmyndum um gjaldeyrissjóði, sem hreyft er í skýrslu Verðbólgu- nefndar. Gagnrýni Halldórs á þessu orðalagi snertir ekki efni skýrslunnar að neinu leyti fremur en hugleiðingar hans um bindi- skylduna, sem fylgja henni í greininni. ________3. Vaxtamál__________ Halldór telur, að um „hagfræði- lega villu“ sé að ræða, þar sem sagt er, að „... virkari vaxtastefna er tvímælalaust nauðsynleg, en einkar ólíklegt er þó, að vaxta- breytingar einar dygðu ávallt til að koma á jafnvægi .á peninga- markaðinum. Til þess þyrftu vextir að vera svo háir, þegar peningaframboð er mikið í góðæri, að ósennilegt er, að ávöxtunar- tækifæri fyndust jafnharðan inn- anlands." Þetta kann að virðast torskilið í fyrstu, en skýring fylgir i næstu setningu. „Þegar peningaframboð er mikið, er því eðlilegast að hluti þess sé ávaxtaður erlendis, nema þörf reynist fyrir það innanlands, eins og nánar er vikið að hér á eftir. Með því móti væri auðveld- ara að halda jafnvægi á peninga- markaði með jafnari vaxtakjörum, sem án alls efa kæmi öllum atvinnuvegum til góða.“ Misskilningur Halldórs liggur í því, að hann gætir þess ekki, að hér á landi hafa vextir lítil sem engin áhrif á peningaframboð, að því leyti sem það er af erlendum uppruna. Vaxtabreytingar hér innanlands hafa hvorki áhrif á fiskgengd í sjónum né á eftirspurn eftir afurðum okkar erlendis. Þær hafa hins vegar áhrif á eftirspurn eftir lánsfé og á sparnað. Háir vextir draga úr útgjöldum á þensluskeiði og stuðla jafnframt að sparnaði. En eigi þenslan rætur sínar að rekja til góðra aflabragða eða hagstæðs erlends verðlags er ólíklegt, að vaxtahækkun ein sé nægilega öflugt eða heppilegt verkfæri til að draga úr henni. Aðrar aðgerðir til þess að draga úr peningaframboði og mynda sjóði erlendis eiga þá rétt á sér jafnhliða vaxtahækkun. í slöku árferði mætti svo lækka vexti til að auka umsvif innanlands, og yrði þá um leið gengið á sjóði þá, sem söfnuðust í góðærinu. Með tilliti til sveiflujöfnunar eingöngu mætti auðvitað ná sama árangri með því að safna erlendum skuldum, þegar illa árar, en borga í auknum mæli af erlendum lánum, þegar gjald- eyristekjur aukast. Nokkuð öðru máli kann að gegna í ríkjum, sem hafa umtalsverðan fjármagnsmarkað og leyfa frjáls- an flutning fjármagns milli landa. Þar geta vextir haft bein áhrif á vöxt erlenda hluta peningagrunns- ins. Þar gæti gilt, að umframfram- boð á peningum væri tilkomið vegna hærri vaxta en í öðrum löndum og því væri affarasælast með tilliti til sveiflujöfnunar að láta vexti fara lækkandi til að draga úr frekara innstreymi fjár. ___________Lokaorð_____________ Halldór Guðjónsson finnur skýrslu Verðbólgunefndar margt til foráttu, bæði frá fræðilegu og stjórnmálalegu sjónarmiði. Hann færir hins vegar ekki önnur rök fyrir máli sínu eða skoðunum en dæmin þrjú, sem rædd hafa verið hér að framan, en þar virðist fremur vera um orðalag en efnis- atriði að tefla. Fyrstu tvö dæmin eru reyndar hártoganir á einstök- um setningum, sem slitnar eru úr samhengi. Þriðja dæmið er að I nokkru reist á sömu vinnuaðferð og að nokkru, að því er virðist, á skoðanamun í vaxtamálum. Þótt vaxtastefna sé hér á landi næsta umdeild, er með engu skynsamlegu móti hægt að halda því fram, að ábendingarnar í 4. kafla skýrslu verðbólgunefndar í þessu efni séu byggðar á hagfræðilegum villum. Hér er um ályktanir og stefnu- ábendingar að ræða, sem byggðar eru á hagfræðikenningum, sem eru vel þekktar — en ekki óumdeildar. Þessar kenningar er auðvelt að finna í fræðiritum, sem fjalla um verðbólgu í litlum hagkerfum, sem mjög eru háð utanríkisverzlun. Athuganir á raunverulegri hag- þróun hér á landi virðast styðja gildi þessara kenninga við íslenzk- ar aðstæður. Vel má vera, að fræðileg útlist- un i skýrslu Verðbólgunefndar hefði mátt vera rækilegri um þetta og fleiri atriði. En á það er rétt að minna, að skýrslan var ekki hugsuð sem fræðirit heldur fyrst og fremst tilraun til þess að ná samstöðu í nokkuð sundurleitum hópi manna um úrræði til að draga úr verðbólgu. Halldór notar í greinum sínum þá alkunnu áróðursaðferð að varpa rýrð á meginefni skýrslunn- ar, sem hann fjallar alls ekki um, með því að reyna að sýna fram á „villur" í einstökum atriðum, slitnum úr samhengi. Þessi vinnu- aðferð samrýmist illa þeim kröf- um um fræðimennsku og vísinda- leg vinnubrögð, sem dósentinn gerir til annarra. Athugasemdir við greinar Halldórs Guðjónssonar um skýrslu verðbólgunefndar Hokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksms: Umsvif ríkisins takmar kist af tekjuöf lun innan strangra marka A flokksráðs- og formanna- ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var um helgina, var samhljóöa samþykkt eftirfar- andi stjórnmálaályktun: Frelsi borgaranna „Markmiö Sjálfstæöisflokksins er frelsi einstaklingsins í andlegu og efnalegu tilliti. Þessu markmiði vill flokkurinn ná meö því aö efla lýöræöi og athafnafrelsi. Viröing fyrir mannréttindum og gagnkvæm virðing manna innbyrðis eru horn- steinar Sjálfstæöisstefnunnar. Sjálf- stæðisflokkurinn hafnar öllum póli- tískum kreddukenningum en byggir á sjálfstæöri hugsun og frjálsri skoðanamyndun í frjálsu þjóðfélagi. Hann stendur vörö um frelsi borgar- anna, kristileg lífsviöhorf, fjölskyld- una og heimiliö. Gegn ríkisforsjá Sjálfstæöisflokkurinn hafnar ríkis- forsjá, sem hneppir einstaklingana í fjötra, skerðir frelsi þeirra og fjárráö og lamar framtak þeirra. Sjálf- stæðisflokkurinn bendir á, að vel- ferö og velmegun hefur vaxiö mest í þeim ríkjum, sem byggja á athafna- frelsi. Vaxandi velmegun hefur leitt til aukinnar getu til aö sinna margskonar verkefnum, sem áöur voru naum skilyrði til aö fást viö. Ráðstöfunarfé borgaranna takmarkist ekki af umsvifum ríkisins Heilsugæsla hefur stóraukist, um- önnun aldraðra batnaö, menntun aukist og batnaö, lífsskilyrði fatlaöra veriö bætt. Atorka og framtak Fullnæging þessara óska og annarra á sviöi samhjálpar byggist á heilbrigðu athafnalífi, starfsvilja og atorku þeirra, sem framleiöslustörf- in vinna, vaxandi sparnaöi og skynsamlegri ráðstöfun hans til eflingar framleiöslu. Sjálfstæöis- flokkurinn vekur athygli á mikilvægi starfsemi einstaklinga í frjálsu félagastarfi til hjálpar þeim, sem minna mega sín, og hvetur til stuönings viö framtak þessara aöila, sem er vitnisburður um þann árangur, sem næst, þegar atorka einstaklinga nýtur sín. Víða um heim hafa umsvif ríkisins og opinberra aöila vaxiö mikiö. ísland hefur ekki fariö varhluta af þessari þróun, sem hefur minnkaö svigrúm einstaklinganna og sam- taka þeirra. Ríkið hefur tekiö til sín æ stærri hlut af tekjum borgaranna og notaö til margvíslegra verkefna. Aö mati Sjálfstæöisflokksins draga háir skattar og opiriber afskipti af atvinnulífi úr atorku og starfsvilja meö þeim afleiöingum aö hagvöxtur minnkar. Sjálfstæöisflokkurinn, sem fremsti málsvari heilbrigös athafna- lífs og þess, aö framtak einstakling- anna fái notið sín, hefur í þessu efni sérstöku hlutverki aö gegna. Sjálf- stæöisflokkurinn telur þaö höfuð- verkefni sitt aö standa vörö um þessi viðhorf og berjast fyrir viöur- kenningu þeirra. Þetta víll Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæöisflokkurinn vill: hraöa endurskoöun stjórnskrár- innar m.a. til þess aö jafna kosning- arrétt og auka valfrelsi kjósenda meö persónukjöri og leggur megin- áherlsu á, aö breytingar í því efni veröi gerðar á yfirstandandi kjör- tímabili aö viö ríkjandi ástand í heimsmál- um veröi íslenska þjóöin tengd vestrænum lýöræðisríkjum til sam- eiginlegra varna hins frjálsa heims vinna aö skýrri verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í því skyni aö efla sjálfstæöi sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. fylgja fast eftir stefnu sinni í samgöngumálum. nýta eftir megni þær miklu auölindir sem fólgnar eru í fallvötn- um og jarðhita landsins. vinna aö vernd og skynsamlegri nýtingu þeirrar auðsuppsprettu, sem fólgin er í hafsvæðum þeim sem landsmenn hafa nú fengið óskoraöa lögsögu yfir eftir langa og haröa baráttu. Jafnframt veröi þess gætt, aö tryggja sem best réttindi íslands utan 200 mílna efnahagslög- sögunnar. Efnalegt sjálfstæði Sjálfstæöisflokkurinn telur for- sendu framfara á íslandi vera traust efnahagslíf, sem byggir á frjálsu framtaki einstaklinganna. Viöamesta og um leið vandasam- asta verkefniö í íslenskum stjórn- málum er tvímælalaust aö draga úr veröbólgunni og koma henni niður á svipað stig og í helstu viðskiptalönd- um okkar. Samhliða veröur aö tryggja atvinnuvegunum rekstrar- grundvöll og viöskiptajöfnuð viö útlönd. Kaupmáttartrygging en ekki krónutöluhækkun er meginmarkmiö í kjaramálum. Úrræði í efnahagsmálum í einstökum greinum vill Sjálf- stæðisflokkurinn beita eftirtöldum ráöum: Skrá gengið rétt. Efla veröjöfnunarsjóöi og beita þeim til raunverulegrar veröjöfnun- ar. Tryggja verðgildi sparifjár svo sparnaður veröi eftirsóknarverður. Hamla gegn óaröbærri fjárfest- ingu hins opinbera. Ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Takmarka ríkisumsvif og draga úr rekstrarútgjöldum ríkisins. Beita róttækum aögeröum til endurbóta í opinberum rekstri. Losa ríkið viö aöild að margvís- legum rekstri, sem það er þátttak- andi í. Búa þannig aö iðnaði, verslun og öörum þjónustugreinum aö kostir frjálsrar samkeppni fái aö fullu notiö sín. Endurskoða vísitölukerfiö meö þaö fyrir augum aö eyöa víxlhækk- unum verðlags og kaupgjalds, en tryggja aö tekjur launþega séu í samræmi viö þjóöartekjur og af- komu atvinnuveganna. Stefna aö því aö laun fyrir dagvinnu nægi til framfærslu. Eyðsluskattar í stað skatta á verðmætasköpun Sjálfstæöisflokkurinn vill setja skattlagningu hins opinbera ströng mörk. Skattlagningu veröi beint aö eyðslu fremur en verömætasköpun og vinnuframlagi. Tekjuskattur verði afnuminn af almennum launatekj- um. Umsvif ríkisins takmarkist af Þessari tekjuöflun — ráðstöfunarfé borgaranna takmarkist ekki af umsvifum ríkisins. Fyrstu aögeröir núverandi ríkis- stjórnar í efnahagsmálum sýna, aö grundvöllur kosningasigurs sósíal- isku flokkanna s.l. sumar byggöist á lýðskrumi og óraunsæju mati á stöðu efnahagsmála. Ráöstafanir stjórnarinnar eru aðeins til bráöabirgða og höggva ekki að rótum þeirrar efnahags- meinsemdar, sem grafiö hefur um sig í íslensku þjóöfélagi. Hiö opin- bera krefur nú mikinn fjölda lands- manna um allt aö 70 krónur af hverjum 100, sem þeir vinna sér inn. Svo óheyrileg skattheimta dregur úr verðmætasköpun í þjóðfélaginu, lamar vinnuvilja fólks og ýtir undir skattsvik, auk þess sem afturvirk löggjöf um skattheimtu misbýöur réttarvitund almennings. Alþýöubandalagiö ræöur mestu í stjórnarsamstarfinu og notfærir sér hentistefnu, glámskyggni og veik- lyndi hinna flokkanna beggja til að knýja fram sín eigin sjónarmiö. Hallarekstur Undirstöðuatvinnuvegir lands- manna eru reknir meö halla, sem leitt getur til alvarlegs atvinnuleysis. í staö raunvaxta til aö efla sparnaö er bæöi boðuð hækkun og lækkun vaxta. Fjárhag ríkisins er teflt í tvísýnu og fyrirsjáanlegur milljarða halli í ríkisfjármálum. Markmiöið er beinlínis aö grafa undan frjálsu og traustu athafnalífi. Uppskera þessa verður ríkisrekstur og ríkiseftirlit. Brostin kosningafyrirheit Fyrir kosningar s.l. vor lagöi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á aö opna augu manna fyrir þeim efna- hagslegu öröugleikum, sem íslenska þjóöin hlaut aö standa frammi fyrir. Þverstæöan í kosningabaráttunni var sú, aö þáverandi stjórnarand- stöðuflokkar, Alþýöuflokkur og Al- þýöubandalag, töldu kjósendum trú um, aö ástandiö væri annað og betra en hinn kaldi veruieiki sagöi til um. Kosningafyrirheit þeirra voru því ekki raunhæf og fengu af þeim sökum ekki staöist svo sem ríkjandi ringulreiö staöfestir. Tímabundin stjórnarandstaöa breytir ekki þeirri staðreynd, aö Sjálfstæöisflokkurinn er kjölfesta íslenskra stjórnmála og brjóstvörn frelsis og framfara."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.